Frelsið að vera sama

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fjallar um mikilvægi áframhaldandi mannréttindabaráttu.

Auglýsing

Það eru ekki allir svo lánsamir að geta sleppt því að fylgj­ast með frétt­um, að standa ekki stuggur af gangi heims­mála og að fara frá degi til dags án þess að finn­ast póli­tík koma sér við. Til­vera margra okkar er nefni­lega hápóli­tísk og ákvarð­anir stjórn­mála­manna hafa drastísk áhrif á líf okkar og rétt­indi.

Þau sem fædd­ust í öðru landi velta vöngum yfir því hvenær komið er að þeim að vera send úr landi. Þau sem eru fötluð ótt­ast í óvissu um hvort hægt verði að fá hjálp­ar­tæki og aðstoð. Þau sem búa við fátækt hafa áhyggjur af því hvort stjórn­völd taki upp enn fjand­sam­legri stefnu gegn fátæku fólki. Þau sem upp­lifa kyn sitt annað en þeim var úthlutað við fæð­ingu velta því fyrir sér hvort áfram verði hægt að treysta á nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mörg okkar ótt­ast upp­gang hat­urs og ofbeldis og blóð­ugan nið­ur­skurð stjórn­valda eins og gerst hefur í mörgum löndum í kringum okk­ur.

Auglýsing

Þing­manni nokkrum finnst „rétt­læt­is­ridd­ar­ar“, þau okkar sem berj­ast fyrir bættum heimi og auknum mann­rétt­ind­um, vera meiri ógn við lýð­ræðið en Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna. Maður sem rífur börn af for­eldrum sínum vegna þess að þau eru „ólög­leg“. Maður sem hefur stutt hópa sem ýta undir kyn­þátta­for­dóma, sem berj­ast gegn frelsi kvenna og hinsegin fólks. Maður sem skeytti því engu þó óeðli­leg afskipti hafi verið höfð af kosn­ing­unum sem komu honum í emb­ætti. Maður sem ítrekað hefur ráð­ist gegn frjálsri og fag­legri fjöl­miðl­un.

Að telja okkur sem brýnum raust okkar vera ógn við lýð­ræðið getur bara verið afstaða þeirra sem njóta for­rétt­inda í krafti efna­hags síns, húð­lit­ar, kyn­hneigðar og -gervis og lík­am­legrar getu. Þetta eru for­rétt­indi þeirra sem telja sig ekk­ert hafa að ótt­ast. Við hin vitum að það er Don­ald Trump sem er ógn við lýð­ræðið og allir hans fylg­is­menn og skoð­ana­bræður sem ýta undir hatur og ofbeldi.

Við höldum áfram að steita hnef­ann og krefj­ast þess að til­vera okk­ar, rétt­indi og þarfir séu teknar inn í mynd­ina við alla ákvarð­ana­töku. Þó ein­hver kunni að upp­nefna okkur og segja okkur ógn við lýð­ræðið þá höldum við áfram. Við höfum nefni­lega ekki frelsi til að vera sama.

Höf­undur er bar­áttu­kona fyrir rétt­indum fatl­aðs fólks og for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Börkur Smári Kristinsson
Á ég að gera það?
Kjarninn 9. desember 2018
Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar
Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.
Kjarninn 9. desember 2018
Bjarni Jónsson
Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?
Leslistinn 9. desember 2018
„Þau sem stjórna þessu landi vilja taka sér langt og gott jólafrí“
Formaður Eflingar segir að tíminn til viðræðna um boðlega lausn á kjaradeilum hafi ekki verið vel nýttur undanfarin misseri. Hún telur íslenska verkalýðsbaráttu hafa verið staðnaða árum saman.
Kjarninn 9. desember 2018
Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu
Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.
Kjarninn 9. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
Kjarninn 9. desember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð
Kjarninn 9. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar