Geta „like“ breytt samfélaginu?

Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, skrifar um verkalýðshreyfinguna sem hann telur of sundraða á meðan yfirstéttin leikur lausum hala.

Auglýsing

Það er í sjálfu sér ekki flókið að verða mikil umræðu­hetja þessa dag­ana – málið er að vera stór­yrtur og dóm­harður í garð allra stjórn­valda og allra þeirra sem með ein­hver völd og áhrif fara.  Menn geta síðan verið vissir um að því stór­yrt­ari sem færslan er og harð­ari – því fleiri verða læk og deil­ing­ar. Því miður stoppar bolt­inn oft þar.

Efna­hags­hrunið hratt af stað mik­illi orð­ræðu og segja má að allar stíflur hafi brost­ið. Það rann hratt upp fyrir fólki að við höfðum lifað í hálf­gerðum hlið­ar­veru­leika – þar sem ytri ásýnd var slétt og felld en undir niðri kraum­aði spill­ing og fals. Fólk sem áður hafði ekki verið áber­andi steig fram og fletti ofan af lygum og svikum og fólk sem áður hafði verið talið ábyrgt var skyndi­lega komið á saka­manna­bekki og upp­víst að stór­felldum blekk­ing­um. Nýjar dæg­ur­mála­hetjur urðu til.

Sú mikla ólga og óánægja sem kraumar í sam­fé­lag­inu og þá ekki síst meðal almenns launa­fólks í lægri launa­stigum og meðal þeirra sem eiga undir högg að sækja virð­ist ekki skila sér með afger­andi hætti þannig að nokk­urt stjórn­mála­afl fái slag­kraft.  Ólgan virð­ist aðal­lega vera með þeim hætti að fólk „lækar“ og deilir á face­book – og horfir svo á næsta þátt á Net­fl­ix. Fólk setur „eitr­aðar athuga­semd­ir“ við fréttir og fer svo á Ali­ex­press og pantar meira dót frá Kína.

Auglýsing

Kommentin og „læk­in“ flæða því um netið en það er nán­ast engin eft­ir­fylgni.  Fólk stofnar gras­rót­ar­sam­tök en þau klofna nán­ast jafn­harðan vegna inn­byrðis deilna því það sem sam­ein­aði fólk í upp­hafi var reiði en ekki hug­mynda­fræði­legur grunn­ur. Á meðan alþýða manna ekki nær að sam­ein­ast um fá og ein­föld grund­vall­ar­at­riði – leikur auð­stéttin lausum hala og stelur öllu sem ekki er nagl­fast.

ASÍ tók ekki for­ystu

Í októ­ber 2008 taldi ég að Alþýðu­sam­bandið ætti að taka for­ystu í þeim mót­mælum og aðgerðum sem þá spruttu upp úr gras­rót­inni.  Það sjón­ar­mið naut ekki mik­ils fylgis og því stóð verka­lýðs­hreyf­ingin nán­ast sem áhorf­andi á þessum mestu umrót­ar­tímum síð­ustu ára­tuga.  Ég tel að þar hafi hreyf­ingin orðið af miklu tæki­færi til að taka afger­andi for­ystu í sam­fé­lags­um­ræð­unni.

Alþýðu­sam­band Íslands á að sinna því hlut­verki að fóstra gras­rót­ar­um­ræð­una og koma í mál­efna­legan bún­ing og vinna henni fylgi. Við þurfum að tengj­ast þvert á flokka og þvert á félög og sam­bönd um þau grund­vall­ar­at­riði sem sam­eina okk­ur. Við þurfum síðan að beita því afli sem býr í hreyf­ing­unni til að koma því í fram­kvæmd sem við sam­ein­umst um.

Í okkar ranni er því miður of algengt að við eyðum meiri tíma í að leita uppi mál­efni sem geta sundrað okkur og leggj­umst síðan í blóðug bræðra­víg á meðan mál­efnin sem sam­eina okkur liggja mun­að­ar­laus og óbætt hjá garði.  Á meðan leikur yfir­stéttin lausum hala.

Sam­einuð getum við nán­ast hvað sem er – það sýnir sag­an. Verka­lýðs­hreyf­ingin býr yfir skipu­lag­inu, þekk­ing­unni og reynsl­unni sem þarf til að koma málum áfram. Við höfum tæki til að breyta „læk­um“ í virka bar­áttu.  Virkjum aflið.Þessi pist­ill er skrif­aður í til­efni þess að ég hef ákveðið að sækj­ast eftir emb­ætti for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands á kom­andi þingi sam­bands­ins. Ég hef því fengið fyr­ir­spurnir síð­ustu daga um hver áherslu­mál mín séu – og fyrir hvað ég standi.  Ég mun reyna að gera grein fyrir því á kom­andi vik­um.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar