Kominn tími til að hugsa út fyrir boxið og byrja að framkvæma

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík segir ófremdarástand ríkja í málefnum heimilislausra í borginni. Hún segir þurfa að setja húsnæðismálin í forgang fyrir alvöru og byrja að framkvæma.

Auglýsing

Mál­efni heim­il­is­lausra hefur verið mikið í umræð­unni að und­an­förnu og var einnig eitt aðal­kosn­inga­mál Flokks fólks­ins í aðdrag­anda ­borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Að vera heim­il­is­laus er án efa eitt það erf­ið­asta í lífi sér­hvers ein­stak­lings og fjöl­skyld­u. Heim­il­is­lausir er fjöl­breyttur hópur af öllum kynj­um, á öllum aldri, ein­stak­ling­ar, öryrkjar, barna­fjöl­skyld­ur, ein­stæðir for­eldrar og eldri borg­ar­ar. Að vera heim­il­is­laus merkir að hafa ekki aðgang að hús­næði að stað­aldri á sama stað þar sem við­kom­andi getur kallað heim­ili. Sumir heim­il­is­lausir glíma við veik­indi eða höml­un af ein­hverju tagi. Þetta er fólk sem hefur orðið fyrir slysi eða áföll­um, eru öryrkjar eða með skerta starfs­orku sem hefur valdið þeim ýmis konar erf­ið­leikum og dregið úr mögu­leikum þeirra að sjá sér og fjöl­skyldu sinn­i far­borða.

Ætla má að lang­flestir þeirra sem eru heim­il­is­lausir séu það vegna þess að þeir hafa ekki efni á að leigja hús­næði í Reykja­vík þar sem leigu­verð fyrir með­al­stóra íbúð er jafn­vel 250.000 krónur á mán­uði. Félags­lega íbúða­kerfið er í molum í Reykja­vík. Á biðlista bíða hund­ruð fjöl­skyldna eftir félags­legu hús­næði og margir þeir sem leigja hjá Félags­bú­stöðum kvarta auk þess yfir að hús­næð­inu sé ekki hald­ið nægj­an­lega við. Sumt af hús­næði Félags­bú­staða er heilsu­spill­andi. Hjá Félags­bú­stöðum hefur leiga jafn­framt hækkað mikið und­an­farið og er að sliga marga ­leigj­end­ur.

Flokkur fólks­ins hefur lagt fram tvær til­lögur sem varða Félags­bú­staði en eins og kunn­ugt er um að ræða fyr­ir­tæki sem heyrir und­ir­ B-hluta borg­ar­inn­ar. Fyrri til­lagan er að borg­ar­stjórn sam­þykki að fela óháðum aðila að gera rekstr­ar­út­tekt á Félags­bú­stöð­um. Einnig úttekt á öryggi leigu­taka og formi leigu­samn­inga með til­liti til stöðu leigu­taka. Þess­ari til­lögu var vísað í borg­ar­ráð þar sem henni var síðan vísað til umsagnar hjá fjár­mála­stjóra og innri end­ur­skoð­anda. Seinni til­lagan er að borg­ar­stjórn sam­þykki að gerð verði ítar­leg úttekt á biðlista Félags­bú­staða m.a. hverjir eru á þessum biðlista, hve margar fjöl­skyld­ur, ein­stak­ling­ar, öryrkjar og eldri borg­arar og hverjar eru aðstæður umsækj­enda? Hve langur er bið­tím­inn og hve margir hafa beðið lengst? Hér er um að ræða brot af þeim upp­lýs­ingum sem óskað hefur verið eftir er varðar biðlista Félags­bú­staða.

Auglýsing

Heim­il­is­lausir búa margir hverjir upp á náð og mis­kunn hjá  öðrum, ýmist vinum eða ætt­ingjum eða hír­ast í ósam­þykktu iðn­að­ar­húsi sem ekki er hægt að kalla manna­bú­stað. Einn hluti hóps heim­il­is­lausra er utan­garðs­fólk, fólk sem glímir sumt hvert við djúp­stæðan fíkni­vanda og geð­ræn veik­ind­i.  Þessi hópur þarf líka að eiga ein­hvers staðar heima, hafa stað fyrir sig. Enn aðrir eru þeir sem kjósa að búa í hús­bílum sínum en hafa ekki fengið var­an­lega stað­setn­ingu fyrir hús­bíl­inn nærri grunn­þjón­ustu.

Óhætt er að full­yrða að það ríkir ófremd­ar­á­stand í þessum málum í borg­inni. Það er víða verið að byggja alls kyns hús­næði sem selt verður fyrir upp­hæðir sem þessum hópi er fyr­ir­munað að ráða við að greiða. ­Byggja þarf ódýr­ara og hag­kvæmara, hraðar og mark­viss­ara og alls staðar sem hægt er að byggja í Reykja­vík. Óhagn­að­ar­drif­in ­leigu­fé­lög þurfa að verða fleiri. Flokkur fólks­ins hefur ítrekað lagt til að líf­eyr­is­sjóðir fái laga­heim­ild til að setja á lagg­irnar óhagn­að­ar­drif­in ­leigu­fé­lög. Hjá líf­eyr­is­sjóð­unum er gríð­ar­mikið fjár­magn sem nýta má í þágu fólks­ins sem greiðir í sjóð­ina.

Í við­tali við verk­efna­stjóra Kís­il­verk­smiðj­unnar á Bíldu­dal í morg­un­út­varp­inu í vik­unni sagði hann frá inn­fluttum 50 fer­metra timb­ur­húsum frá Eist­landi sem full­búin kosta 16 millj­ón­ir. Hér er komin hug­mynd sem vel mætti skoða fyrir Reykja­vík og víð­ar. Fram til þessa hefur lóð­ar­verð verið hátt og einnig bygg­ing­ar­kostn­að­ur. Þeir sem hafa helst byggt hafa gert það í hagn­að­ar­skyni enda eig­endur gjarnan fjár­fest­inga­bankar og önnur fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki.

Af hverju getur borgin ekki skoðað lausnir af fjöl­breytt­ari toga? Vandi heim­il­is­lausra og ann­arra sem búa við við­var­andi óstöð­ug­leika í hús­næð­is­málum mun aðeins halda áfram að vaxa verði ekki farið að grípa til rót­tækra neyð­ar­að­gerða enda ríkir hér neyð­ar­á­stand í þessum mál­u­m.  Það þarf að setja hús­næð­is­málin í for­gang fyrir alvöru og byrja að fram­kvæma. Flokkur fólks­ins í borg­inni hefur óskað eftir að mál­efni þessa hóps verði sett á dag­skrá á næsta fundi borg­ar­ráðs 19. júlí. Það er kom­inn tím­i  til að fara að hugsa út fyrir boxið í þessum málum og fram­kvæma.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar