Hugleiðingar ljósmóður

Sigrún Huld Gunnarsdóttir ljósmóðir segir að þjónusta ljósmæðra á Íslandi sé á heimsmælikvarða, en nú sé hætta á að hún skerðist og svo virðist sem hún sé stjórnvöldum einskis virði.

Auglýsing

Klukkan er að verða fjögur að nóttu. Mér gefst færi í fyrsta sinn í 12 tíma til að líta á sím­ann minn og í því hringir hann. Í sím­anum er mað­ur­inn minn aug­ljós­lega nývakn­aður og hvíslar hásri röddu: „Hvar ertu – er ekki allt í lag­i?” „Jú allt í lagi, fer alveg að koma heim. Ég komst ekki heim af vakt­inni, var svo brjálað að gera en ég er að klára hérna.“ Hann er svo sem vanur þessu, ekki í fyrsta sinn og ekki í síð­asta sinn sem ég kemst ekki heim úr vinnu. Vaktin átti að klár­ast hálf tólf en þegar þú sinnir fæð­ing­ar­þjón­ustu er ekki alltaf hægt að fara eftir klukk­unni, nátt­úr­unni er nokk sama hvað hún slær. Ég er nefni­lega ljós­móð­ir.

Um morg­un­inn hafði ég kvatt börnin okkar þrjú þegar þau fóru í sína leik- og grunn­skóla. Ég var farin í vinnu þegar þau komu heim. Börnin mín þola ekki kvöld­vakt­ir. „Hvernig vakt ertu á í dag mamma?” er algeng spurn­ing á okkar heim­ili. Þegar ég kem heim upp úr fjögur laum­ast ég inn í her­bergin þeirra og lít á þau sof­andi og sæl. Ég neyð­ist til að fara í sturtu, ég er búin að fá yfir mig mikið af legvatni og blóði sem ég náði bara að katt­ar­þvo af mér í vinn­unni. Mér er illt. Illt alls stað­ar. Mig verkjar í fæt­urna, axl­irn­ar, hend­urn­ar, allur lík­am­inn er úrvinda og þreytu­verkirnir eru þannig að ég tek eina bólgu­eyð­andi verkja­töflu svo ég geti sofið fyrir verkj­un­um. Ég er líka með höf­uð­verk vegna hung­urs. Tenn­urnar á mér eru með þykka syk­ur­skán þar sem ég náði ekk­ert að borða á vakt­inni en brá á það ráð þegar ég var farin að skjálfa af hungri að sjúga nokkra syk­ur­mola á hlaupum til að ná blóð­sykrinum upp.

Ég fæ mér að borða, bursta tennur og leggst loks­ins á kodd­ann örþreytt klukkan rúm­lega fimm. Heil­inn er ekki til­bú­inn að fara að sofa, hann þarf að fara yfir og vinna úr því sem gerð­ist á vakt­inni. Ég þerraði tár, ég þreif ælu, ég gaf lyf, ég hug­hreysti, ég hvatti, ég nudd­aði, ég hélt í hend­ur, ég hugg­aði, ég tók mynd­ir, ég tók á móti barni, ég veitti ham­ingju­óskir, ég saum­aði, ég skráði í skýrslur og fylgdi nýju fjöl­skyld­unni á sæng­ur­legu­deild­ina. Ég skipti um föt og ég tók við annarri konu.

Auglýsing

Ég þerraði tár að nýju, ég tók erf­iðar ákvarð­an­ir, ég bað um annað álit, ég óskaði eftir lækni, ég fylgdi kon­unni á skurð­stofu í bráða­keis­ara­skurð. Ég hélt í hend­ur, ég þerraði fleiri tár, ég hug­hreysti, ég hvatti, ég róaði pabbann. Lækn­ir­inn lagði barnið í dauð­hreins­aða vöggu sem ég tók við og flutti barnið svo á barna­borð­ið. Barnið var sprækt mér og lækn­in­um, sem brugð­umst rétt við, sé lof. Ég sótti pabbann, hann snyrti nafla­streng­inn og ég hvatti hann til að tala við nýfædda barnið sitt. Nýburar þekkja rödd for­eldra sinna og róast við heyra hana þegar þau koma í birt­una utan móð­ur­kvið­ar. Saman vöfðum við kríl­inu inn og hann fór með það til mömm­unnar sem lá enn á skurð­ar­borð­inu. Allir grétu. Þetta var fal­leg stund.

Vinnan mín er erfið en hún er líka gef­andi. Heil­inn minn er að klára að fara yfir vakt­ina. Var nokkuð sem ég gleymdi að gera? Nei, ég held ekki. Ef ég gleymdi ein­hverju verður að hafa það. Börnin og mæð­urnar eru örugg og hraust og það skiptir mestu máli. Ég vona bara að fólkið sem ég sinnti hafi ekki fundið hvað það var mikið að gera. Ég hefði viljað sinna þeim bet­ur. Ég er alveg að sofna.

Þegar ég valdi mér starfs­vett­vang lang­aði mig að vinna við eitt­hvað þar sem ég gæti látið gott af mér leiða, helst við að með­höndla fólk og hjálpa því. Ég vissi að launin væru lág en unga, bjart­sýna og kannski aðeins barna­lega ég von­aði að það myndi breyt­ast. Ég hef alltaf verið góður náms­maður og hefði getað farið í hvaða háskóla­nám sem er. Ég hefði getað valið að mennta mig í greinum þar sem launin eru mun hærri. Laun þar sem unnið er með pen­inga eru til dæmis almennt hærri en þar sem unnið er með fólk. Mér hefur alltaf fund­ist það svo skrýt­ið, stór­und­ar­legt jafn­vel. Ef ég hefði valið mér starf þar sem ég bæri ábyrgð á pen­ing­um, en ekki móður og barni, væri ég senni­lega ekki í harðri kjara­bar­áttu. Þá er ég ekki að gera lítið úr vinnu þeirra sem bera ábyrgð á pen­ing­um. Mér finnst bara und­ar­legt að slík ábyrgð sé almennt metin meira virði en ábyrgð á manns­líf­um, jafn­vel þó launagreið­and­inn sé sá sami eða Rík­is­sjóður Íslands.

Mér þykir ótækt, miðað við menntun mína og ábyrgð í starfi, að ég ætti erfitt með að sjá fyrir börn­unum mínum væri ég ein­stæð móð­ir. Til þess þyrfti ég að vinna enn fleiri yfir­vinnu­tíma og næt­ur­vaktir á kostnað heils­unnar til að það gengi upp með góðu móti.

Grunn­laun nýút­skrif­aðrar ljós­móður eru 460.000 krónur á mán­uði. Launin hækka hægt og þakið er lágt. Snúið hefur verið út úr þessum upp­hæðum með upp­reikn­uðum tölum sem engin ljós­móðir á gólf­inu kann­ast við. Stjórn­völd virð­ast ekki, þrátt fyrir fögur lof­orð, ætla að gera neitt til að breyta þessu. Á meðan harðnar kjara­bar­áttan og raun­veru­leg hætta er á að þjón­ustan við fólk í barn­eign­ar­ferli skerð­ist. Þjón­usta sem hefur verið á heims­mæli­kvarða, best í heimi reynd­ar, virð­ist vera stjórn­völdum einskis virði. For­eldrum, nýburum og öllum sem sinna barn­eign­ar­þjón­ustu er sent langt nef með lít­ils­virð­ing­unni sem ljós­móð­ur­starf­inu er sýnd.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar