Osturinn sem olli loftslagsbreytingum

Snæbjörn Brynjarsson skrifar um osta og mjólkina sem er keypt þó enginn drekki hana.

Auglýsing

690 þús­und rúmmetr­ar.

630 milljón kíló.

Þetta gæti verið lýs­ing á stórri bygg­ingu. Bygg­ingu sem væri þre­föld Harpa, og því stærri en nokkur í Reykja­vík og þó víða væri leit­að. Þetta undur ver­aldar er þó ekki nein bygg­ing heldur öll sú umfram mjólk­ur­fram­leiðsla sem banda­ríska rík­is­stjórnin er að kaupa í ár. Ekki í neinum öðrum til­gangi en að tryggja að hægt sé að fram­leiða jafn­mikið af mjólk og ávallt.

Auglýsing

­Maður gæti spurt sig hvers vegna flokkur sem kennir sig við frjálsa verslun eins og repúblikanar standa í slíku. Svarið væri að þetta er bænda­flokk­ur, en það skýrir samt ekki af hverju demókratar gerðu slíkt hið sama. Af hverju t.d. Obama sam­þykkti að láta rík­is­sjóð kaupa hálfan millj­arð mjólk­ur­lítra árið 2016. Svarið er kannski að þannig hefur það alltaf ver­ið. Mjólkin skal flæða, jafn­vel þó hún flæði bara í ræs­in.

Mark­miðið er að sögn mark­aðs­stöð­ug­leiki. Svo að verðið á mjólk hrynji ekki og rísi heldur ekki of hátt. En þarna eins og víða ann­ars staðar er ekki verið að svara mest aðkallandi spurn­ingum dags­ins. Hvernig á t.d. að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ingum af manna og kúa völd­um? Naut­gripa­rækt er pláss­frek og skilur eftir sig gríð­ar­legt vist­spor sem ann­ars konar land­bún­aður gerir ekki. Er rétt­læt­an­legt á tímum þegar hita­stig jarðar hækkar ört að fram­leidd sé mjólk sem eng­inn drekk­ur?

Mjólk­ur­sala getur verið mis­góð eftir árum og ekki skap­ast alltaf jafnhá fjöll.

Þessi aðferð Banda­ríkja­manna er alls ekki eins­dæmi. Mjólk­ur­mark­að­ur­inn er nán­ast hvergi alfrjáls heldur bund­inn ákveðnu verð­lagi, kvótum og inn­gripum hjá hverri þjóð. Hér um bil allar mjókur­fram­leiðslu­þjóðir heims­ins stefna á útflutn­ing, en standa allar frammi fyrir sama vanda­máli ann­ars stað­ar. Í öllum hinum mjólk­ur­neyt­andi ríkj­unum er inn­lenda mjólk­ur­fram­leiðslan vernduð og mark­að­arnir ekki opn­ir.

Þetta kerfi leiðir oft að býsna gal­inni nið­ur­stöðu. Með þessum banda­rísku ostum væri hægt að byggja tvær, þrjár Hörpur en verður senni­lega ekk­ert gert. Á sama tíma er einum iðn­aði haldið uppi þannig að ekki skap­ist pláss fyrir aðra, sem hugs­an­lega væru vist­vænni og arð­bær­ari. Það er ekki sjálf­sagt á tímum þar sem lofts­lag jarðar er að taka stökk um nokkrar gráður að metanga­s-fram­leið­andi starf­semi sé haldið gang­andi á kostnað ann­ars konar land­bún­aðar og rækt­un­ar. Jafn­vel á svæðum sem henta engan veg­inn undir slíkt. Það hlýtur að vera hægt að nýta auð­lindir jarðar með ábyrg­ari hætti, sem væri bæði vist­vænn og neyt­enda­vænn. Sann­gjarn gagn­vart öllum hlið­um.

Í bók­inni Collapse eftir Jared Diamond skrifar banda­ríski vist­fræð­ing­ur­inn um sam­fé­lög sem þrjóskast við lifn­að­ar­hætti sem ljóst er að munu leiða til tor­tím­ingar þeirra. Hann vísar til ótal dæma frá miðam­er­íku, Páska­eyj­unum og Græn­landi þar sem ein­angruð sam­fé­lög með ofnýt­ingu á landi og skógum vegna mat­ar­venja sem ekki hent­uðu land­inu leiddu til hörm­unga. Græn­land er nær­tækt dæmi, þar þrjósk­uð­ust nor­rænir menn við naut­gripa­rækt á nyrsta hjara ver­aldar við upp­haf ör-ís­ald­ar. Diamond leiðir líkur að því að með því að ein­blína á fisk­veiðar og geita­rækt hefðu land­nemar á Græn­landi geta lifað til dags­ins í dag en þess í stað þurrk­uð­ust þeir út með mjólk­ur­kúnum sín­um. Þar sem við komum úr sama menn­ing­ar­heim náum við eflaust að skilja þrjósk­una, Íslend­ingar til forna vildu helst allt nema lepja dauð­ann úr skel.

Diamond lýkur bók sinni á varn­að­ar­orð­um, dæmin sem hann hefur tekið lýsa ein­angr­uðum heimum sem ofnýta auð­lindir sínar en núna er ver­öldin öll orðin ein eyja. Eyja sem fram­leiðir meira en hún nýtir af því hún hefur alltaf gert það og þrjóskast við að halda áfram upp­teknum hætti af því svona hefur það alltaf ver­ið. En í dag mun sú hegðun ekki leiða til hruns afmark­aðra útnára heldur stór­felldra hörm­unga fyrir mann­kynið allt. Við erum nú þegar far­inn að sjá fyrsta vís­inn af straumi lofts­lags­flótta­manna.

Í annarri og tals­vert þekkt­ari bók, Auð­legð þjóð­anna, eftir Adam Smith veltir fyrsti eig­in­legi hag­fræð­ing­ur­inn fyrir sér hvað geri eina þjóð auð­uga og aðra fátæka, hvernig stór­borgir eins og París tryggi sér nægi­legan mat og önnur hrá­efni til að virka og hvaða álykt­anir megi draga af því. Sú nið­ur­staða sem hann kemst að er að þjóðir heims­ins græði mest á að sér­hæfa sig í því sem þær eru góðar í og selja öðrum þær vör­ur. Þarna er grunn­ur­inn að ekki bara nútíma­hag­fræði lagður heldur jafn­vel versl­un­ar­net­inu sem hið frjáls­lynda alþjóða­skipu­lag byggir á. Það er með því að fylgja þessum ráðum sem smáar þjóðir geta orðið ríkar og keppt við hinar stærri.

Nú kynni ein­hver að spyrja hvort ekki sé líka tals­vert vist­spor í flutn­ingi á þjón­ustu og vörum milli landa. Svarið er hiklaust, já. Já, en mögu­lega er hægt að finna lausnir sem tryggja fram­tíðar vel­sæld okkar allra. Gætu bíla og skipa­flotar fram­tíð­ar­innar orðið raf­knún­ir? Mögu­lega. Til þess að þróa ný sam­göngu­kerfi þarf hins­vegar póli­tískan vilja og skiln­ing á því að við munum öll tapa miklu ef við gerum það ekki. Hinn kost­ur­inn er að smám saman ein­angr­ist þjóðir og það er sér­stak­lega slæm nið­ur­staða fyrir þær allraminnstu meðal þeirra.

Við myndum aldrei þrjóskast við að rækta kaffi og vín í gróð­ur­húsum á Íslandi. Rétt eins og á sömu átj­ándu öld og þegar Adam Smith var uppi munum við flytja það inn, og ef við búum hér enn í lok 21. aldar munum við von­andi hafa efni á að halda því áfram. Samt erum við á því mjólkur­ostar séu grunn­stoð í efna­hags­lífi okkar þótt allt bendi til að sú fram­leiðsla sé sóun á vinnu­afli, tíma og lík­ast til að skilja eftir sig stærra vist­spor en hún er virði. Á sama tíma virð­ist engum frum­kvöðli hafa dottið í hug að í landi þar sem milljón rollur ráfa um hálendið mætti nýta ær til að fram­leiða osta líkt og gert er í Frakk­landi. Það er af því okkar kerfi byggir á því að fram­leiða alltaf það sama, alltaf jafn­mikið óháð eft­ir­spurn, í stað þess að hvetja fólk til að spyrja sig: „Hvað vill fólk og hvað gæti ég orðið góður í?“

Fram­tíð­ar­kyn­slóðir munu klóra sér á koll­inum yfir land­bún­að­ar­kerfum nútím­ans. Af hverju létu Banda­ríkja­menn það við­gang­ast að hund­ruð millj­ónir lítra færu til spillis árlega á kostnað almenn­ings á meðan heil­brigð­is­þjón­usta handa sama almenn­ingi var ekki nið­ur­greidd? Af hverju vildu Íslend­ingar ekki bara leyfa öðrum þjóðum að fram­leiða handa sér ost í skiptum fyrir fisk og íslenskt hug­vit? Þessu munu kannski hag­fræð­ingar eins og Adam Smith og vist­fræð­ingar eins og Jared Diamond eiga erfitt með að svara. Mögu­lega er frekar þörf á sál­fræð­ing.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar