Auglýsing

Það er að öllum lík­indum harður kjara­vetur framund­an. Reyndar virð­ist alltaf stefna í harðan kjara­vetur þegar samn­ingar eru við það að losna. En ein­hvern veg­inn tekst oft­ast að afstýra stór­slysum á vinnu­mark­aðn­um, með eft­ir­minni­legum und­an­tekn­ingum þó, með sann­gjörnum og hóf­sömum launa­hækk­unum og lof­orðum um að slíkt muni yfir alla ganga.

Yngri kyn­slóðir muna ekki tím­ana fyrir þjóð­ar­sátt­ina 1990. Þær hafa lesið um verð­bólgu­draug­inn, víta­hringi víxl­hækk­ana launa og vöru og þjón­ustu, sem tókst með sam­stilltu átaki að kveða í kút­inn. Þegar þjóð­ar­sátt­ar­samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir sögðu for­sprakkar hennar að verið væri að taka áhættu. „Ef ein­hver hópur fer að vaða upp í hækk­unum fyrir ofan almennt verka­fólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á að það verður að byggj­ast á gagn­kvæmu jafn­ræði á milli hópa. Það þýðir ekki að keyra áfram ein­hverjir sér­hópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina söm­u,“ sagði Guð­mundur Jaki við und­ir­rit­un­ina.

Það sem gerir það að verkum að nú er raun­veru­leg hætta á hörðum kjara­vetri eru einkum tveir þætt­ir. Ann­ars vegar það að í stjórn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar eru komnir nýir víg­móðir for­ystu­menn sem fara með umboð fyrir meiri­hluta félags­manna innan Alþýðu­sam­bands­ins. Þessir nýju for­menn hafa þegar lýst því yfir að þeir séu óhræddir við að beita verk­falls­rétti sínum í þeirri við­leitni að vera ekki skilin eftir ein með ábyrgð­ina á stöð­ug­leik­anum á bak­inu og laun undir fram­færslu­við­miðum hins opin­bera.

Auglýsing

En það eru ekki síður okkar tíma sér­hópar sem keyra áfram upp yfir aðra sem Guð­mundur Jaki vís­aði til sem gera það að verkum að það virð­ist óum­flýj­an­legt að hér fari allt í bál og brand. Ákvarð­anir kjara­ráðs, sem ákvarðar laun og starfs­kjör æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins, hafa gefið tón­inn. Þau tug­pró­senta launa­stökk sem ráðið hefur veitt þessum hópi hefur byggst á óskýrum og ósam­rým­an­legum grunni og skapað gíf­ur­legt ósætti og óróa á vinnu­mark­aði. Rík­is­for­stjór­arnir láta sitt síðan ekki eftir liggja með launa­hækk­unum frá 16 upp í 32 pró­sent, á millj­óna mán­að­ar­laun­um. Stjórn­ar­menn þess­ara rík­is­fyr­ir­tækja lepja ekki heldur dauð­ann úr skel heldur og fengu sínar tug­pró­senta hækk­an­ir. Þá eru ónefnd stjórn­enda­laun hjá einka­fyr­ir­tækjum sem geta orðið 17 til 18 föld lág­marks­laun. Og með­al­laun for­stjóra fyr­ir­tækja sem skráð eru í Kaup­höll­ina eru tæp­lega 5 millj­ónir á mán­uði. Rík­is­valdið gerir lítið í launa­skriði einka­rek­inna fyr­ir­tækja. En glóru­lausar ákvarð­anir kjara­ráðs og hrein­ræktuð sjálf­taka rík­is­for­stjór­anna og stjórna þeirra setja skýr og leið­andi for­dæmi.

Árið 1992, tveimur árum eftir þjóð­ar­sátt­ina, kvað kjara­dómur upp úrskurð þar sem laun æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins voru hækkuð um allt að 30 pró­sent. Uppi varð fótur og fit. Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins þann 30. júní sama ár sagði að næðu nið­ur­stöður kjara­dóms fram að ganga myndi launa­stefna þjóð­ar­sátt­ar­innar hrynja. Tækju þessir emb­ætt­is­menn við hækk­un­unum gætu þeir ekki gert þær kröfur til almennra laun­þega að þeir sætti sig við að ákveðnir hópar þjóð­fé­lags­þegna, stjórn­endur þjóð­ar­skút­unn­ar, fái marg­falt meiri launa­hækk­an­ir.

Þáver­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­flokks reyndi að fá dómnum breytt en greip á end­anum til þess ráðs að kalla saman þing um mitt sumar og setja bráða­birgða­lög sem hnekkti dómn­um. Í lög­unum sagði að for­senda stöð­ug­leika í efna­hags­lífi þjóð­ar­innar sé kjara­samn­ingar við þorra launa­fólks og hóf­legar launa­hækk­an­ir. Nið­ur­staða kjara­dóms tefli honum í tví­sýnu. Slíkt hið sama var gert árið 2005 í aðdrag­anda þess að lög um kjara­ráð voru sett, úrskurði um laun æðstu ráða­manna var hnekkt og hækkun umfram það sem almennt launa­fólk fékk var dregin til baka.

Mantra atvinnu­rek­enda og hins opin­bera í kjara­málum þessa dag­ana er að svig­rúm til launa­hækk­ana sé lítið sem ekk­ert. Aðstæður nú eru ekki þær sömu og árið 1992. Kjara­ráð er ekki það sama og kjara­dóm­ur. Og Ísland er ekki statt í miðri efna­hagslægð eins og þá heldur á toppi góð­ær­is. En það er hins vegar þannig að nákvæm­lega sömu lög­mál eiga við þegar kemur að sam­spili kjara­mála og efna­hags­lífs.

Almennt launa­fólk mun ekki nú, frekar en árið 1992, sætta sig við að eina svig­rúmið til launa­hækk­ana sé fyrir tug­pró­senta hækk­anir hjá emb­ætt­is­mönnum eða rík­is­for­stjórum, þegar það sjálft hækkar um langtum minna. Og það er vel með­vitað um að tug­pró­senta launa­hækk­anir sér­hópanna hleypur á hund­ruðum þús­unda á móti tug­þús­unda hækk­unum sem það sjálft fær.

Í júní árið 1992 sagði leið­ara­höf­undur Morg­un­blaðs­ins að rík­is­stjórnin hefði gert sér grein fyrir hætt­unni sem hækk­anir emb­ætt­is­mann­anna skap­aði og leit­aði þá leiða út úr ógöng­unum sem kjara­dómur hefði komið henni og þjóð­inni í. Hún fann leið­ina.

Stjórn­völd hljóta að leita leiða út úr þessum ógöngum líkt og fyr­ir­r­renn­arar þeirra gerðu. Leiðin verður ekki greið og það mun þurfa þor til að feta hana. Inn­grip með laga­setn­ingu er og hefur ávallt verið neyð­ar­úr­ræði. En þegar hömlu­laus græðgin er óstöðv­andi getur slíkt verið síð­asta hálm­strá­ið. Ann­ars er hætt við því að þetta sé hrunið og hrynji yfir þá hina sömu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari