Barnabækur og norska leiðin

Margrét Tryggvadóttir barnabókahöfundur vill tryggja íslenskum börnum greiðan aðgang að nýjum vönduðum og skemmtilegum bókum, líkt og gert hefur verið í Noregi.

Auglýsing

Það var gaman að heyra Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, til­kynna að styrkja ætti útgáfu barna- og ung­linga­bóka og sér­lega við­eig­andi að hún not­aði tæki­færið á Sögum – Verð­launa­há­tíð barn­anna til þess. Litlar upp­lýs­ingar hafa þó fylgt um með hvaða hætti eigi að veita styrki úr þessum barna- og ung­linga­bóka­sjóði. Sama frétta­til­kynn­ingin hefur þó birst á vef ráðu­neyt­is­ins og hjá Mið­stöð íslenskra bók­mennta. Þar segir að nýjum styrkja­flokki verði bætt við styrki mið­stöðv­ar­innar frá og með næsta ári og sé það liður í að styðja við og efla útgáfu á efni fyrir yngri les­end­ur. Vitnað er til orða Lilju: „Eitt það mik­il­væg­asta sem við getum gert til þess að efla læsi í land­inu til fram­tíðar og standa vörð um tungu­málið okkar er að tryggja aðgengi barna og ung­menna að bókum við þeirra hæfi.“

Ekki gæti ég verið ráð­herr­anum meira sam­mála. Ég er þó ekki viss um að sú aðferð sem hér virð­ist hafa orðið ofan á, þ.e. að styrkja útgáfu bóka fyrir börn og ung­linga sér­stak­lega, leysi vand­ann. Hér verð ég að gera fyr­ir­vara við efa­semdir mínar þar sem litlar upp­lýs­ingar liggja fyrir um styrk­ina en í áður­nefndri frétta­til­kynn­ingu segir að fyr­ir­komu­lag styrkj­anna og umsókn­ar­ferlið verði nánar kynnt síð­ar. „Styrkir til útgáfu“ bendir þó til þess að pen­ing­arnir eigi að renna til útgef­enda. Og það er svo sem ekki van­þörf á slíkum styrkj­um.

Þegar ráð­herr­ann til­kynnti um styrk­ina vís­aði hún til mál­þings­ins „Barnið vex en bókin ekki“ sem ung­lingar í Haga­skóla stóðu fyr­ir. Þar bentu krakk­arnir rétti­lega á að það koma alls ekki út nægi­lega margar bækur fyrir ung­linga á Íslandi. Það er sann­ar­lega satt og rétt en það vanda­mál verður ekki ein­ungis leyst með styrkjum til útgef­enda. Það þurfa nefni­lega ein­hverjir líka að skrifa bæk­urnar og svo verða þær að rata til krakk­anna.

Auglýsing

Rót vand­ans er að það fæð­ast alltof fá börn á Íslandi til að standa undir mark­aði með barna­bæk­ur. Í hverjum árgangi eru ein­ungis 4.-5.000 börn. Bók fyrir krakka sem eru nýlega farin að lesa sjálf hentar kannski aðeins fyrir einn eða tvo árganga svo mark­hóp­ur­inn er smár. Fái 10% sex ára barna bók­ina í jóla­gjöf eru það ein­ungis um 450 ein­tök og langt í að útgáfan standi undir sér. Annar vandi er sá að mark­aðslög­málin hafa að mestu verið látin stýra barna­bóka­út­gáfu hér á landi. Það sér hver maður að það er ekki væn­legt til árang­urs á örmark­aði ef mark­miðið er annað en að leggja tungu­málið nið­ur.

Til ein­föld­unar má segja að vandi barna­bóka á Íslandi sé þrí­þætt­ur. Í fyrsta lagi stendur útgáfa á efni fyrir börn sjaldn­ast undir sér. Mark­að­ur­inn er of lít­ill, börnin of fá, barna­bæk­urnar ódýr­ari út úr búð en aðrar bækur en fram­leiðslu­kostn­aður oft hár, bæk­urnar dýrar í hönn­un, mynd­skreyttar og lit­prent­að­ar, auk þess sem papp­ír­inn og kápan þarf að þola með­ferð lít­illa handa. Í öðru lagi getur ekki nokkur maður lifað af því að skrifa barna­bækur á Íslandi. Höf­unda­launin eru hlut­fall af heild­sölu­verði bóka og þar sem barna­bækur eru ódýr­ari en full­orð­ins­bækur og mark­hóp­ur­inn smærri fá höf­und­arnir minna greitt fyrir vinnu sína. Auk þess koma oftar tveir höf­undar að verk­inu, t.d. texta­höf­undur og teikn­ari, sem skipta þá með sér höf­unda­laun­um. Fáir barna- og ung­linga­bóka­höf­undar hafa fengið starfs­laun lista­manna og sjaldn­ast fá þeir meira en 3-6 mán­uði. Það er því fjár­hags­lega glóru­laust að leggja fyrir sig skrif barna- og ung­linga­bóka. Þriðji vand­inn fellst í dreif­ingu bókanna. Börn eign­ast helst bók á jól­um. Sum fá margar að gjöf, önnur eng­ar. Í lögum um grunn­skóla segir að í hverjum skóla skuli vera bóka­safn. Þar segir hins vegar ekk­ert um hvað telj­ist vera bóka­safn, hvort bæk­urnar þurfi að vera nýjar og spenn­andi og bóka­kost­inum við­hald­ið. Heldur ekk­ert um það hvort bóka­safnið eigi að vera börn­unum opið og aðgengi­legt. Bóka­kostur skóla og leik­skóla er sums staðar góð­ur, nýjar bækur keyptar reglu­legar og þær aðgengi­legar börnum en ann­ars staðar eru bóka­safn vart fyrir hendi, fáar bækur til og starf á skóla­safni lítið og mark­laust. Slíkur aðstöðu­munur felur í sér brot á jöfnum rétti barna til náms. Börn eru upp á okkur full­orðna fólkið komið þegar kemur að því að nálg­ast bæk­ur. Sjái for­eldrar eða for­ráða­menn barna ekki til þess að krakk­arnir þeirra hafi góðan aðgang að bókum sem hæfa þeirra aldri og end­ur­spegla sam­tíma þeirra og upp­runa verður sam­fé­lagið að sjá til þess og auð­veld­ast er að gera það í gegnum skól­ana. Þeir skólar sem hlúa vel að bóka­safn­inu sínu hafa þó ekki aðgang að nægi­lega mörg­um, áhuga­verðum bók­um, eins og krakk­arnir í Haga­skóla bentu á, því skrif­aðar og útgefnar bækur eru ein­fald­lega of fáar.

Þennan víta­hring verður að rjúfa en það verður ekki gert með því einu að styrkja útgef­end­ur. Meira verður að koma til. Sem betur fer má líta til ann­arra þjóða og óþarfi fyrir okkur að finna upp hjól­ið. Norð­menn skil­greina tungu­málið sitt sem örtungu­mál í útrým­ing­ar­hættu sem beri að styðja og styrkja með ráðum og dáð. Í Nor­egi er starf­rækt sér­stakt inn­kaupa­ráð sem kaupir ákveð­inn ein­taka­fjölda af öllum almenni­legum norskum barna­bók­um, þó ekki fleiri en eina frá hverjum höf­undi á hverju ári. Bæk­urnar eru keyptar á föstu verði óháðu mark­aðs­verði (þótt heim­ilt sé að hækka eða lækka greiðslur þegar ástæða er til). Greiðslan er styrkur sem skipt­ist á milli útgef­and­ans og höf­und­ar­ins en í stað­inn fær inn­kaupa­stofn­unin ein­tök af bók­inni sem dreift er á almenn­ings­bóka­söfn og söfn grunn- og leik­skóla. Norska leiðin tryggir bæði höf­undum og útgef­endum „sölu“ svo bæði skrifin og útgáfan standa undir sér og síð­ast en ekki síst, öllum norskum börn greiðan aðgang að nýjum vönd­uðum og skemmti­legum bók­um. Styrkir til íslenskra útgef­enda kunna að vera nauð­syn­legir en þeir munu hvorki fjölga höf­undum né auka aðgengi barna að nýj­um, íslenskum bók­um. Til þess að fá hjólið til að snú­ast þarf að horfa á heild­ar­mynd­ina.

Höf­undur er barna­bóka­höf­undur og situr í stjórn Rit­höf­unda­sam­bands Íslands og SÍUNG – Sam­taka íslenskra barna- og ung­linga­bóka­höf­unda

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar