Geta „like“ breytt samfélaginu?

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, skrifar um verkalýðshreyfinguna sem hann telur of sundraða á meðan yfirstéttin leikur lausum hala.

Auglýsing

Það er í sjálfu sér ekki flókið að verða mikil umræðu­hetja þessa dag­ana – málið er að vera stór­yrtur og dóm­harður í garð allra stjórn­valda og allra þeirra sem með ein­hver völd og áhrif fara.  Menn geta síðan verið vissir um að því stór­yrt­ari sem færslan er og harð­ari – því fleiri verða læk og deil­ing­ar. Því miður stoppar bolt­inn oft þar.

Efna­hags­hrunið hratt af stað mik­illi orð­ræðu og segja má að allar stíflur hafi brost­ið. Það rann hratt upp fyrir fólki að við höfðum lifað í hálf­gerðum hlið­ar­veru­leika – þar sem ytri ásýnd var slétt og felld en undir niðri kraum­aði spill­ing og fals. Fólk sem áður hafði ekki verið áber­andi steig fram og fletti ofan af lygum og svikum og fólk sem áður hafði verið talið ábyrgt var skyndi­lega komið á saka­manna­bekki og upp­víst að stór­felldum blekk­ing­um. Nýjar dæg­ur­mála­hetjur urðu til.

Sú mikla ólga og óánægja sem kraumar í sam­fé­lag­inu og þá ekki síst meðal almenns launa­fólks í lægri launa­stigum og meðal þeirra sem eiga undir högg að sækja virð­ist ekki skila sér með afger­andi hætti þannig að nokk­urt stjórn­mála­afl fái slag­kraft.  Ólgan virð­ist aðal­lega vera með þeim hætti að fólk „lækar“ og deilir á face­book – og horfir svo á næsta þátt á Net­fl­ix. Fólk setur „eitr­aðar athuga­semd­ir“ við fréttir og fer svo á Ali­ex­press og pantar meira dót frá Kína.

Auglýsing

Kommentin og „læk­in“ flæða því um netið en það er nán­ast engin eft­ir­fylgni.  Fólk stofnar gras­rót­ar­sam­tök en þau klofna nán­ast jafn­harðan vegna inn­byrðis deilna því það sem sam­ein­aði fólk í upp­hafi var reiði en ekki hug­mynda­fræði­legur grunn­ur. Á meðan alþýða manna ekki nær að sam­ein­ast um fá og ein­föld grund­vall­ar­at­riði – leikur auð­stéttin lausum hala og stelur öllu sem ekki er nagl­fast.

ASÍ tók ekki for­ystu

Í októ­ber 2008 taldi ég að Alþýðu­sam­bandið ætti að taka for­ystu í þeim mót­mælum og aðgerðum sem þá spruttu upp úr gras­rót­inni.  Það sjón­ar­mið naut ekki mik­ils fylgis og því stóð verka­lýðs­hreyf­ingin nán­ast sem áhorf­andi á þessum mestu umrót­ar­tímum síð­ustu ára­tuga.  Ég tel að þar hafi hreyf­ingin orðið af miklu tæki­færi til að taka afger­andi for­ystu í sam­fé­lags­um­ræð­unni.

Alþýðu­sam­band Íslands á að sinna því hlut­verki að fóstra gras­rót­ar­um­ræð­una og koma í mál­efna­legan bún­ing og vinna henni fylgi. Við þurfum að tengj­ast þvert á flokka og þvert á félög og sam­bönd um þau grund­vall­ar­at­riði sem sam­eina okk­ur. Við þurfum síðan að beita því afli sem býr í hreyf­ing­unni til að koma því í fram­kvæmd sem við sam­ein­umst um.

Í okkar ranni er því miður of algengt að við eyðum meiri tíma í að leita uppi mál­efni sem geta sundrað okkur og leggj­umst síðan í blóðug bræðra­víg á meðan mál­efnin sem sam­eina okkur liggja mun­að­ar­laus og óbætt hjá garði.  Á meðan leikur yfir­stéttin lausum hala.

Sam­einuð getum við nán­ast hvað sem er – það sýnir sag­an. Verka­lýðs­hreyf­ingin býr yfir skipu­lag­inu, þekk­ing­unni og reynsl­unni sem þarf til að koma málum áfram. Við höfum tæki til að breyta „læk­um“ í virka bar­áttu.  Virkjum aflið.



Þessi pist­ill er skrif­aður í til­efni þess að ég hef ákveðið að sækj­ast eftir emb­ætti for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands á kom­andi þingi sam­bands­ins. Ég hef því fengið fyr­ir­spurnir síð­ustu daga um hver áherslu­mál mín séu – og fyrir hvað ég standi.  Ég mun reyna að gera grein fyrir því á kom­andi vik­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar