Ólífvænlegt árið 2020?

Ísraelsher hefur haldið tveimur milljónum manna í herkví frá árinu 2007. Þröstur Freyr Gylfason, stjórnmálafræðingu , rýnir í þær aðstæður sem íbúar Gaza búa við og Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð í sláandi lesningu.

Auglýsing

Sam­ein­uðu þjóð­irnar fylgj­ast grannt með ástand­inu í Palest­ínu. Til er skýrsla – satt að segja slá­andi lesn­ing – gefin út af Sam­ein­uðu þjóð­unum í júlí 2017. Hún ber yfir­skrift­ina: „Gaza tíu árum síð­ar.“ Útgef­andi er Land­steymi Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrir hernumdu svæðin í Palest­ínu. Undir inn­gang skýrsl­unnar skrifar Robert Piper, sem af hálfu Sam­ein­uðu þjóð­anna sér um sam­ræmda mann­úð­ar­að­stoð og þró­un­ar­sam­vinnu á hernumdu svæð­unum í Palest­ínu.

Eft­ir­far­andi umfjöllun byggir alfarið á efni fram­an­greindrar skýrslu. Hvat­inn að grein­inni, hér og nú, er ástandið á Gaza, á Vest­ur­bakk­anum og í Aust­ur-Jer­úsal­em. Einnig sú mikla umræða sem orðið hefur í sam­fé­lag­inu eftir að fram­lag Ísra­els sigr­aði Eurovision um liðna helgi, auk áskor­unar tug­þús­unda Íslend­inga til RÚV í fram­hald­inu.

Í seinni tíð hefur Ísra­els­her reist háa múra sem skipta Palest­ínu upp í fjöl­marga hluta. Ferða­lög eru tak­mörkuð milli þess­ara hluta. Einn hlut­inn hefur þó sér­stöðu að ýmsu leyti: Gaza­svæð­ið, sem er á stærð við sveit­ar­fé­lagið Reykja­vík auk helm­ings af Mos­fells­bæ. Efni þess­arar greinar afmarkast ein­göngu við umfjöllun skýrslu SÞ um Gaza­svæð­ið, þær aðstæður sem íbúar þess búa við og Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa skráð. Hér er ekk­ert fjallað um Vest­ur­bakk­ann eða Aust­ur-Jer­úsal­em, þó ærið til­efni sé til.

Auglýsing

Mengað vatn skammtað

Eina vatns­ból Gaza er á strand­svæð­inu. Aðstæður og brýn þörf fyrir vatn hafa leitt til þess að meira af grunn­vatni hefur verið dælt úr vatns­bólinu en nátt­úru­leg hringrás þol­ir. Vatnið er þó skammtað til íbúa á 2–4 daga fresti, 8 klst. í senn.

Um ára­bil hafa 4,5 millj­ónir lítra af óhreins­uðu skolpi flætt á hverri klukku­stund í sjó­inn með fram allri Gaza­strönd­inni. Frá árinu 2012 hefur magnið farið stig­vax­andi. Skolp­meng­aður sjór rennur nú ofan í grunn­vatns­kerf­ið.

Tvær millj­ónir manna hafa ein­göngu mengað vatn til heim­il­is­nota í dag. Það er brim­salt því meiri hluti þess er skolp­meng­aður sjór.

Vatns­bólið spillist

Sam­ein­uðu þjóð­irnar telja að árið 2020 verði svo komið að nátt­úru­legt gang­verk vatns­bóls­ins spillist með óaft­ur­kræfum hætti. Þá verður ekki hægt að snúa þró­un­inni við og vatns­bólið verður mengað um alla fram­tíð. Ekki einn ein­asti íbúi Gaza­svæð­is­ins í Palest­ínu mun hafa aðgang að drykkj­ar­hæfu renn­andi vatni árið 2020.

Mögu­legt er að kaupa inn­flutt vatn í flösk­um. Hverjir eru kaup­endur vatns­ins? 40% íbúa Gaza lifa undir fátækt­ar­mörkum SÞ, atvinnu­leysi er 42% en allt að 60% hjá ungu fólki og 64% hjá kon­um.

Raf­magn er skammtað

Raf­magns­leysi varir allt að 20 stundum á dag og innan við helm­ingi af dag­legri raf­orku­þörf sam­fé­lags­ins er mætt. Slíkt raf­magns­leysi hefur grund­valla­r­á­hrif á lífs­skil­yrði fólks, kæl­ingu á mat og drykk, þvott á fatn­aði, aðgang að sam­skipta­miðl­um, loft­kæl­ingu á sumr­in, o.s.frv. Aðstæður hafa farið versn­andi. Í inn­gangi skýrslu SÞ kemur fram að aug­ljós­ustu áhrifin á versn­andi lífs­kjör á Gaza eru af völdum raf­magns­skorts. 11 ára börn á Gaza hafa aldrei upp­lifað að raf­magn væri á heim­ilum þeirra í meira en 12 klukku­stund­ir, ekki einn ein­asta dag.

Fólk inn­lyksa í her­kví

Síð­ustu 11 árin, frá sumr­inu 2007, hefur tveimur millj­ónum manna á Gaza­svæð­inu í Palest­ínu verið haldið í her­kví. Með her­kví er átt við að her loki fólk inni. Ísra­els­her stýrir loft­rým­inu, haf­svæð­inu og mörkum á landi. Gaza­flug­velli var lokað árið 2000, tveimur árum eftir að bygg­ingu hans var lok­ið.Skýringarmynd: Herkví Ísraelshers umhverfis Gazasvæðið í Palestínu. Úr skýrslu SÞ.

Fjórar hliðar eru á herkvínni á Gaza­svæð­inu í Palest­ínu. Ýmis­legt vekur athygli í skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna, ekki síst afleið­ingar af her­kví Ísra­els­hers.

Vest­ur­hliðin – strand­lengjan að Mið­jarð­ar­hafi

Mik­il­væg­asti nytja­stofn­inn við strendur Gaza eru sard­ín­ur. Í nóv­em­ber 2012 tak­mark­aði Ísra­els­her fisk­veiði­svæðið við sex mílur frá strand­lengj­unni. Það þýðir að veiðar eru afmark­aðar við við­kvæmar upp­vaxt­ar­stöðvar sard­ín­unnar – sem við strönd Gaza er jafn­framt meng­að­asti hluti hafs­ins. Á fisk­veiði­svæð­inu fram­fylgir Ísra­els­her ýmsum tak­mörk­unum og bönn­um. Sjó­menn hafa verið hand­tekn­ir; skot­vopnum og sprengjum beitt. Fiski­bátar hafa verið gerðir upp­tækir, skemmdir eða þeim sökkt ásamt bún­aði.

Suð­ur­hliðin og Egypta­land

Á suð­ur­hlið Gaza eru landa­mærin að Egypta­landi. Eina hliðið þar, Rafah, hefur verið lokað að mestu frá 2014 vegna óstöð­ug­leika á Sína­ískaga.

Aust­ur­hliðin – lang­hliðin sem liggur að Ísr­ael

Fjórum hliðum á aust­ur­hlið Gaza hefur verið lok­að. Hið síð­asta var Sufa sem var lokað í apríl 2011. Síðan eru liðin sjö ár. Land­bún­að­ar­svæði eru flest á aust­ur­hlið Gaza. Ísra­els­her ruddi 7.600 hekt­urum í burtu með fram aust­ur­hlið Gaza árið 2007, alls 35% rækt­ar­lands á Gaza. Til­gang­ur­inn var að búa til 100−500 metra breitt bann­svæði sem teygir sig út að gadda­vírs­girð­ingu hers­ins. Girð­ingin hafði þá staðið í rúman ára­tug. Örygg­is­svæðið nær allt að 1.000 metra til við­bótar inn í rækt­ar­lönd­in.

Gadda­vírs­girð­ingin með varð­turnum liggur með fram endi­langri aust­ur­hlið Gaza. Út á bann­svæðið má eng­inn fara – heldur ekki bænd­urnir sem yrkja akrana þar nærri. Breidd bann­svæð­is­ins hefur tekið sífelldum breyt­ingum á liðnum árum án þess að íbúar séu alltaf upp­lýstir um það eða átti sig á því. Þannig hafa 389 þeirra sem fóru inn á bann­svæðið sl. 10 ár, m.a. bænd­ur, verið skotin til bana af ísra­elskum her­sveit­um. Þar á meðal eru 60 börn. Inni á breyti­legu bann­svæð­inu hafa enn fleiri slasast og særst á sama tíma­bili eða 2.829 manns, þar af 401 barn. Töl­urnar mið­ast við útgáfu­tíma skýrsl­unnar og eru vænt­an­lega enn hærri í dag.

Norð­ur­hliðin – að Ísr­ael

Ein­ungis eitt hlið, Erez, er opið á múr­num sem er á norð­ur­enda Gaza. Þetta er eina leiðin inn og út af Gaza. Íbú­arnir mega ekki ferð­ast út úr herkvínni nema undir ströngum skil­yrð­um. Síð­ustu 25 árin hefur þurft ferða­leyfi frá ísra­elskum stjórn­völdum til að kom­ast út af Gaza­svæð­inu. Ferðir tak­markast í raun við starfs­fólk alþjóð­legra stofn­ana, sjúk­linga og fólk í við­skipta­er­ind­um. Vöru­flutn­ingur er tak­mark­aður á sama hátt. Útflutn­ingur frá Gaza er 20% af því sem var fyrir árið 2007.

Jafn­gildir hóprefs­ingu

Efna­hags­lífið á Gaza er í lama­sessi, grunn­þjón­usta er veik­burða, lífs­kjör hafa stöðugt versnað og 1,2 millj­ónir íbúa þurfa á neyð­ar- og mann­úð­ar­að­stoð Sam­ein­uðu þjóð­anna að halda.

Svo vitnað sé beint til orða skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna stríða margar af þeim aðgerðum sem Ísra­els­her hefur staðið fyrir gegn alþjóða­lög­um. Tveimur millj­ónum manna er í raun refsað – óháð ábyrgð – sem jafn­gildir hóprefs­ingu sem er bönnuð sam­kvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­lög­um. Herkvíin hefur haft alvar­leg áhrif á mann­rétt­indi íbúa Gaza, sér­stak­lega ferða­frelsi en jafn­framt á efna­hags­leg, félags­leg og menn­ing­ar­leg rétt­indi – auk þess að grafa undan lífs­kjörum fólks.

Tvö og hálft ár eru til árs­ins 2020 – þar til Gaza verður ólíf­væn­legt að mati Sam­ein­uðu þjóð­anna.

ALLAR fram­an­greindar upp­lýs­ingar byggja á skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna frá júlí 2017. Þar er stað­fest spá Sam­ein­uðu þjóð­anna um ólíf­væn­legt Gaza­svæði árið 2020, en hún var fyrst sett fram í skýrslu SÞ árið 2012.

Höf­undur er for­maður Félags Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar