Hugleiðingar ljósmóður

Sigrún Huld Gunnarsdóttir ljósmóðir segir að þjónusta ljósmæðra á Íslandi sé á heimsmælikvarða, en nú sé hætta á að hún skerðist og svo virðist sem hún sé stjórnvöldum einskis virði.

Auglýsing

Klukkan er að verða fjögur að nóttu. Mér gefst færi í fyrsta sinn í 12 tíma til að líta á sím­ann minn og í því hringir hann. Í sím­anum er mað­ur­inn minn aug­ljós­lega nývakn­aður og hvíslar hásri röddu: „Hvar ertu – er ekki allt í lag­i?” „Jú allt í lagi, fer alveg að koma heim. Ég komst ekki heim af vakt­inni, var svo brjálað að gera en ég er að klára hérna.“ Hann er svo sem vanur þessu, ekki í fyrsta sinn og ekki í síð­asta sinn sem ég kemst ekki heim úr vinnu. Vaktin átti að klár­ast hálf tólf en þegar þú sinnir fæð­ing­ar­þjón­ustu er ekki alltaf hægt að fara eftir klukk­unni, nátt­úr­unni er nokk sama hvað hún slær. Ég er nefni­lega ljós­móð­ir.

Um morg­un­inn hafði ég kvatt börnin okkar þrjú þegar þau fóru í sína leik- og grunn­skóla. Ég var farin í vinnu þegar þau komu heim. Börnin mín þola ekki kvöld­vakt­ir. „Hvernig vakt ertu á í dag mamma?” er algeng spurn­ing á okkar heim­ili. Þegar ég kem heim upp úr fjögur laum­ast ég inn í her­bergin þeirra og lít á þau sof­andi og sæl. Ég neyð­ist til að fara í sturtu, ég er búin að fá yfir mig mikið af legvatni og blóði sem ég náði bara að katt­ar­þvo af mér í vinn­unni. Mér er illt. Illt alls stað­ar. Mig verkjar í fæt­urna, axl­irn­ar, hend­urn­ar, allur lík­am­inn er úrvinda og þreytu­verkirnir eru þannig að ég tek eina bólgu­eyð­andi verkja­töflu svo ég geti sofið fyrir verkj­un­um. Ég er líka með höf­uð­verk vegna hung­urs. Tenn­urnar á mér eru með þykka syk­ur­skán þar sem ég náði ekk­ert að borða á vakt­inni en brá á það ráð þegar ég var farin að skjálfa af hungri að sjúga nokkra syk­ur­mola á hlaupum til að ná blóð­sykrinum upp.

Ég fæ mér að borða, bursta tennur og leggst loks­ins á kodd­ann örþreytt klukkan rúm­lega fimm. Heil­inn er ekki til­bú­inn að fara að sofa, hann þarf að fara yfir og vinna úr því sem gerð­ist á vakt­inni. Ég þerraði tár, ég þreif ælu, ég gaf lyf, ég hug­hreysti, ég hvatti, ég nudd­aði, ég hélt í hend­ur, ég hugg­aði, ég tók mynd­ir, ég tók á móti barni, ég veitti ham­ingju­óskir, ég saum­aði, ég skráði í skýrslur og fylgdi nýju fjöl­skyld­unni á sæng­ur­legu­deild­ina. Ég skipti um föt og ég tók við annarri konu.

Auglýsing

Ég þerraði tár að nýju, ég tók erf­iðar ákvarð­an­ir, ég bað um annað álit, ég óskaði eftir lækni, ég fylgdi kon­unni á skurð­stofu í bráða­keis­ara­skurð. Ég hélt í hend­ur, ég þerraði fleiri tár, ég hug­hreysti, ég hvatti, ég róaði pabbann. Lækn­ir­inn lagði barnið í dauð­hreins­aða vöggu sem ég tók við og flutti barnið svo á barna­borð­ið. Barnið var sprækt mér og lækn­in­um, sem brugð­umst rétt við, sé lof. Ég sótti pabbann, hann snyrti nafla­streng­inn og ég hvatti hann til að tala við nýfædda barnið sitt. Nýburar þekkja rödd for­eldra sinna og róast við heyra hana þegar þau koma í birt­una utan móð­ur­kvið­ar. Saman vöfðum við kríl­inu inn og hann fór með það til mömm­unnar sem lá enn á skurð­ar­borð­inu. Allir grétu. Þetta var fal­leg stund.

Vinnan mín er erfið en hún er líka gef­andi. Heil­inn minn er að klára að fara yfir vakt­ina. Var nokkuð sem ég gleymdi að gera? Nei, ég held ekki. Ef ég gleymdi ein­hverju verður að hafa það. Börnin og mæð­urnar eru örugg og hraust og það skiptir mestu máli. Ég vona bara að fólkið sem ég sinnti hafi ekki fundið hvað það var mikið að gera. Ég hefði viljað sinna þeim bet­ur. Ég er alveg að sofna.

Þegar ég valdi mér starfs­vett­vang lang­aði mig að vinna við eitt­hvað þar sem ég gæti látið gott af mér leiða, helst við að með­höndla fólk og hjálpa því. Ég vissi að launin væru lág en unga, bjart­sýna og kannski aðeins barna­lega ég von­aði að það myndi breyt­ast. Ég hef alltaf verið góður náms­maður og hefði getað farið í hvaða háskóla­nám sem er. Ég hefði getað valið að mennta mig í greinum þar sem launin eru mun hærri. Laun þar sem unnið er með pen­inga eru til dæmis almennt hærri en þar sem unnið er með fólk. Mér hefur alltaf fund­ist það svo skrýt­ið, stór­und­ar­legt jafn­vel. Ef ég hefði valið mér starf þar sem ég bæri ábyrgð á pen­ing­um, en ekki móður og barni, væri ég senni­lega ekki í harðri kjara­bar­áttu. Þá er ég ekki að gera lítið úr vinnu þeirra sem bera ábyrgð á pen­ing­um. Mér finnst bara und­ar­legt að slík ábyrgð sé almennt metin meira virði en ábyrgð á manns­líf­um, jafn­vel þó launagreið­and­inn sé sá sami eða Rík­is­sjóður Íslands.

Mér þykir ótækt, miðað við menntun mína og ábyrgð í starfi, að ég ætti erfitt með að sjá fyrir börn­unum mínum væri ég ein­stæð móð­ir. Til þess þyrfti ég að vinna enn fleiri yfir­vinnu­tíma og næt­ur­vaktir á kostnað heils­unnar til að það gengi upp með góðu móti.

Grunn­laun nýút­skrif­aðrar ljós­móður eru 460.000 krónur á mán­uði. Launin hækka hægt og þakið er lágt. Snúið hefur verið út úr þessum upp­hæðum með upp­reikn­uðum tölum sem engin ljós­móðir á gólf­inu kann­ast við. Stjórn­völd virð­ast ekki, þrátt fyrir fögur lof­orð, ætla að gera neitt til að breyta þessu. Á meðan harðnar kjara­bar­áttan og raun­veru­leg hætta er á að þjón­ustan við fólk í barn­eign­ar­ferli skerð­ist. Þjón­usta sem hefur verið á heims­mæli­kvarða, best í heimi reynd­ar, virð­ist vera stjórn­völdum einskis virði. For­eldrum, nýburum og öllum sem sinna barn­eign­ar­þjón­ustu er sent langt nef með lít­ils­virð­ing­unni sem ljós­móð­ur­starf­inu er sýnd.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Matthildur Björnsdóttir
Of mikil rómantík í kringum barneignir
Kjarninn 7. desember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
„Við megum ekki hægja á okkur“
Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.
Kjarninn 7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
Kjarninn 7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
Kjarninn 7. desember 2019
Zúistar til rannsóknar hjá héraðssaksóknara
Fjárreiður Zuism, trúfélags sem ríkið telur að sé málamyndafélagsskapur með þann tilgang að komast yfir skattfé, eru til rannsóknar hjá embætti sem rannsakar efnahagsbrot. Félagsmenn eru nú um helmingi færri en þeir voru 2016.
Kjarninn 7. desember 2019
Mikill samdráttur í innflutningi milli ára
Vöruviðskipti þjóðarbússins við útlönd eru hagstæðari nú en fyrir ári. Sé rýnt í tölurnar, sést að ástæðan er einfaldlega minni neysla heima fyrir.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar