Stefna í þágu landsbyggðanna

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna skrifar um byggðastefnu og trúir því að flest okkar vilji að landið allt haldist í byggð.

Auglýsing

Mótun og fram­fylgd byggða­stefnu sem í senn miðar að því að tryggja íbúum lands­byggð­anna rétt­mæta hlut­deild í vel­ferð­ar­þjón­ustu sam­fé­lags­ins og stuðla að traustri búsetu er meðal mik­il­væg­ustu við­fangs­efna stjórn­mál­anna. Á loka­dögum þings­ins var sam­þykkt metn­að­ar­full byggða­á­ætlun sem í fyrsta skipti er með skýrum mark­miðum og mæli­kvörð­um. Gert er ráð fyrir reglu­legri umræðu á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­innar til að fara yfir stöð­una og fram­kvæmd áætl­un­ar­inn­ar. En til þess að tryggja fram­gang hennar er mik­il­vægt að við gerð fjár­mála­á­ætl­unar og fjár­laga hverju sinni verði byggða­gler­augun ævin­lega á nef­inu á öllum þing­mönnum þegar við for­gangs­röðum fjár­mun­um.

Það örlar á breyt­ingum í búsetu­þró­un­inni

Á und­an­förnum 20 árum hefur fólki fjölgað í öllum lands­hlutum nema tveimur – Vest­fjörðum og Norð­ur­landi vestra. Fjölgun íbúa á Norð­ur­landi eystra var 4,5% en á Aust­fjörðum fjölg­aði fólki um 3,7%. Til sam­an­burðar fjölg­aði íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um 31,8% á sama tíma­bili.

Leið flestra hefur legið suður – á höf­uð­borg­ar­svæðið – og á síð­ustu árum einnig til Suð­ur­nesja. Þessi þróun hefur staðið lengi en á allra síð­ustu árum hefur örlað á breyt­ing­um. Íbúum nokk­urra fámennra sveit­ar­fé­laga sem lengi hafa mátt þola fólks­fækkun hefur fjölgað á allra síð­ustu árum. Lík­legt er að ferða­þjón­usta eigi mestan þátt í búsetu­breyt­ing­unum þegar á heild­ina er litið en fleira hlýtur að koma til. Stuðn­ingur við þá vaxt­ar­sprota sem verða til þess að fólk kýs að búa og starfa í dreif­býl­inu er afar mik­il­vægur og á því er tekið í byggða­á­ætl­un­inni.

Auglýsing

Hver erum við, hvaðan erum við?

Vita­skuld eru afar mörg og ólík svör við spurn­ing­unni um hver við erum en ef hún bein­ist að aldri okkar kemur í ljós all­mik­ill munur á milli land­svæða sem birt­ist í því að utan suð­vest­ur­horns­ins eru færri íbúar í yngri ald­urs­hóp­unum heldur en þeim eldri. Þetta er eitt af því sem er undir í byggða­á­ætl­un­inni enda á hún að stuðla að því að ungt fólk á barn­eigna- og vinnu­aldri sjái sér hag í búsetu á lands­byggð­un­um.

Svarið við spurn­ing­unni um hver við erum getur líka snú­ist um kyn. Kvenna­fæð ein­kennir lands­byggða­sam­fé­lögin og einkum er hlut­fall ungra kvenna lágt sem gæti bent til þess að vinnu­mark­aður og ef til vill ýmsar aðrar aðstæður séu konum óhag­stæð­ar. Þessi staða er þekkt í erlendum sam­fé­lögum sem takast á við fólks­fækkun og að lík­indum mætti læra eitt og annað af reynslu erlendra þjóða og við­brögðum þeirra

Hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara er nú um 9% af heild­ar­mann­fjölda í land­inu. Sívax­andi fjöldi fólks af erlendum upp­runa er meðal ein­kenna á mann­fjölda­þróun síð­ustu ára og þessa gætir í öllum lands­hlut­um. Byggða­á­ætl­unin tekur mið af þess­ari stað­reynd og gert er ráð fyrir auknum stuðn­ingi við íbúa af erlendum upp­runa við að fóta sig í íslensku sam­fé­lagi.

Af mörgu að taka

Byggða­á­ætlun er alltaf mik­il­vægur far­vegur stjórn­mál­anna til að færa fram þau mál sem eru brýn fyrir þróun og fram­vindu sam­fé­lags­ins í heild og ein­stakra byggða. Nú brenna hús­næð­is­mál víða á lands­byggð­ar­fólki. Of lítið er um nýbygg­ingar úti um land og hús­næð­is­skortur hamlar sums staðar eðli­legum vexti. Í byggða­á­ætlun er gert ráð fyrir sér­stöku lands­byggð­ar­verk­efni Íbúða­lána­sjóðs í sam­vinnu við ein­staka sveit­ar­fé­lög þar sem horft verði til styrkja eða nið­ur­greiðslu vaxta til bygg­ingar á íbúð­ar­hús­næði í byggðum sem standa höllum fæti.

Atvinnu­líf á okkar tímum er marg­brotið og tekur örum breyt­ing­um. Öfl­ugar grunn­rann­sóknir eru meðal styrk­ustu stoða nútíma atvinnu­lífs og menntun og símenntun er mik­il­væg. Í byggða­á­ætl­un­inni er gert ráð fyrir að nýta náms­lána­kerfið fyrir fólk til að setj­ast að í dreifðum byggð­um. Það ætti að geta orðið til þess að íbúum á lands­byggð­unum fjölgi og atvinnu­starf­semi styrk­ist.

Eitt af því mik­il­væga er að mínu mati að vinna á að gerð þjón­ustu­korts sem sýna á með mynd­rænum hætti aðgengi lands­manna að þjón­ustu hins opin­bera og einka­að­ila sem nýta á til áfram­hald­andi stefnu­mörk­unar og til mót­unar aðgerð­ar­á­ætl­unar í byggða­mál­um.

Margt annað er lagt upp með í byggða­á­ætl­un­inni eins og að ljúka við ljós­leið­ara­teng­ing­ar, styðja við dreif­býl­is­versl­un, styðja við almenn­ings­sam­göngur og ekki síst inn­an­lands­flug­ið, svo má nefna jöfnun orku­kostn­að­ar, þrí­fösun raf­magns, svæð­is­bundna flutn­ings­jöfn­un, frá­drátt frá kostn­aði vegna akst­urs til og frá vinnu, störf án stað­setn­ing­ar, fjar­vinnslu­stöðvar og stuðn­ingur við brot­hætt byggð­ar­lög svo dæmi séu tek­in.

Hvað viljum við og hvað gerum við?

Ég trúi því að flest okkar vilji að landið allt hald­ist í byggð. Við viljum nýta mannauð lands­byggð­anna og þá þekk­ingu sem lands­byggð­ar­fólk býr yfir til heilla fyrir íslenskt sam­fé­lag og við viljum nýta nátt­úru­auð­lind­irnar á sjálf­bæran hátt þannig að umhverf­inu sé hlíft og bæði ein­stak­lingar og sam­fé­lag hljóti sann­gjarnan skerf.

Nú er verk­efnið að hrinda í fram­kvæmd byggða­á­ætl­un­inni þar sem sú stað­reynd að Ísland er víð­áttu­mikið og strjál­býlt land nýtur fullrar við­ur­kenn­ing­ar. Stefnu­mörkun í sam­göngu­málum – ekki síst hvað almenn­ings­sam­göngur snertir – verður að mið­ast við þetta og einnig skipu­lag heil­brigð­is- og mennta­mála. Byggða­stefna okkar nær til alls lands­ins – einnig þétt­býl­is­ins við Faxa­flóa. Ekk­ert byggð­ar­lag er öðru æðra. Við byggjum landið saman og höfum þörf fyrir hvert annað í efna­hags­legu og félags­legu til­liti.

Við erum kon­ur, karl­ar, börn, ung­menni, inn­fæddir Íslend­ingar og aðflutt. Sum hinna aðfluttu dvelja hér langan aldur og gera landið og sam­fé­lagið að sínum heima­högum en aðrir standa skemur við. Okkar er að gæta þess að allir fái tæki­færi til að láta til sína taka og gott af sér leiða án til­lits til kyns eða upp­runa. Í byggða­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar er geng­ist við því að við erum ekki öll nákvæm­lega eins eða með sama bak­grunn en lögð áhersla á mik­il­vægi allra og hið óend­an­lega mik­il­væga jafn­rétti sem er grunn­for­senda góðs sam­fé­lags.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar