Ef heilinn minn bilar

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir vill að þegar fram líða stundir, hennar heili bilar kannski, að samfélagið sé komið lengra í forvörnum og stuðningi

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir og amma hennar.
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir og amma hennar.
Auglýsing

Amma mín og nafna fet­aði síð­ustu árin sín veg sem mörg okkar kvíða, braut heila­bil­unar og minnistaps. Hún greind­ist með Alzheimer sjúk­dóm­inn og fengum við fjöl­skyldan þar með inn­sýn not­enda félags- og heil­brigð­is­þjón­ustu sem við höfðum áður kynnst sem starfs­fólk, pabbi sem lækn­ir, mamma sem hjúkr­un­ar­fræð­ingur og ég sem sjúkra­þjálf­ari.

For­varnir þar til lækn­ing finnst

Nýlega bár­ust fréttir af því að Íslend­ingar muni leika lyk­il­hlut­verk í rann­sókn á nýju lyfi við Alzheimer. Því miður hafa lækna­vís­indin enn ekki kom­ist mikið lengra en svo að halda í horf­inu þegar þessi sjúk­dómur er ann­ars veg­ar, en von­andi horfir þar til batn­að­ar. Þangað til verðum við að hafa aðgang að öllum þeim for­vörnum sem hugs­ast geta til að stemma stigu við fram­gangi ein­kenna. Meðal þess sem þar um ræðir er heilsu­efl­andi lík­ams­þjálfun og dag­leg virkni í starfi og leik. Með þetta fyrir augum gekkst ég fyrir því á síð­asta ári að Hafn­ar­fjörður gengi til samn­inga við dr. Janus Guð­laugs­son um heilsu­efl­ingu eldri borg­ara, sem ég er þakk­lát fyrir að hafa séð verða að veru­leika.

Sjálf­stæð búseta í kunn­ug­legu umhverfi

Eitt af því sem hjálpar fólki með heila­bilun er að lifa og hrær­ast í kunn­ug­legu umhverfi. Allt rask á einka­högum getur valdið tíma­bund­inni versnun ein­kenna og aukið áhættu á fylgi­kvill­um. Því er mik­il­vægt að styðja eldra fólk til sjálf­stæðrar búsetu, meðal ann­ars með því að létta á gjöldum vegna hús­næð­is. Því er ég stolt af þeirri veru­legu lækkun fast­eigna­skatta til elli- og örorku­líf­eyr­is­þega sem orðin er að veru­leika í Hafn­ar­firði og er með því besta sem ger­ist. Við þurfum að halda áfram á þeirri braut.

Auglýsing

Félags­leg virkni og sam­vera

Öfl­ugt starf félags eldri borg­ara er mik­il­væg auð­lind í hverju sveit­ar­fé­lagi og það hefur verið frá­bært að fylgj­ast með efl­ingu þess með hverju árinu sem líð­ur. Í raun er það lúx­usvandi að félags­starfið skuli sífellt sprengja af sér hús­næði, það er bara jákvætt að sjá það stækka. Ég er þess líka full­viss að áður­nefnd heilsu­rækt sem 160 eldri Hafn­firð­ingar stunda þessi miss­erin mun styðja við félags­leg tengsl, enda hitt­ast þátt­tak­endur oft í viku á ólíkum vett­vangi. Þessu vil ég vinna að áfram.

Heima­þjón­usta

Hækk­andi aldri fylgir oft þörf fyrir aðstoð í dag­legu lífi. Félags­leg heima­þjón­usta og heima­hjúkrun þarf að starfa vel sam­an. Mér finnst að félags­þjón­ustan eigi að halda utan um ein­stak­ling­ana í þessu til­liti í nánu sam­starfi við heima­hjúkrun þegar svo ber und­ir. Á kjör­tíma­bil­inu höfum við í fjöl­skyldu­ráði átt gott sam­starf við Öld­unga­ráð Hafn­ar­fjarðar við stefnu­mótun í þessum mála­flokki. Þjón­ustu­þarfir eldri borg­ara breyt­ast sam­fara hækk­andi aldri þjóð­ar­innar og við verðum að fylgja vel eftir hvað aðstoð­ina varð­ar.

Vinnu­vikan okkar allra

Sam­fé­lagið er allt of oft á hraðspóli og lít­ill tími til sam­veru. Þessu þurfum við öll að breyta með sam­stilltu átaki. Bættar sam­göng­ur, styttri vinnu­dagur og lif­andi bæj­ar­mynd eru allt þættir sem efla dag­lega sam­veru fjöl­skyldna. Aldr­aðir sem glíma við minnistap þurfa mjög á sínum nán­ustu að halda og kyn­slóð­irnar græða án efa á auknum sam­skipt­um. Fólk sem hefur kynnst Alzheimer veit hvað tím­inn skiptir miklu máli, bæði að nota hann vel til að skapa minn­ingar saman og að þjón­usta sé til staðar til að létta undir með fjöl­skyld­un­um.

Dag­þjálfun minn­is­sjúkra

Í Hafn­ar­firði starf­rækja Alzheimer-­sam­tökin með miklum sóma dag­þjálfun í Drafn­ar­húsi. Bær­inn mun áfram styðja við það starf. Ég vil sjá aðra slíka ein­ingu verða að veru­leika í bænum eins fljótt og unnt er, en alltof margir bíða eftir þessu úrræði. Sól­vangur gengur nú í gegnum end­ur­nýjun líf­daga og að mínu mati kæmi vel til greina að stað­setja við­bót­ar­ein­ingu í gamla hús­inu, gjarnan í sam­starfi við Alzheimer-­sam­tök­in.

Hjúkr­un­ar­rými

Meg­in­mark­mið sam­fé­lags­ins ætti að vera að tryggja eins og unnt er sjálf­stæða búsetu með góðum stuðn­ingi í kunn­ug­legu umhverfi, enda hefur hún for­varn­ar­gildi þegar heila­bilun er ann­ars veg­ar. Hins vegar verður alltaf til staðar þörf fyrir hjúkr­un­ar­rými, sem brýnt er að mæta. Nýbygg­ing á Sól­vangs­reit verður tekin í notkun í haust og þá skap­ast færi á því að end­ur­gera gamla húsið að hluta og ná þannig allt að 33 við­bót­ar­rýmum við þau 60 sem opna í haust. Ég hef tekið virkan þátt í sam­tali við þá þrjá heil­brigð­is­ráð­herra sem starfað hafa á kjör­tíma­bil­inu með það í huga að ná sam­komu­lagi um end­ur­bætur á gamla Sól­vangi. Nýj­ustu fréttir úr þeim við­ræðum lofa góðu og við verðum að halda áfram að þrýsta á um að þessi við­bót verði að veru­leika.

Lífs­gæða­setur í St. Jós­efs­spít­ala

Það hefur verið lær­dóms­ríkt að taka þátt í glímu Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar við ríkið um fram­tíð­ar­nýt­ingu hús­næðis St. Jós­efs­spít­ala, svo ekki sé meira sagt. Henni lauk loks með því að bær­inn keypti húsið og lét vinna til­lögur að nýt­ingu í nánu sam­ráði við bæj­ar­búa. Nýlega var ráð­inn verk­efn­is­stjóri til húss­ins, til að fram­fylgja áætl­unum um stofnun lífs­gæða­set­urs innan veggja þess og aug­lýst hefur verið eftir áhuga­sömum rekstr­ar­að­il­um. Starf­semin mun tengj­ast heilsu og sköpun af ýmsu tagi og hillir nú loks undir að Hafn­firð­ingar geti aftur lagt leið sína í þetta fal­lega og góða hús til að rækta sál og lík­ama.

Ömmur eru gull

Amma mín kenndi mér svo ótal­margt um lífið og til­ver­una. Hjá henni æfði ég mig að prjóna og sögur frá fyrri tíð runnu niður með smurðu brauði við und­ir­leik útvarps­ins. Synir mínir eiga ynd­is­lega afa og ömmur sem halda vel utan um þá og okkur öll. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum í bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarðar áfram til að stuðla að því að sam­vera kyn­slóð­anna styrk­ist. Að fjöl­skyldur geti notið sín sem börn, for­eldr­ar, ömmur og afar og að stuðn­ingur þegar á bjátar sé til stað­ar. Og þegar fram líða stundir og minn heili bilar kannski, vil ég að við séum komin lengra í for­vörnum og stuðn­ingi.

Ég er stolt af þeim fram­förum í þjón­ustu við eldri borg­ara sem ég hef fengið að taka þátt í und­an­farin fjögur ár sem bæj­ar­full­trúi og for­maður fjöl­skyldu­ráðs og býð mig fram til að halda áfram að gera gott betra.

Höf­undur er odd­viti Bæj­ar­list­ans Hafn­ar­firði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar