Stefna í þágu landsbyggðanna

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna skrifar um byggðastefnu og trúir því að flest okkar vilji að landið allt haldist í byggð.

Auglýsing

Mótun og framfylgd byggðastefnu sem í senn miðar að því að tryggja íbúum landsbyggðanna réttmæta hlutdeild í velferðarþjónustu samfélagsins og stuðla að traustri búsetu er meðal mikilvægustu viðfangsefna stjórnmálanna. Á lokadögum þingsins var samþykkt metnaðarfull byggðaáætlun sem í fyrsta skipti er með skýrum markmiðum og mælikvörðum. Gert er ráð fyrir reglulegri umræðu á vettvangi ríkisstjórnarinnar til að fara yfir stöðuna og framkvæmd áætlunarinnar. En til þess að tryggja framgang hennar er mikilvægt að við gerð fjármálaáætlunar og fjárlaga hverju sinni verði byggðagleraugun ævinlega á nefinu á öllum þingmönnum þegar við forgangsröðum fjármunum.

Það örlar á breytingum í búsetuþróuninni

Á undanförnum 20 árum hefur fólki fjölgað í öllum landshlutum nema tveimur – Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Fjölgun íbúa á Norðurlandi eystra var 4,5% en á Austfjörðum fjölgaði fólki um 3,7%. Til samanburðar fjölgaði íbúum höfuðborgarsvæðisins um 31,8% á sama tímabili.

Leið flestra hefur legið suður – á höfuðborgarsvæðið – og á síðustu árum einnig til Suðurnesja. Þessi þróun hefur staðið lengi en á allra síðustu árum hefur örlað á breytingum. Íbúum nokkurra fámennra sveitarfélaga sem lengi hafa mátt þola fólksfækkun hefur fjölgað á allra síðustu árum. Líklegt er að ferðaþjónusta eigi mestan þátt í búsetubreytingunum þegar á heildina er litið en fleira hlýtur að koma til. Stuðningur við þá vaxtarsprota sem verða til þess að fólk kýs að búa og starfa í dreifbýlinu er afar mikilvægur og á því er tekið í byggðaáætluninni.

Auglýsing

Hver erum við, hvaðan erum við?

Vitaskuld eru afar mörg og ólík svör við spurningunni um hver við erum en ef hún beinist að aldri okkar kemur í ljós allmikill munur á milli landsvæða sem birtist í því að utan suðvesturhornsins eru færri íbúar í yngri aldurshópunum heldur en þeim eldri. Þetta er eitt af því sem er undir í byggðaáætluninni enda á hún að stuðla að því að ungt fólk á barneigna- og vinnualdri sjái sér hag í búsetu á landsbyggðunum.

Svarið við spurningunni um hver við erum getur líka snúist um kyn. Kvennafæð einkennir landsbyggðasamfélögin og einkum er hlutfall ungra kvenna lágt sem gæti bent til þess að vinnumarkaður og ef til vill ýmsar aðrar aðstæður séu konum óhagstæðar. Þessi staða er þekkt í erlendum samfélögum sem takast á við fólksfækkun og að líkindum mætti læra eitt og annað af reynslu erlendra þjóða og viðbrögðum þeirra

Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 9% af heildarmannfjölda í landinu. Sívaxandi fjöldi fólks af erlendum uppruna er meðal einkenna á mannfjöldaþróun síðustu ára og þessa gætir í öllum landshlutum. Byggðaáætlunin tekur mið af þessari staðreynd og gert er ráð fyrir auknum stuðningi við íbúa af erlendum uppruna við að fóta sig í íslensku samfélagi.

Af mörgu að taka

Byggðaáætlun er alltaf mikilvægur farvegur stjórnmálanna til að færa fram þau mál sem eru brýn fyrir þróun og framvindu samfélagsins í heild og einstakra byggða. Nú brenna húsnæðismál víða á landsbyggðarfólki. Of lítið er um nýbyggingar úti um land og húsnæðisskortur hamlar sums staðar eðlilegum vexti. Í byggðaáætlun er gert ráð fyrir sérstöku landsbyggðarverkefni Íbúðalánasjóðs í samvinnu við einstaka sveitarfélög þar sem horft verði til styrkja eða niðurgreiðslu vaxta til byggingar á íbúðarhúsnæði í byggðum sem standa höllum fæti.

Atvinnulíf á okkar tímum er margbrotið og tekur örum breytingum. Öflugar grunnrannsóknir eru meðal styrkustu stoða nútíma atvinnulífs og menntun og símenntun er mikilvæg. Í byggðaáætluninni er gert ráð fyrir að nýta námslánakerfið fyrir fólk til að setjast að í dreifðum byggðum. Það ætti að geta orðið til þess að íbúum á landsbyggðunum fjölgi og atvinnustarfsemi styrkist.

Eitt af því mikilvæga er að mínu mati að vinna á að gerð þjónustukorts sem sýna á með myndrænum hætti aðgengi landsmanna að þjónustu hins opinbera og einkaaðila sem nýta á til áframhaldandi stefnumörkunar og til mótunar aðgerðaráætlunar í byggðamálum.

Margt annað er lagt upp með í byggðaáætluninni eins og að ljúka við ljósleiðaratengingar, styðja við dreifbýlisverslun, styðja við almenningssamgöngur og ekki síst innanlandsflugið, svo má nefna jöfnun orkukostnaðar, þrífösun rafmagns, svæðisbundna flutningsjöfnun, frádrátt frá kostnaði vegna aksturs til og frá vinnu, störf án staðsetningar, fjarvinnslustöðvar og stuðningur við brothætt byggðarlög svo dæmi séu tekin.

Hvað viljum við og hvað gerum við?

Ég trúi því að flest okkar vilji að landið allt haldist í byggð. Við viljum nýta mannauð landsbyggðanna og þá þekkingu sem landsbyggðarfólk býr yfir til heilla fyrir íslenskt samfélag og við viljum nýta náttúruauðlindirnar á sjálfbæran hátt þannig að umhverfinu sé hlíft og bæði einstaklingar og samfélag hljóti sanngjarnan skerf.

Nú er verkefnið að hrinda í framkvæmd byggðaáætluninni þar sem sú staðreynd að Ísland er víðáttumikið og strjálbýlt land nýtur fullrar viðurkenningar. Stefnumörkun í samgöngumálum – ekki síst hvað almenningssamgöngur snertir – verður að miðast við þetta og einnig skipulag heilbrigðis- og menntamála. Byggðastefna okkar nær til alls landsins – einnig þéttbýlisins við Faxaflóa. Ekkert byggðarlag er öðru æðra. Við byggjum landið saman og höfum þörf fyrir hvert annað í efnahagslegu og félagslegu tilliti.

Við erum konur, karlar, börn, ungmenni, innfæddir Íslendingar og aðflutt. Sum hinna aðfluttu dvelja hér langan aldur og gera landið og samfélagið að sínum heimahögum en aðrir standa skemur við. Okkar er að gæta þess að allir fái tækifæri til að láta til sína taka og gott af sér leiða án tillits til kyns eða uppruna. Í byggðastefnu ríkisstjórnarinnar er gengist við því að við erum ekki öll nákvæmlega eins eða með sama bakgrunn en lögð áhersla á mikilvægi allra og hið óendanlega mikilvæga jafnrétti sem er grunnforsenda góðs samfélags.

Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar