Fyrstu skref í tamningu húsnæðismarkaðarins

Frambjóðandi Íslensku Þjóðfylkingarinnar í Reykjavík skrifar um húsnæðismál.

Auglýsing

Íslenska Þjóð­fylk­ingin hefur sem mark­mið að Reyk­vík­ingar eigi kost á hús­næði, hvort sem er til leigu eða eign­ar, á kostn­að­ar­verði. Þetta, þýðir að ekki verður pláss fyrir hagn­að­ar­drifin húsa­leigu­fé­lög í Reykja­vík. Þessi skila­boð ætlum við að senda í klárum texta, sem eng­inn getur mis­skil­ið. Við í Íslensku Þjóð­fylk­ing­unni þekkjum til fjár­hags- og skulda­stöðu borg­ar­innar og getum lofað mjög tak­mörk­uðum fjár­fest­ingum úr borg­ar­sjóði á næst­unni. Þess vegna viljum við ráð­ast á garð­inn þar sem hann er lægst­ur.

Mark­aður stjórn­ast af þrem meg­in­þátt­um: Eft­ir­spurn, fram­boði og kaup­getu. Til við­bótar geta aðilar mark­að­ar­ins komið sér upp for­rétt­inda­að­stöðu eins og t.d. skort­stöð­u og neyð, sem rétt­lætir sam­fé­lags­legar nið­ur­greiðsl­ur, óháð arði þeirra sem njóta skort­stöð­unn­ar.

Fyrst viljum við gera atlögu að eft­ir­spurn­inni.

Auglýsing

Við viljum opna eina félags­þjón­ustu við Reyk­vík­inga í Eystra­salts­landi, Pól­landi, Lit­há­en, eða Lett­landi. Gera samn­ing um heil­brigð­is­þjón­ustu þar. Síðan að bjóða Reyk­vík­ing­um, sem ekki tengj­ast vinnu­mark­aði að flytja tíma­bundið frá Reykja­vík til þess staðar sem verður fyrir val­inu. En halda þeim hús­næð­is­bótum sem þeir höfðu hér fyrstu tvö árin. Þetta mun bæta lífs­kjör þeirra sem geta. Við reiknum með að geta minnkað eft­ir­spurn eftir um þús­und íbúðum tíma­bund­ið. Þetta kostar ekk­ert, en sendir klár skila­boð, hvert við viljum og hverjum við þjón­um.

Næst gerum við atlögu að kaup­get­unni, eða sam­keppn­is­hæfn­inni.

Mörg hverfi Reykja­víkur eru að verða að sum­ar­bú­staða­hverf­um. Þessi hverfi voru skipu­lögð sem íbúða­hverfi og eiga ekki að nýt­ast til atvinnu­rekstr­ar. Við viljum "banna" útleigu íbúð­ar­hús­næðis til ferða­þjón­ustu. En við erum á móti bönn­um, þess vegna verður hægt að fá leyfi til þess. En leyfið á að kosta með­al­út­svar í Reykja­vík, miðað við fast­eigna­mat íbúð­ar­inn­ar. En ef útsvars­greið­andi býr í íbúð­inni, kostar það að sjálf­sögðu ekki neitt. Þannig jöfnum við sam­keppn­is­að­stöðu þeirra sem eru hús­næð­is­leit­andi, gegn kaup­getu þeirra sem leigja íbúðir yfir skamman tíma í tóm­stund­um. Það eru meira en þrjú þús­und íbúðir í útleigu til ferða­manna í Reykja­vík. Margir munu velja að leigja frekar útsvars­greið­end­um, við reiknum með eitt þús­und íbúðum inn á leigu­markað Reyk­vík­inga.

Svona viljum við í Íslensku Þjóð­fylk­ing­unni breyta hlut­föll­unum á hús­næð­is­mark­aði um tvö þús­und íbúð­ir, án þess að byggja á kostnað borg­ar­sjóðs.

Þá fyrst ætlum við að byrja að byggja.

Við ætlum ekki að byrja á að byggja fyrir tekju­lága, við erum búin að skapa rými fyrir þá með því sem við þegar höfum gert. Við ætlum að byggja fyrir þá sem geta og vilja byggja sjálf­ir. Við ætlum ekki bara að leggja út lóð­ir, heldur klár ­bygg­inga­sam­vinnu­fé­lög, fyrir áhuga­sama, sem geta bygg­t. ­Bygg­inga­sam­vinnu­fé­lög, sem verða leyst upp, þegar íbúðir verða afhent­ar. En við viljum byggja hratt, ódýrar litlar íbúðir fyrir þá sömu, sem hægt er að fá leigt á bygg­ing­ar­tím­an­um. Forða fólki úr fátækt­ar­gildru okur­leigu, á meðan það byggir sér heim­ili. Hver slík íbúð, sem nýt­ist á þennan hátt, mun skila af sér annarri á tveggja ára fresti. Afrakstur án útgjalda fyrir borg­ar­sjóð. Sem til við­bótar mun enn auka fram­boð íbúð­ar­hús­næðis og lækka verð.

Við munum halda áfram að selja verk­tökum lóðir á upp­sprengdu verði.

Þið, kjós­end­ur, skuluð vera viss um að við í Íslensku Þjóð­fylk­ing­unni þorum að temja fol­ann. Við sjáum ekk­ert laust pláss fyrir hagn­að­ar­drif­in ­leigu­fé­lög í Reykja­vík. Í Reykja­vík á að vera dreifð eign­ar­að­ild að íbúð­ar­hús­næði og ­leigu­fé­lög eiga að vera á sam­fé­lags­legum for­send­um. Íbúð­ar­hús­næði er grunn­þörf og  á að vera aðgengi­legt á hús­bygg­inga­verði.

Jens G. J­ens­son skipar 3. sæti á lista Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar