Frelsið að vera sama

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fjallar um mikilvægi áframhaldandi mannréttindabaráttu.

Auglýsing

Það eru ekki allir svo lánsamir að geta sleppt því að fylgj­ast með frétt­um, að standa ekki stuggur af gangi heims­mála og að fara frá degi til dags án þess að finn­ast póli­tík koma sér við. Til­vera margra okkar er nefni­lega hápóli­tísk og ákvarð­anir stjórn­mála­manna hafa drastísk áhrif á líf okkar og rétt­indi.

Þau sem fædd­ust í öðru landi velta vöngum yfir því hvenær komið er að þeim að vera send úr landi. Þau sem eru fötluð ótt­ast í óvissu um hvort hægt verði að fá hjálp­ar­tæki og aðstoð. Þau sem búa við fátækt hafa áhyggjur af því hvort stjórn­völd taki upp enn fjand­sam­legri stefnu gegn fátæku fólki. Þau sem upp­lifa kyn sitt annað en þeim var úthlutað við fæð­ingu velta því fyrir sér hvort áfram verði hægt að treysta á nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mörg okkar ótt­ast upp­gang hat­urs og ofbeldis og blóð­ugan nið­ur­skurð stjórn­valda eins og gerst hefur í mörgum löndum í kringum okk­ur.

Auglýsing

Þing­manni nokkrum finnst „rétt­læt­is­ridd­ar­ar“, þau okkar sem berj­ast fyrir bættum heimi og auknum mann­rétt­ind­um, vera meiri ógn við lýð­ræðið en Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna. Maður sem rífur börn af for­eldrum sínum vegna þess að þau eru „ólög­leg“. Maður sem hefur stutt hópa sem ýta undir kyn­þátta­for­dóma, sem berj­ast gegn frelsi kvenna og hinsegin fólks. Maður sem skeytti því engu þó óeðli­leg afskipti hafi verið höfð af kosn­ing­unum sem komu honum í emb­ætti. Maður sem ítrekað hefur ráð­ist gegn frjálsri og fag­legri fjöl­miðl­un.

Að telja okkur sem brýnum raust okkar vera ógn við lýð­ræðið getur bara verið afstaða þeirra sem njóta for­rétt­inda í krafti efna­hags síns, húð­lit­ar, kyn­hneigðar og -gervis og lík­am­legrar getu. Þetta eru for­rétt­indi þeirra sem telja sig ekk­ert hafa að ótt­ast. Við hin vitum að það er Don­ald Trump sem er ógn við lýð­ræðið og allir hans fylg­is­menn og skoð­ana­bræður sem ýta undir hatur og ofbeldi.

Við höldum áfram að steita hnef­ann og krefj­ast þess að til­vera okk­ar, rétt­indi og þarfir séu teknar inn í mynd­ina við alla ákvarð­ana­töku. Þó ein­hver kunni að upp­nefna okkur og segja okkur ógn við lýð­ræðið þá höldum við áfram. Við höfum nefni­lega ekki frelsi til að vera sama.

Höf­undur er bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks og for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar