Nauðsyn er að minnka þær kröfur sem gerðar eru til þess að viðkomandi einstaklingur geti sótt um að flytja heimili sitt inn á hjúkrunar- og dvalarheimili. Það þarf að bæta verulega alla heimahjúkrun – og félagsþjónustu fyrir aldraða til þess að þau geti verið lengur heima ef þau kjósa það frekar. Stytta biðtímann eftir aðstoð og minnka þær kröfur sem gerðar eru til þess að fá þessa þjónustu heim. Allir eiga rétt á heimsendum mat óháð heilsufari frá 67 ára aldri.
Landspítalinn Fossvogi yrði nýttur fyrir öldrunarsjúkrahús. Nægjanlegt rými fylgir lóðinni í kringum spítalann, þannig að þar mætti byggja bæði öldrunarheimili sem og íbúðir ætlaðar fyrir aldraða. Þar er útsýni og kyrrð mikil, sem nauðsynleg er öldruðu fólki svo því líði sem allra best. Öll aðstaða er fyrir hendi til þess að hafa þarna mjög fjölbreytta og virka iðju- og sjúkraþjálfun. Góð aðstaða er fyrir sýnilega verslun í eigu heimilismanna með sölu á handverkum heimilisfólks.
Á öllum hjúkrunar- og dvalarheimilum er nauðsynlegt að hafa aðstöðu fyrir ýmiss konar handverksvinnu eins og listmálun á blindramma, tré, leir, útskurð og kertagerð, þar sem jafnvel aðstandendur geta tekið þátt í handverkum þeirra, og aðstaða fyrir ræktun plantna/grænmetis o.fl.
Vel sýnileg sérverslun með sölu á öllum handverkum heimilisfólksins þarf að vera í húsinu og opið eldhús sem heimilisfólk og aðstandendur geta haft afnot af. Að öll hjúkrunar- og dvalarheimili stefni á að bjóða heitan kvöldmat tvisvar sinnum í viku.
Hækka verður laun starfsmanna í umönnun til þess að hægt sé að fá fólk í þessi störf. Gerð verði krafa um að erlendir starfsmenn heimilanna fari á íslenskunámskeið og fræðslunámskeið um bakgrunn og menningu Íslendinga.
Umsækjendur sem hafa aldrei unnið við umönnun og aðstoð á hjúkrunar- og dvalarheimilum sæki grunnnámskeið í umönnun og aðstoð aldraða. Að við umönnun aldraðra séu aldrei færri en 2 starfsmenn sem sjá um umönnun og aðstoða 6 - 8 heimilismenn. Í umönnun og aðstoð er mannlegi og félagslegi þátturinn bráðnauðsynlegur fyrir heimilisfólk og starfsmenn. Nauðsynlegt er að hafa á hverju hjúkrunar- og dvalarheimili 12 manna nefnd þar sem meirihlutann skipar heimilisfólkið sjálft ásamt 2-3 nánum aðstandendum og 2 starfsmönnum sem valdir eru af heimilisfólki. Þannig er hægt að fá fram óskir og þarfir heimilisfólksins og hverju þarf að breyta eða gera betur. Kostnaður einstaklings á að vera sá sami, er varðar þá grunnþjónustu er viðkomandi hjúkrunarheimili bjóða upp á og á að í það háum gæðum, að sjúklingi finnist honum ekki misboðið. Hjúkrunarheimili og dvalarheimili eiga ekki að vera rekin með gróðastarfsemi í huga.
Höfundur skipar 2. á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík.