Verkalýðshreyfingin dekur og spa fyrir stönduga millistétt

Katrín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur skrifar um orlofshús og niðurgreiðslur verkalýðshreyfingarinnar, sem hún segir að láglaunafólkið geti ekki nýtt sér og niðurgreiði þannig þjónustuna fyrir millistéttina.

Auglýsing

Orlofs­hús verka­lýðs­fé­lag­anna eru vin­sælust á þessum árs­tíma. Launa­fólk pantar sér bústaði með góðum fyr­ir­vara og getur oft­ast valið milli nokk­urra staða á land­inu. Hugs­unin er að hafa það huggu­legt, borða góðan mat, grilla og fara í heita pott­inn, slaka vel á og stunda áhuga­mál, kannski golf eða eitt­hvað. En þetta dekur og spa er ekki í boði fyrir lág­launa­fólkið í félög­un­um. Ekki vegna þess að það megi ekki sækja um, heldur vegna þess að það hefur ekki efni á því, alveg sama þótt orlofs­húsin séu nið­ur­greidd af verka­lýðs­fé­lög­un­um.

Algengt verð fyrir orlofs­hús á þessum tíma árs er á milli 20-35 þús­und fyrir vik­una. Það þarf bíl til að kom­ast á stað­inn. Rútur fara yfir­leitt ekki afleggjar­ana að þessum stöð­um. Þá þarf að kaupa bensín sem dugar báðar leiðir og kannski í ein­hverjar skoð­un­ar­ferðir um sveit­ina. Svo er það kjötið á grillið, allur mat­ur­inn og annað sem til­heyr­ir.

Lág­launa­fólkið í verka­lýðs­fé­lög­unum sem á ekki fyrir hús­leigu eða mat út mán­uð­inn getur ekki leyft sér þetta. Þetta er dekur og spa fyrir hinn stönduga hluta milli­stétt­ar­inn­ar. Lág­launa­mað­ur­inn borgar hins vegar stétt­ar­fé­lags­jöldin alveg eins og stöndugi milli­stétt­ar­mað­ur­inn. Það má því segja að lág­launa­menn í félög­unum séu að borga undir hina stönd­ugu milli­stétt þetta dekur og spa. Lág­launa­fólk borgar en hefur síðan ekki ráð á að nýta sér fríð­ind­in.

Auglýsing

Þetta er eins öfug­snúið og eitt má vera. Orlofs­húsin voru í upp­hafi einmitt hugsuð fyrir þá hópa í sam­fé­lag­inu sem minnst hafa, þannig að þeir gætu kom­ist eitt­hvað í frí. Þá voru verka­lýðs­fé­lögin yfir höfuð ekki stofnuð með það fyrir augum að styrkja stönduga milli­stétt­ar­hópa í dekur og spa.

Þegar Alþýðu­sam­band Íslands var stofnað ári 1916 þá var til­gang­ur­inn að koma á sam­starfi meðal íslenskra alþýðu­manna, sem reist væri á grund­velli jafn­að­ar­stefnu og miða að því að efla og bæta hag alþýð­unn­ar. En þetta hefur verk­lýðs­hreyf­ingin ekki gert á und­an­förnum árum og ára­tug­um. Heldur þver­öf­ugt. Þegar samið hefur verið um launa­hækk­anir í kjara­samn­ingum þá hafa þeir sem bestu launin hafa, hin stönduga milli­stétt, fengið mestu hækkun vegna þess að samið er um pró­sentu­hækk­an­ir. Þá fær lág­launa­mað­ur­inn auð­vitað minnst. Ennþá eru sví­virði­lega lágar tölur í launa­töxtum verka­lýðs­fé­lag­anna og margir á lágum laun­um.

Tökum önnur dæmi um það sem er nið­ur­greitt af verka­lýðs­fé­lög­um. Sál­fræð­ing­ar, sjúkra­þjálf­ar­ar, kíróprakt­or­ar, heils­unudd, heilsu­efl­ing, félags­-eða fjöl­skyldu­ráð­gjöf og mark­þjálf­un. Öll þessi þjón­usta er fok­dýr þó hún sé nið­ur­greidd. Stöndugi milli­stétt­ar­mað­ur­inn sem vill laga and­lega eða lík­am­lega heilsu sína hefur lík­lega efni á að nýta sér alla þessa mögu­leika. Stöndugi milli­stétt­ar­mað­ur­inn sem kannski er orð­inn eitt­hvað átta­villtur í líf­inu getur lík­lega einnig leyft sér að kaupa nið­ur­greidda mark­þjálf­un.

En sá sem hefur kannski mesta þörf fyrir að nýta sér svona þjón­ustu t.d. vegna vinnu­á­lags, eilífs afkomu­ótta, kvíða og von­leysis hefur ekki efni þá því. Það er lág­launa­mað­ur­inn. Það er mað­ur­inn sem kvíðir því að geta ekki borgað húsa­leig­una, eiga ekki fyrir mat út mán­uð­inn, kom­ast ekki til læknis vegna pen­inga­leys­is. Og kvíðir fyrir því að geta ekki gefið börn­unum sínum það sem hin börnin fá. Hann borgar þó alltaf stétt­ar­fé­lags­gjöldin eins og stöndugi milli­stétt­ar­mað­ur­inn. Mun­ur­inn er bara sá að sá stöndugi getur nýtt sér þá pen­inga sem stétt­ar­fé­lagið setur í þessa þjón­ustu en lág­launa­mað­ur­inn ekki. Enn og aftur er lág­launa­mað­ur­inn að borga undir dekur og spa fyrir stönduga milli­stétt­ar­mann­inn. Aftur er öllu snúið á haus.

Verka­lýðs­hreyf­ingin missti alveg sjónar á til­gangi sínum fyrir ein­hverjum ára­tugum síð­an. Sem betur fer má segja að end­ur­reisn hreyf­ing­ar­innar sé hafin með nýrri stjórn í Efl­ingu og sam­starfi þess félags við Versl­un­ar­manna­fé­lag Reykja­vík­ur, Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness og Fram­sýn á Húsa­vík. Von­andi verður þetta til þess að verka­lýðs­hreyf­ingin á Íslandi finni aftur sinn rétta til­gang, að bæta kjör alþýð­unnar í land­inu þannig að allir geti lifað góðu lífi og með reisn.

Verka­lýðs­hreyf­ingin er mjög rík og miklu betur stæð heldur en flesta grun­ar. Það er til nóg að pen­ingum til að heyja kröft­uga bar­áttu fyrir bættum hag þeirra sem minnst hafa. Og bar­áttu fyrir stór­auknum rétt­indum launa­fólks í sam­skiptum við atvinnu­rek­endur á vinnu­mark­aði. Launa­fólk á að geta setið augliti til auglitis og með höf­uðið hátt á móti atvinnu­rek­anda sínum og samið um kaup og kjör á jafn­rétt­is­grunni. Samið um mann­sæm­andi laun, hluta í þeim arði sem fyrir vinn­una fæst og að starfs­fólk sitji í stjórnum fyr­ir­tækja. Það er kom­inn tími til að hætta að líta á það sem nátt­úru­lög­mál að atvinnu­rek­endur hafi yfir­burða­stöðu á vinnu­mark­aði. Án launa­fólks kemst atvinnu­rek­and­inn ekki lönd né strönd.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ingur og MA í atvinnu­lífs­fræðum frá Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar