Lúpína með vegum

Þorvaldur Örn Árnason, líffræðingur og náttúruunnandi, skrifar um lúpínu.

Auglýsing

Ala­skalúpína er fal­leg og áber­andi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún, og eykur fjöl­breytni lands­ins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða verður hægt að horfa út um bíl­rúðu án þess að sjá lúpínu mun mörgum finn­ast of langt gengið – en þá verður allt of seint að hafa þar áhrif á.

Margir eru ánægðir með lúpín­una og benda á að hún muni á end­anum hörfa. Jú, ekk­ert varir að eilífu, en þótt hún hörfi (verði gisnari) hér og þar er útbreiðslan marg­falt örari og svo verður næstu ára­tugi og lík­lega í meira en öld. Útsýnið af vegum lands­ins verður ein­hæf­ara.

Má bjóða þér í útsýn­is­ferð?

Förum nú bíltúr í sum­ar­frí­inu í júlí, þegar lúpínan er hvað mest áber­andi, og virðum fyrir okkur land­ið. Hvar sjáum við lúpínu – og hvar ekki?

Auglýsing

Þjóð­vegur 1 austur fyrir fjall að Jök­ulsár­lóni

Lúpína er um allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið, en þó ekki þar sem slegið er – og ekki á mal­biki. Hún er víða í Reykja­vík og mikið af henni alveg austur fyrir Lög­bergs­brekku. Svo er lítið um lúpínu austur að Blá­fjalla­vegi, síðan strjáln­ingur með fram svifflug­vell­in­um, en stórar breiður við afleggjar­ann í Jós­efs­dal ( sáð ca. 2010).

Mjög lítið er í Svína­hrauni og á Hell­is­heiði, frá Litlu kaffi­stof­unni og niður Kamba.

Litlar breiður á stangli frá Kömbum að Sel­fossi.

Lítið í Fló­anum nema austur undir Þjórs­ár­brú. Myndi kosta fáein dags­verk á ári að halda því svæði lúpínu­lausu sé gripið í taumana strax.

Lítið milli Þjórsár og Ytri­-Rangár, enda vel gróið land­bún­að­ar­svæði. Svo er mikil lúpína á Rang­ár­völl­um, milli Rangánna. Lítið með þjóð­vegi 1 á Hvols­velli og V-Land­eyj­um.

Mikið í A-Land­eyj­um, á Mark­ar­fljót­saurum og víð­ar. Lítið undir Eyja­fjöllum þar til komið er að Skóg­um, en stórar lúpínu­breiður sem varla sér útyfir með veg­inum um Skóga­sand og Sól­heima­sand austur fyrir Jök­ulsá. Mikil lúpína í Vík og geysi­mikil á Mýr­dals­sandi. Á þessum foksöndum hefur hún, ásamt mel­gresi, unnið mikið gagn við að hefta sand­fok sem m.a. eyði­lagði lakk á bíl­um.Mikil vinna er lögð í að stöðva útbreiðslu lúpínu.

Gras­móar og vall­lendi austan við Mýr­dals­sand og að Kúða­fljóti hafa verið lúpínu­lausir en lúpína er nú að stinga sér víða niður þar. Væri enn hægt að stöðva. Tals­verð lúpína við Þjóð­veg 1 austan við brúna á Kúða­fljót og strjáln­ingur með þjóð­vegi 1 um Eld­hraun, greini­lega nokkra ára gömul sán­ing. Þar hafa sjálf­boða­liðar slitið upp síð­ustu ár, enda mikið í húfi því lúpínan á auð­velt með að leggja undir sig Eld­hraunið (þó sumir meini ann­að).

Bless­un­ar­lega lítið er um lúpínu við Þjóð­veg 1 á Síðu og alveg austur um Skeið­ar­ár­sand sem er að gróa upp af sjálfs­dáðum, m.a. með birki. Í Öræfum eru geysi­miklar breiður við veg­inn, með eyðum þó.

Þeir sem aka um Suð­ur­landsund­ir­lendið geta enn sem komið er hvílt augun frá því að sjá þessa áber­andi jurt, en þeim hvíld­ar­stöðum fer fækk­andi.

Um Reykja­nesskag­ann, and­dyri Íslands

Mikið er af lúpínu með vegum milli Hafna og Sand­gerðis en heldur minna við Garð. Mikið milli Garðs og Reykja­nes­bæj­ar.

Reykja­nes­bær er allur að klæð­ast lúpínu nema þar sem slegið er. Leiðin til Hafna er öll inn­römmuð af lúpínu.

Sáð hefur verið lúpínu með mest­öllum Grinda­vík­ur­vegi, þétt­ist hún ár frá ári og breið­ist út í mosa­gróið hraun­ið. Lúpína er víða í Grinda­vík og allar götur að Ísólfs­skála. Lúpínu­laust er með Suð­ur­strand­ar­veg­inum milli Ísólfs­skála og Vogsósa. Mikið hefur verið grætt upp beggja vegna veg­ar­ins um Krýsu­vík­ur­heiði – án þess að nota lúpínu. Mikil lúpína er við Vogsósa og með fram byggð­inni í Sel­vogi, en lúpínu­lausir kaflar austur undir Þor­láks­höfn. Við Þor­láks­höfn er lúpína með öllum vegum en lítið við Eyr­ar­bakka og að Sel­fossi, enda vot­lent.

Með Reykja­nes­braut er lúpína nær sam­fellt frá Flug­stöð­inni austur fyrir Voga­af­leggjara, sums staðar beggja vegna braut­ar­innar og jafn­vel í miðj­unni, hún breið­ist víða út í lægð­inni milli akbraut­anna. Austan við Voga­af­leggjara er nær lúpínu­lausir 3 km. Þá kemur 1 km (í dálít­ill lægð) með mik­illi lúpínu beggja vegna braut­ar.

Þá tekur við svæði alveg frá Strand­ar­heiði að Straums­vík með frekar lít­illi lúpínu (þökk sé sér­vitrum sjálf­boða­lið­um) nema tals­vert í sum­ar­bú­staða­hverf­inu við Hvassa­hraun. Á þessum kafla hefur þó greini­lega verið sáð á nokkrum blettum fyrir nokkrum árum.

Lúpínu­stöðum með Reykja­nes­braut fjölgar ár frá ári og flestir stækka og þétt­ast.

Krýsu­vík­ur­vegur milli Hafn­ar­fjarðar og Suð­ur­strand­ar­veg­ar.

Ef keyrt er frá Hafn­arfirið til Krýsu­víkur er lúpína fyrir augum alla leið, ört vax­andi við Kleif­ar­vatn.Enn að mestu laust við Lúpínu við Kleifarvatn.

Þar hefur verið sáð lúpínu fyrir tæpum ára­tug, allar götur frá Hafn­ar­firði um Vatns­skarð og með fram Kleif­ar­vatni. Þá taka við u.þ.b. 2 km rétt suður fyrir Seltún án lúpínu, nema hvað miklu hefur verið sáð í Bleik­hól, ekki síst baka til. Þar hafa Sjálf­boða­liða­sam­tök um nátt­úru­vernd reynt að halda aftur að henni svo hún leggi ekki undir sig allan Bleik­hóll (svo hann megi áfram bera rétt­nefn­i). Stefnir í að báðir höfð­arnir við Kleif­ar­vatn, þar sem margir stoppa, verði þaktir lúpínu, væri þó hægt að stöðva að hluta ef gripið verður strax inn í.

Við Krýsu­vík­ur­bæ­inn og Krýsu­vík­ur­skóla er mikil lúpína og hefur lengi ver­ið. Von­andi kemst hún ekki upp með að leggja undir sig hið vin­sæla hvera­svæði við Seltún.

Vig­dís­ar­vall­ar­veg­ur. Með fram honum sést engin lúpína leng­ur, en hún vex þó þar á fáeinum stöðum og sjá sjálf­boða­liðar um að halda henni niðri, fara þar um 1-2 sinnum á ári. Erf­ið­asti stað­ur­inn er við eina leið­ina í Hrúta­gjá, en sést ennþá lítið frá veg­in­um.

Allur Vig­dís­ar­valla­vegur og meiri­hluti Krýsu­vík­ur­vegar er innan Reykja­nes­fólk­vangs. Stjórn fólk­vangs­ins ályktaði fyrir 3 árum að engin lúpína skuli vera á því frið­aða svæði sem fólk­vang­ur­inn er, en sú ósk er óraun­hæf. Þó er hægt að halda þar stórum svæðum lúpínu­lausum með árlegri vökt­un.

Skjót­umst til Akur­eyrar

Lúpína blasir við hvar sem maður er staddur í Mos­fells­bæ, allt upp í Esju­hlíðar við Mógilsá, ásamt Skóg­ar­kerfli. Nokkuð er um lúpínu við Akra­fjall og mjög stór svæði undir Hafn­ar­fjalli. Þó minna er nálg­ast Borg­ar­nes. Lúpína af og til með stuttu milli­bili frá Borg­ar­nesi að Bröttu­brekku, víða mik­ið.

Engin lúpína sjá­an­leg með Þjóð­vegi 1 alveg frá vega­mótum Bröttu­brekku og Norður í Hrúta­fjörð - ekki einu sinni í miklum skóg­rækt­ar­svæðum í Norð­ur­ár­dal.

Lítið er um lúpínu með þjóð­vegi 1 í Húna­vants­sýslum og Skaga­firði. Við Silfra­staði og upp í Norð­ur­ár­dal er nær sam­felld skóg­rækt í hlíð­inni með þjóð­vegi 1 á um 8 km kafla en enga lúpínu að sjá þar. Lítið af henni með þjóð­vegi 1 í Öxna­dal og Hörg­ár­dal og kringum Akur­eyri. Tals­vert í Svarf­að­ar­dal og mikið á áraur­unum í Skíða­dal og ógnar þar víð­áttu­miklum breiðum af eyr­ar­rós.

Með fáfarn­ari vegum

Mikið er um lúpínu á utan­verðum Skaga. Enn meira í Fljótum og Siglu­firði.

Lítið á Ströndum nema helst kringum Hólma­vík þar sem berja­land nærst bænum eyð­ist.

Lítið í Döl­um, Saurbæ og kringum Króks­fjarð­ar­nes og á Þrösk­ulda­leið­inni.

Hún er að eyði­leggja öll berja­lönd í Pat­reks­firði og ein­hver hefur plantað henni með fram veg­inum í Vatt­ar­firði þar sem hún mun eyði­leggja mikil og góð berja­lönd.

Sé ekið frá Bíldu­dal yfir Hálf­dán (fjall­veg í ca 3oo metra hæð) og til Tálkna­fjarðar er engin lúpína með fram veg­ar­köntum (sem er orðið fátítt hér á land­i). Engin lúpína er á Dynj­and­is­heiði. en í Önund­ar­firði og þar fyrir norðan eru víða lúpínu­breið­ur.

Í Vest­manna­eyjum er mikið um lúpínu á Heima­ey, ekki síst í Eld­hraun­inu og kringum Helga­fell.

Lúpínu er víða að finna við fjöl­farna staði á hálend­inu. Til dæmis sleit fólk á göngu á Gamla-Kjal­vegi upp tals­vert af lúpínu við Þver­brekkna­múla í fyrra. Land­verðir og sjálf­boða­liðar leggja hart að sér að halda aftur af útbreiðslu lúpínu á nátt­úruperlum lands­ins.

Horfum fram á veg­inn

Ala­skalúpína er fal­leg planta og gagn­leg á réttum stöðum og í hófi. En hún er stór­vaxin og gríðar áber­andi, stelur athygl­inni jafn­vel þótt hún klæði ekki allt landið sem fyrir augu ber. Hún yfir­skyggir og eyðir lág­vöxnum gróðri sem fyrir henni verð­ur.

Ef keyrt er frá Flug­stöð­inni gegnum höf­uð­borg­ar­svæðið og austur í Jök­ulsár­lón hefur fólk nú þegar lúpínu fyrir aug­unum u.þ.b. hálfa leið­ina! Á eftir að aukast mjög mikið verði ekk­ert að gert.

Þeim svæðum með fjöl­förnum þjóð­vegum þar sem enn er lítið um lúpínu er hægt að halda hreinum með vöktun og vinnu á hverju ári og réttu skipu­lagi. Verk­efnið tvö­fald­ast á hverju ári sem ekk­ert er aðhafst. Það er til mik­ils að vinna því útbreiðsla lúpínu á Íslandi er rétt að byrja. Hún þekur nú þegar nærri 0,5% af land­inu öllu, ef marka má kort­lagn­ingu Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar.

Það verða með hverju árinu sem líður for­rétt­indi að geta horft út um bíl­rúðu og sjá eitt­hvað annað en þessa einu áber­andi jurt, ala­skalúpínu.

Vega­gerðin hefur hin síð­ari ár lagt sig í líma við að ganga snyrti­lega frá vega­fram­kvæmdum og víða gert fal­lega áning­ar­staði til að auka ánægju og upp­lifun þeirra sem um veg­ina fara. Nú vaknar sú spurn­ing hvort þeirri ágætu stofnun renni ekki líka blóðið til skyld­unnar að vernda nátt­úru­feg­urð með vegum lands­ins, þó ekki væri nema á veg­helg­un­ar­svæðum og við helstu áning­ar­staði.

Höf­undur er líf­fræð­ingur og nátt­úru­unn­andi.

Kyrrsetningu Max-véla verður aflétt en spurningin er hvenær
Mikilvægur fundur fer fram í Texas í dag, þar sem fulltrúar flugmálayfirvalda í heiminum fá upplýsingar frá Boeing um uppfærslu á hugbúnaði í 737 Max vélum félagsins. Þær hrannast upp á framleiðslusvæði félagsins í Renton vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar.
Kjarninn 23. maí 2019
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins hafnar öfga-hægri flokki
Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiddu andstöðu við að viðurkenna stjórnmálahóp sem gefur sig út fyrir að vera á móti innflytjendum og hælisleitendum.
Kjarninn 23. maí 2019
Örn Bárður Jónsson
Réttilega að málum staðið
Kjarninn 23. maí 2019
3.839 íbúðir í byggingu á Íslandi
Þjóðskrá Íslands hefur hafið birtingu á nýjum gögnum um fjölda íbúða í byggingu.
Kjarninn 23. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
Kjarninn 23. maí 2019
Ólafur Páll Jónsson
Yfir strikið
Leslistinn 23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
Kjarninn 23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
Kjarninn 23. maí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar