Hello Rehkjavic!

Frambjóðandi Framsóknarflokks í Kópavogi skrifar um sjarma bæjarins.

Auglýsing

Við sem búum í Kópa­vogi höfum flest heyrt sög­una af því hvernig bær­inn byggð­ist. Fólkið sem ekki hafði fjár­hags­lega burði eða sam­bönd til að fá lóð í Reykja­vík fékk tæki­færi í bænum okk­ar. Sjálf sagan ber það með sér að Kópa­vogur sé minni og ódýr­ari útgáfa af höf­uð­borg­inn­i. 

Úthverfið Kópa­vogur

Á mínum yngri árum heyrði ég oft frá utan­bæj­ar­fólki að ég væri Reyk­vík­ing­ur. Þegar ég leið­rétti það af barns­legu stolti komst ég fljótt að því að mörgum fannst þetta allt sama tóbak­ið. Kópa­vogur væri eins og hvert annað úthverfi. Á þessum árum fannst mér erfitt að koma orðum að því hvernig við skærum okkur frá stóra nágrann­an­um. Þess má geta að ég ólst upp á myrkum tímum í sögu Kópa­vogs – pönkið liðið undir lok, búið að loka eina bíói bæj­ar­ins og brand­ar­inn um hvað væri grænt og félli á haustin var enn vin­sæll. 

Hug­myndir um Kópa­vog sem úthverfi heyr­ast enn. Stutt er síðan einn af rit­stjórum Kjarn­ans lagði í leið­ara til að Alþingi myndi ein­fald­lega setja lög um sam­ein­ingu Kópa­vogs og nágranna­bæj­ar­fé­laga við Reykja­vík. Þar að auki hefur Kópa­vogur í gegnum tíð­ina ekki þótt mjög „smart“, sem kom svo ynd­is­lega skýrt fram þegar Gísli Mart­einn Bald­urs­son bað á sínum tíma: „…til Guðs að ein­hver túristi lendi ekki í því að vera á ein­hverju glöt­uðu hót­eli í Kópa­vog­i“.  

Kópa­vogur er ekki, og verður lík­leg­ast aldrei, sama lif­andi hring­iða menn­ingar og afþrey­ingar sem Reykja­vík er, þrátt fyrir gott menn­ing­ar­líf í bænum og þá stað­reynd að við erum aftur komin með bíó og Sleggj­una í kaup­bæti. Kópa­vogur hefur hins vegar aðra ótví­ræða kosti.

Auglýsing

Fjöl­skyldu­bær­inn Kópa­vogur

Það er engin til­viljun að frasinn: „Það er gott að búa í Kópa­vogi“ lifir enn góðu lífi. Þessi ein­falda setn­ing orðar helsta kost bæj­ar­fé­lags­ins. Sam­fé­lagið hér er fjöl­breytt, en boð­leiðir stutt­ar. Hér er þægi­legt að búa. Hér eru góðir skól­ar, tón­list­ar­skólar og mynd­list­ar­skóli. Fjöl­breytt tóm­stunda­starf er fyrir eldri borg­ara og fram­úr­skar­andi íþrótta­starf hjá okkar öfl­ugu íþrótta­fé­lög­um. Þetta vitum við sem hér búum.

Margt má vit­an­lega færa til betri veg­ar, en í Kópa­vogi á öll stór­fjöl­skyldan að geta haft það gott. Þetta er það bæj­ar­fé­lag sem Fram­sókn tók þátt í að móta og við viljum standa vörð um.

Við getum því verið stolt og ánægð með bæinn okk­ar, þótt aðrir missi af sjarm­an­um. Og þótt Ju­stin­arn­ir ­sem halda risatón­leika hér í bæ kalli af lífs- og sál­ar­kröft­um: „Hell­o Rehkja­vic“ þá vitum við að Kór­inn er okk­ar.

Höf­undur er lög­maður og í öðru sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar