Fæðubótarefni milljarðamærings

Jóhann S. Bogason gagnrýnir hvalveiðar í aðsendri grein.

Auglýsing

Nýverið las ég frétt um að nak­inn maður hefði drepið fjórar mann­eskjur í vöfflu­húsi í Nas­hville í Tenn­essee. Einnig að hestar muna eftir mönn­um. Og að skor­dýr eiga undir högg að sækja vegna eit­ur­efna­notk­unar manna. Fjölda­al­dauði blasir við mörgum dýra­teg­und­um. Höfin eru að fyll­ast af plasti.

Þá ber svo við að þær fregnir ber­ast hér á Fróni að Krist­ján Lofts­son vill enn og aftur drepa lang­reyð­ar. Þetta er gaur­inn sem nýverið seldi hlut sinn í Granda fyrir tugi millj­arða. Svona sirka­bát 1.000 millj­ónir sinnum tutt­ugu og eitt­hvað plús. Eða Guð má vita hvað. Kannski á Krist­ján Lofts­son þrjá­tíu þús­und millj­ón­ir. Auð­legð sem eng­inn venju­legur Íslend­ingur kann minnstu skil á. Allur hagn­aður þessa ves­al­ings er til­kom­inn vegna þess að hann hefur getað mjólkað helstu auð­lind okkar Íslend­inga um árarað­ir. Í nafni „stjórn­valda“.

Og nú vill Krist­ján Lofts­son halda aftur til hafs til að drepa hvali. Nánar til­tekið lang­reyð­ar. Það eru vita­skuld merki­legar skepn­ur. Það er þaul­sannað að hinir lít­il­látu höfr­ung­ar, sem eru spen­dýr og náskyldir lang­reyð­um, nefna hver annan með hljóð­merkj­um. Höfr­ungar bera sumsé nöfn. Hvalir gæta afkvæma sinna með miklu ást­ríki og syngja söngva sem ber­ast um úthöfin þver og endi­löng. Þetta eru stærstu spen­dýr sem hafa verið uppi. Sumar hvala­teg­undir eru með vin­sælda­lista sem spanna þús­undir kíló­metra. Og söngvar þeirra eru breyti­legir milli ára.

Auglýsing

En Krist­ján Lofts­son vill sumsé drepa hvali. Og okkur er gert ljóst að hann eigi inn­eign frá síð­asta ári til að sprengja enn fleiri lang­reyð­ar, henti það hon­um. Þessi mann­leysa gæti étið styrjukav­íar (styrjur hafa jú verið í útrým­ing­ar­hættu) í hvert mál ef honum sýn­ist svo, allt þar til hann gefur upp önd­ina, án þess að það sjái högg á vatni auð­æfa hans. En erindi hans er allt ann­að. Hann er að hugsa um vel­ferð mann­kyns. Honum er svona rosa­lega hugað um fæðu­bót­ar­efni. Þið lásuð rétt: fæðu­bót­ar­efni!

Það er aug­ljós­lega ekki góð við­skipta­hug­mynd að sprengja hvali til að fram­leiða fæðu­bót­ar­efni. Það eru til ógrynni af fæðu­bót­ar­efn­um. Þús­undum sinnum fleiri en það eru til hval­ir. Lík­lega 30 þús­und milljón sinnum fleiri. Og vís­inda­sam­fé­lagið hefur hafnað þeim sem bábilju. En af því að ég geri ráð fyrir því að Krist­ján Lofts­son vilji nú græða á því að drepa hval­ina, þá vil ég benda þessum kvóta­greifa á að hann getur hagn­ast svo langtum betur á því að gera hvala­slát­ur­stöð sína að safni. Hann gæti gert út allan skipa­flota sinn út í hvala­skoð­un­ar­ferð­ir. Það væri ein­stakt tæki­færi á heims­vísu! Krist­ján Lofts­son gæti auðg­ast um fullt af millj­ón­um. En því miður duga slíkar ráð­legg­ingar um auk­inn gróða ekki neitt, því honum er skít­sama. Hann á skítnóg af seðl­um!

Krist­ján Lofts­son millj­arða­mær­ingur vill skjóta hval­ina með sprengiskutl­um. Til að breyta þeim í fæðu­bót­ar­efni. Með sprengiskutl­um! Þegar skut­ull­inn lendir í spen­dýr­inu þá springur hann. Þetta er ekk­ert annað en villi­manns­leg og við­ur­styggi­leg aðferð til að bana spen­dýri. Hvaða bjánar telja rétt­læt­an­legt að skjóta spen­dýr með sprengj­um? Hvaða veiði­maður myndi stæra sig af því að skjóta hrein­dýr með sprengju­skut­li? Krist­jáni Lofts­syni er ein­fald­lega skít­sama. Hann á ógrynni af seðl­um. Hann vill bara sprengja hvali. Sprengja þá í tætlur fyrir „fæðu­bót­ar­efn­i“.

Vit­an­lega er við­búið að ein­hverjir örvasa íslenskir vit­leys­ingar haldi fram mik­il­vægi þess að gæða sér á hval­kjöti, sér­stak­lega ef þeir geta hreykt sér frammi fyrir útlend­ingum meðan þeir gadda í sig þveistið með æluna í kok­inu í þorra­blót­um, glott­andi framan í skelf­ingu lostna útlend­inga. Það er jafnan gefið að slíkir bjánar hafi sig mikið í frammi. Þessir sömu þjóð­ern­is­ræknu „Ís­lend­ing­ar“ hafa ríku­legan aðgang að t.d. svína­kjöti eða kjöti nauta eða kjúklinga eða bara roll­unn­ar. Nú eða bara kengúru­kjöt frá Ástr­al­íu! En það virð­ist ekki duga þeim. Samt eru þeir allir með grill. Hver og einn og ein­asti þeirra.

Það sem vekur hins vegar mesta furðu er að núver­andi rík­is­stjórn leggi sam­þykki sitt við þennan hjá­kát­lega gjörn­ing millj­arða­mær­ings­ins Krist­jáns Lofts­son­ar. Sér­stak­lega ef að til þess er horft að í for­sæti er hin brosmilda Katrín Jak­obs­dótt­ir. Jafn­að­ar­mennsku hennar og umhyggju fyrir umhverf­inu er hér nokkuð við­brugð­ið. Vinstri grænir gefa sig jú út fyrir að vera, tja græn­ir. Eins og í „um­hverf­is­væn­ir“. Maður gæti eins ætlað að núver­andi umhverf­is­ráð­herra þyki vænna um við­gang skóg­ræktar heldur en að amast við því að spen­dýr séu sprengd til að vinna úr þeim fæðu­bót­ar­efni.

Þar fyrir utan er alger­lega maka­laust hvað hið svo­kall­aða „vís­inda­sam­fé­lag“ þegir þunnu hljóði yfir þess­ari ósvinnu. Pró­fess­orar og dokt­orar í líf­fræði halda bara kjafti þó að þeir viti bet­ur. Og þeir eru æði marg­ir. Þeir vilja ekki rugga bátn­um, ves­al­ing­arn­ir. Þeir gætu misst af ein­hverjum sporsl­um.

Síðan eru líka til svo­kall­aðir „vís­inda­menn“ hjá Hafró sem hafa sífellt haldið því fram að þetta snú­ist um eitt­hvað ímyndað „jafn­vægi“ í haf­inu, en það byggja þeir á svo­nefndu „fjöl­stofna­lík­an­i“, sem er aug­ljós­lega inn­an­tóm vit­leysa. Sumir þar halda að ef þeir geti sett saman fábrotið algrím byggt á rang­hug­mynd­um, þá sé bara hið besta mál að drepa hvali. Þessir „vís­inda­menn“ hjá Hafró hafa jú fengið tug­millj­ón­ir, ef ekki hund­ruðir millj­óna frá stjórn­völdum fyrir það eitt að halda því fram að það sé allt í lagi að drepa hvali. Kannski þessir vís­inda­menn geti líka sann­fært okkur um mik­il­vægi fæðu­bót­ar­efna, sem eru unnin úr sund­ur­sprengdum hvöl­um.

Hver veit nema Krist­ján Lofts­son muni leggja þeim lið­sinni. Hann á jú sand af seðl­um!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar