Hvernig á að lagfæra kjör aldraðra?

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerir grein fyrir tillögum sínum varðandi hvernig lagfæra eigi kjör aldraðra og setur fram vangaveltur um málið.

Auglýsing

Um síð­ustu helgi birt­ist í Kjarn­anum grein eftir Finn Birg­is­son um líf­eyr­is­mál aldr­aðra og var í henni varað við til­lögum sem ég hef sett fram. Ég hef hins vegar ekki gert opin­ber­lega grein fyrir til­lögum mínum á heild­stæðan hátt. Þá er það svo að við Finnur erum nokkuð sam­stíga í því hvað gera þarf eins og fram kemur í lok greinar hans – og skrifa ég það á óskýra tján­ingu mína að hann skuli ekki skilja hvað þessi sam­eig­in­legu mark­mið okkar þýða í raun þegar þau eru útfærð. Í stað þess að svara honum beint vil ég því nota tæki­færið og taka saman nokkur orð um til­lögu mína og setja fram vanga­veltur um mál­ið, sem ef til vill sýna að ég sit ekki á svikráðum við aldr­aða.

For­sendur lag­fær­inga á kjörum aldr­aðra

Hvað eiga eft­ir­laun að vera há? Þegar leitað er svara við þeirri spurn­ingu má hafa gögn OECD til við­mið­un­ar, en í þeim kemur fram að á árinu 2013 greiddi Ísland 5,45% af þjóð­ar­tekjum í eft­ir­laun, meðan með­al­tal OECD ríkj­anna var 8,2%. Nú er ekki gott að segja hvort hlut­fallið hefur hækkað hér á landi eða ekki síðan þá; eft­ir­laun hafa hækk­að, en það hafa þjóð­ar­tekjur líka. Ef talað er í krónum og aurum og hlut­föllin frá 2013 yfir­færð á 2017 þá voru með­al­eft­ir­laun hér á landi um 300 þús./mán., en OECD með­al­talið sam­svar­aði um 370 þús. (Hins vegar voru meðal heild­ar­tekjur aldr­aðra hér á landi vænt­an­lega hátt í 400 þús./mán., en heild­ar­tekjur er annað en eft­ir­laun).

Nú má deila um hvað aldr­aðir eiga að fá stóra sneið af þjóð­ar­kök­unni, en með­al­tal OECD ríkja virð­ist hátt við­mið í ljósi þess að þjóð­ar­tekjur á mann á Íslandi eru með því hæsta sem þekk­ist. Þannig gæti kaup­máttur með­al­tals­eft­ir­launa OECD ríkj­anna verið hærri hér en í þeim ríkjum sem greiða hæst hlut­fall af þjóð­ar­tekj­um, s.s. Grikk­land og Ítal­ía. Á hinum Norð­ur­lönd­unum eru með­al­eft­ir­laun oft­ast lægri en með­al­tal OECD. Hafa verður þó í huga að sparn­aður ein­stak­linga í þeim ríkjum er vænt­an­lega umtals­vert meiri en ger­ist hér. Sér­eigna­sparn­að­ur­inn er það nýtil­kom­inn hér á landi að hann er ekki far­inn að hafa umtals­verð áhrif.

Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­irnir eru smám saman að byggj­ast upp. Þeir höfðu að mark­miði frá 1990 að greiða 56% af með­al­tekjum meðan sjóðs­fé­lagi var á vinnu­mark­aði og að fullum rétt­indum væri náð eftir 40 ára greiðslur iðgjalda. Þeir fyrstu í þeim hópi sem fá 56% kom­ast á eft­ir­laun um 2030. Upp úr því er gert ráð fyrir að greiðslu­byrði rík­is­ins vegna aldr­aðra muni minnka. Ný mark­mið líf­eyr­is­sjóð­anna eru 76%, en þeir fyrstu kom­ast á þær líf­eyr­is­greiðslur 2058 og allir árið 2088. En hlut­verk rík­is­ins verður þó nokk­urt áfram, margir ávinna sér ekki rétt­indi eða lítil rétt­indi hjá líf­eyr­is­sjóð­um.

Á árinu 2017 var staðan sú að líf­eyr­is­sjóð­irnir greiddu að jafn­aði 172.300 kr./mán. eða sem nemur 26% af með­al­tals­launum á vinnu­mark­aði - sem þýðir svo tæp­lega 100 millj­arða alls á árinu 2018, svo því sé haldið til haga. Nýir eft­ir­launa­þegar eru jafnan með meiri rétt­indi en þeir sem falla frá þannig að þetta hlut­fall og þessi heild­ar­upp­hæð hækkar árlega. Trygg­inga­stofnun (TR) greiddi hins vegar um 130.000/mán. árið 2017 sem eru um 20% af með­al­launum á vinnu­mark­aði eða alls um 67 millj­arða og greiðir sam­kvæmt áætl­unum 73 millj­arða á yfir­stand­andi ári. Alls höfðu aldr­aðir því að með­al­tali um 46% af með­al­launum á mark­aði á árinu 2017.

Að öllu þessu sögðu er nið­ur­staðan sú að á þessu ári vanti um 30 millj­arða til þess að Ísland nái með­al­tals eft­ir­launum OECD ríkj­anna og sam­svarar það um 70 þús. kr. mán­að­ar­legri með­al­tals­hækkun á hvern og einn.

Áður en lengra er haldið skulum við muna að á árinu „græð­ir“ ríkið og sveit­ar­fé­lögin senni­lega á skiptum sínum við aldr­aða. Heild­ar­tekjur aldr­aðra má áætla 207,5 millj­arða. Af þeirri upp­hæð fara um 83 millj­arðar í tekju- og veltu­skatta meðan útgjöld TR eru um 73 millj­arð­ar. Mis­mun­ur­inn er 10 millj­arð­ar. Í þá tölu vantar fast­eigna­skatta og því má ætla að „gróði“ opin­berra aðila sé 10-15 millj­arð­ar. Þá er að vísu ótal­inn auk­inn kostn­aður rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna við félags- og heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir þennan hóp umfram aðra hópa, sem kemur til frá­dráttar í þessum útreikn­ingi.

Hver eru mark­mið­in?

Segjum svo að mark­miðin með bar­áttu aldr­aðra sé að ná með­al­tali OECD ríkj­anna. Hvaða leiðir á þá að fara? Hér eru 4 leiðir nefnd­ar, en þær eru fleiri.

a) Það er ódýr­ast fyrir ríkið að greiða háar upp­hæðir til tekju­hárra, slíkt dregur með­al­talið upp.

b) Það má dreifa þessum 30 millj­örðum sem til þarf jafnt á alla.

c) Það má láta greiðslur rík­is­ins fasast rólega út með hækk­uðum tekjum með áherslu á að milli­stéttin fái auk­inn hlut.

d) Það má taka út þá hópa sem þurfa sér­stak­lega á stuðn­ingi að halda. Þá mætti hafa sem und­ir­mark­mið að allir aldr­aðir kom­ist yfir fram­færslu­mark­mið vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins sem er um 335 þús./mán. með hús­næð­is­kostn­aði. Þá þurfum við að beina nýjum fjár­veit­ingum rík­is­ins til tveggja hópa:

  1. Þeirra sem eru á stríp­uðum elli­líf­eyri.

  2. Þeirra sem eru með undir 100 þús. í líf­eyr­is­greiðsl­ur.

Í þeirri vinnu sem nú er farin af stað á vegum nefndar hjá vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu er lögð áhersla á að tak­markað svig­rúm rík­is­ins verði nýtt til þess að ná mark­miðum sam­kvæmt d lið.

Er hægt að ná þessum mark­mið­um?

Mögu­legt er að ná mark­miðum a-c liðar hér að ofan í núver­andi reglu­kerfi. En ekki mark­miðum sam­kvæmt d lið. Þannig fer (i) hækk­aður per­sónu­af­sláttur upp allan tekju­stig­ann ef sú leið væri farin og mark­mið d liðar nást því ekki; (ii) hækkað frí­tekju­mark hefur ekki áhrif á kjör þeirra sem hafa undir 265 þús. kr. í tekjur og dreifir fjár­veit­ing­unni á milli­stétt­irnar og mark­mið d liðar nást ekki; (iii) lægra skerð­ing­ar­hlut­fall (að skerð­ingar fas­ist út á lengra tekju­bili) hefur sömu áhrif og (iv) lágt skatt­þrep gengur til allra aldr­aðra. Þannig nást mark­mið d liðar alls ekki í núver­andi kerfi eða með ein­földum breyt­ingum á því.

Sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er aðeins gert ráð fyrir 15 millj­arða við­bót til aldr­aðra á 5 næstu árum. Því verður með­al­tali OECD ríkj­anna ekki náð á þeim tíma. Því er nauð­syn­legt að for­gangs­raða – og eins og þegar er sagt er horft til mark­miða sam­kvæmt d lið.

Tím­inn er óvinur

Það er vissu­lega ekki álit­legt ef rík­is­stjórnin ætlar að ná því mark­miði að vera á með­al­tali OECD ríkj­anna í tveimur 5 ára áföngum sem hvor um sig eykur kostnað rík­is­ins um 15 millj­arða árlega – í lok hvors tíma­bils. Eftir 10 ár verður um helm­ingur þeirra sem nú eru aldr­aðir fallnir frá. Margir leggja áherslu á taf­ar­lausar aðgerð­ir.

Fleiri sjón­ar­mið

Oft heyrir maður að elli­líf­eyri eigi ekki að greiða hátekju­fólki. Enda þótt ljóst sé að það fólk hafi kannski greitt sam­fé­lag­inu meira á starfsævi sinni en aðrir – þá er erfitt að and­mæla þessu. En hver fram­kvæmir jöfn­uð­inn? Ég hef haldið því fram að hann eigi að fara fram í skatt­kerf­inu, en ekki í félags­mála­pökk­un­um. Aðrar þjóðir greiða öllum öldruðum fasta upp­hæð í elli­líf­eyri og það var gert hér þegar líf­eyr­is­kerf­inu var komið á. Æski­legt væri að TR greiddi öllum jafnt.

Stjórn­sýslu­leg sjón­ar­mið liggja til grund­vallar því að TR eigi ekki að gera skatta­upp­gjör við aldr­aða. Í vor var 24.840 skjól­stæð­ingum TR gert að greiða tæp­lega 4 millj­arða í skatta vegna oftek­ins líf­eyr­is, eða að jafn­aði 157 þús./­mann. Þetta skatta­upp­gjör TR er tví­verkn­aður í rík­is­kerf­inu og stækkar það umfram þörf. Það er nóg að Skatt­ur­inn geri skatta­upp­gjör. Þá er það ósagt hvað þessi end­ur­greiðsla er sárs­auka­full fyrir þá sem fyrir henni verða. Því vissu­lega er það svo að í kerf­inu er freistni­vandi, sem ekki er til staðar hjá Skatt­inum sem sam­keyrir ýmis kerfi og hefur allar upp­lýs­ingar við hend­ina, m.a. frá fjár­mála­stofn­un­um. Ef TR fer að sam­keyra gögn víðs­vegar frá þá eykst tví­verkn­að­ur­inn enn meira.

Tveir hópar eru með mestar tekjur allra aldr­aðra. Það eru þeir sem eru undir sjö­tugu og hafa launa­tekj­ur, um 4.000 manns og mikið minni hópur sem hefur miklar eigna­tekj­ur. Munum að aldr­aðir á Íslandi eru tæp­lega 44 þús. Enda þótt margir teldu órétt­látt að greiða þessum til­tölu­leg litlu hópum elli­líf­eyri myndi það ekki breyta miklu varð­andi útgjöld rík­is­ins í heild – og hann má síðan taka að hluta til til baka í skatt­kerf­inu. Aldr­aðir lækka að með­al­tali um helm­ing í tekjum þegar þeir verða 67 ára. Það er ekki lít­ið. Munum að um 70% aldr­aðra er með eft­ir­laun undir fram­færslu­mörk­um. Það er því fátækt en ekki ríki­dæmi sem ástæða er til þess að hafa áhyggjur af.

Annað sjón­ar­mið er að á yfir­stand­andi þenslu­tímum er aug­ljós­lega skyn­sam­legt að létta skerð­ingum af launa­tekjum til þess að fá aldr­aða á vinnu­mark­að­inn. Ef með­al­tekjur aldr­aðra hækka um 10 þús. kr./mán (frá um 50 þús. nú) eykur það tekjur opin­berra aðila (tekju­skatt og veltu­skatta) um nálægt 2 millj­arða umfram þau útgjöld sem af þessu leiða og er veld­is­vöxtur í auknum tekjum rík­is­ins með vax­andi vinnu­fram­lagi. Því er ástæða til þess fyrir ríkið að fella niður frí­tekju­mark og skerð­ingar af launa­tekjum nú þeg­ar.

En við flestar eða allar aðrar aðstæður en þenslu­á­stand og mann­eklu gilda þessar rök­semdir ekki – og í sam­drætti er vissu­lega mik­il­vægt að ungt fólk hafi atvinnu fram yfir gam­alt, enda er það að koma sér upp fjöl­skyldu og atvinnu­leysi meðal ungs fólks hefur mikið meiri félags­leg vanda­mál í för með sér en atvinnu­leysi aldr­aðra. Og fyrir fleiri en eina kyn­slóð íbúa og er þá átt við börn atvinnu­lausra. Í sam­drætti væri óeðli­legt að hafa hvata fyrir atvinnu­þátt­töku aldr­aðra. Sömu­leiðis er ekki endi­lega eðli­legt að opna á að fólk á átt­ræð­is­aldri vinni úti. Eftir því sem tækni­væð­ingin fækkar störfum lítur það verr út og for­gangs­raða þarf hverjir fá atvinnu. Munum líka að í nágranna­ríkj­unum fer fólk gjarnan á eft­ir­laun fyrr en hér.

Hvað er hægt að gera?

Ef ekki er hægt að breyta þeirri fjár­hæð sem fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar gerir ráð fyrir og ekki er hægt að ná því mark­miði að útrýma fátækt (mark­mið d liðar hér að ofan) þannig að eng­inn sé undir fram­færslu­mörkum - af því að reglu­verkið leyfir það ekki, - hefur samt ein glufa opn­ast. Hún er sú að fjár­mála­ráðu­neytið vinnur nú að breyt­ingum á skatt­kerf­inu. Þær geta opnað nýja mögu­leika til þess að ná til ólíkra mark­hópa með kerf­is­breyt­ing­um.

Ég hef sífellt orðið sann­færð­ari um að skatt­kerfið þarf að vera sveigj­an­legra; já, flókn­ara, en munum að það eru tölvur sem vinna flókna hlut­ann og það kostar ekk­ert til við­bótar að láta þær vinna. Almennt sjón­ar­mið stjórn­sýslu­fræð­ings er að yfir­leitt sé ekki raun­hæft að ein­falda reglu­verk í nútíma sam­fé­lög­um, en það má láta flækju­stigið hverfa fyrir ein­faldri not­enda­á­sjónu með því að tölvur vinni vinn­una. Í þessu efni er Skatt­ur­inn gott dæmi: aldrei hefur skattaum­hverfi verið flókn­ara en nú – en aldrei hefur verið auð­veld­ara að gera skatt­skil.

Mín til­laga er sú að skatt­kerfið byggi á (i) breyti­legum per­sónu­af­slætti eftir aðstæðum þjóð­fé­lags­hópa og ein­stak­linga og verði sami per­sónu­af­slátt­ur­inn til allra aldr­aðra; (ii) per­sónu­af­slátt­ur­inn verði fallandi með auknum tekjum og (iii) hann verði einnig greiddur út fyrir aldr­aða og mögu­lega fyrir aðra skjól­stæð­inga rík­is­ins. Þá er mik­il­vægt (iv) að taka upp stig­hækk­andi skatt­þrep, sér­stak­lega ef kerfið á að ná til ann­arra hópa. Með þessum verk­færum getur ríkið stýrt skatt­heimtu sinni mikið betur en áður - og meðal ann­ars greitt jafnt til allra úr félags­mála­pökkum sem veldur sparn­aði í eft­ir­liti félags­mála­stofn­ana, en tekið þá að ein­hverju leyti til baka í skatt­kerf­inu af þeim tekju­hærri. Þó væri æski­legt að vaxta­bætur og barna­bætur væru greiddar út með hækk­uðum per­sónu­af­slætti við­kom­andi til ákveð­ins ára­fjölda – það úti­lokar fátækt­ar­gildrur og að jað­ar­skattar fari upp í 60-80% hjá tekjulágum eins og nú er.

Ég tel að þær hug­myndir sem ég hef sett fram um skatt­kerfi fyrir aldr­aða ættu að koma til fram­kvæmda til reynslu og ef þær ganga vel gætu þær orðið hluti af almennri lausn. Til­laga mín bygg­ist á því að um eitt skatt­þrep verði að ræða. Það má hins vegar hugsa sér margar útgáfur af henni og fer það eftir því hvaða fókus menn hafa og hvaða árlegar fjár­veit­ingar unnið er með. Ef til­lagan yrði almenn lausn í sam­fé­lag­inu væri óhjá­kvæmi­legt að hafa stig­hækk­andi skatta einnig.

Hér á eftir er til­vitnun í bréf frá mér til for­manns þeirrar nefndar á vegum vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins sem fjallar um mál­efni aldr­aðra nú um stund­ir. Hún er lít­il­lega leið­rétt og ekki alveg orð­rétt alls stað­ar:

„Meg­in­ein­kenni nýja kerf­is­ins yrði að:

a) allir greiði sömu skatta­pró­sentu, sem hér í til­lög­unni er sett á 42% sem er uþb. miðja bils­ins milli núver­andi skatt­þrepa. 

b) Per­sónu­af­sláttur verði síðan hár, hér er miðað við 168 þús. kr. og verði fallandi með hækk­uðum tekj­u­m. 

c) Ég geri ekki ráð fyrir að per­sónu­af­sláttur verði mínustala, en það væri hægt og þá gæti skatta­hlut­fallið á þá tekju­hæstu farið upp fyrir 42%. Það má líka hugsa sér að nota stig­hækk­andi skatt­þrep eða hátekju­skatt í sama til­gang­i. 

d) Skatt­fénu verði end­ur­dreift til þeirra sem standa verst með því að end­ur­greiða þeim ónýttan per­sónu­af­slátt – og myndu 2 neðstu tekju­hóp­anir einkum njóta góðs af því: ann­ars vegar þeir sem eru á stríp­uðum elli­líf­eyri og hins vegar þeir sem eiga lít­inn líf­eyr­is­rétt (innan við 100 þús./mán.). 

e) Allir munu fá sömu upp­hæð elli­líf­eyr­is, sem verður lægri en verið hefur og er hér gert ráð fyrir 180 þús. kr. elli­líf­eyr­i. 

f) Trygg­inga­stofnun greiði elli­líf­eyri út, en safni ekki upp­lýs­ingum um tekjur aldr­aðra, hafi ekki eft­ir­lit með fjár­málum þeirra og geri ekki skatta­upp­gjör. 

g) Þetta þýðir að allar skerð­ingar eru úr sög­unni, aldr­aðir njóta launa­tekna, líf­eyris frá líf­eyr­is­sjóðum og eigna­tekna og fá þær tekjur beint í vas­ann og greiða af þeim öllum 42% skatt - og jöfn­uð­ur­inn er fluttur úr félaga­mála­pakk­anum til skatt­kerf­is­ins. 

h) Þetta þýðir jafn­framt að ekki er gert upp á milli tekna eftir upp­runa þeirra. 

i) Ekk­ert frí­tekju­mark er í nýju til­lög­unn­i. 

j) Hér er reiknað með að heim­il­is­upp­bótin sem þeir sem búa einir haldi sér óbreytt. 

k) En að vasa­pen­ingar til aldr­aðra á elli- og hjúkr­un­ar­heim­ilum tvö­fald­ist.

Mark­mið breyt­ing­ar­innar er að allir aldr­aðir hafi raun­tekjur sem eru yfir fram­færslu­við­miði félags­mála­ráðu­neyt­is­ins að við­bættum hús­næð­is­kostn­aði. Þar sem um ger­breytt kerfi er að ræða þurfa menn að vanda sig þegar greiðslur í því og núver­andi kerfi eru bornar sam­an. Í til­lögu minni er gert ráð fyrir því að sam­búð­ar­fólk sem er á stríp­uðum elli­líf­eyri fái sem nemur 347.449 í núver­andi kerfi í stað um 240.000 kr. nú. Tekjur þessa hóps eftir skatta eru í dag um 204 þús. kr. en yrðu sam­kvæmt til­lögu minni 272.400 kr.

Tafla 1: Áætluð útgjöld TR 2018. Tölur frá stofnuninni.

Tafla 2: Áætluð árleg útgjöld í nýju skattkerfi.

Hækk­unin milli kerfa verður tæpir 15 millj­arð­ar. Takið eftir að þeim sem njóta greiðslna TR fjölgar um mörg þús. manns. Það er vegna þess að allir aldr­aðir munu eiga rétt á elli­líf­eyri óháð tekj­um. Nokkur þús. manns hefur ekki gefið sig upp við TR í dag, hvað sem veld­ur. Hér er líka reiknað með að vasa­pen­ingar til þeirra sem eru á elli- og hjúkr­un­ar­heim­ilum tvö­fald­ist, en þeir munu vera um 68.500 kr. nún­a.“

Nokkrar talnaraðir sem sýna breyt­ing­una frá núver­andi kerfi til nýs skatt­kerf­is.

Breytingar frá núverandi kerfi til nýs skattkerfis.

Athuga­semdir í lokin

Margar ástæður liggja að baki því að heppi­legra er að greiða þeim hópi sem er á stríp­uðum elli­líf­eyri út ónýttan per­sónu­af­slátt í stað þess að hækka bæt­ur. Ein er sú að ekki gengur upp að greiða þeim 347 þús./mán. í núver­andi kerfi. Bæði vegna þess að það væri of dýrt eins og núver­andi kerfi er upp­byggt og hér hefur verið rakið og einnig vegna þess að það gæti valdið ólgu á vinnu­mark­aði að bætur verði hærri en lægstu laun.

Þar sem fók­us­inn er á tekju­lægstu hópana sam­kvæmt mark­miði d liðar hér á undan verða jað­ar­skattar háir á lægstu tekjum (yfir 80%) og fara lækk­andi með auknum tekj­um, en ekki hækk­andi eins og áður. Skattakúrfan fellur mjög bratt í fyrstu og nálg­ast fljótt að verða lárétt. Engu að síður jafn­gildir hækk­unin í til­lög­unni 107.400 kr. í núver­andi kerfi til þeirra sem eru á stríp­uðum elli­líf­eyri og búa í sam­búð; 65.204 til þeirra sem hafa 60 þús. kr. líf­eyr­is­tekjur og 45.237 til þeirra sem hafa 100 þús. kr. líf­eyr­is­tekj­ur. Síðan lækka þessar tölur hægt og bít­andi og sá sem hefur 1 milljón í mán­að­ar­tekjur hækkar um sem nemur 40 þús. kr. í núver­andi kerfi, enda þótt TR greiði honum 180 þús. eins og öðr­um. Þessum jað­ar­sköttum og skatt­kúrfu má síðan breyta ef auknar fjár­veit­ingar fást.

Ef aðrir 15 millj­arðar kæmu frá rík­inu tel ég mik­il­væg­ast að þeir renni til þeirra sem hafa til­tölu­lega lágar líf­eyr­is­greiðsl­ur, það sem kalla mætti lægri milli­stétt. Það eru mjög stórir hópar aldr­aðra og ekki síst stóru kvenna­stétt­irn­ar, kenn­arar og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, en einnig verka­fólk og versl­un­ar­menn. Þetta má orða þannig að ég teldi að jað­ar­skatt­ur­inn gæti þá orðið mikið lægri af lágum tekjum en hér er lagt til í fyrsta áfanga og skattakúrfan fallið hægt og síg­andi.

En munum að þessar til­lögur nýta 15 millj­arða aukn­ingu í útgjöldum rík­is­ins til aldr­aða þannig að allir fari yfir fram­færslu­við­mið. Það má rök­styðja að sé mik­il­væg­ast. Það má jafn­vel segja að með því sé fátækt útrýmt meðal aldr­aðra, eða amk. sár­ustu fátækt­inni. Þetta kerfi myndi henta mjög vel fyrir öryrkja líka.

Rétt er fyrir aldr­aða að veita stjórn­völdum þrýst­ing í mál­inu uns góð lausn er fund­in. Full þörf er á því að styrkja hag aldr­aðra mynd­ar­lega.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.

Nokkur atriði sem þeir þurfa að vita sem fjalla um málefni aldraðra

Um tekjur aldr­aðra: Elli­líf­eyrir er frá Trygg­inga­stofn­un. Líf­eyr­is­greiðslur eru frá líf­eyr­is­sjóð­um. Atvinnu­tekjur eru þriðji tekju­flokk­ur­inn og eigna­tekjur eða aðrar tekjur sá fjórði. Elli­líf­eyrir og líf­eyr­is­greiðslur sam­an­lagðar eru eft­ir­laun. Allar tekjur sam­an­lagðar eru síðan heild­ar­tekj­ur.

Hug­tök: Per­sónu­af­sláttur er skatta­af­sláttur á tekj­ur, ákveðin upp­hæð/mán. Frí­tekju­mark er óskert upp­hæð tekna, ann­arra en elli­líf­eyr­is. Þær eru þó skatt­lagð­ar. Skerð­ingar eru við­bót­ar­skattur sem leggst á tekjur yfir frí­tekju­marki og er dreg­inn af elli­líf­eyri og verður aldrei hærri en sem honum nem­ur. Skerð­inga­hlut­fall segir til um hvað skerð­ingar éta upp elli­líf­eyr­inn á löngu tekju­bili. Skattakúrfa er línu­legt yfir­lit yfir hlut­fall skatta af hækk­uðum tekj­um.

Skil­málar: Elli­líf­eyrir er nú 240 þús. kr./mán fyrir sam­búð­ar­fólk, sem yfir­gnæf­andi hluti aldr­aðra er, en 300 þús. kr. fyrir þá sem búa ein­ir. Per­sónu­af­sláttur er nú 53.895 kr. Almennt frí­tekju­mark er 25.000 kr., en auk þess er við­bót­ar­frí­tekju­mark ein­vörð­ungu fyrir atvinnu­tekjur að upp­hæð 100.000 kr. Skerð­ingar leggj­ast á tekjur umfram frí­tekju­mörk; almennt á yfir 265 þús. kr. fyrir sam­búð­ar­fólk og 325 þús. fyrir þann sem býr einn. Skerð­inga­hlut­fall er nú 45% sem þýðir að af hverjum 100 við­bót­ar­krónum sem aldr­aður hefur umfram frí­tekju­mörk drag­ast 45 frá elli­líf­eyri. Þetta þýðir að elli­líf­eyrir fellur niður við tekjur nálægt 558.000 kr. Síðan greið­ast skattar af þeim 55 kr. sem þá standa eftir af þessum 100. Ef skatt­þrepið er 36% er skatt­ur­inn 19.250 kr. og jað­ar­skatt­ur­inn (auk­inn skattur af auknum tekj­um) því ekki langt frá 64,25% á tekju­bil­inu 325-558 þús. fyrir sam­búð­ar­fólk. Skattakúrfa aldr­aðra rís hratt með hækk­uðum tekj­um, en er fallandi frá 558 þús. kr. Skatt­arnir eru því hæstir fyrir tekju­bilið 265-558 þús. kr., eins og hjá öðru lág­tekju­fólki, en það er tekju­bilið þar sem félags­mála­pakk­arnir fasast út.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar