Erlend fjárfesting – Er þetta ekki bara orðið ágætt?

Forstöðumaður sviðs erlendrar fjárfestingar hjá Íslandsstofu segir að stjórnvöld og atvinnulíf þurfi að taka höndum saman við samlestur alþjóðlegrar þróunar og tækifæra fyrir Ísland.

Auglýsing

Árið 2012 kom út skýrsla á vegum Við­skipta­ráðs um stöðu íslenska efna­hags­kerf­is­ins og fram­tíð­ar­mögu­leika sem unnin var af ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu McK­ins­ey. Í skýrsl­unni var sett fram sú fram­tíð­ar­sýn að Íslend­ingar yrðu að auka útflutn­ing um 1000 millj­arða fram til 2030 til að tryggja þrjú pró­sent hag­vöxt að með­al­tali á ári og við­halda sam­keppn­is­hæfni lands­ins.

Í skýrsl­unni segir jafn­framt að eig­in­leg auð­linda­nýt­ing Íslend­inga ætti sér nátt­úru­leg vaxt­ar­mörk og því yrði umfram allt að efla rann­sóknir og þró­un, alþjóða­geir­ann og þekk­ing­ar­iðn­að­inn almennt, ættu mark­mið um hag­vöxt og sam­keppn­is­hæfni að nást.

Nið­ur­stöður McK­insey voru for­sendur álykt­unnar Alþingis um stefnu um nýfjár­fest­ingar árið 2015. Þar segir að lögð skuli áhersla á fjár­fest­ingu og upp­bygg­ingu atvinnu­lífs sem byggir á nýrri þekk­ingu, skapar verð­mæt­ari störf, er umhverf­is­væn og styður við það atvinnu­líf sem fyrir er svo eitt­hvað sé nefnt.  

Auglýsing

En þrátt fyrir þessa leið­sögn McK­insey, og sem felst í ályktun Alþing­is, hafa leið­irnar að mark­inu ekki enn verið varð­að­ar.

Bensín og bremsu kenn­ingin

Ráð­andi við­horf innan stjórn­kerf­is­ins hafa til þessa fyrst og fremst byggst á kenn­ingu sem ég kýs að kalla bensín og bremsu kenn­ing­una. Þegar vel árar höllum við okkur aftur á bak og segjum „er þetta ekki bara orðið ágætt?“ En í nið­ur­sveiflu er bens­ínið stigið í botn til að reyna að draga úr nei­kvæðum áhrifum henn­ar.

Vand­inn við þessa aðferð er sá að við getum ekki kveikt og slökkt á erlendri fjár­fest­ingu eftir þörf­um. Ferlið frá því Ísland er fyrst skoðað sem fjár­fest­ing­ar­mögu­leiki og þar til fram­kvæmdir hefj­ast getur hlaupið á árum. Við gætum því allt eins verið að vinna með sveifl­unum eins og gegn þeim. Skortur á sam­fellu og úthaldi veikir almennt sam­keppn­is­stöðu okkar eins og allir sem sinnt hafa mark­aðs­málum þekkja vel.

Lang­tíma­stefnu­mótun um áherslur í atvinnu­upp­bygg­ingu er verk­efni allra hag­að­ila og hags­muna­sam­taka, jafnt atvinnu­lífs, stofn­ana og stjórn­valda. Það veldur hins vegar áhyggjum hversu hægt gengur að koma lang­tíma­stefnu­mótun og afleiddum aðgerðum í fram­kvæmd eða far­veg þrátt fyrir ákall um aðgerðir og yfir­lýs­ingar úr öllum áttum um mik­il­vægi þess að feta þá slóð.

Sam­keppni um verk­efni

Íslenskt hag­kerfi er til­tölu­lega opið, en að sama skapi eins­leitt og að miklu leyti auð­linda­drif­ið. Íslands­stofa, ásamt Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, Við­skipta­ráði og Sam­tökum iðn­að­ar­ins, hefur ítrekað bent stjórn­völdum á að bein erlend fjár­fest­ing er eitt mik­il­væg­asta tækið við atvinnu­upp­bygg­ingu þjóðar sem býr við slík skil­yrði. Það sýnir reynsla okkar helstu sam­keppn­is­landa, ekki síst Norð­ur­land­anna, sem hafa lagt áherslu á vel útfærða stefnu og aðgerðir til að laða til sín erlenda fjár­fest­ingu á þeim sviðum þar sem þau eru sam­keppn­is­hæf.

Mikil og vax­andi sam­keppni er á milli landa og svæða um að ná til sín alþjóð­legum fjár­fest­inga­verk­efn­um. Flest ríki heims reyna vekja athygli á kostum þess að fjár­festa í við­kom­andi landi. Þar að auki starfa svæð­is­bundnar skrif­stofur í sýslum og borgum svo tug þús­undum skiptir um heim allan, í þeim sama til­gangi – að laða alþjóð­leg fjár­fest­inga­verk­efni inn á við­kom­andi svæði.

Á Íslandi er mála­flokk­inn erlendar fjár­fest­ingar hins vegar hvergi að finna í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Íslands eða fjár­mála­á­ætlun hennar til næstu 5 ára. Reyndar er afar lítið að finna um mótun atvinnu­stefnu til lengri tíma og áherslur og aðgerðir þessu tengt.

Hverju skilar erlend fjár­fest­ing?

Á Íslandi er öfl­ugt frum­kvöðla­sam­fé­lag þar sem nýsköpun hefur þrif­ist þrátt fyrir krefj­andi aðstæð­ur. Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki búa við sveiflu­kennt gengi krón­unn­ar, erfitt fjár­mögn­un­ar­um­hverfi og til skamms tíma, tak­mark­aðar heim­ildir til að ráða erlenda sér­fræð­inga með sér­hæfða þekk­ingu. Það er eðli­legt að spyrja af hverju við ættum að hafa svona mik­inn áhuga á að laða til okkar erlend fyr­ir­tæki og erlenda fjár­fest­ingu?

Það eru nokkrar ástæður sem hægt er að telja til fyrir því:

  • Erlend fyr­ir­tæki inn­leiða nýja þekk­ingu á Íslandi

  • Erlend fjár­fest­ing skapar tæki­færi sem ella væru ekki fyrir hendi – oft á tíðum er um fjár­freka og áhættu­sama nýfjár­fest­ingu að ræða eða á svið þar sem þekk­ing er ein­fald­lega ekki til staðar þó svo sam­keppn­is­hæfnin gæti verið fyrir hendi ef út í slíkar fjár­fest­ingar væri far­ið.

  • Erlend fjár­fest­ing getur skapað verð­mæt störf og oft verð­mæt­ari störf en eru fyrir hendi í hag­kerf­inu ef rétt er á málum haldið

  • Erlend fjár­fest­ing minnkar rekstr­ar­lega áhættu inn­an­lands þar sem hinn erlendi fjár­festir er beinn þátt­tak­andi í verk­efn­inu

  • Fjöl­margar rann­sóknir hafa sýnt að erlend fjár­fest­ing eykur fram­leið­ini

  • Í mörgum til­fellum er um að ræða alþjóð­lega nýsköpun og ber að líta á sem hlið­stæðu inn­lendrar nýsköp­un­ar.

  • Erlend fjár­fest­ing byggir oft­ast á mark­aðs­að­gengi og þekk­ingu sem er til staðar hjá hinum erlenda fjár­festi – sem er oft á tíðum mik­il­væg­asta for­senda þess að nýsköp­un­ar­verk­efni heppn­ist.

  • Erlend fjár­fest­ing skapar ótelj­andi sam­starfs­mögu­leika milli þeirra og fyr­ir­tækja sem fyrir eru hér á landi.

Bein erlend nýsköpun

Hjá Íslands­stofu hefur und­an­farin ár verið unnið að því að greina sam­keppn­is­færni lands­ins og að kynna þá mögu­leika sem í boði eru fyrir erlendum fyr­ir­tækjum sem lík­leg eru til að sjá tæki­færi í því sem landið hefur upp á að bjóða. Þetta eru meðal ann­ars fyr­ir­tæki sem hafa hag af því að nýta þá fjöl­mörgu mögu­leika sem jarð­varm­inn býður upp á og minnka þar með sót­spor sitt, fyr­ir­tæki í sér­hæfðum verk­efnum í líf­tækni, gagna­ver og sam­starf milli íslenskra og erlendra fjár­festa í ferða­þjón­ustu svo dæmi séu tek­in.

Sam­keppn­is­staða Íslands hefur batnað og breyt­ast á und­an­förnum árum. Erlend fjár­fest­inga­verk­efni eru ekki lengur ein­göngu svokölluð stór­iðju­verk­efni sem byggja ein­göngu á aðgengi að ódýrri orku heldur marg­breyti­leg þekk­ing­ar­verk­efni sem byggja ekki síður á aðgengi að mennt­uðu vinnu­afli, þró­uðum innviðum og þekk­ing­ar­um­hverfi.

Fyr­ir­tæki á borð við Alga­líf á Suð­ur­nesjum og Algaennovation sem brátt er að taka til starfa hér á landi við fram­leiðslu smá­þör­unga. Car­bon Recycl­ing sem fram­leiðir met­hanol með umhverf­is­vænum hætti og hyggur á alþjóð­lega útrás byggt á sam­starfi íslenskra og erlendra fjár­festa og vís­inda­manna, upp­bygg­ing gagna­ver­anna Advania, Verna Global, Bor­ealis og fleiri sem hér eru að und­ir­búa starf­rækslu og verk­efni í ferða­þjón­ustu á borð við 5 stjörnu hótel Marriot við Hörpu, eru allt dæmi um vel heppn­aða erlenda fjár­fest­ingu hér á landi, sem skapar bæði ný störf og nýja þekk­ingu.

Hvað þarf að bæta?

Þrátt fyrir aug­ljósan ávinn­ing þá hefur þessu mála­flokkur að mestu legið óaf­skiptur af hálfu hins opin­bera. Afleið­ingar þess birt­ast víða.

Brýn þörf er á end­ur­skoðun á lagaum­gjörð mála­flokks­ins á mik­il­vægum svið­um, ekki síst sá hluti lög­gjaf­ar­innar sem snýr eigna­rétti og leigu­rétti erlendra aðila sem hingað koma til að setja upp atvinnu­starf­semi.

Mála­flokk­ur­inn erlendar fjár­fest­ingar er ekki til í stjórn­ar­sátt­mála eða fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Engin áform eru því sam­kvæmt þessum plögg­um, um að horfa sér­stak­lega til slíkra tæki­færa. Ný lög um Íslands­stofu sem nú eru til umfjöll­unar á hinu háa Alþingi gefa þó vís­bend­ingu um að breyt­ingar gætu verið í vændum og kem ég nánar að því hér á eft­ir.

Þekk­ing erlendra fjár­festa, jafn­vel í greinum þar sem sam­keppn­is­hæfni Íslands er borð­leggj­andi er afar tak­mörk­uð, enda fjár­munir til kynn­ingar og mark­aðs­mála langt undir þeim við­miðum sem okkar helstu sam­keppn­is­lönd svo sem Írland, Malta (sem er eyríki með um 400 þús­und íbú­um) og sum norð­ur­land­anna verja til mark­aðs-og kynn­ing­ar­starfs

Þekkja ekki Ísland

Í könnun sem erlent ráð­gjafa­fyr­ir­tæki vann fyrir fjár­fest­inga­svið Íslands­stofu um við­horf erlendra fjár­festa til Íslands kom í ljós að aðeins 10% þeirra sem könn­unin tók til, töldu sig þekkja nóg til að aðstæðna hér á landi til að geta myndað sér skoðun og svarað könn­un­inni. Þetta er um helm­ingi lægra hlut­fall en meðal helstu sam­keppn­is­landa okkar þar á meðal Norð­ur­landa og Eystra­salts­land­anna.

Þetta eru óvið­un­andi nið­ur­stöð­ur, ekki síst með hlið­sjón af því að valdir höfðu verið fjár­festar úr atvinnu­greinum sem sam­keppn­is­grein­ingar stað­festa að hefðu tals­verðan ávinn­ing af stað­setn­ingu á Íslandi.

Stað­fest­ing á þýð­ingu orð­spors, ímyndar og þekk­ingar fjár­fest­anna birt­ist svo ekki síst í þeirri stað­reynd að hjá þeim 10% aðspurðra sem treystu sér til að svara var línu­leg fylgni milli þekk­ingar og jákvæðra við­horfa. Því betur sem svar­endur þekktu til Íslands, því jákvæð­ari voru þeir.

Ljós við enda gang­anna?

En hlut­irnir eru ekki ein­göngu svart-hvít­ir. Rekstr­ar­um­hverfið hefur verið að fær­ast til betri vegar á mörgum sviðum fyrir erlenda fjár­festa í til­teknum atvinnu­grein­um. Má þar til dæmis nefna ný lög um erlenda sér­fræð­inga sem eru hluti af núver­andi útlend­inga­lög­gjöf og sem fela í sér hraða afgreiðslu atvinn­u-og dval­ar­leyfa auk skattaí­viln­ana. Þetta er gíf­ur­lega mik­il­vægt fyrir öll fyr­ir­tæki í nýsköp­unar og þekk­ing­ar­iðn­aði sem hér starfa, þar sem aðgengi að inn­lendum sér­fræð­ingum er oft á tíðum tak­mark­að.

Þá má nefna fyr­ir­heit núver­andi rík­is­stjórnar um að afnema þak á frá­drátt kostn­aðar við rann­sóknir og þróun sem bætir veru­lega sam­keppn­is­stöðu Íslands við að ná hingað til lands áhuga­verðum fyr­ir­tækjum á afmörk­uðum sviðum líf­tækni svo eitt­hvað sé nefnt.

Utan­rík­is­ráð­herra hefur til­kynnt um áform sín um að efla við­skipta­þjón­ustu í sendi­ráðunum á völdum mörk­uðum en það mun stór­auka skil­virkni og mögu­leika okkar sem sinnum mark­aðs-og kynn­ing­ar­málum til að vinna með bein­skeytt­ari hætti úti á mörk­uð­un­um.

Þá hefur verið boðuð stofnun útflutn­ings­-og mark­aðs­ráðs sem verði stefnu­mót­andi fyrir áherslur í sam­eig­in­legum mark­aðs-og kynn­ing­ar­málum útflutn­ings­grein­anna sam­kvæmt nýju frum­varpi um Íslands­stofu sem nú liggur fyrir alþingi.

Það er ekki hlut­verk hins opin­bera að ráðskast um of með atvinnu­líf­ið. Hlut­verk þess er að skapa sem best skil­yrði svo atvinnu­lífið vaxi og dafni með hag­sæld okkar allra að leið­ar­ljósi. Það er eigi að síður hags­muna­mál þjóð­ar­innar allrar að reyna að lesa sem rétt­ast í fram­tíð­ina og þau tæki­færi sem bjóð­ast bæði nútíð og fram­tíð.

Stjórn­völd og atvinnu­líf þurfa því að taka höndum saman við sam­lestur alþjóð­legrar þró­unar og tæki­færa fyrir Ísland. Afrakstur þeirrar vinnu þarf að leiða af sér lang­tíma­stefnu um mark­mið og aðgerðir til að hámarka sam­keppn­is­hæfni okkar í breyti­legum heimi.

Höf­undur er ­for­stöðu­maður sviðs erlendrar fjár­fest­ingar hjá Íslands­stofu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar