Stefna í þágu landsbyggðanna

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna skrifar um byggðastefnu og trúir því að flest okkar vilji að landið allt haldist í byggð.

Auglýsing

Mótun og fram­fylgd byggða­stefnu sem í senn miðar að því að tryggja íbúum lands­byggð­anna rétt­mæta hlut­deild í vel­ferð­ar­þjón­ustu sam­fé­lags­ins og stuðla að traustri búsetu er meðal mik­il­væg­ustu við­fangs­efna stjórn­mál­anna. Á loka­dögum þings­ins var sam­þykkt metn­að­ar­full byggða­á­ætlun sem í fyrsta skipti er með skýrum mark­miðum og mæli­kvörð­um. Gert er ráð fyrir reglu­legri umræðu á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­innar til að fara yfir stöð­una og fram­kvæmd áætl­un­ar­inn­ar. En til þess að tryggja fram­gang hennar er mik­il­vægt að við gerð fjár­mála­á­ætl­unar og fjár­laga hverju sinni verði byggða­gler­augun ævin­lega á nef­inu á öllum þing­mönnum þegar við for­gangs­röðum fjár­mun­um.

Það örlar á breyt­ingum í búsetu­þró­un­inni

Á und­an­förnum 20 árum hefur fólki fjölgað í öllum lands­hlutum nema tveimur – Vest­fjörðum og Norð­ur­landi vestra. Fjölgun íbúa á Norð­ur­landi eystra var 4,5% en á Aust­fjörðum fjölg­aði fólki um 3,7%. Til sam­an­burðar fjölg­aði íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um 31,8% á sama tíma­bili.

Leið flestra hefur legið suður – á höf­uð­borg­ar­svæðið – og á síð­ustu árum einnig til Suð­ur­nesja. Þessi þróun hefur staðið lengi en á allra síð­ustu árum hefur örlað á breyt­ing­um. Íbúum nokk­urra fámennra sveit­ar­fé­laga sem lengi hafa mátt þola fólks­fækkun hefur fjölgað á allra síð­ustu árum. Lík­legt er að ferða­þjón­usta eigi mestan þátt í búsetu­breyt­ing­unum þegar á heild­ina er litið en fleira hlýtur að koma til. Stuðn­ingur við þá vaxt­ar­sprota sem verða til þess að fólk kýs að búa og starfa í dreif­býl­inu er afar mik­il­vægur og á því er tekið í byggða­á­ætl­un­inni.

Auglýsing

Hver erum við, hvaðan erum við?

Vita­skuld eru afar mörg og ólík svör við spurn­ing­unni um hver við erum en ef hún bein­ist að aldri okkar kemur í ljós all­mik­ill munur á milli land­svæða sem birt­ist í því að utan suð­vest­ur­horns­ins eru færri íbúar í yngri ald­urs­hóp­unum heldur en þeim eldri. Þetta er eitt af því sem er undir í byggða­á­ætl­un­inni enda á hún að stuðla að því að ungt fólk á barn­eigna- og vinnu­aldri sjái sér hag í búsetu á lands­byggð­un­um.

Svarið við spurn­ing­unni um hver við erum getur líka snú­ist um kyn. Kvenna­fæð ein­kennir lands­byggða­sam­fé­lögin og einkum er hlut­fall ungra kvenna lágt sem gæti bent til þess að vinnu­mark­aður og ef til vill ýmsar aðrar aðstæður séu konum óhag­stæð­ar. Þessi staða er þekkt í erlendum sam­fé­lögum sem takast á við fólks­fækkun og að lík­indum mætti læra eitt og annað af reynslu erlendra þjóða og við­brögðum þeirra

Hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara er nú um 9% af heild­ar­mann­fjölda í land­inu. Sívax­andi fjöldi fólks af erlendum upp­runa er meðal ein­kenna á mann­fjölda­þróun síð­ustu ára og þessa gætir í öllum lands­hlut­um. Byggða­á­ætl­unin tekur mið af þess­ari stað­reynd og gert er ráð fyrir auknum stuðn­ingi við íbúa af erlendum upp­runa við að fóta sig í íslensku sam­fé­lagi.

Af mörgu að taka

Byggða­á­ætlun er alltaf mik­il­vægur far­vegur stjórn­mál­anna til að færa fram þau mál sem eru brýn fyrir þróun og fram­vindu sam­fé­lags­ins í heild og ein­stakra byggða. Nú brenna hús­næð­is­mál víða á lands­byggð­ar­fólki. Of lítið er um nýbygg­ingar úti um land og hús­næð­is­skortur hamlar sums staðar eðli­legum vexti. Í byggða­á­ætlun er gert ráð fyrir sér­stöku lands­byggð­ar­verk­efni Íbúða­lána­sjóðs í sam­vinnu við ein­staka sveit­ar­fé­lög þar sem horft verði til styrkja eða nið­ur­greiðslu vaxta til bygg­ingar á íbúð­ar­hús­næði í byggðum sem standa höllum fæti.

Atvinnu­líf á okkar tímum er marg­brotið og tekur örum breyt­ing­um. Öfl­ugar grunn­rann­sóknir eru meðal styrk­ustu stoða nútíma atvinnu­lífs og menntun og símenntun er mik­il­væg. Í byggða­á­ætl­un­inni er gert ráð fyrir að nýta náms­lána­kerfið fyrir fólk til að setj­ast að í dreifðum byggð­um. Það ætti að geta orðið til þess að íbúum á lands­byggð­unum fjölgi og atvinnu­starf­semi styrk­ist.

Eitt af því mik­il­væga er að mínu mati að vinna á að gerð þjón­ustu­korts sem sýna á með mynd­rænum hætti aðgengi lands­manna að þjón­ustu hins opin­bera og einka­að­ila sem nýta á til áfram­hald­andi stefnu­mörk­unar og til mót­unar aðgerð­ar­á­ætl­unar í byggða­mál­um.

Margt annað er lagt upp með í byggða­á­ætl­un­inni eins og að ljúka við ljós­leið­ara­teng­ing­ar, styðja við dreif­býl­is­versl­un, styðja við almenn­ings­sam­göngur og ekki síst inn­an­lands­flug­ið, svo má nefna jöfnun orku­kostn­að­ar, þrí­fösun raf­magns, svæð­is­bundna flutn­ings­jöfn­un, frá­drátt frá kostn­aði vegna akst­urs til og frá vinnu, störf án stað­setn­ing­ar, fjar­vinnslu­stöðvar og stuðn­ingur við brot­hætt byggð­ar­lög svo dæmi séu tek­in.

Hvað viljum við og hvað gerum við?

Ég trúi því að flest okkar vilji að landið allt hald­ist í byggð. Við viljum nýta mannauð lands­byggð­anna og þá þekk­ingu sem lands­byggð­ar­fólk býr yfir til heilla fyrir íslenskt sam­fé­lag og við viljum nýta nátt­úru­auð­lind­irnar á sjálf­bæran hátt þannig að umhverf­inu sé hlíft og bæði ein­stak­lingar og sam­fé­lag hljóti sann­gjarnan skerf.

Nú er verk­efnið að hrinda í fram­kvæmd byggða­á­ætl­un­inni þar sem sú stað­reynd að Ísland er víð­áttu­mikið og strjál­býlt land nýtur fullrar við­ur­kenn­ing­ar. Stefnu­mörkun í sam­göngu­málum – ekki síst hvað almenn­ings­sam­göngur snertir – verður að mið­ast við þetta og einnig skipu­lag heil­brigð­is- og mennta­mála. Byggða­stefna okkar nær til alls lands­ins – einnig þétt­býl­is­ins við Faxa­flóa. Ekk­ert byggð­ar­lag er öðru æðra. Við byggjum landið saman og höfum þörf fyrir hvert annað í efna­hags­legu og félags­legu til­liti.

Við erum kon­ur, karl­ar, börn, ung­menni, inn­fæddir Íslend­ingar og aðflutt. Sum hinna aðfluttu dvelja hér langan aldur og gera landið og sam­fé­lagið að sínum heima­högum en aðrir standa skemur við. Okkar er að gæta þess að allir fái tæki­færi til að láta til sína taka og gott af sér leiða án til­lits til kyns eða upp­runa. Í byggða­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar er geng­ist við því að við erum ekki öll nákvæm­lega eins eða með sama bak­grunn en lögð áhersla á mik­il­vægi allra og hið óend­an­lega mik­il­væga jafn­rétti sem er grunn­for­senda góðs sam­fé­lags.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna í Norð­aust­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar