Geta „like“ breytt samfélaginu?

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, skrifar um verkalýðshreyfinguna sem hann telur of sundraða á meðan yfirstéttin leikur lausum hala.

Auglýsing

Það er í sjálfu sér ekki flókið að verða mikil umræðu­hetja þessa dag­ana – málið er að vera stór­yrtur og dóm­harður í garð allra stjórn­valda og allra þeirra sem með ein­hver völd og áhrif fara.  Menn geta síðan verið vissir um að því stór­yrt­ari sem færslan er og harð­ari – því fleiri verða læk og deil­ing­ar. Því miður stoppar bolt­inn oft þar.

Efna­hags­hrunið hratt af stað mik­illi orð­ræðu og segja má að allar stíflur hafi brost­ið. Það rann hratt upp fyrir fólki að við höfðum lifað í hálf­gerðum hlið­ar­veru­leika – þar sem ytri ásýnd var slétt og felld en undir niðri kraum­aði spill­ing og fals. Fólk sem áður hafði ekki verið áber­andi steig fram og fletti ofan af lygum og svikum og fólk sem áður hafði verið talið ábyrgt var skyndi­lega komið á saka­manna­bekki og upp­víst að stór­felldum blekk­ing­um. Nýjar dæg­ur­mála­hetjur urðu til.

Sú mikla ólga og óánægja sem kraumar í sam­fé­lag­inu og þá ekki síst meðal almenns launa­fólks í lægri launa­stigum og meðal þeirra sem eiga undir högg að sækja virð­ist ekki skila sér með afger­andi hætti þannig að nokk­urt stjórn­mála­afl fái slag­kraft.  Ólgan virð­ist aðal­lega vera með þeim hætti að fólk „lækar“ og deilir á face­book – og horfir svo á næsta þátt á Net­fl­ix. Fólk setur „eitr­aðar athuga­semd­ir“ við fréttir og fer svo á Ali­ex­press og pantar meira dót frá Kína.

Auglýsing

Kommentin og „læk­in“ flæða því um netið en það er nán­ast engin eft­ir­fylgni.  Fólk stofnar gras­rót­ar­sam­tök en þau klofna nán­ast jafn­harðan vegna inn­byrðis deilna því það sem sam­ein­aði fólk í upp­hafi var reiði en ekki hug­mynda­fræði­legur grunn­ur. Á meðan alþýða manna ekki nær að sam­ein­ast um fá og ein­föld grund­vall­ar­at­riði – leikur auð­stéttin lausum hala og stelur öllu sem ekki er nagl­fast.

ASÍ tók ekki for­ystu

Í októ­ber 2008 taldi ég að Alþýðu­sam­bandið ætti að taka for­ystu í þeim mót­mælum og aðgerðum sem þá spruttu upp úr gras­rót­inni.  Það sjón­ar­mið naut ekki mik­ils fylgis og því stóð verka­lýðs­hreyf­ingin nán­ast sem áhorf­andi á þessum mestu umrót­ar­tímum síð­ustu ára­tuga.  Ég tel að þar hafi hreyf­ingin orðið af miklu tæki­færi til að taka afger­andi for­ystu í sam­fé­lags­um­ræð­unni.

Alþýðu­sam­band Íslands á að sinna því hlut­verki að fóstra gras­rót­ar­um­ræð­una og koma í mál­efna­legan bún­ing og vinna henni fylgi. Við þurfum að tengj­ast þvert á flokka og þvert á félög og sam­bönd um þau grund­vall­ar­at­riði sem sam­eina okk­ur. Við þurfum síðan að beita því afli sem býr í hreyf­ing­unni til að koma því í fram­kvæmd sem við sam­ein­umst um.

Í okkar ranni er því miður of algengt að við eyðum meiri tíma í að leita uppi mál­efni sem geta sundrað okkur og leggj­umst síðan í blóðug bræðra­víg á meðan mál­efnin sem sam­eina okkur liggja mun­að­ar­laus og óbætt hjá garði.  Á meðan leikur yfir­stéttin lausum hala.

Sam­einuð getum við nán­ast hvað sem er – það sýnir sag­an. Verka­lýðs­hreyf­ingin býr yfir skipu­lag­inu, þekk­ing­unni og reynsl­unni sem þarf til að koma málum áfram. Við höfum tæki til að breyta „læk­um“ í virka bar­áttu.  Virkjum aflið.Þessi pist­ill er skrif­aður í til­efni þess að ég hef ákveðið að sækj­ast eftir emb­ætti for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands á kom­andi þingi sam­bands­ins. Ég hef því fengið fyr­ir­spurnir síð­ustu daga um hver áherslu­mál mín séu – og fyrir hvað ég standi.  Ég mun reyna að gera grein fyrir því á kom­andi vik­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar