Kærleikur, bækur og fullveldi

Hátíðarræða Dr. Ágústs Einarssonar, prófessors emeritus, fyrrverandi alþingismanns og rektors, á Skálholtshátíð 22. júlí 2018, þar sem hann segir að svörin við öfgahyggju sé að finna í kærleika og umhyggju.

Auglýsing

Biskup Íslands, dóms­mála­ráð­herra, vígslu­bisk­up­ar, góðir áheyr­end­ur.

Að vera eitt hund­rað ára, eins og full­veld­ið, er ekki hár ald­ur. Það eru liðin rúm eitt þús­und ár frá fæð­ingu fyrsta bisk­ups Íslands, Ísleifs Giss­ur­ar­son­ar, sem sat hér í Skál­holti, þeim stað sem var í reynd höf­uð­staður lands­ins og væri það enn ef hafn­ar­skil­yrðin væru betri hér við strönd­ina.

Við það að halda upp á afmæli full­veldis einnar þjóðar vakna ýmsar spurn­ing­ar. Er mann­kynið full­valda þótt margar þjóðir séu það? Í full­veldi felst að ráða sér sjálfur og við gerðum það frá 874 til 1262 og svo í þremur skrefum á 20. öld, 1904, 1918 og 1944. Þá réðum við okkur sjálf. En ræður mann­kynið sér sjálft? Það búa 7,6 millj­arðar á jörð­inni og þrír millj­arðar af þeim þjást af hungri eða glíma við afleið­ingar fæðu­skorts. Það fólk ræður sér ekki sjálft. Lífs­bar­átta þess fer í að lifa af, oft frá degi til dags.

Auglýsing

Mað­ur­inn í okkar mynd er um 200 þús­und ára en fyrir aðeins 2000 árum lifði Jesús Kristur á jörð­inni og tal­aði fyrir þeim boð­skap sem hér á þessum stað á sér sitt óðal. Það er ekki langt síð­an. Í byrjun 20. aldar þegar faðir minn fædd­ist voru jarð­ar­búar 1,6 millj­arð­ar. Þeim hefur fjölgað um 6 millj­arða síð­an. Þetta eru óraun­veru­legar tölur og hugs­an­lega hefur full­veldi mann­kyns­ins aldrei verið eins langt frá okkur og nú.

Við erum að eyði­leggja nátt­úru jarð­ar, guðs gjöf. Við drepum sam­borg­ara okkar með vopnum í meira mæli en nokkurn tíma fyrr og flestum stendur á sama. Manns­lífið hefur aldrei verið jafn lít­ils virði og nú á tím­um. Um 500 þús­und manns hafa verið drepnir í borg­ara­styrj­öld­inni í Sýr­landi sem hefur staðið í átta ár. Fyrir tæpum 25 árum var ein milljón manns drepin á þremur mán­uðum í Rúanda og heim­ur­inn stóð aðgerða­laus hjá.

„Þar saug Nið­höggur

nái fram­gengna,

sleit vargur vera.

Vituð ér enn – eða hvað?“ (Völu­spá 39).

Lífið er ekki til­gangs­laust. Vita­skuld eru sköp­un­in, þró­un­in, vís­indi, fram­farir og mann­legt líf með til­gang. Þróun er til­gangur í eðli sínu. En höfum við vald, full­veldi, í okkar umhverfi? Það er hægt að ná því en það er ekki öruggt að við á þess­ari jörð getum það. Jörðin getur hins vegar hæg­lega lifað án mann­anna.

Það er verð­ugt verk­efni að stuðla að full­veldi mann­kyns, en hvernig gerum við það? Við getum fundið svarið á þessum stað og litið til boð­skaps þess manns sem fyrir um tvö þús­und árum pré­dik­aði kær­leika gagn­vart náung­an­um. Það er hægt að öðl­ast full­veldi með náunga­kær­leika. Ef við hugsum ekki um náung­ann eins og okkur sjálf þá náum við aldrei valdi á sam­skiptum manna. Það þarf ekki að vera krist­inn til að feta þessa leið.

Flest, ef ekki öll trú­ar­brögð, boða náunga­kær­leika en okkur sést oft yfir það. Það er sam­eig­in­legur þráður hjá flestum þjóð­um, flestum mönnum og í nær öllum trú­ar­brögð­um. Sá þráður er vænt­um­þykja og umhyggja gagn­vart öðrum og það er æski­leg hegð­un. Nú er svo komið að þessi hegðun er ekki aðeins æski­leg heldur er hún lífs­nauð­syn­leg. Ann­ars lifir mann­kynið ekki af á þess­ari jörð og þá höfum við lifað án til­gangs. Það er dauð­syndin og hún er end­an­leg.

Að boða kær­leika gagn­vart öðrum er eina mark­miðið sem er ein­hvers virði. „Því að hvað mun það stoða mann­inn, þótt hann eign­ist allan heim­inn, en fyr­ir­gjöri sálu sinn­i?“ (Matteus 16.26). En það er ekki auð­velt að til­einka sér kær­leika. „Kær­leik­ur­inn breiðir yfir allt, trúir öllu, vinnur allt, umber allt.“ (1. Kor­in­tu­bréf 13.7). Þessi boð­skapur er und­ir­staða hinnar tvö þús­und ára trúar okkar og fjöl­margra ann­arra, sem aðhyll­ast önnur trú­ar­brögð, eða jafn­vel eng­in. Þetta er leið­ar­vísir­inn. Það þarf ekk­ert að hafa guð í þeirri leið­ar­lýs­ingu frekar en menn vilja.

Guð er ekki vanda­mál og hefur aldrei verið það en vanda­málið er að við erum komin að endi­mörkum hins byggi­lega heims. Við höfum aldrei verið jafn mörg á jörð­inni, aldrei notið meiri vel­meg­un­ar, það er að segja að með­al­tali, og aldrei ráðið yfir jafn mörgum verk­færum og vís­indum í sögu manns­ins. Við ráðum líka yfir mesta vopna­búri allra tíma og eyðum stórfé í vopna­bún­að, sem við gætum varið í bar­áttu gegn fátækt og mis­skipt­ingu. Ef sagan hefur kennt okkur eitt­hvað þá er að vopn sem til eru verða not­uð. Þessi vopn drepa þó ekki aðeins fólk, heldur geta þau eytt lífs­skil­yrðum jarð­ar­inn­ar. Í þeim sporum höfum við ekki staðið áður.

Ef við viljum hugsa um leið­ina að full­veldi manns­ins þá eigum við að minn­ast allra leið­ar­stein­anna á þeirri veg­ferð. Eitt áhrifa­mesta tækið var hið rit­aða mál. Jóhann Guten­berg ruddi ekki aðeins braut­ina fyrir öll vís­indi nútím­ans heldur gerði hann þessa kirkju­deild okkar mögu­lega, hina evang­elisku kirkju. Án prent­list­ar­innar hefðu siða­skiptin aldrei gerst og margt fleira hefði aldrei litið dags­ins ljós. Fyrir okkur Íslend­inga, sem fögnum full­veld­is­af­mæli þjóð­ar­inn­ar, hefði þjóðin ekki lif­að, ef ekki hefði verið fyrir hið rit­aða mál. Ari fróði skrif­aði á íslensku, Oddur Ein­ars­son þýddi Nýja testa­mentið á íslensku og Guð­brandur Þor­láks­son prent­aði trú­ar­rit­in, þar með talið þýð­ingu Odds, alla sína löngu bisk­ups­tíð.

Ef Ari, Oddur og Guð­brandur hefðu ekki unnið sín verk eins og þeir gerðu hefði íslenskan ekki lifað og þjóðin hefði horfið inn í aðrar þjóð­ir. Við gleymum því oft að það er ekki sjálf­sagt að við Íslend­ing­ar, nú aðeins 350 þús­und, séum enn sjálf­stæð þjóð. Við verðum að vita hverju það er að þakka og við verðum að berj­ast fyrir sjálf­stæð­inu. Það er okkar litli til­gangur og við eigum að vera hinu litla trú.

Ég tel, og er ekki einn um það, að tungu­mál­ið, íslenskan, og rit­list­in, bækur og kvæði, hafi gert okkur að þjóð sem varð­veitti menn­ingu sína í tæp 1.200 ár, á tíma þegar slíkt var alls ekki sjálf­gef­ið.

Norð­menn eiga ekki slík verk sem hér voru skrifuð og þar dafn­aði ekki þessi áhugi og ekki heldur á öðrum Norð­ur­lönd­um. Sagn­fræð­inni voru þó gerð góð skil í Dan­mörku af Saxo Grammat­icus hinum fróða eða mál­spaka en hann var sam­tíð­ar­maður Snorra Sturlu­son­ar. Saxo skrif­aði á lat­ínu, meðal ann­ars Dan­merk­ur­sögu sína.

Nor­rænar þjóð­ir, ásamt Eng­ilsöxum og Söx­um, skráðu nokkuð á þjóð­tungum sínum um 1100 fram á 13. öld en mest varð­aði það trú­ar­legt efni og lög og varð ekki eign alþýðu eins og hér. Þjóð­tungur Dana og Svía urðu einnig fyrir áhrifum frá þýsku og hjá Norð­mönnum varð danskan rit- eða bók­mál­ið.

Íslend­ingar prent­uðu til­tölu­lega eins­leitt efni frá síð­ari hluta 16. aldar og fram á síð­ari hluta 18. ald­ar, eða aðal­lega rit trú­ar­legs eðl­is. Brynjólfur Sveins­son var biskup í Skál­holti um miðja 17. öld og hafði hann mik­inn áhuga á því að hafa prent­smiðju í Skál­holti til mót­vægis við prent­smiðj­una á Hól­um. Hans hugur stóð einkum til þess að gefa út ver­ald­leg rit, eins og Íslend­inga­sögur og annað sögu­legt efni. Brynjólfur fékk leyfi til þess en það var síðar dregið til baka af höf­uðs­manni kon­ungs hér­lendis þannig að ekki varð af útgáfu Brynj­ólfs bisk­ups.

Áhug­inn á ritun hér á landi smit­aði út frá sér. Því fleiri sem skrif­uðu sög­ur, þætti, kvæði og kon­unga­sögur því meira kveikti það áhuga ann­arra og enn fleiri fóru að sinna þessu. Þannig marg­fald­að­ist upp­skeran í góðum jarð­vegi. Þegar papp­ír­inn kom voru bækur afrit­aðar á heim­ilum manna í stórum stíl, til dæmis rím­ur.

Nú háttar svo til hér í Skál­holti að við erum með bauta­stein þess­arar sögu. Bóka­safnið sem er geymt að mestu leyti í turni Skál­holts­kirkju á sér merka sögu. Það er að stofni til hið þekkta bóka­safn Þor­steins Þor­steins­sonar sýslu­manns. Þor­steinn safn­aði bókum af mik­illi alúð nær alla sína ævi. Hann seldi safnið Kára B. Helga­syni kaup­manni í Reykja­vík árið 1962.

Kári bætti við safnið áður en hann seldi það kirkj­unni. Séra Sig­ur­björn Ein­ars­son bisk­up, merkasti kirkj­unnar maður á 20. öld, hafði for­göngu um að safnið væri keypt árið 1965 til Skál­holts fyrir rúmum 50 árum, meðal ann­ars til að það færi ekki úr landi. Þá hafði séra Sig­ur­björn ekki hvað síst sögu og mik­il­vægi Skál­holts í huga.

Safn­inu hefur verið sýnd lít­ill virð­ing. Það hefur verið geymt í meira en hálfa öld í kirkju­turn­in­um. Sú saga er kirkj­unni ekki til sóma og er þar vægt til orða tek­ið. Hvað á að gera við bóka­safn­ið? Það ætti að gera góðar bæk­ur, sem tengj­ast Skál­holti og trúnni, aðgengi­legar og setja hér upp góða sýn­ing­ar­að­stöðu. Selja síðan aðrar bækur bóka­safns­ins og hugsa vel um þær bækur sem hér eru varð­veitt­ar.

Þessi stefna snýst um að sýna bók­unum og sög­unni virð­ingu. Það hefur ekki verið gert í rúm 50 ár. Auð­velt er að skipta safn­inu. Bóka­safnið er gott en það er tví­skipt. Ann­ars vegar er það les­bóka­safn eða bækur sem telj­ast ekki til fágæt­is. Hins vegar eru fágæt­is­bækur sem eiga að vera til sýnis fyrir almenn­ing.

Við varð­veitum ekki full­veldið ef við sýnum bókum ekki sóma og kunnum ekki íslensku. Rann­sókn í þrjá­tíu og fimm löndum sýnir að fjórði hver nem­andi hér­lendis les aldrei bók sér til ánægju. Í nágranna­lönd­unum er þetta hlut­fall lægra. Í fjöl­þjóð­legum könn­unum eru íslenskir nem­endur undir með­al­tali OECD í nátt­úru­vís­ind­um, í stærð­fræði og í lesskiln­ingi.

Lesskiln­ingur á Íslandi er sá lakasti á Norð­ur­lönd­um. Und­an­farin ár hefur staða Nor­egs, Dan­merkur og Sví­þjóðar batnað en versnað á Íslandi á sama tíma. Nið­ur­staðan í mörgum fjöl­þjóð­legum könn­unum um lestur í sam­burði við aðrar þjóðir er grafal­var­leg. Hins vegar eru þessar kann­anir aðeins frétt í einn eða tvo daga og svo er þetta gleymt. Það er því miður ekki áhugi á úrbótum á þessu sviði og alls ekki meðal stjórn­mála­manna. Íslenskan er í hættu, en flestum er sama. Áhuga­leysið á varð­veislu tungu­máls­ins er óskilj­an­legt hjá þess­ari fámennu þjóð sem á þó glæsta sögu með þessu tungu­máli. Í vax­andi mæli flyst ungt fólk til útlanda, ekki aðeins til að sækja sér tíma­bundna mennt­un, heldur til að setj­ast þar að. Hvernig tök­umst við á við það?

Til að tryggja full­veldi þarf auð­vitað að geta varð­veitt eigið tungu­mál. Setjum það okkur sem leið­ars­ljós og sýnum öðrum kær­leika. „Allt, sem þér vilj­ið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ (Matteus 7.12). Það þarf ekki einu sinni að leita trú­ar­bragð­anna fyrir slíkri hegð­un. „Hag­aðu þér eins og þú vilt að aðrir hagi sér við sömu aðstæð­ur“ (siða­boð Kant).

Það er svo merki­legt að við getum vel ímyndað okkur kær­leik­ann hjá okkar nán­ustu. Næstu 50 árin mun þjóð­inni fjölga um 100 þús­und manns og verða 75 þús­und þeirra eða þrír af hverjum fjórum 65 ára og eldri. Eldri borg­arar eru nú 50 þús­und hér­lendis en verða 125 þús­und eftir tæp 50 ár. Hvernig ætlum við að hugsa um það fólk, þegar við getum ekki einu sinni sinnt eldra fólki nú með hjúkr­un­ar­heim­il­um, lækn­is­hjálp og öðru? Hvað ætlar kirkjan að gera? Sára­lítil umræða er um þessa stað­reynd, hvort sem er innan sam­fé­lags­ins eða kirkj­unnar sér­stak­lega. Fáir gera sér grein fyrir að óhemju kostn­aður fellur til vegna þess­ara óhjá­kvæmi­legu lýð­fræði­legu breyt­inga. Heil­brigðis­kostn­aður hvers eldri borg­ara er fjórum sinnum hærri en ann­arra og fyrir hvern ein­stak­ling sem er yfir 85 ára er heil­brigðis­kostn­að­ur­inn meira að segja 11 sinnum hærri.

Ef til vill er lausnin sú að við önn­umst meira eldra fólk sjálf innan fjöl­skyldna eins og við gerðum áður fyrr þegar eldra fólk bjó með fjöl­skyldu sinni þar til það dó. Hall­dór Kiljan Lax­ness sagði að „kör hefur verið ein mik­ils­verð­ust þjóð­fé­lags­stofnun á Íslandi frá því land byggð­ist“ (Inn­an­sveit­ar­kroník­a). Ef til vill sjáum við það aftur eða hvernig ætlum við að leysa þetta stærsta vanda­mál fram­tíð­ar­inn­ar? Engin svör hafa feng­ist en spurn­ing­unni er þó að minnsta kosti varpað fram og á réttum stað, í hinni heilögu kirkju Skál­holts, mið­stöð trú­ar­iðk­unar og set­urs fyrsta bisk­ups Íslend­inga. Hér á kirkjan að taka for­ystu til verndar eldri borg­urum og af umhyggju og kær­leika. Þið sjá­ið, ágætu áheyr­end­ur, að lausnin hverf­ist enn og aftur um hug­takið náunga­kær­leika.

Hverjum stendur næst að leiða þau sinna­skipti hér­lendis og erlend­is? Auð­vitað trú­ar­hreyf­ing­um, hvort sem það eru siða­skipta­menn, kaþ­ólikk­ar, áhan­gendur Íslams eða Búdda eða ein­fald­lega þeir sem aðhyll­ast ekki trú en bera vel­vild og gæsku í hjarta sér. Það þarf ekki merki­miða í bar­áttu fyrir kær­leika. „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér“ (Matteus 25.40).

Margt er að breyt­ast. Vél­menni munu yfir­taka störf, fólki fjölgar í Asíu og Afr­íku og mestu vís­inda­legu fram­farir sög­unnar munu sjá dags­ins ljós á næstu árum, meðal ann­ars í erfða­vís­indum og gervi­greind.

Það er talið að um 40 milljón manns séu nú þrælar í heim­inum þótt það sé alls staðar bann­að. Það voru 25 milljón þrælar fyrir 150 árum þegar þræla­hald var leyfi­legt. Fólki hefur að vísu fjölgað en á þessu sést ekki mikil aukn­ing á kristi­legu umburð­ar­lyndi.

Við höfum hlut­verki að gegna og verðum að vanda okk­ur, fámenn þjóð, sem á erfitt með að manna inn­viði nútíma­sam­fé­lags, einmitt vegna fámenn­is. Við horfum upp á minnk­andi stuðn­ing við þjóð­kirkj­una. Árið 1998 voru 90% þjóð­ar­innar í þjóð­kirkj­unni. Nú eru það 67%. Þeim hefur fækkað um fjórð­ung á 20 árum. Hvenær hrekkur kirkjan við? Þegar hlut­fallið er orðið 50%, eða hvað? En þá er kirkjan ekki þjóð­kirkja leng­ur. Hvar er frum­kvæði kirkj­unnar hér­lendis í mál­efnum barna, barna­heim­ila, hjúkr­un­ar­rýma og aðstoð við úti­gangs­fólk? Jú, það er til, en er lítið og minna en hjá trú­fé­lögum í öðrum lönd­um. Hér þarf íslenska kirkjan að taka sér tak. Kirkjan á að ganga á undan með góðu for­dæmi, hafa for­ystu um úrbætur og fara af stalli sjálf­hverfu.

„Ár skal rísa

sá er á yrkj­endur fá

og ganga síns verka á vit“ (Háva­mál 59).

Það eru ótal verk­efni framundan og margt bendir til þess að öfga­hyggja sé að ryðja sér til rúms í nágranna­lönd­unum en einnig hjá okk­ur. Það gerð­ist síð­ast í Evr­ópu fyrir 100 árum, einmitt á fyrstu árum full­veldis okk­ar. Það end­aði með skelf­ingu á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar. Það ber því margt að var­ast og breyt­ingar eru svo örar að við vitum minna en áður hvernig á að bregð­ast við. Þess vegna skulum við leita svara í kær­leika og umhyggju. Það er eina leiðin fram á við. Göngum þá veg­ferð sam­an.

Þakka ykkur fyr­ir.

Höf­undur er pró­fessor emeritus, fyrr­ver­andi alþing­is­maður og rektor og flutti þessa hátíð­ar­ræð­u á Skál­holts­há­tíð 22. júlí 2018.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar