Ólífvænlegt árið 2020?

Ísraelsher hefur haldið tveimur milljónum manna í herkví frá árinu 2007. Þröstur Freyr Gylfason, stjórnmálafræðingu , rýnir í þær aðstæður sem íbúar Gaza búa við og Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð í sláandi lesningu.

Auglýsing

Sam­ein­uðu þjóð­irnar fylgj­ast grannt með ástand­inu í Palest­ínu. Til er skýrsla – satt að segja slá­andi lesn­ing – gefin út af Sam­ein­uðu þjóð­unum í júlí 2017. Hún ber yfir­skrift­ina: „Gaza tíu árum síð­ar.“ Útgef­andi er Land­steymi Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrir hernumdu svæðin í Palest­ínu. Undir inn­gang skýrsl­unnar skrifar Robert Piper, sem af hálfu Sam­ein­uðu þjóð­anna sér um sam­ræmda mann­úð­ar­að­stoð og þró­un­ar­sam­vinnu á hernumdu svæð­unum í Palest­ínu.

Eft­ir­far­andi umfjöllun byggir alfarið á efni fram­an­greindrar skýrslu. Hvat­inn að grein­inni, hér og nú, er ástandið á Gaza, á Vest­ur­bakk­anum og í Aust­ur-Jer­úsal­em. Einnig sú mikla umræða sem orðið hefur í sam­fé­lag­inu eftir að fram­lag Ísra­els sigr­aði Eurovision um liðna helgi, auk áskor­unar tug­þús­unda Íslend­inga til RÚV í fram­hald­inu.

Í seinni tíð hefur Ísra­els­her reist háa múra sem skipta Palest­ínu upp í fjöl­marga hluta. Ferða­lög eru tak­mörkuð milli þess­ara hluta. Einn hlut­inn hefur þó sér­stöðu að ýmsu leyti: Gaza­svæð­ið, sem er á stærð við sveit­ar­fé­lagið Reykja­vík auk helm­ings af Mos­fells­bæ. Efni þess­arar greinar afmarkast ein­göngu við umfjöllun skýrslu SÞ um Gaza­svæð­ið, þær aðstæður sem íbúar þess búa við og Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa skráð. Hér er ekk­ert fjallað um Vest­ur­bakk­ann eða Aust­ur-Jer­úsal­em, þó ærið til­efni sé til.

Auglýsing

Mengað vatn skammtað

Eina vatns­ból Gaza er á strand­svæð­inu. Aðstæður og brýn þörf fyrir vatn hafa leitt til þess að meira af grunn­vatni hefur verið dælt úr vatns­bólinu en nátt­úru­leg hringrás þol­ir. Vatnið er þó skammtað til íbúa á 2–4 daga fresti, 8 klst. í senn.

Um ára­bil hafa 4,5 millj­ónir lítra af óhreins­uðu skolpi flætt á hverri klukku­stund í sjó­inn með fram allri Gaza­strönd­inni. Frá árinu 2012 hefur magnið farið stig­vax­andi. Skolp­meng­aður sjór rennur nú ofan í grunn­vatns­kerf­ið.

Tvær millj­ónir manna hafa ein­göngu mengað vatn til heim­il­is­nota í dag. Það er brim­salt því meiri hluti þess er skolp­meng­aður sjór.

Vatns­bólið spillist

Sam­ein­uðu þjóð­irnar telja að árið 2020 verði svo komið að nátt­úru­legt gang­verk vatns­bóls­ins spillist með óaft­ur­kræfum hætti. Þá verður ekki hægt að snúa þró­un­inni við og vatns­bólið verður mengað um alla fram­tíð. Ekki einn ein­asti íbúi Gaza­svæð­is­ins í Palest­ínu mun hafa aðgang að drykkj­ar­hæfu renn­andi vatni árið 2020.

Mögu­legt er að kaupa inn­flutt vatn í flösk­um. Hverjir eru kaup­endur vatns­ins? 40% íbúa Gaza lifa undir fátækt­ar­mörkum SÞ, atvinnu­leysi er 42% en allt að 60% hjá ungu fólki og 64% hjá kon­um.

Raf­magn er skammtað

Raf­magns­leysi varir allt að 20 stundum á dag og innan við helm­ingi af dag­legri raf­orku­þörf sam­fé­lags­ins er mætt. Slíkt raf­magns­leysi hefur grund­valla­r­á­hrif á lífs­skil­yrði fólks, kæl­ingu á mat og drykk, þvott á fatn­aði, aðgang að sam­skipta­miðl­um, loft­kæl­ingu á sumr­in, o.s.frv. Aðstæður hafa farið versn­andi. Í inn­gangi skýrslu SÞ kemur fram að aug­ljós­ustu áhrifin á versn­andi lífs­kjör á Gaza eru af völdum raf­magns­skorts. 11 ára börn á Gaza hafa aldrei upp­lifað að raf­magn væri á heim­ilum þeirra í meira en 12 klukku­stund­ir, ekki einn ein­asta dag.

Fólk inn­lyksa í her­kví

Síð­ustu 11 árin, frá sumr­inu 2007, hefur tveimur millj­ónum manna á Gaza­svæð­inu í Palest­ínu verið haldið í her­kví. Með her­kví er átt við að her loki fólk inni. Ísra­els­her stýrir loft­rým­inu, haf­svæð­inu og mörkum á landi. Gaza­flug­velli var lokað árið 2000, tveimur árum eftir að bygg­ingu hans var lok­ið.Skýringarmynd: Herkví Ísraelshers umhverfis Gazasvæðið í Palestínu. Úr skýrslu SÞ.

Fjórar hliðar eru á herkvínni á Gaza­svæð­inu í Palest­ínu. Ýmis­legt vekur athygli í skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna, ekki síst afleið­ingar af her­kví Ísra­els­hers.

Vest­ur­hliðin – strand­lengjan að Mið­jarð­ar­hafi

Mik­il­væg­asti nytja­stofn­inn við strendur Gaza eru sard­ín­ur. Í nóv­em­ber 2012 tak­mark­aði Ísra­els­her fisk­veiði­svæðið við sex mílur frá strand­lengj­unni. Það þýðir að veiðar eru afmark­aðar við við­kvæmar upp­vaxt­ar­stöðvar sard­ín­unnar – sem við strönd Gaza er jafn­framt meng­að­asti hluti hafs­ins. Á fisk­veiði­svæð­inu fram­fylgir Ísra­els­her ýmsum tak­mörk­unum og bönn­um. Sjó­menn hafa verið hand­tekn­ir; skot­vopnum og sprengjum beitt. Fiski­bátar hafa verið gerðir upp­tækir, skemmdir eða þeim sökkt ásamt bún­aði.

Suð­ur­hliðin og Egypta­land

Á suð­ur­hlið Gaza eru landa­mærin að Egypta­landi. Eina hliðið þar, Rafah, hefur verið lokað að mestu frá 2014 vegna óstöð­ug­leika á Sína­ískaga.

Aust­ur­hliðin – lang­hliðin sem liggur að Ísr­ael

Fjórum hliðum á aust­ur­hlið Gaza hefur verið lok­að. Hið síð­asta var Sufa sem var lokað í apríl 2011. Síðan eru liðin sjö ár. Land­bún­að­ar­svæði eru flest á aust­ur­hlið Gaza. Ísra­els­her ruddi 7.600 hekt­urum í burtu með fram aust­ur­hlið Gaza árið 2007, alls 35% rækt­ar­lands á Gaza. Til­gang­ur­inn var að búa til 100−500 metra breitt bann­svæði sem teygir sig út að gadda­vírs­girð­ingu hers­ins. Girð­ingin hafði þá staðið í rúman ára­tug. Örygg­is­svæðið nær allt að 1.000 metra til við­bótar inn í rækt­ar­lönd­in.

Gadda­vírs­girð­ingin með varð­turnum liggur með fram endi­langri aust­ur­hlið Gaza. Út á bann­svæðið má eng­inn fara – heldur ekki bænd­urnir sem yrkja akrana þar nærri. Breidd bann­svæð­is­ins hefur tekið sífelldum breyt­ingum á liðnum árum án þess að íbúar séu alltaf upp­lýstir um það eða átti sig á því. Þannig hafa 389 þeirra sem fóru inn á bann­svæðið sl. 10 ár, m.a. bænd­ur, verið skotin til bana af ísra­elskum her­sveit­um. Þar á meðal eru 60 börn. Inni á breyti­legu bann­svæð­inu hafa enn fleiri slasast og særst á sama tíma­bili eða 2.829 manns, þar af 401 barn. Töl­urnar mið­ast við útgáfu­tíma skýrsl­unnar og eru vænt­an­lega enn hærri í dag.

Norð­ur­hliðin – að Ísr­ael

Ein­ungis eitt hlið, Erez, er opið á múr­num sem er á norð­ur­enda Gaza. Þetta er eina leiðin inn og út af Gaza. Íbú­arnir mega ekki ferð­ast út úr herkvínni nema undir ströngum skil­yrð­um. Síð­ustu 25 árin hefur þurft ferða­leyfi frá ísra­elskum stjórn­völdum til að kom­ast út af Gaza­svæð­inu. Ferðir tak­markast í raun við starfs­fólk alþjóð­legra stofn­ana, sjúk­linga og fólk í við­skipta­er­ind­um. Vöru­flutn­ingur er tak­mark­aður á sama hátt. Útflutn­ingur frá Gaza er 20% af því sem var fyrir árið 2007.

Jafn­gildir hóprefs­ingu

Efna­hags­lífið á Gaza er í lama­sessi, grunn­þjón­usta er veik­burða, lífs­kjör hafa stöðugt versnað og 1,2 millj­ónir íbúa þurfa á neyð­ar- og mann­úð­ar­að­stoð Sam­ein­uðu þjóð­anna að halda.

Svo vitnað sé beint til orða skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna stríða margar af þeim aðgerðum sem Ísra­els­her hefur staðið fyrir gegn alþjóða­lög­um. Tveimur millj­ónum manna er í raun refsað – óháð ábyrgð – sem jafn­gildir hóprefs­ingu sem er bönnuð sam­kvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lög­um. Herkvíin hefur haft alvar­leg áhrif á mann­rétt­indi íbúa Gaza, sér­stak­lega ferða­frelsi en jafn­framt á efna­hags­leg, félags­leg og menn­ing­ar­leg rétt­indi – auk þess að grafa undan lífs­kjörum fólks.

Tvö og hálft ár eru til árs­ins 2020 – þar til Gaza verður ólíf­væn­legt að mati Sam­ein­uðu þjóð­anna.

ALLAR fram­an­greindar upp­lýs­ingar byggja á skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna frá júlí 2017. Þar er stað­fest spá Sam­ein­uðu þjóð­anna um ólíf­væn­legt Gaza­svæði árið 2020, en hún var fyrst sett fram í skýrslu SÞ árið 2012.

Höf­undur er for­maður Félags Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar