Framtíðarbærni ferðamáta þarfnast stöðugrar endurskoðunar

Viðar Freyr Guðmundsson gerir athugasemdir við staðhæfingar borgarstjóra um samgöngumál og veltir fyrir sér framtíð samganga.

Auglýsing

Dagur B. borg­ar­stjóri rit­aði um Borg­ar­línu í viku­legt dreifi­bréf sitt nýver­ið. Þar fór hann fögrum orðum um Sam­göngu­stefnu rík­is­ins sem er í bígerð og taldi að Borg­ar­línan væri rétt handan við horn­ið. Það ætti bara eftir að leysa nokkur útfærslu­at­riði s.s. hver ætti að borga allt sam­an. En alveg óháð praktískum atriðum ákvað ég að gera athuga­semdir við eft­ir­far­andi í pistli borg­ar­stjór­ans.

„Í blað­inu í morgun sá ég að Íslend­ingar eru næst­mesta bíla­þjóð Evr­ópu, á eftir Lichten­stein. Þessu verðum við að breyta vegna þess að við viljum ekki sitja föst í umferð, við viljum ekki verja stærri hluta borg­ar­lands­ins undir bíla­stæði, það er holl­ara og betra fyrir alla ef fleiri fara um öðru­vísi en á bíl og loks er það betra fyrir loft­gæðin í borg­inni en nú þegar deyja sjö millj­ónir um allan heim á ári hverju vegna loft­meng­un­ar.“ - Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri.

Auglýsing

Ég hef nokkrar athuga­semdir við þær full­yrð­ingar sem þarna eru settar fram:

  1. „Ís­lend­ingar eru næst­mesta bíla­þjóð Evr­ópu, á eftir Lichten­stein. Þessu verðum við að breyta..“ Bíl­notkun eykst með meiri vel­meg­un, bæði milli landa og innan þeirra. Enda hefur bíla­eign per 1000 íbúa líka auk­ist í nærri öllum Evr­ópu­löndum að und­an­förnu. Er þetta eitt­hvað sem „við viljum breyta“? Er þetta eitt­hvað sem við getum breytt? Það virð­ist all­staðar vera meiri vilji til að fara um á einka­vögn­um. Enda hefur það ótví­ræða kosti í för með sér. Fólk kýs einka­bíl­inn á hverjum degi með lýð­ræð­is­legu vali.

  2. „við viljum ekki sitja föst í umferð“ All­staðar í heim­inum tekur lengri tíma að ferð­ast með almenn­ings­sam­göngum en á bíl. Umferð­ar­teppur á Íslandi eru minni­háttar miðað við vanda sem hefur verið leystur víða erlend­is. Kannski ef Dagur hefði ekki slegið öllum stærri vega­fram­kvæmdum á frest árið 2012 værum við ekki í eins miklum vanda í dag.

  3. „við viljum ekki verja stærri hluta borg­ar­lands­ins undir bíla­stæði“ Þetta eru stór orð, en inn­an­tóm. Innst inni vilja allir fá sitt stæði. Meira að segja Dagur B. Egg­erts­son, sem keypti hluta af lóð­inni við hlið­ina á hús­inu sínu undir bíla­stæði.

  4. „það er holl­ara og betra fyrir alla ef fleiri fara um öðru­vísi en á bíl“ Þetta er rangt. Margar rann­sóknir sýna að það er mikil lífs­kjara­skerð­ing að verja lengri tíma í sam­göngum. Það tekur víð­ast tvö­falt lengri tíma að fara með strætó heldur en á einka­bíl. Ein rann­sókn sýndi að 20 auka mín­útur af ferða­tíma á dag væri álíka nei­kvæð áhrif á ánægju fólks eins og 19% launa­lækkun. Það er ríf­lega tíma­mun­ur­inn milli ferða­máta hér í borg­inni. Skoð­ana­kann­anir sýna að það sem veldur mestu stressi hjá far­þegum eru: tafir á þjón­ustu, þrengsli innan um annað fólk og and­fé­lags­leg hegðun ann­ara far­þega.

  5. „loks er það betra fyrir loft­gæðin í borg­inni en nú þegar deyja sjö millj­ónir um allan heim á ári hverju vegna loft­meng­un­ar“ Sam­kvæmt Alþjóða heil­brigð­is­stofnun (WHO) er þessi tala reyndar 4,2 millj­ónir vegna loft­meng­unar utandyra. 3,8 millj­ónir til við­bóta deyja árlega vegna loft­meng­unar innan veggja heim­il­is, svo sem vegna elda­mennsku og hús­hit­un­ar. Raunar er mengun frá þessum fátæku heim­ilum líka stór orsök í mengun utandyra í fátæk­ari borg­um. En þar koma líka fleiri þættir til: mengun vegna van­bú­inna sorp­hauga, meng­andi stór­iðja, meng­andi raf­orku­fram­leiðsla ofl.  Að stilla því upp að bíla­um­ferð sé ráð­andi þáttur í þessum dauðs­föllum er hrein ósann­indi og van­þekk­ing á bágum kjörum flestra þeirra sem lét­ust. Flest af þessu fólki sem dó hafði ekki efni á að vera á bíl.

Stærstan hluta dauðsfalla vegna loftmengunar má rekja til aðstæðna sem þessa.

Tíma­sóun og óhag­ræði er meng­andi

Í vest­rænum sam­fé­lögum er bíll mikil lífs­kjara­bót sem sparar ein­stak­lingum dýr­mætan tíma. Sparn­aði á tíma fólks væri eins hægt að reikna til meng­unar því rann­sóknir sýna að með lengri ferða­tíma: verður heilsa fólks verri/fólk þarf meiri heil­brigð­is­þjón­ustu, borðar meira rusl­fæði, er með hærri BMI stuð­ul, hærri blóð­þrýst­ing, upp­lifir skerta lífs­á­nægju, stendur sig verr í námi, lendir í fleiri ill­deilum við annað fólk, er lík­legra til að geta illa sinnt fjöl­skyldu sinni.. svona mætti lengi telja.

Fjöldi rannsókna sýnir að aukið stress sem fylgir löngum daglegum ferðalögum ýtir undir óhollara mataræði.

Allir þessir stress þættir kalla á meiri neyslu og óhag­ræði í hag­kerf­inu sem skilar sér að end­ingu í meiri meng­un. Fólk sem er stressað og líður illa fram­leiðir ekki eins mikið miðað við hversu mikil neysla þeirra er. Það dettur frekar í skyndi­fæði og skyndi­lausnir til að fá hluta af tíma sínum til baka. Fólk sem er nýlega búið að kaupa sinn fyrsta bíl er búið að átta sig á hvernig lífs­gæðin batna til muna með því að fá tím­ann sinn til baka. Tím­inn er stærsti þátt­ur­inn í ferða­máta­vali fólks. Enda sýnir líka ferða­venjukönnun Gallup fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið að stærsta ástæðan fyrir því að fólk kýs aðra ferða­máta en strætó er að það er of tíma­frekt. Það dylst engum hversu mikil lífs­kjara­bót einka­bíll­inn er. Ekki einu sinni Degi B. Egg­erts­syni, sem fer allra sinna ferða á slíku tæki sjálf­ur. Vit­andi að tími er það mik­il­væg­asta sem við eig­um.

Stundum er þrengslum í almenningsvögnum lýst sem

Naum­hyggja og sjálfs­fyr­ir­litn­ing

Ef þeir sem vilja koma í veg fyrir aukna bíl­notkun á íslandi eru raun­veru­lega að því vegna áhyggja af lofts­lags­mál­um, sem mætti lesa úr orðum Dags B, en ekki þó gjörðum hans eða per­sónu­legri ábyrgð. Þá hef ég slæmar fréttir fyrir það fólk: Því hefur verið spáð að bíla­eign muni verða meira en 2 millj­arðar öku­tækja árið 2030. Þar af verði 56% öku­tækj­anna utan OECD landa sem verður tvö­földun á því hlut­falli síðan 2002. Við stefnum í að efna­hagur verður ekki lengur hindrun fyrir því að allir eign­ist bíl. Raunar er þessi þróun búin að vera mun hrað­ari en spáð hefur ver­ið. En það eru yfir 1,7 millj­arðar skráðra öku­tækja nú þegar. Jafn­vel þótt við næðum með þving­unar­úr­ræðum borg­ar­stjór­ans að fækka öku­tækjum um nokkur þús­und í Reykja­vík, þá er það ekki dropi í hið alþjóð­lega haf.

Konur í Sádí Arabíu fengu nýlega ökuréttindi. Það þótti mikið mannréttindamál að konur þar fengju frelsið sem fylgir því að fara um í einkavagni.

Bíll er svo mikil lífs­kjara­bót að það er alþjóð­leg og sammann­leg þróun að vilja eign­ast slíkt tæki. Nema hjá örfáum kver­úlöntum á. Það væri í sjálfu sér í lagi ef þessir ein­stak­lingar vildu aðeins tak­marka eigin bíl­notk­un, en ekki að koma í veg fyrir bíl­notkun ann­ara. Að ein­hverju leiti tel ég að hér sé um naum­hyggju að ræða. Það er sú hugsun að það sé dyggð fólgin í því að neita sér um hluti. Sem getur alveg verið rétt, en sú dyggð gildir ekki um að neita öðrum um hluti og þykj­ast vita betur hvað sé öðrum fyrir bestu. Það kall­ast vald­sýki og er ekki dyggðug frekar en annað ofbeldi.

Þarna kemur líka inn sjálfs­fyr­ir­litn­ing ákveð­inna hópa. Sem virð­ast líta á mann­skepn­una sem synd­uga og að það beri að refsa fólki og setja því höml­ur. Hug­mynda­fræðin gengur út á að umhverfið eigi alltaf að njóta vafans umfram vel­ferð fólks. Sumir ganga svo langt að lýsa mann­fólki sem “krabba­meini á plánet­unn­i”. Ég heyrði athygl­is­vert útvarps­við­tal við íslenskan leik­stjóra nýlega þar sem hann lýsti þess­ari sjálfs­fyr­ir­litn­ingu sem fylgir sumum umhverf­is­vernd­ar­sinn­um: hann sagð­ist ein­fald­lega ekki treysta sjálfum sér til að gera það sem væri umhverf­inu fyrir bestu. Þess vegna vildi hann að ríkið neyddi sig til þess.

Fram­tíð­ar­bærni upp­bygg­ingar

Eft­ir­spurnin er eftir meiri þæg­indum og meiri frí­tíma. Fyr­ir­séð er að almenn­ings­vagnar geta ekki keppt við einka­vagna hvað þetta varð­ar. Tækni­þróun í umferð­ar­mann­virkjum og sjálf­stýrðum vögnum mun auka bilið enn meira í ferða­tíma milli einka­vagna og almenn­ings­vagna og gera sífellt fleirum kleift að njóta þeirra þæg­inda. Vagnar sem koma eftir tíma­á­ætlun og færa far­þega ekki nema hluta úr leið­inni munu smám saman deyja út með meiri vel­megun og tækni­lausn­um.

Nú þegar eru bílar orðnir sjálfa­kandi. Þetta er ekki lengur vís­inda­skáld­skap­ur, heldur raun­veru­leiki. Það eina sem vantar til að við förum að sjá heilu borg­irnar með sjálfa­kandi bílum er að lögum og reglu­verki sé breytt til að leyfa þró­un­ina. En lög­gjaf­inn er smám saman að vinna að þessu marki. Til dæmis eru í dag 4 ríki Banda­ríkj­anna sem leyfa sjálfa­kandi bílum að aka, án öku­manns við stýrið(Kali­forn­ía, Arizona, Michigan og Ohi­o). 36 ríki til við­bótar leyfa sjálfakstur með öku­manni við stýrið, ásamt nokkrum ríkjum Evr­ópu. Það ætti að vera stefna stjórn­valda hér á Íslandi að und­ir­búa vega­kerfið til að mæta þörf sjálfa­kandi bíla. Þetta er ekki lengur spurn­ing um ‘hvort’ heldur ‘hvenær’ þeir verða almenn­ir. Í meg­in­at­riðum þýðir þetta: fleiri mis­læg gatna­mót og betri veg­merk­ing­ar. Þetta væru hvort sem er ráð­staf­anir sem myndu gagn­ast umferð­inni í dag. En við gætum kallað þessar ráð­staf­anir „fram­tíð­ar­bær­ar“, þ.e. að þær gagn­ast í nútím­anum en und­ir­búa um leið fram­tíð­ina (e. fut­ure proof­ing).

GM-Cruise-AV bifreiðin sem er væntanleg á markað 2019. Stýribúnaður og pedalar fylgja ekki með.

Veðjað á vit­lausan far­ar­skjóta

Ímynd­aðu þér ef bíll­inn þinn gæti skutlað þér og mak­anum í vinn­una, síðan börn­unum í skól­an. Síðan þess á milli gæti hann verið að skutla öðru fólki, skyld­mennum eða hlut­höfum í bíln­um, þangað sem það þarf að kom­ast. Eins og þinn eigin leigu­bíll eða einka­bíl­stjóri. Það verður óþarft að eiga sinn eigin bíl. Því það verður eng­inn vandi fyrir marga aðila að nýta sama öku­tæk­ið. Þá þarf heldur ekki að leggja bílnum fyrir framan vinnu­stað­inn, versl­un­ina eða aðra fjöl­farn­ari staði. Það sparar gríð­ar­legt pláss í bíla­stæð­um. Bíll­inn keyrir þig bara upp að dyrum þar sem þú þarft að kom­ast og fer svo af stað í næsta verk­efni, eða bíður á ein­hverjum afskekktum stað, eftir að þjón­ustu hans sé þarfn­ast.  Svona skutlu bílar þurfa heldur ekki endi­lega að vera fyrir marga far­þega. Í dag erum við bundin af því að kaupa bíl sem passar fyrir alla fjöl­skyld­una, til að vera búin undir þá nokkra daga á ári sem við þurfum stærri bíl. En flestar ferðir erum við etv. bara ein í bíln­um. Með sjálfa­kandi deili­bílum er hægt að vera á bíl sem hentar far­þega­fjölda hverju sinni. Þetta getur sparað gríð­ar­lega í orku og plássi á veg­um.

Hér sést hvernig nútíma sjálfakandi bíll skynjar umhverfi sitt. Bíllinn skynjar bæði gangandi og akandi vegfarendur og bregst við þeim hraðar en nokkur maður gæti gert.

Sú þróun sem mun eiga sér stað á næst­unni í einka­bílum er ekki nærri því öll fyr­ir­séð.  Ljóst er að fólk mun kjósa einka­vagna í fram­tíð­inni í rík­ari mæli en það gerir í dag. Snjallar lausnir munu enda gera fleirum kleift að ferð­ast um sömu göt­urnar með meira öryggi og skil­virkni en áður. Einka­vagnar munu smám saman verða jafn umhverf­is­vænir eins og almenn­ings­vagn­ar. Minni vagnar eru létt­ari og eyða þar með veld­is­minnk­andi minna af mal­biki. Þannig eru fleiri og minni vagnar orðnir umhverf­is­vænni en færri og þyngri. Því það stefnir í að einka­vagnar verði að megn­inu til raf­drifnir með end­ur­nýt­an­legri orku.

Snjallir bílar vita af hvorum öðrum og vita alltaf hvaða leið er best að fara miðað við umferð. Þeir vita alltaf hvar er laust stæði þegar þeir þurfa að leggja. Sem verður sjaldnar.

Til að taka þetta allt sam­an: Ætlum við að byggja upp sam­göngu­kerfið okkar á naum­hyggju og gam­al­dags lausnum sem fáir vilja nota nema vera þving­aðir til þess? Eða ætlum við að byggja upp sam­göngur eftir vilja og þörfum fólks með fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð í huga? Ég tel að ofur-fjár­fest­ingar í almenn­ings­vögnum og hatur við einka­bíl­inn sé ekki rétta leiðin áfram. Það verði hrein sóun á fé. Meðan upp­bygg­ing gatna­kerf­is­ins með auk­inni vand­virkni muni alltaf skila sér inn í fram­tíð­ina. Aukin þæg­indi sem spara fólki dýr­mætan tíma er leiðin áfram.

Það mun enginn velja yfirfullan strætó sem kemur þér aðeins hluta af leiðinni í staðinn fyrir sjálfakandi vagn með friðhelgi sem hegðar sér líkt og einkabílstjóri.

P.S. Viljir þú fræð­ast um hvernig spár um að ekki verði hægt að leysa umferð­ar­vanda án Borg­ar­línu eru rang­ar, þá er hér ítar­leg grein­ing á öllum þeim rang­indum sem hefur verið haldið fram varð­andi þá fram­tíð­ar­sýn.

https://m.face­book.com/­story.php?­story_f­bid=10156635022133593&id=657033592

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar