Pútin 3 - Trump 0

Toppfundur Trumps og Pútíns var leynifundur og þykir Trump hafa farið sneypuför til Finnlands. Sagt er hinsvegar að í Kreml hafi kampavínið flætt. Pútín boðið til Washington í haust. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar.

Auglýsing

Aðra eins sneypu­för hefur banda­rískur for­seti ekki farið og senni­lega vill Don­ald Trump gleyma því sem fyrst að hann hafi farið til Helsinki að hitta for­seta Rúss­lands, Vla­dimír Pútín.

Þetta vara leyni­fundur og á honum sátu bara þeir tveir, Pútín og Trump og túlkar þeirra. Engir punktar voru færðir eða neitt við­haft sem kall­ast mætti skrá­setn­ing á efni og sam­ræðu for­set­anna. Það er því hægt að segja að þetta hafi hrein­lega verið leyni­makk.

Enda hefur Trump nán­ast ekki sagt neitt frá því hvað hann ræddi við Pútín, það sem kall­ast mætti alvöru inni­hald; töl­uðu þeir um fót­bolta, veðrið, Sýr­land, mann­rétt­indi, Úkra­ínu, Krím­skaga, við­skipta­hindr­anir eða Kína? Eða sögðu þeir bara hvor öðrum brand­ara í tvo tíma og skipt­ust á kjafta­sög­um?

Auglýsing

Engin afskipti af kosn­ingum og síðan við­snún­ingur

Á frétta­manna­fundi eftir leyni­fund­inn sagði reyndar Trump að Rússar hefðu ekk­ert skipt sér af for­seta­kosn­ing­unum í Banda­ríkj­unum 2016, en það er alger and­stæða þess sem allar helstu örygg­is­stofn­anir Banda­ríkj­anna hafa kom­ist að og meira að segja er búið að ákæra tugi Rússa fyrir aðild þeirra að skipu­lögðum aðgerðum Rússa til að hafa áhrif á kosn­ing­arn­ar. Nýlega birti sér­stakur sak­sókn­ari í mál­inu, repúblík­an­inn Robert Mueller nýjar ákærur gegn rúss­neskum rík­is­borg­ur­um. Í stað­inn bauðst Trump til þess að færa Pútín banda­ríska rík­is­borg­ara til yfir­heyrslu, meðal ann­ars fyrrum sendi­herra lands­ins í Moskvu, Mich­ael McFaul. Þykir þetta fáheyrt til­boð af hendi for­seta Banda­ríkj­anna.

Dag­inn eftir (senni­lega þegar ráð­gjafar Trump höfðu náð að tala við hann) reyndi Trump svo með afspyrnu klaufa­legum hætti að snúa þessu við og segja að um orð­arugl og mis­mæli hafi verið að ræða. Jafn hall­æris­legt og í raun barna­legt athæfi hefur varla sést til for­seta Banda­ríkj­anna og þess aðila sem í augum heims­ins er „leið­togi hins frjálsa heims“. Enda má sjá á lík­ams­burðum Trump við þessa yfir­lýs­ingu að hann er í mik­illi vörn, með kross­lag­aðar hend­ur.

FOX-­menn í erf­ið­leikum

Við­brögð vest­an­hafs verið í sam­ræmi við þetta. Meira að segja gall­hörð­ustu stuðn­ings­menn hans á meðal starfs­manna FOX-­sjón­varp­stöðv­ar­innar (sem er eins­konar ,„mál­gagn“ Trump) og valda­miklir aðilar úr röðum Repúblík­ana hafa lýst yfir von­brigðum og jafn­vel frati á frammi­stöðu Trump í Helsinki. Sama segja skoð­ana­kann­an­ir, en í sam­eig­in­legri könnun frá sjón­varps­stöð­inni ABC og Was­hington Post var helm­ingjur aðspurðra óánægður með frammi­stöðu Trump eftir fund­inn.

En sá sem brosir kampa­kátur er Vla­dimír Pútín, enda segir sagan að í Kreml hafi verið skálað í kampa­víni að fundi lokn­um. Reyndar er sagt að Pútín sé lítið fyrir áfengi, nema helst ein­staka bjór, sem sagt er að hann hafi lært að drekka í árum sínum sem KBG-­maður í Dres­den (þá Aust­ur-Þýska­land­i). En ástæðu hafði hann til að gleðjast, því segja má að júd­ó-­kapp­inn Pútín hafi tekið Trump á „ippon“ (fulln­að­ar­sigri) í Helsinki.

Pútín vildi að Trump ynni kosn­ing­arnar

Það mark­verð­asta sem komið hefur frá Pútín eftir fund­inn er að hann hafi óskað sér að Trump hafi unnið kosn­ing­arnar og jafn­vel stutt hann í því (svar við spurn­ingu frétta­manns Reuter­s).  Á frétta­manna­fund­inum fór Pútin þó í upp­hafi yfir nokkur atriði sem þeir eiga að hafa rætt, án þess að fara út í smá­at­riði. Til dæmis sam­eig­in­lega bar­áttu gegn hryðju­verk­um, afvopn­un, bann við vopnum í geimnum og efn­hags­lega sam­vinnu land­anna. Ekk­ert af þessu er í raun nýtt, nema ef til vill það síð­asta. Utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, Sergei Lavrov lýsti fund­inum sem „frá­bærum“ og „betri en súper“. Banda­rískur starfs­bróðir hans, Mike Pompeio, hefur lítið tjáð sig um fund­inn svo hald­bært sé.

„Banda­ríkin hegð­uðu sér kjána­lega“

Á frétta­manna­fund­inum lýsti Don­ald Trump því yfir að það væri „báðum ríkjum að kenna“ að Rússar hefðu skipt sér af for­seta­kosn­ing­unum árið 2016. Hann sagði að Banda­ríkin hefðu hegðað sér „kjána­lega“ í mál­inu og að „þetta væri okkur öllum að kenna.“ Ekki er vitað til þess að banda­rískur for­seti hafi gefið frá sér slíka yfir­lýs­ingu og verður það að telj­ast afar sér­kenni­legt að for­seti lands­ins látið slík orð falla. Frétta­skýrendur hafa túlkað þessi orð sem gríð­ar­legt veik­leika­merki og á vef­síðu For­eign Policy er hrein­lega full­yrt að Trump hafi haft örygg­is­stofn­anir Band­ríkj­anna að fífl­um, að hann hafi því í raun gjald­fellt Banda­ríkin sem ríki. Meðal fjöl­margra aðila í stjórn­kerf­inu hefur þetta valdið umtals­verðri gremju og menn almennt hissa á fram­ferði Trumps, sem fór að því að best er vitað nán­ast óund­ir­bú­inn á fund­inn. Hann hefur sagt að það sé ekki „hans stíll“ að fara und­ir­bú­inn á svona fundi!

Þegar á heild­ina er litið verður Pútín að telj­ast sig­ur­veg­ari fund­ar­ins (í við­bót við Kim Jong Un) og sumir halda því fram að hann hafi hrein­lega eitt­hvað á Trump, það sem á rúss­nesku er kallað „kompro­m­at.“ Mjög frægt dæmi frá Rúss­landi er mál með fyrrum rík­is­sak­sókn­ara að nafni Skuratov í kringum árið 2000, sem var tek­inn upp á mynd­band í við­ur­vist tveggja „vin­kvenna“ á hót­el­her­bergi. Mynd­bandið var sýnt í rík­is­sjón­varpi Rúss­lands. Skuratov var að rann­saka mögu­lega spill­ingu í kringum Boris Jeltsín, fyrsta for­seta Rúss­lands og for­vera Pútíns, þegar málið kom upp. Boris Jeltsín hefur aldrei verið ákærður fyrir spill­ingu og eitt af fyrstu verkum Pútíns, þegar hann tók við af Jeltsín var að koma í veg fyrir slíkt.

En heima fyrir þarf Pútín ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þurfa að svara erf­iðum spurn­ingum frá óháðum frétta­mönn­um, því nán­ast engu slíku er að dreifa lengur í Rúss­landi, þar sem allir helstu fjöl­miðlar lands­ins eru undir beinni eða óbeinni stjórn Kreml og Pútíns. Í Banda­ríkj­unum er þó ástandið (að minnsta kosti) ennþá þannig að óháðir frétta­menn geta spurt eðli­legra spurn­inga. Þrátt fyrir stöðugar árásir Trumps á ákveðna fjöl­miðla sem hann kalla „óvini fólks­ins.“

Heim­boð í Hvíta húsið í haust

Eftir Helsinki klikkti svo Trump út með því að bjóða Vla­dimír Pútín í opin­bera heim­sókn til Was­hington seinna á árinu, fyrir banda­rísku þing­kosn­ing­arnar sem fram fara í nóv­em­ber. Svo réð­ist hann á Íran á Twitter og hót­aði land­inu öllu illu, til að reyna að dreifa athygl­inni frá vondri frammi­stöðu sinni í Hel­skini og í kjöl­far fund­ar­ins.  

Heim­boðið kom áhrifa­mönnum og „innsta hring“ Trumps í opna skjöldu og yfir­maður þjóðar­ör­ygg­is­mála Banda­ríkj­anna, Dan Coats (repúblík­ani, til­efndur af Trump) frétti af þessu í beinnu útsend­ingu og varð yfir sig hissa. Það er meðal ann­ars hlut­verk Coats að sjá for­set­anum fyrir dag­legum upp­lýs­ingum um þjóðar­ör­ygg­is­mál („pres­idential daily brief“) um þjóðar­ör­yg­is­mál, sem safnað er frá 16 mis­mun­andi öryggi­s­tofn­unum lands­ins. Hann var sem sagt ekki hafður með í ráðum, þegar Trump tók ákvörðun um að bjóða Pútín í Hvíta hús­ið. „Það verður eitt­hvað,“ sagði Dan Coats í við­tal­inu.

Eftir Helsinki-fund­inn hefur í grund­vall­ar­at­riðum lítið breyst í sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Rúss­lands. Mörgum spurn­ingum er ósvar­að, en kjósi Pútín að sam­þykkja heim­boð Trumps og fari Trump inn á þann fund und­ir­bú­inn og með ein­hver alvöru mark­mið og ein­hverja alvöru dag­skrá þá kemur kannski eitt­hvað af viti út úr hon­um. Þá gætu sam­skipti ríkj­anna mögu­lega batn­að, en þau hafa verið ísköld árum sam­an. Það gæti því orðið „eitt­hvað“ - en á eftir að koma í ljós.

Upp­fært: Skömmu eftir að greinin birst­ist var til­kynnt að fyr­ir­hug­aður fundur Trumps og Pútín verði ekki fyrir þing­kosn­ing­arnar í haust og mögu­lega ekki fyrr en á næsta ári. Þetta var gert vegna mót­mæla þing­manna beggja flokka á banda­ríska þing­inu.

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði frá Aust­ur-­Evr­ópu­deild Upp­sala­há­skóla í Sví­þjóð.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar