Ellilífeyrir - er tekjutengdur persónuafsláttur lausnin?

Finnur Birgisson fjallar um lífeyrismál í aðsendri grein.

Auglýsing

Nýlega komu fram til­lögur um að nota skatt­kerf­is­breyt­ingar til þess að bæta kjör aldr­aðra og sníða agnúa af líf­eyr­is­kerf­inu. Til­lög­urnar hafa fengið tals­verða athygli og mörgum þykja þær álit­leg­ar. En ekki er allt sem sýn­ist.

Elli­líf­eyrir marg­falt hærri í öðrum löndum

Gíf­ur­leg óánægja með líf­eyr­is­kerfið kraumar meðal aldr­aðra og þeir telja sig svikna um rétt­mæta hlut­deild í yfir­stand­andi góð­æri. Gagn­rýnin bein­ist mest að opin­bera líf­eyr­is­kerf­inu, almanna­trygg­ing­un­um. Grunn-elli­líf­eyrir sé alltof lágur og tekju­teng­ingar alltof brattar þannig að þær éti upp mest­allan ávinn­ing­inn af því að hafa greitt í líf­eyr­is­sjóð á starfsæv­inni.

Íslenska ríkið ver aðeins 2,6% af vergri lands­fram­leiðslu til líf­eyris aldr­aðra. Á hinum Norð­ur­lönd­unum er hlut­fallið 5,4% - 11%, og með­al­tal OECD landa er 8,2%. Sam­an­lagður líf­eyrir aldr­aðra frá ríki og líf­eyr­is­sjóðum svarar til 6,3% af VLF og var í fyrra að með­al­tali aðeins 345 þús­und á mán­uði fyrir skatt, - minna en helm­ingur af með­al­launum í land­inu.

Auglýsing

70% elli­líf­eyr­is­þega hafa 305 þús. kr./mán. eða minna til ráð­stöf­unar eftir skatt, og 30% þeirra hafa innan við 250 þús. eftir skatt. Það er því ekki að undra að aldr­aðir krefj­ast kjara­bóta og að dregið verði úr tekju­teng­ingum elli­líf­eyr­is­ins.

Óhjá­kvæmi­legt er að ráð­ast í rót­tæka upp­stokkun á þessu kerfi og veita til þess stór­auknum fjár­mun­um. Sjálf­sagt telja flestir rétt að byrja á því bæta kjör þeirra sem minnst hafa nú. Ef hækkun hjá þeim ætti ekki að fara upp allan tekju­skal­ann, þá yrði um leið að auka tekju­teng­ing­arn­ar, en þar sem óhóf­legar tekju­teng­ingar eru nú þegar önnur helsta mein­semd kerf­is­ins ætti aukn­ing þeirra alls ekki að koma til greina. - Að ætla að bæta kjör þeirra verst settu án þess að það gangi til allra, en vilja líka draga úr tekju­teng­ing­unum er nefni­lega óleys­an­leg þver­sögn.

Til­lögur Dr. HA - snjall­ræði eða sjón­hverf­ing

Dr. Haukur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ingur setti nýlega fram til­lögur um grund­vall­ar­breyt­ingar í líf­eyr­is­málum aldr­aðra sem vakið hafa tals­verða athygli, og virð­ast margir telja að þarna gætu verið komnar raun­hæfar lausnir á vanda líf­eyr­is­kerf­is­ins. Erfitt hefur verið að átta sig til fulls á til­lög­unum þangað til nýlega að dr. HA birti töflur sem upp­lýstu nánar um tölu­legar for­sendur og áhrif til­lagn­anna.

Persónuafsláttur skv. tillögum dr. HA, hár í fyrstu en lækkar með hækkandi tekjum (Graf: FB)Meg­in­inn­tak til­lagn­anna er að leggja af allar tekju­teng­ingar hjá TR en taka í stað­inn upp sér­stakt skatt­kerfi ein­göngu fyrir líf­eyr­is­þega, ger­ó­líkt núver­andi skatt­kerfi. Stærsta nýj­ungin varðar per­sónu­af­slátt­inn, sem yrði tekju­tengdur eftir flók­inni for­múlu. Hann yrði miklu hærri en núver­andi per­sónu­af­slátt­ur, eða 168 þús./mán. við lægstu tekj­ur, myndi fara að að lækka mjög hratt þegar mán­að­ar­tekjur færu upp fyrir 180 þús. og vera nán­ast horf­inn við 1 millj. kr. mán­að­ar­tekjur (sjá mynd). Álagn­ing­ar­pró­senta yrði ein; 42%.

Upp­hæð grunn­líf­eyris hjá TR yrði lækkuð í 180 þús./mán., en þar á móti kæmi að ónýttur hluti nýja per­sónu­af­slátt­ar­ins yrði greiddur út, þannig að ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra sem minnst hafa myndu aukast.

Helstu kostir þessa kerfis eiga að sögn að vera þeir, að það myndi bæta kjör þeirra sem minnst hafa án þess að hækkun gangi upp allan tekju­skal­ann. Skerð­ing­ar­reglur og frí­tekju­mörk hjá TR yrðu úr sög­unni þannig að öll jöfnun og skatt­lagn­ing færi fram í skatt­kerf­inu. - Margir virð­ast raunar halda að þar með væri tekju­teng­ingum og jað­ar­sköttum útrýmt fyrir fullt og allt en það er mik­ill mis­skiln­ing­ur.

92% jað­ar­skattur á aldr­aða!

Með­fylgj­andi mynd sýnir ráð­stöf­un­ar­tekjur elli­líf­eyr­is­¬þega eftir skatt í núver­andi kerfi og skv. til­lögum dr. HA. Hjá þeim sem engar aðrar tekjur hafa myndu ráð­stöf­un­ar­tekjur hækka um 67 þús­und kr./mán. í 272 þús. Mun­ur­inn minnkar hratt niður í 15 þús­und kr. við 200-300 þús. kr. tekj­ur, vex aftur í tæp 40 þús­und við 550 þús. kr. tekjur en síðan dregur saman með lín­unum á ný þannig að við 900 þús. kr. tekjur er mun­ur­inn óveru­leg­ur.

Samanburður á ráðstöfunarfé skv. núverandi kerfi og tillögum HA. (Graf: FB)Þegar bláa línan er skoðuð nánar er eft­ir­tekt­ar­verð­ast að ráð­stöf­un­ar­féð hækkar sára­lítið við það að tekj­urnar hækki úr 0 kr. í 200 þús­und á mán­uði. Fyrstu 100 þús­undin í tekjur auka ráð­stöf­un­ar­féð aðeins um 8 þús­und og næstu 100 þús­und auka það ekki nema um 20 þús­und til við­bót­ar!

Þarna eru nefni­lega að verki gíf­ur­lega háir jað­ar­skatt­ar, 92% - 80%, sem koma til vegna sam­an­lagðra áhrifa skatt­pró­sent­unnar og brattrar tekju­teng­ingar per­sónu­af­slátt­ar­ins. Fyrstu 100 þús. kr. tekj­urnar skerða per­sónu­af­slátt­inn um rúm­lega 50 þús­und; 50% af tekj­un­um, - og þegar sú skerð­ing leggst við 42% skatt­inn gerir það 92% jað­ar­skatt!

Þótt ekki kæmi annað til ættu þessi jað­ar­á­hrif hjá þeim tekju­lægstu að nægja til að setja til­lögur dr. HA strax út af borð­inu. Með þessu væri nán­ast búið að vekja upp aftur hina ill­ræmdu krónu móti krónu skerð­ingu, - hún væri bara ekki lengur inn­byggð í reglu­verk Trygg­ing­ar­stofn­un­ar, heldur hefði hún færst inn í skatt­kerf­ið. En þar fyrir utan verður það að telj­ast ákaf­lega óraunsæ hug­mynd að tekið verði upp fyrir eldri borg­ara sér­stakt skatt­kerfi, sem ætti nán­ast ekk­ert sam­eig­in­legt með skatt­kerfi ann­arra lands­manna og væri trú­lega ein­stakt á heims­vísu með þessum tekju­tengda per­sónu­af­slætti.

Tölulegur samanburður á lífeyriskerfi skv. tillögum dr. HA og núverandi kerfi (Tafla: FB)

Hvað er þá til ráða?

Horfast verður í augu við þær stað­reyndir að líf­eyr­is­mál­unum verður ekki komið í lag nema með auknu fjár­magni, og að tekju­teng­ingar hjá TR eru þegar komnar út fyrir öll vel­sæm­is­mörk og mega ekki aukast. Menn ættu því að hætta að eyða tíma og fyr­ir­höfn í að leita að töfra­lausnum með sjón­hverf­ingum eins og tekju­tengdum per­sónu­af­slætti, en vinda sér í stað­inn í það að hækka grunn­upp­hæð elli­líf­eyr­is­ins. Til dæmis úr núver­andi 240 þús­undum á mán­uði í 340 þús­und. Það er tæp­lega 42% hækkun og mætti koma í áföng­um. Í síð­ari áföngum yrði svo ráð­ist í að draga úr tekju­teng­ing­un­um.

Að óbreyttum skerð­ing­ar­reglum myndi þessi hækkun ganga til allra elli­líf­eyr­is­þega, en Nota Bene: Sem krónu­tala en ekki pró­senta. Eftir hækkun myndi elli­líf­eyr­ir­inn deyja út við 780 þús. kr. tekjur sem er rétt rúm­lega með­al­laun í land­inu. Aldr­aðir með tekjur rétt yfir með­al­launum eða meiri myndu því eftir sem áður ekki fá neinn elli­líf­eyri frá rík­inu. Það er nú allt og sumt og vitnar ekki um neina ofrausn.

Höf­undur er arki­tekt á eft­ir­laun­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar