Sýnir tillaga að friðun virkjanasvæða á Ófeigsfjarðarheiði boðleg vinnubrögð hjá opinberri stofnun?

Þorbergur Steinn Leifsson verkfræðingur hjá Verkís fjallar um tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands varðandi friðunarsvæði á Vestfjörðum.

Auglýsing

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands (NÍ) hafur lagt til að umhverfi Dranga­jök­uls auk virkj­ana­svæða Hvalár- og Aust­ur­gils­virkj­unar verði sett í svo­kall­aðan B-hluta nátt­úru­minja­skrár sem lýsir for­gangs­verk­efnum um frið­lýs­ingu svæða næstu fimm ár. Hægt er að sjá yfir­lit yfir öll svæðin á korta­sjá.

Ef svæðið „Dranga­jök­ull“ er valið í korta­sjánni má nálg­ast svo­kall­aða „Stað­reynda­síðu“ sem er rök­stuðn­ingur stofn­un­ar­innar fyrir til­lög­unni um að leggja til að svæðið verði frið­að.

Ljóst er hins­vegar að öll lýs­ingin og rök­stuðn­ingur með til­lög­unni á ein­göngu við nyrðri hluta svæð­is­ins þ.e.a.s. umhverfis Dranga­jökul suður að virkj­ana­svæð­un­um. Nyrðri hluti svæð­is­ins er reyndar sama svæði og Umhverf­is­stofnun hafði lagt til að yrði frið­lýst á árinu 2003 í Nátt­úru­vernd­ar­á­ætlun 2004–2008 sjá með­fylgj­andi mynd:

Tillaga að friðlýsingu

Auglýsing

Á mynd­inni eru suð­ur­mörk til­lögu að frið­un­ar­svæði við norð­ur­mörk virkj­ana­svæð­anna, norðan Skjald­fann­ar­dals og Eyvind­ar­fjarð­ar­ár. Í nýju til­lög­unni hefur virkj­ana­svæð­unum hins­vegar verið bætt við. Í rök­stuðn­ingi með til­lög­unni eru einu upp­gefnu heim­ild­irnar nýlegar skýrslur um Dranga­jökul og þ.e.a.s. dokt­ors­rit­gerð Skafta Brynj­ólfs­sonar og stórt rann­sókn­ar­verk­efni um veð­ur­far fyrri alda (sjö heim­ild­ir).

Nýja stækk­aða svæðið er samt nefnt „Dranga­jök­ull. Land­mótun jökla, forn­lofts­lag og umhverf­issaga.“

Í til­lög­unni seg­ir:

„For­sendur fyrir verndun -

Vís­inda­legt gildi er tals­vert eða mik­ið. Nokkrar nýlegar jarð­fræði­rann­sóknir frá svæð­inu benda til tals­verðs vís­inda­legs gildis svæð­is­ins, sér­stak­lega fyrir jökl­un­ar­sögu, forn­loft­lags­sögu og umhverf­is­sögu lands­ins. Óvenju margir vel varð­veittir fornir jök­ul­garðar finn­ast á lág­lendi í Grunna­vík­ur­hreppi. Gott aðgengi að mjög virku og nokkuð sér­stöku land­mót­un­ar­um­hverfi í Kalda­lóni, bein­tengt skrið­jökli í Kalda­lóni. Mikil víð­ern­is­upp­lifun og svæðið nær órask­að.“

Það verður öllum ljóst sem skoða rök­stuðn­ing­inn að hann á ein­göngu við nyrðri hlut­ann sem lagt var til að yrði frið­aður 2003. Virkj­ana­svæðin eru gjör­ó­lík nyðri hlut­anum umhverfis Dranga­jök­ul. Á virkj­ana­svæð­inu eru engir skrið­jöklar, engir jök­ul­garðar eða neinar jarð­mynd­anir eða jök­ul­minjar með sér­stakt vernd­ar­gildi. Hvergi þykkur jarð­vegur eða set, eða neitt af því sem lýst er í til­lög­unni að æski­legt sé að friða, og hvergi er minnst á fossa. Enda hafa tvær ramma­á­ætl­un­ar­efndir (2 og 3) á vegum opin­berra aðila kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að virkj­ana­svæðin henti vel til virkj­un­ar, frekar en vernd­ar.

Miklar umhverf­is­rann­sóknir voru gerðar á virkj­ana­svæð­unum á árunum 2015 til 2017, af fjölda rann­sókna­að­ila, vegna ramma­á­ætl­unar og mats á umhverf­is­á­hrif­um, t.d. forn­leifa­skrán­ing, fugla­líf, gróð­ur, og vatna­líf á vegum Nátt­úru­stofu Vest­fjarða og Nátt­úru­fræði­stofu Kópa­vogs. Engar af þeim fjöl­mörgu rann­sókna­skýrslum um syðra svæðið sem bætt er við, er getið í heim­ild­ar­skrá NÍ um þau gögn sem frið­unin byggir á. Nátt­úru­fræði­stofnun var umsagna­að­ili Skipu­lags­stofn­unar vegna umhverf­is­mats Hval­ár­virkj­unar og skil­aði umsögn dag­settri 12 ágúst 2016. Þar voru engar alvar­legar athuga­semdir gerðar við mat virkj­un­ar­að­il­ans um til­tölu­lega lítil umhverf­is­á­hrif virkj­un­ar­inn­ar, eða minnst á víð­tækar frið­un­ar­hug­mynd­ir, hvorki þar, í athuga­semdum við ramma­á­ætlin 3, á svip­uðum tíma eða við skipu­lags­breyt­ingar sem sveit­ar­fé­lagið hefur unnið að allt fram til dags­ins í dag.

Þó ótrú­legt sé lítur þetta þannig út að gripið hafi verið inn í á síð­ustu stundu og frið­un­ar­svæðið sem til­laga er gerð um stækkað þannig að það næði líka yfir virkj­ana­svæðið en ekki hafi unn­ist tími til að breyta texta til­lög­unnar nema á fáeinum stöð­um. Engin breyt­ing er gerð á meg­in­texta eða heim­ildum fyrr en kemur að und­ir­fyr­ir­sögn­inni „ógn­ir“ og þar búin til máls­grein með einni til­tölu­lega óskýrri setn­ingu:

„Mögu­leg virkjun Vatns­falla getur haft tals­verð áhrif á víð­erni og ásýnd svæðis auk þess að mögu­lega raska ákveðnum jarð­minj­u­m.“ (let­ur­breyt­ing höf­und­ar)

Það er ljóst að óháð því hvaða skoð­anir menn hafa á friðun virkj­ana­svæð­anna, þá verður að gera þá kröfu til opin­berrar stofn­unar að hún rök­styðji mál sitt þegar hún leggur til ger­breyt­ingu á fyrri ákvörðun stjórn­valda sem kann að leiða til millj­arða króna skaða­bótakrafna á hendur rík­is­ins, auk þess að setja mögu­lega fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu heils lands­hluta í orku og atvinnu­málum í upp­nám.

Í nátt­úr­vernd­ar­lögum segir að „ákvarð­anir stjórn­valda sem varða nátt­úr­una skulu eins og kostur er byggj­ast á vís­inda­legri þekk­ingu á vernd­ar­stöðu og stofn­stærð teg­unda, útbreiðslu og vernd­ar­stöðu vist­gerða og vist­kerfa og jarð­fræði lands­ins“. Hvað segir „fagráð nátt­úru­minja­skrár“ um vinnu­brögð NÍ, en fagráð­ið, sem í sitja 8 ein­stak­ling­ar, „skal vera NÍ til ráð­gjafar um gerð til­lögu um minjar á nátt­úru­minja­skrá“ ? Eru allir starfs­menn Nátt­úru­fræði­stofn­unar sáttir við vinnu­brögð sem líta svona út?

NÍ heyrir undir umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra sem er fyrrum fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. En Land­vernd nán­ast kynnti þessar til­lögur NÍ í fréttum áður en þeir sem unnið hafa að nýt­ingu svæð­is­ins vissu neitt af þeim. Ráð­herra hlýtur að telj­ast van­hæfur til að fjalla um þetta mál enda þegar búinn að lýsa því yfir í sjón­varps­fréttum (26. júní) að þessi til­laga sé byggð á nýj­ustu vís­inda­legum greinum um þetta svæði, þó honum mætti vera ljóst af grein­ar­heit­unum einum saman að allar þessar sjö greinar fjalla ein­göngu um Dranga­jökul og alnæsta nágrenni hans, en ekk­ert um virkj­ana­svæðið sem var til umræðu í við­tal­inu. Fáir myndu vænt­an­lega setja sig upp á móti frið­lýs­ingu svæð­is­ins umhverfis Dranga­jökul eins og það var skil­greint 2003, nema kannski land­eig­end­ur.

Það er grafal­var­legt mál þegar rík­is­stofnun setur fram til­lögu sem hefði mikil áhrif og kostnað í för með sér án þess að rök­styðja mál sitt með svo miklu sem einni setn­ingu. Þetta kallar á skýr­ingar og jafn­vel rann­sókn til að fá allar upp­lýs­ingar upp á borð­ið, um hvernig mik­il­væg mál geta fengið svona illa grund­aðan fram­gang í stjórn­kerf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar