Lúpína með vegum

Þorvaldur Örn Árnason, líffræðingur og náttúruunnandi, skrifar um lúpínu.

Auglýsing

Ala­skalúpína er fal­leg og áber­andi jurt, hvort heldur græn, blá eða brún, og eykur fjöl­breytni lands­ins að sjá hana hér og þar. En þegar óvíða verður hægt að horfa út um bíl­rúðu án þess að sjá lúpínu mun mörgum finn­ast of langt gengið – en þá verður allt of seint að hafa þar áhrif á.

Margir eru ánægðir með lúpín­una og benda á að hún muni á end­anum hörfa. Jú, ekk­ert varir að eilífu, en þótt hún hörfi (verði gisnari) hér og þar er útbreiðslan marg­falt örari og svo verður næstu ára­tugi og lík­lega í meira en öld. Útsýnið af vegum lands­ins verður ein­hæf­ara.

Má bjóða þér í útsýn­is­ferð?

Förum nú bíltúr í sum­ar­frí­inu í júlí, þegar lúpínan er hvað mest áber­andi, og virðum fyrir okkur land­ið. Hvar sjáum við lúpínu – og hvar ekki?

Auglýsing

Þjóð­vegur 1 austur fyrir fjall að Jök­ulsár­lóni

Lúpína er um allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið, en þó ekki þar sem slegið er – og ekki á mal­biki. Hún er víða í Reykja­vík og mikið af henni alveg austur fyrir Lög­bergs­brekku. Svo er lítið um lúpínu austur að Blá­fjalla­vegi, síðan strjáln­ingur með fram svifflug­vell­in­um, en stórar breiður við afleggjar­ann í Jós­efs­dal ( sáð ca. 2010).

Mjög lítið er í Svína­hrauni og á Hell­is­heiði, frá Litlu kaffi­stof­unni og niður Kamba.

Litlar breiður á stangli frá Kömbum að Sel­fossi.

Lítið í Fló­anum nema austur undir Þjórs­ár­brú. Myndi kosta fáein dags­verk á ári að halda því svæði lúpínu­lausu sé gripið í taumana strax.

Lítið milli Þjórsár og Ytri­-Rangár, enda vel gróið land­bún­að­ar­svæði. Svo er mikil lúpína á Rang­ár­völl­um, milli Rangánna. Lítið með þjóð­vegi 1 á Hvols­velli og V-Land­eyj­um.

Mikið í A-Land­eyj­um, á Mark­ar­fljót­saurum og víð­ar. Lítið undir Eyja­fjöllum þar til komið er að Skóg­um, en stórar lúpínu­breiður sem varla sér útyfir með veg­inum um Skóga­sand og Sól­heima­sand austur fyrir Jök­ulsá. Mikil lúpína í Vík og geysi­mikil á Mýr­dals­sandi. Á þessum foksöndum hefur hún, ásamt mel­gresi, unnið mikið gagn við að hefta sand­fok sem m.a. eyði­lagði lakk á bíl­um.Mikil vinna er lögð í að stöðva útbreiðslu lúpínu.

Gras­móar og vall­lendi austan við Mýr­dals­sand og að Kúða­fljóti hafa verið lúpínu­lausir en lúpína er nú að stinga sér víða niður þar. Væri enn hægt að stöðva. Tals­verð lúpína við Þjóð­veg 1 austan við brúna á Kúða­fljót og strjáln­ingur með þjóð­vegi 1 um Eld­hraun, greini­lega nokkra ára gömul sán­ing. Þar hafa sjálf­boða­liðar slitið upp síð­ustu ár, enda mikið í húfi því lúpínan á auð­velt með að leggja undir sig Eld­hraunið (þó sumir meini ann­að).

Bless­un­ar­lega lítið er um lúpínu við Þjóð­veg 1 á Síðu og alveg austur um Skeið­ar­ár­sand sem er að gróa upp af sjálfs­dáðum, m.a. með birki. Í Öræfum eru geysi­miklar breiður við veg­inn, með eyðum þó.

Þeir sem aka um Suð­ur­landsund­ir­lendið geta enn sem komið er hvílt augun frá því að sjá þessa áber­andi jurt, en þeim hvíld­ar­stöðum fer fækk­andi.

Um Reykja­nesskag­ann, and­dyri Íslands

Mikið er af lúpínu með vegum milli Hafna og Sand­gerðis en heldur minna við Garð. Mikið milli Garðs og Reykja­nes­bæj­ar.

Reykja­nes­bær er allur að klæð­ast lúpínu nema þar sem slegið er. Leiðin til Hafna er öll inn­römmuð af lúpínu.

Sáð hefur verið lúpínu með mest­öllum Grinda­vík­ur­vegi, þétt­ist hún ár frá ári og breið­ist út í mosa­gróið hraun­ið. Lúpína er víða í Grinda­vík og allar götur að Ísólfs­skála. Lúpínu­laust er með Suð­ur­strand­ar­veg­inum milli Ísólfs­skála og Vogsósa. Mikið hefur verið grætt upp beggja vegna veg­ar­ins um Krýsu­vík­ur­heiði – án þess að nota lúpínu. Mikil lúpína er við Vogsósa og með fram byggð­inni í Sel­vogi, en lúpínu­lausir kaflar austur undir Þor­láks­höfn. Við Þor­láks­höfn er lúpína með öllum vegum en lítið við Eyr­ar­bakka og að Sel­fossi, enda vot­lent.

Með Reykja­nes­braut er lúpína nær sam­fellt frá Flug­stöð­inni austur fyrir Voga­af­leggjara, sums staðar beggja vegna braut­ar­innar og jafn­vel í miðj­unni, hún breið­ist víða út í lægð­inni milli akbraut­anna. Austan við Voga­af­leggjara er nær lúpínu­lausir 3 km. Þá kemur 1 km (í dálít­ill lægð) með mik­illi lúpínu beggja vegna braut­ar.

Þá tekur við svæði alveg frá Strand­ar­heiði að Straums­vík með frekar lít­illi lúpínu (þökk sé sér­vitrum sjálf­boða­lið­um) nema tals­vert í sum­ar­bú­staða­hverf­inu við Hvassa­hraun. Á þessum kafla hefur þó greini­lega verið sáð á nokkrum blettum fyrir nokkrum árum.

Lúpínu­stöðum með Reykja­nes­braut fjölgar ár frá ári og flestir stækka og þétt­ast.

Krýsu­vík­ur­vegur milli Hafn­ar­fjarðar og Suð­ur­strand­ar­veg­ar.

Ef keyrt er frá Hafn­arfirið til Krýsu­víkur er lúpína fyrir augum alla leið, ört vax­andi við Kleif­ar­vatn.Enn að mestu laust við Lúpínu við Kleifarvatn.

Þar hefur verið sáð lúpínu fyrir tæpum ára­tug, allar götur frá Hafn­ar­firði um Vatns­skarð og með fram Kleif­ar­vatni. Þá taka við u.þ.b. 2 km rétt suður fyrir Seltún án lúpínu, nema hvað miklu hefur verið sáð í Bleik­hól, ekki síst baka til. Þar hafa Sjálf­boða­liða­sam­tök um nátt­úru­vernd reynt að halda aftur að henni svo hún leggi ekki undir sig allan Bleik­hóll (svo hann megi áfram bera rétt­nefn­i). Stefnir í að báðir höfð­arnir við Kleif­ar­vatn, þar sem margir stoppa, verði þaktir lúpínu, væri þó hægt að stöðva að hluta ef gripið verður strax inn í.

Við Krýsu­vík­ur­bæ­inn og Krýsu­vík­ur­skóla er mikil lúpína og hefur lengi ver­ið. Von­andi kemst hún ekki upp með að leggja undir sig hið vin­sæla hvera­svæði við Seltún.

Vig­dís­ar­vall­ar­veg­ur. Með fram honum sést engin lúpína leng­ur, en hún vex þó þar á fáeinum stöðum og sjá sjálf­boða­liðar um að halda henni niðri, fara þar um 1-2 sinnum á ári. Erf­ið­asti stað­ur­inn er við eina leið­ina í Hrúta­gjá, en sést ennþá lítið frá veg­in­um.

Allur Vig­dís­ar­valla­vegur og meiri­hluti Krýsu­vík­ur­vegar er innan Reykja­nes­fólk­vangs. Stjórn fólk­vangs­ins ályktaði fyrir 3 árum að engin lúpína skuli vera á því frið­aða svæði sem fólk­vang­ur­inn er, en sú ósk er óraun­hæf. Þó er hægt að halda þar stórum svæðum lúpínu­lausum með árlegri vökt­un.

Skjót­umst til Akur­eyrar

Lúpína blasir við hvar sem maður er staddur í Mos­fells­bæ, allt upp í Esju­hlíðar við Mógilsá, ásamt Skóg­ar­kerfli. Nokkuð er um lúpínu við Akra­fjall og mjög stór svæði undir Hafn­ar­fjalli. Þó minna er nálg­ast Borg­ar­nes. Lúpína af og til með stuttu milli­bili frá Borg­ar­nesi að Bröttu­brekku, víða mik­ið.

Engin lúpína sjá­an­leg með Þjóð­vegi 1 alveg frá vega­mótum Bröttu­brekku og Norður í Hrúta­fjörð - ekki einu sinni í miklum skóg­rækt­ar­svæðum í Norð­ur­ár­dal.

Lítið er um lúpínu með þjóð­vegi 1 í Húna­vants­sýslum og Skaga­firði. Við Silfra­staði og upp í Norð­ur­ár­dal er nær sam­felld skóg­rækt í hlíð­inni með þjóð­vegi 1 á um 8 km kafla en enga lúpínu að sjá þar. Lítið af henni með þjóð­vegi 1 í Öxna­dal og Hörg­ár­dal og kringum Akur­eyri. Tals­vert í Svarf­að­ar­dal og mikið á áraur­unum í Skíða­dal og ógnar þar víð­áttu­miklum breiðum af eyr­ar­rós.

Með fáfarn­ari vegum

Mikið er um lúpínu á utan­verðum Skaga. Enn meira í Fljótum og Siglu­firði.

Lítið á Ströndum nema helst kringum Hólma­vík þar sem berja­land nærst bænum eyð­ist.

Lítið í Döl­um, Saurbæ og kringum Króks­fjarð­ar­nes og á Þrösk­ulda­leið­inni.

Hún er að eyði­leggja öll berja­lönd í Pat­reks­firði og ein­hver hefur plantað henni með fram veg­inum í Vatt­ar­firði þar sem hún mun eyði­leggja mikil og góð berja­lönd.

Sé ekið frá Bíldu­dal yfir Hálf­dán (fjall­veg í ca 3oo metra hæð) og til Tálkna­fjarðar er engin lúpína með fram veg­ar­köntum (sem er orðið fátítt hér á land­i). Engin lúpína er á Dynj­and­is­heiði. en í Önund­ar­firði og þar fyrir norðan eru víða lúpínu­breið­ur.

Í Vest­manna­eyjum er mikið um lúpínu á Heima­ey, ekki síst í Eld­hraun­inu og kringum Helga­fell.

Lúpínu er víða að finna við fjöl­farna staði á hálend­inu. Til dæmis sleit fólk á göngu á Gamla-Kjal­vegi upp tals­vert af lúpínu við Þver­brekkna­múla í fyrra. Land­verðir og sjálf­boða­liðar leggja hart að sér að halda aftur af útbreiðslu lúpínu á nátt­úruperlum lands­ins.

Horfum fram á veg­inn

Ala­skalúpína er fal­leg planta og gagn­leg á réttum stöðum og í hófi. En hún er stór­vaxin og gríðar áber­andi, stelur athygl­inni jafn­vel þótt hún klæði ekki allt landið sem fyrir augu ber. Hún yfir­skyggir og eyðir lág­vöxnum gróðri sem fyrir henni verð­ur.

Ef keyrt er frá Flug­stöð­inni gegnum höf­uð­borg­ar­svæðið og austur í Jök­ulsár­lón hefur fólk nú þegar lúpínu fyrir aug­unum u.þ.b. hálfa leið­ina! Á eftir að aukast mjög mikið verði ekk­ert að gert.

Þeim svæðum með fjöl­förnum þjóð­vegum þar sem enn er lítið um lúpínu er hægt að halda hreinum með vöktun og vinnu á hverju ári og réttu skipu­lagi. Verk­efnið tvö­fald­ast á hverju ári sem ekk­ert er aðhafst. Það er til mik­ils að vinna því útbreiðsla lúpínu á Íslandi er rétt að byrja. Hún þekur nú þegar nærri 0,5% af land­inu öllu, ef marka má kort­lagn­ingu Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar.

Það verða með hverju árinu sem líður for­rétt­indi að geta horft út um bíl­rúðu og sjá eitt­hvað annað en þessa einu áber­andi jurt, ala­skalúpínu.

Vega­gerðin hefur hin síð­ari ár lagt sig í líma við að ganga snyrti­lega frá vega­fram­kvæmdum og víða gert fal­lega áning­ar­staði til að auka ánægju og upp­lifun þeirra sem um veg­ina fara. Nú vaknar sú spurn­ing hvort þeirri ágætu stofnun renni ekki líka blóðið til skyld­unnar að vernda nátt­úru­feg­urð með vegum lands­ins, þó ekki væri nema á veg­helg­un­ar­svæðum og við helstu áning­ar­staði.

Höf­undur er líf­fræð­ingur og nátt­úru­unn­andi.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar