Verkalýðshreyfingin dekur og spa fyrir stönduga millistétt

Katrín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur skrifar um orlofshús og niðurgreiðslur verkalýðshreyfingarinnar, sem hún segir að láglaunafólkið geti ekki nýtt sér og niðurgreiði þannig þjónustuna fyrir millistéttina.

Auglýsing

Orlofs­hús verka­lýðs­fé­lag­anna eru vin­sælust á þessum árs­tíma. Launa­fólk pantar sér bústaði með góðum fyr­ir­vara og getur oft­ast valið milli nokk­urra staða á land­inu. Hugs­unin er að hafa það huggu­legt, borða góðan mat, grilla og fara í heita pott­inn, slaka vel á og stunda áhuga­mál, kannski golf eða eitt­hvað. En þetta dekur og spa er ekki í boði fyrir lág­launa­fólkið í félög­un­um. Ekki vegna þess að það megi ekki sækja um, heldur vegna þess að það hefur ekki efni á því, alveg sama þótt orlofs­húsin séu nið­ur­greidd af verka­lýðs­fé­lög­un­um.

Algengt verð fyrir orlofs­hús á þessum tíma árs er á milli 20-35 þús­und fyrir vik­una. Það þarf bíl til að kom­ast á stað­inn. Rútur fara yfir­leitt ekki afleggjar­ana að þessum stöð­um. Þá þarf að kaupa bensín sem dugar báðar leiðir og kannski í ein­hverjar skoð­un­ar­ferðir um sveit­ina. Svo er það kjötið á grillið, allur mat­ur­inn og annað sem til­heyr­ir.

Lág­launa­fólkið í verka­lýðs­fé­lög­unum sem á ekki fyrir hús­leigu eða mat út mán­uð­inn getur ekki leyft sér þetta. Þetta er dekur og spa fyrir hinn stönduga hluta milli­stétt­ar­inn­ar. Lág­launa­mað­ur­inn borgar hins vegar stétt­ar­fé­lags­jöldin alveg eins og stöndugi milli­stétt­ar­mað­ur­inn. Það má því segja að lág­launa­menn í félög­unum séu að borga undir hina stönd­ugu milli­stétt þetta dekur og spa. Lág­launa­fólk borgar en hefur síðan ekki ráð á að nýta sér fríð­ind­in.

Auglýsing

Þetta er eins öfug­snúið og eitt má vera. Orlofs­húsin voru í upp­hafi einmitt hugsuð fyrir þá hópa í sam­fé­lag­inu sem minnst hafa, þannig að þeir gætu kom­ist eitt­hvað í frí. Þá voru verka­lýðs­fé­lögin yfir höfuð ekki stofnuð með það fyrir augum að styrkja stönduga milli­stétt­ar­hópa í dekur og spa.

Þegar Alþýðu­sam­band Íslands var stofnað ári 1916 þá var til­gang­ur­inn að koma á sam­starfi meðal íslenskra alþýðu­manna, sem reist væri á grund­velli jafn­að­ar­stefnu og miða að því að efla og bæta hag alþýð­unn­ar. En þetta hefur verk­lýðs­hreyf­ingin ekki gert á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Heldur þver­öf­ugt. Þegar samið hefur verið um launa­hækk­anir í kjara­samn­ingum þá hafa þeir sem bestu launin hafa, hin stönduga milli­stétt, fengið mestu hækkun vegna þess að samið er um pró­sentu­hækk­an­ir. Þá fær lág­launa­mað­ur­inn auð­vitað minnst. Ennþá eru sví­virði­lega lágar tölur í launa­töxtum verka­lýðs­fé­lag­anna og margir á lágum laun­um.

Tökum önnur dæmi um það sem er nið­ur­greitt af verka­lýðs­fé­lög­um. Sál­fræð­ing­ar, sjúkra­þjálf­ar­ar, kíróprakt­or­ar, heils­unudd, heilsu­efl­ing, félags­-eða fjöl­skyldu­ráð­gjöf og mark­þjálf­un. Öll þessi þjón­usta er fok­dýr þó hún sé nið­ur­greidd. Stöndugi milli­stétt­ar­mað­ur­inn sem vill laga and­lega eða lík­am­lega heilsu sína hefur lík­lega efni á að nýta sér alla þessa mögu­leika. Stöndugi milli­stétt­ar­mað­ur­inn sem kannski er orð­inn eitt­hvað átta­villtur í líf­inu getur lík­lega einnig leyft sér að kaupa nið­ur­greidda mark­þjálf­un.

En sá sem hefur kannski mesta þörf fyrir að nýta sér svona þjón­ustu t.d. vegna vinnu­á­lags, eilífs afkomu­ótta, kvíða og von­leysis hefur ekki efni þá því. Það er lág­launa­mað­ur­inn. Það er mað­ur­inn sem kvíðir því að geta ekki borgað húsa­leig­una, eiga ekki fyrir mat út mán­uð­inn, kom­ast ekki til læknis vegna pen­inga­leys­is. Og kvíðir fyrir því að geta ekki gefið börn­unum sínum það sem hin börnin fá. Hann borgar þó alltaf stétt­ar­fé­lags­gjöldin eins og stöndugi milli­stétt­ar­mað­ur­inn. Mun­ur­inn er bara sá að sá stöndugi getur nýtt sér þá pen­inga sem stétt­ar­fé­lagið setur í þessa þjón­ustu en lág­launa­mað­ur­inn ekki. Enn og aftur er lág­launa­mað­ur­inn að borga undir dekur og spa fyrir stönduga milli­stétt­ar­mann­inn. Aftur er öllu snúið á haus.

Verka­lýðs­hreyf­ingin missti alveg sjónar á til­gangi sínum fyrir ein­hverjum ára­tugum síð­an. Sem betur fer má segja að end­ur­reisn hreyf­ing­ar­innar sé hafin með nýrri stjórn í Efl­ingu og sam­starfi þess félags við Versl­un­ar­manna­fé­lag Reykja­vík­ur, Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness og Fram­sýn á Húsa­vík. Von­andi verður þetta til þess að verka­lýðs­hreyf­ingin á Íslandi finni aftur sinn rétta til­gang, að bæta kjör alþýð­unnar í land­inu þannig að allir geti lifað góðu lífi og með reisn.

Verka­lýðs­hreyf­ingin er mjög rík og miklu betur stæð heldur en flesta grun­ar. Það er til nóg að pen­ingum til að heyja kröft­uga bar­áttu fyrir bættum hag þeirra sem minnst hafa. Og bar­áttu fyrir stór­auknum rétt­indum launa­fólks í sam­skiptum við atvinnu­rek­endur á vinnu­mark­aði. Launa­fólk á að geta setið augliti til auglitis og með höf­uðið hátt á móti atvinnu­rek­anda sínum og samið um kaup og kjör á jafn­rétt­is­grunni. Samið um mann­sæm­andi laun, hluta í þeim arði sem fyrir vinn­una fæst og að starfs­fólk sitji í stjórnum fyr­ir­tækja. Það er kom­inn tími til að hætta að líta á það sem nátt­úru­lög­mál að atvinnu­rek­endur hafi yfir­burða­stöðu á vinnu­mark­aði. Án launa­fólks kemst atvinnu­rek­and­inn ekki lönd né strönd.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar