Í hvaða iðnbyltingu erum við eiginlega?

Smári McCarthy þingmaður Pírata skrifar um framtíðina, stórar samfélagsbreytingar sem enginn ætti að láta koma sér á óvart og hvernig best sé að takast á við þær.

Auglýsing

Almenn umræða um fram­tíð­ar­fræði und­an­farin ár hefur lit­ast mikið af bók eftir Klaus Schwab, stofn­anda World Economic For­um, um fjórðu iðn­bylt­ing­una. Bókin er á margan hátt ágæt og dregur athygli leik­manna að gríð­ar­legum sam­fé­lags­breyt­ingum sem eru í far­vatn­inu, en á sama tíma líður hún fyrir tak­mark­aða sögurýni.

Schwab hefur full­yrt að hraði yfir­stand­andi tækni­þró­unar eigi sér enga sögu­lega hlið­stæðu. Þessi dramat­íska full­yrð­ing sýnir fyrst og fremst van­þekk­ingu á mann­kyns­sög­unni. Í Japan þró­að­ist sam­fé­lagið úr léns­skipu­lagi með sam­úræjum yfir í að vera fyrsta fórn­ar­lamb kjarn­orku­árásar á einni lífs­tíð. Örar breyt­ingar eru alltaf að ger­ast, en við kunnum sjaldn­ast að meta þær að verð­leik­um.

Sam­kvæmt lík­ani Schwabs ein­kenn­ast iðn­bylt­ing­arnar fjórar af bylt­ingu vél­væð­ing­ar, bylt­ingu í fjölda­fram­leiðslu-, raf­mögnun og fjar­skipt­um, bylt­ingu í staf­rænum sam­skipt­um, og loks hinni fálm­kenndu fjórðu iðbylt­ingu, sem á að byggj­ast á gervi­greind, fram­förum í líf­tækni, sjálf­virkni­væð­ingu, þrí­vídd­ar­prentun og ýmsu öðru.

Auglýsing

Einn gall­inn við þessa grein­ingu er að hún horfir fram­hjá því hvernig fram­farir í efna­fræði og efn­is­fræði hafa legið til grund­vallar síð­ari bylt­ing­um, og hundsar stór­kost­lega bylt­ingu í kjöl­far seinni heim­styrj­aldar sem gaf af sér plast, hálf­leið­ara, ótal efna­ferli og gríð­ar­legt úrval af málm­blönd­um, svo eitt­hvað sé nefnt. Sam­kvæmt því er næsta umferð í það minnsta fimmta iðn­bylt­ing­in.

En þetta er kannski ekki aðal­at­rið­ið. Vand­inn við öll svona grein­ing­ar­líkön er að þau sýna fólki skýra mynd af óskýrum veru­leika. George Box orð­aði það þannig að „öll líkön eru röng, en sum líkön eru gagn­leg.“ Og því verðum við að spyrja okkur hvort fjög­urra iðn­bylt­inga líkan Schwabs sé í raun gagn­legt.

Til að líkan telj­ist gagn­legt er lík­lega ágætis grunn­regla að líkanið segi okkur eitt­hvað sem var ekki aug­ljóst, að það hjálpi okkur að skilja hvað muni ger­ast næst, og að það gefi ekki vill­andi hug­myndir um stöðu mála. Skoðum grein­ing­ar­líkan fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar (4IR) til að meta hvort það upp­fylli þessi skil­yrði.

Eðli veld­is­vaxtar

Áður en hægt er að kanna þessi atriði þurfum við að gera okkur grein fyrir því hlut­verki sem veld­is­vöxtur spil­ar, og hvernig hann virkar í praxís. Schwab sneiðir frekar hratt hjá þessu umræðu­efni í bók sinni, í örkafla um ofur­hneigðir (e. megatrends) ─ stór­virkum áhrifum sem birt­ast á löngum tíma.

Fræg saga segir frá manni sem vann Ind­landskeis­ara mik­inn greiða, og bauð keis­ar­inn honum að nefna sín verð­laun. Hann svar­aði að hann vildi að keis­ar­inn setti eitt hrís­grjón á fyrsta reit tafl­borðs, tvö á það næsta, fjögur á það þarnæsta, og þannig koll af kolli út tafl­borðið þannig að tvö­faldað væri í hvert sinn, og að þessi hrís­grjón yrðu verð­laun­in. Keis­ar­inn gat varla ímyndað sér það hve ræki­lega hann væri að fara að fara á haus­inn með því að sam­þykkja verð­laun­in. Reit­irnir á tafl­borði eru 64 tals­ins, en strax á 8. reit væru hrís­grjónin orðin 256 tals­ins, á 16. reit 65.536, og á 32. reit væru þau orðin rúm­lega fjórir millj­arð­ar. Grjónin á síð­asta reitnum yrðu fleiri en sand­kornin á öllum ströndum jarð­ar.

Að skilja veld­is­vöxt er lyk­ill­inn að því að skilja fram­tíð­ina. Eitt best heppn­aða spálíkan síð­ustu 50 ára er Lög­mál Moor­es, sem spáði árið 1965 að fjöldi smára á örflögu myndi tvö­fald­ast á átján mán­aða fresti. Á þeim tíma voru smárar á hverri örflögu aðeins örfá­ir, en núna skipta þeir vit­an­lega millj­örð­um, rétt eins og hrís­grjónin á 36. reit tafl­borðs­ins. Reikni­geta nútíma­tölva er afleið­ing af því, og nær allar afleið­ingar fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar eru bók­staf­lega byggðir á þeirri reikni­getu.

Það sem gerir veld­is­vöxt erf­iðan er að mann­fólk hefur enga getu til að skynja slík áhrif. Líf okkar og upp­lifun okkar á tíma eru línu­leg, sem og flest ferli sem við búum við. Það eru nokkur veld­is­vaxt­ar­ferli sem við þekkjum mjög vel, svo sem þroski fóstra frá einni frumu í heil­steypta mann­eskju á afar stuttum tíma.

Nokkur dæmi um ferli sem þenj­ast nú út með veld­is­vexti eru, auk lög­máls Moores (sem ýmsir hafa spáð að fari nú að hægja á sér af ýmsum ástæðum sem verður ekki farið út í hér): fram­leiðsla sól­ar­orkupan­ela, orku­þétt­leiki raf­hlaðna og fram­leiðsla þeirra, útbreiðsla nets­ins, útbreiðsla nettengdra heim­il­is­tækja, reikni­geta gervi­greind­ar, og fleira. Í raun­inni hér um bil allt það sem liggur til grund­vallar hug­myndum Schwabs um 4IR.

Segir 4IR okkur eitt­hvað nýtt?

Sam­kvæmt lík­ani Schwabs, sem kalla má 4IR, mun fjórða iðn­bylt­ingin fela í sér miklar fram­farir í vél­menn­um, gervi­greind, nanó­tækni, skammta­tölv­um, líf­tækni, „inter­neti hlut­anna“, þrí­vídd­ar­prentun og sjálf­keyr­andi bíl­um. Flestu af þessu hefur verið spáð lengi.

Gervi­greind hefur verið við­fangs­efni fræði­manna frá tíma Dar­t­mouth ráð­stefn­unnar 1956, en fyrst og fremst vant­aði nægj­an­legt reikni­afl til að það yrði raun­hæft að nýta það í veru­legum mæli. Þró­unin hefur verið stöðug og fyr­ir­sjá­an­leg, en vissu­lega hefur hún fylgt veld­is­vexti.

Hug­myndir okkar um vél­menni hafa því miður lit­ast af rang­hug­myndum um að vélar þurfi að verða mann­legri til að geta unnið fleiri verk. Við miklum oft fyrir okkur ímynd manns­ins, sem villir okkur sýn gagn­vart þeim mikla fjölda þjarka ─ þ.e., vél­menna sem ekki eru byggð í mann­legri mynd ─ sem allir umgang­ast dags­dag­lega, hvort sem það eru umferð­ar­ljós, upp­þvotta­vél­ar, bílar, sjálf­stýr­andi ryksug­ur, fram­leiðslu­lína í verk­smiðj­um, eða far­símar sem geta leyst úr flóknum vanda­málum með radd­skip­an­ir. Þróun allra þess­arra og fleiri eig­in­leika hefur fylgt veld­is­vexti.

Þróun nanó­tækni hefur tekið miklum stökk­um, en líkt og með gervi­greind er það rúm­lega hálfrar aldar gömul hug­mynd. Eðl­is­fræð­ing­ur­inn Ric­hard Feyn­man lagði grunn­inn að nanó­tækni upp úr 1950, en hug­takið nanó­tækni kom fram nokkrum ára­tugum síðar sam­hliða þróun fyrstu smá­sjánna sem gátu greint efni á nanóskala og síð­ari upp­götvun Full­er­ene-efna, sem opn­uðu á rann­sóknir á ýmis­konar öðrum formum kolefn­is­grinda. Þessi hæga þróun í upp­hafi byggð­ist smám saman upp á það stig sem við erum núna á, þar sem nanó­tækni er orðin svo hvers­dags­leg að við tökum varla eftir henni, þótt hún sé alls­staðar í kringum okk­ur.

Það má halda svona áfram í gegnum allar full­yrð­ingar Schwabs. Sam­eig­in­legi þráð­ur­inn er blanda af veld­is­vexti og van­skiln­ingi fólks á hve hratt áhrifa hans gæt­ir. Örsmá skref fyrir mörgum ára­tugum opn­uðu hug­mynda­fræði­lega á ferli þró­unar sem hefur vaxið smám sam­an, eins og gengið sé eftir reitum tafl­borðs með sífellt fleiri hrís­grjón­um, þar til að við komum að nútím­anum þar sem allt er að verða vit­laust.

Því vil ég meina að 4IR líkanið segir okkur ekk­ert nýtt nema að við séum ýmist ólæs á veld­is­vöxt, eða höfum hundsað áhrifin mjög lengi. Hvort heldur sem er, þá er ljóst að skiln­ingur á veld­is­vexti út af fyrir sig er nóg, og 4IR í besta falli ein­földun á þeim skiln­ingi fyrir leik­menn.

Hjálpar 4IR okkur að skilja hvað muni ger­ast næst?

Að spá með ein­hverjum hætti fyrir um fram­tíð­ina er erfitt. Á hverjum degi geta gerst ólík­legir en afdrifa­ríkir atburðir og sam­an­safn atburða getur dregið ann­ars fyr­ir­sjá­an­lega þróun út á villi­göt­ur. Hins vegar eru ýmis ferli sem eru mjög fyr­ir­sjá­an­leg. Þegar Gor­don Moore spáði því að fjöldi smára í örflögum myndi tvö­fald­ast á 18 mán­aða fresti, þá var hann búinn að horfa á þá þróun í ein­hvern tíma, og gaf sér það að það væri engin ástæða til að þeirri þróun myndi linna nema, hugs­an­lega, að menn færu að reka sig upp undir ein­hvers­konar eðl­is­fræði­leg mörk.

Spá­gildi 4IR er tak­mark­að. Fyrst og fremst spáir það því að sú þróun sem hefur nú þegar staðið yfir jafn­vel í marga ára­tugi, muni halda áfram. Spá­gildi skiln­ings á veld­is­vexti dugar til að skila sömu nið­ur­stöðu. Það sem er þó ágætt við grein­ingu Schwabs er að hann skoðar ýmis­konar afleið­ingar þeirrar þró­unar sem er í gangi. Tíma­tak­mörkin á því liggja ekki mjög langt inni í fram­tíð­inn­ni, og í raun­inni má segja að með til að mynda raun­tíma­þýð­ingu tal­aðs máls milli tungu­mála sem Google sýndi fyrir stuttu séum við nú þegar komin lengra en 4IR hefur tök á að skýra.

Það er því kannski hægt að full­yrða að 4IR hjálpi leik­mönnum að skilja næstu skref­in, en ég myndi fara var­lega í að segja að vís­inda- og tækni­sam­fé­lagið sem er að þróa þessa tækni alla njóti góðs af þess­ari grein­ingu. Þetta er grein­ing­ar­líkan sem hefur hrein­lega ekki sömu spá­dóms­gáfu og lög­mál Moor­es, sem dæmi.

Stuðlar 4IR að vill­andi ímynd um stöðu mála?

Hættan er auð­vitað sú að ein­hver horfi á fjórðu iðn­bylt­ing­una og álykti sem svo að hún muni byrja, og enda, og svo verði ein­hvers­konar nýtt norm í ein­hvern tíma. En þótt það hafi liðið rúm­lega fimm­tíu ár frá því að Thomas Newcomen smíð­aði sína „vél sem lyftir vatni með eld­i“, þar til James Watt fór að grúska í sinni gufu­vél, þá er sagan auð­vitað sam­felld­ari en svo, og í milli­tíð­inni voru ótal fræði­menn að grúska með ýmsum hætti í tækn­inni.

Það er sömu­leiðis til­fellið með allt ann­að. Bakelite, fyrsta plast­teg­und­in, var þróuð 1907. Í dag eru um 6000 plast­teg­undir í almennri notk­un, og nán­ast allar voru fundnar upp eftir seinni heim­styrj­öld. Þró­unin átti sér ekki stað á neinu ein­stöku augna­bliki, heldur sem sam­felld og í raun við­stöðu­laus þró­un, sem er enn i gangi.

Hug­bún­að­ur­inn sem keyrir á með­al­tölvu í dag hljóðar upp á millj­arða skip­anna, og fjölgar þeim dag frá degi, en það var ekk­ert eitt augna­blik þar sem skip­an­irnar voru allt í einu  orðnar svona marg­ar. Þetta gerð­ist smám saman með ærnum til­kostn­aði.

4IR líkanið felur í sér ákveðna sögu­skýr­ingu um að sér­stöðu­punktur (e. singula­rity) eigi sér stað í þró­un­inni, og hann sé nægur til að skilja allt sem eftir kem­ur. Þetta á sér ákveðna hlið­stæðu við það sem hag­fræð­ingar kalla jafn­vægi með und­an­tekn­ingum (e. punct­u­ated equili­brium) ─ að allt sé að jafn­aði bara eins og það er, og svo stundum ger­ist eitt­hvað sér­lega klikk­að.

Auð­vitað átta sig allir á því að þetta er ekki svona í alvör­unni. En hættan er að þegar fólk fer að leyfa sér að hugsa um mann­kyns­sög­una, og um fram­tíð­ina, sem sér­stæða runu bylt­inga frekar en sam­fellda þró­un, þá fer öll stefnu­mót­un, öll áætl­ana­gerð, og öll hugsun að lit­ast af því að allir eru að bíða eftir næstu bylt­ingu, og láta eins og hún komi bara skyndi­lega einn dag­inn.

Raunin er sú að bylt­ing er ferli. Ef nógu margt fólk hugsar nógu lengi og nógu vand­lega um vanda­mál, og skilar smám saman sífellt áhuga­verð­ari nið­ur­stöð­um, þá verður stundum til sá krítíski massi að bolt­inn fer að rúlla af sjálfum sér, magn­ast upp, og breytir heim­in­um. En alla þessa vinnu þarf að fjár­magna, skipu­leggja, og umfram allt vinna. 4IR líkanið gæti talið ein­hverjum trú um að það allt þurfi ekki.

Njótum flækj­unnar

Ég átta mig auð­vitað á því að þessi gagn­rýni er að ein­hverju leyti smá­muna­semi. Bók Klausar Schwab er ekki ætluð að vera upp­skrift að fram­tíð­inni, heldur frekar leið­bein­inga­bæk­lingur fyrir fólk sem hefur ekki fylgst nægi­lega vel með og er farið að átta sig á því að eitt­hvað merki­legt sé í gangi. Sem slík er 4IR ágætis hug­mynd, og bókin er eftir því góð.

Bókin tekur líka mjög glöggt á ýmsum afleið­ingum sem er þess virði að fólk átti sig á, svo sem raf­mynt­ir, aukið reikni­afl far­síma, þrí­vídd­ar­prent­un, deili­hag­kerf­ið, áhrif gervi­greindar á vinnu­mark­að­inn og fleira í þeim dúr. Eng­inn ætti að láta þessar stóru sam­fé­lags­breyt­ingar koma sér á óvart.

Sömu­leiðis er fínt hvað Schwab bendir á mikið af mjög alvar­legum vanda­málum sem við stöndum frammi fyr­ir, og hversu stór­kost­legt átak mun þurfa til að leysa þau vanda­mál. Þá er ég mjög spenntur fyrir þeirri vinnu sem nú hefur farið af stað hjá World Economic Forum í að reyna að kort­leggja og leiða þessa þróun ─ til að skilja fram­tíð­ina er nauð­syn­legt að kort­leggja hana.

En kjarn­inn í ofan­greindri gagn­rýni er að um að öll líkön eru röng. Ef við höldum okkur of fast í ákveðið grein­ing­ar­lík­an, frekar en að skoða atriðin sem liggja lík­an­inu til grund­vallar af kost­gæfni, þá er hætt við að við missum af tæki­færum og ógn­um, og greinum okkur út í horn.

Fram­tíðin er brjál­æð­is­lega flók­in. Það er eng­inn undir það búinn að skilja hvernig heim­ur­inn verður eftir fimm ár, hvað þá fimm­tíu. Við þurfum að læra að aðlag­ast jafn óðum. Það verður því að flokk­ast sem sjálfs­skaði að hefta hugsun sína í einu lík­ani þegar svo margt stór­kost­legt er í gangi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar