Réttar skoðanir?

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að nokkurn veginn allar aðrar skoðanir um mannlegt samfélag réttari en þær sem styðja kynþáttahatur og útlendingahatur.

Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráð­herra Dan­merkur segir á FB síð­u sinni: „Þegar þú neitar að hlusta á eða starfa með lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trúa, þá ert þú að hunsa þær þús­undir kjós­enda sem kusu við­kom­andi. Það er und­ar­leg leið til þess að sýna að sumar skoð­anir eru rétt­ari en aðr­ar.“

Det hører ganske enkelt ingen steder hjemme, at medlemmer af det islandske parla­ment udvand­rede, da Pia Kjærs­gaard, som...

Auglýsing
Posted by Inger Støjberg on Thurs­day, July 19, 2018


Til að byrja með skulum við hafa eitt á alger­lega hreinu. Auð­vitað eru sumar skoð­anir rétt­ari en aðr­ar. Það er merki um stór­kost­lega blindu að halda því fram að allar skoð­anir séu jafn rétt­ar. Sem öfga­dæmi um það má benda á að Hitler hafði ákveðnar skoð­an­ir. Mjög rangar skoð­an­ir. Það eitt ætti að vera nóg til þess að sýna fram á að sumar skoð­anir eru vissu­lega rang­ari en aðr­ar. Það má kannski segja sem svo að það eru fáar skoð­anir rang­ari en skoð­anir Hitlers.

Það þarf ekk­ert að fara mörgum orðum um stjórn­mála­skoð­anir Piu Kjærs­gaard. Það er til dæmis alveg nóg að benda á að hæsta­rétti Dan­merkur þótti eðli­legt að hún væri kölluð ras­isti (kyn­þátta­hat­ari sam­kvæmt íslenskri þýð­ingu, en ég ætla að nota orðið ras­isti í þess­ari grein). Það eitt og sér ætti að kveikja á var­úð­ar­bjöllum hjá okkur öll­um. Ras­ismi er ekk­ert grín. Afleið­ingar rasískrar stefnu hafa verið hörmu­legar í gegnum ald­irn­ar.

Hér er rétt að benda á að for­dómar eru ekki endi­lega slæm­ir. For­dómar eru bara ákveðin var­úð­ar­við­brögð gagn­vart hinu óþekkta og eiga rætur sínar að rekja í flótta­við­brögð sem eru flestum dýrum eðl­is­læg. Hvernig fólk tjáir eða bregst við for­dómum sínum getur hins vegar valdið skaða. Ras­ismi er ein útgáfan af slíkum við­brögð­um. Það er ekki hægt að skil­greina sig sem vægan ras­ista eða „nei ég meina þetta ekki þannig“. Ras­ismi er mis­munun á grund­velli kyn­þáttar vegna skoð­ana um að eigin kyn­þáttur sé á ein­hvern hátt betri. Þetta krist­all­ast í ummælum Piu um múslíma sem ljúga, svíkja og pretta.

Ein­hverjum gæti dottið í hug að segja að múslímar séu ekki kyn­þáttur og þar af leið­andi sé ekki um ras­isma að ræða. Það er alveg rétt, þar er í raun um útlend­inga­hatur (e. xen­oph­obia) að ræða. Þýð­ingin er ekki alveg nákvæm en hún er nægi­lega nákvæm fyrir til­gang þess­arar grein­ar. Það eina sem það þýðir er að Pia er bæði kyn­þátta­hat­ari og útlend­inga­hat­ari.

Við­brögðin við mót­mælum Pírata um að Piu Kjærs­gaard skyldi eiga halda ræðu á þing­fundi voru fyr­ir­sjá­an­leg. Per­sónu­lausan emb­ætt­is­titil var not­aður sem varn­ar­skjöldur fyrir rasískar stjórn­mála­skoð­an­ir, það var sagt að það væri rangt að gagn­rýna emb­ætt­ið. Þannig var afsök­un­ar­beiðni for­seta Alþingis og ummæli fjár­mála­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra Íslands, óheið­ar­leg skrum­skæl­ing á mót­mæl­un­um. Mót­mælin snú­ast að skoð­unum stjórn­mála­manns­ins, hversu hættu­legar þær skoð­anir eru og hvaða vett­vangi þeim er gef­in. Ef það má ekki gagn­rýna skoð­anir stjórn­mála­manns­ins Piu af því að hún er hérna í krafti emb­ættis síns, hvað segir það þá um emb­ættið þegar það telur mig og aðra þing­menn Pírata eiga við kyn­þroska­vanda­mál að stríða? Eða var það stjórn­mála­mað­ur­inn Pia sem sagði það? Ef það var stjórn­mála­mað­ur­inn þá er það bara í fína lagi, hennar skoðun … hversu rétt eða röng sú skoðun er.

Til þess að segja það eins skýrt og ég mögu­lega get, þetta eru rangar skoð­an­ir. Það eru nokkurn veg­inn allar aðrar skoð­anir um mann­legt sam­fé­lag rétt­ari en þær sem styðja kyn­þátta­hatur og útlend­inga­hat­ur. Það skiptir máli að segja að þetta séu rangar skoð­an­ir. Það skiptir líka máli að segja af hverju þetta eru rangar skoð­an­ir. Þar ætti að vera nóg að benda á dæmi úr sög­unni. Þau eru ekk­ert svo fjarri okkur og að taka undir þær skoð­anir er rangt. Aðskiln­að­ar­stefnan í suð­ur­-Afr­íku, aðskiln­að­ar­stefna í Ísra­el, þræla­hald fyrri tíma í Banda­ríkj­un­um, og núver­andi man­sal víða um heim. Erdogan í Tyrk­landi, Duderte á Fil­ips­eyj­um, Trump í Banda­ríkj­un­um, Pútín í Rúss­landi og fleiri og fleiri. Við höfum alveg séð hvaða afleið­ingar aðskiln­að­ar­stefna hefur og við eigum ekki að stefna í þá átt. Við eigum að stefna í hina átt­ina. Kannski var það það sem gerð­ist víða í Evr­ópu, það var farið of langt í hina átt­ina því vissu­lega er hægt að finna öfgar í allar átt­ir. Við­brögðin við því mega hins vegar aldrei vera að fara aftur í átt að aðskiln­að­ar­stefnu.

Það er ekk­ert rangt að ótt­ast hið ókunna. Ótt­inn er okkur eðl­is­læg­ur. Það er hvernig og hvert við beinum þessum ótta sem skiptir máli. Það er ekk­ert rangt við hræðsl­una. Það er rangt að nota hana í rasískum til­gangi. Það er rangt að ala á ótta fólks til þess að öðl­ast völd. Það er rangt að beita þeim völdum til þess að mis­muna fólki. Það er rangt að kenna kjós­endum um því mis­notkun stjórn­mála­manna á ótta fólks er á ábyrgð þeirra sem beita hræðslu­á­róðr­in­um. Það er rétt og nauð­syn­legt að mót­mæla slíkri mis­notkun á valdi. Það er því mjög mik­il­vægt fyrir stjórn­mála­menn sem taka stefnu­mót­andi ákvarð­anir um þetta í opin­berri umræðu að forð­ast þá freistni að nota ótta fólks til þess eins að ná völd­um. Það er nauð­syn­legt að and­mæla ras­isma og þeim sem beita hræðslu­á­róðri til þess að kynda undir ras­isma. Hvað annað er í boði? Þegja? Það er ekk­ert annað val. Annað hvort mótmælir mað­ur, þegir eða tekur und­ir. Ég vel að mót­mæla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar