Stóri ljóti loftlagsúlfurinn

Gró Einarsdóttir, doktor í félags- og umhverfissálfræði, skrifar um ástæður þess að við höfum ekki meiri áhyggjur af loftlagsröskuninni en raun ber vitni og afhverju það gæti verið minna vandamál en halda mætti.

Auglýsing

„Ég hrekk up með óp á vör­un­um. Svita­perlurnar renna niður ennið á mér. Ég finn að gam­al­kunnu þyngslin yfir brjóst­inu eru þarna enn. Ég drösla mér frammúr til að hella uppá rót­sterkt kaffi og hlusta á frétt­irn­ar, en get engan veg­inn ein­beitt mér að því sem verið er að segja. Í vinn­unni á ég erfitt með að sinna verk­efnum dags­ins vegna þess að kvíða­hnút­ur­inn í mag­anum heimtar stans­lausa athygli. Örmagna kem ég heim og leggst fyrir í von um að geta sofið þetta úr mér. En í stað­inn fyrir að sofna bylt­ist ég um og hugs­an­irnar eru á fleygi­ferð. Bráðn­andi ísjakar, skóg­ar­eldar sem geisa, risa­vaxnar flóð­bylgjur og börn sem eru að kafna úr kolaryki. Undir morgun næ ég loks­ins að festa svefn en sef laust. Í morg­unsár­inu hrekk ég upp með óp á vör­unum og hringrásin heldur áfram.“

Í máls­grein­inni hér að ofan reyndi ég að setja mig í spor ein­stak­lings sem er með loft­lagskvíða í fullu sam­ræmi við hversu alvar­leg loft­lags­rösk­unin er. Slíkur ein­stak­lingur hættir ekki að vera með loft­lagskvíða þó að upp renni nýr dag­ur, þótt  besta vin­konan eigi afmæli eða þótt ljós­mæður fari í verk­fall. Loft­lags­rösk­unin er stöðugt til stað­ar, alltaf alvar­leg, og því sleppir kvíð­inn ekki.

Þrátt fyrir að ég hafi hitt margs­konar fólk í sam­bandi við fyr­ir­lestra mína um hinar sál­fræði­legu hliðar loft­lags­mála, þá hef ég ekki enn hitt ein­stak­ling sem fellur að þess­ari lýs­ingu. Ég hef vissu­lega hitt fólk sem er illa haldið af loft­lagskvíða. Fólk með krónískt sam­visku­bit yfir vistspori sínu, og fólk sem er kulnað eftir að hafa gefið allt í loft­lags­bar­áttu. Samt sem áður er það sjald­gæft að fólk sé með linnu­lausar áhyggjur af loft­lags­rösk­un­inni. Í stað­inn virð­ast flestir hafa áhyggjur af loft­lags­málum endrum og sinn­um.  Kannski rétt á eftir að hafa lesið ömur­lega lýs­ingu af því hvernig mann­eskjan eyði­leggur líf­ríki sitt. Svo á til­finn­ingin það til að líða hjá. Hvernig stendur á því? Er ein­hver ástæða til þess að hætta nokk­urn­tíma að hafa áhyggjur af því að við höfum með neyslu okk­ar, umsvifum og offorsi raskað lofts­lag­inu þannig það ógnar lífi okkar á jörð­inni?

Auglýsing

Tak­mörkuð áhyggju­laug

Þrátt fyrir að vís­inda­menn verði sífellt sann­færð­ari um að mann­eskjan hafi raskað lofts­lag­inu á jörð­inni og að afleið­ing­arnar séu alvar­leg­ar, þá benda ýmsar rann­sóknir til þess að almenn­ingur telji að við­var­an­irnar vís­inda­manna séu ýkt­ar. Í kerf­is­bund­inni yfir­lits­grein sem skoð­aði mæl­ingar á við­horfum til loft­lags­breyt­inga frá árunum 1980 til 2014 komust greina­höf­undar að þeirri nið­ur­stöðu að undir lok fyrsta ára­tugar 21. ald­ar­innar hafi tor­tryggni almenn­ings gagn­vart loft­lags­rann­sóknum tekið að aukast. Ein af skýr­ing­unum er talin vera sú að við höfum ekki til að bera nema tak­mark­aða áhyggju­laug.  Það þýðir að þegar athygli okkar bein­ist af ákveðnu áhyggju­efni þá minnka áhyggjur okkar í öðrum mála­flokkum á sama tíma. Sem dæmi má nefna að til­hneig­ing banda­rísks almenn­ings að for­gangs­raða umhverf­is­málum sveifl­ast í takt við atvinnu­leysi í land­inu. Ef mörgum vanntar vinnu, þá minnkar áhug­inn á umhverf­is­mál­um.

Sé kenn­ingin um tak­mark­aða áhyggju­laug rétt, getum við spurt okkur afhverju svo stór hluti af orð­ræð­unni um loft­lags­rösk­un­ina miðar að því að hræða fólk til aðgerða? Skila­boð á borð við - Það er nú eða aldrei! Við erum sein­asta kyn­slóðin sem getur snúið við blað­in­u!, heyr­ast oft í tengslum við loft­lags­að­gerð­ir. En vegna þess hvað loft­lags­málin eru óræð og óáþreif­an­leg er ólík­legt að þau verði ofaná í  sam­keppn­inni um tak­markað áhyggju­svið okkar og athygli fólks til langs tíma. Þó að loft­lags­á­hyggjur almenn­ings í Evr­ópu hafi lík­ast til auk­ist á þessu ári eftir óvenju­lega heitt og þurrt sum­ar, er lík­legt að þær áhyggjur lúti í lægra haldi um leið og efna­hags­örðu­leik­ar, stríð, flótta­menn, heil­brigð­is­mál og skóla­mál heimta athygl­ina aft­ur.

En aðgerð­ar­sinnar halda engu að síður áfram að hræða fólk með loft­lags­rösk­unn­inni því þeir vita að hræðsla getur hrist upp í fólki og knúið það til aðgerða. Og þess getur vissu­lega stundum verið þörf. Mót­mæla­að­gerðir gegn ágeng­um, raskandi, og meng­andi fram­kvæmdum eru mjög lík­lega knúnar áfram af til­finn­ingum eins og reiði, hræðslu og kvíða, og slíkar aðgerðir geta skilað mik­il­vægum árangri. Þessar til­finn­ingar eru mik­il­vægur hvati til þess að koma hlut­unum í verk. Vanda­málið er hins vegar að þessir hvatar krefj­ast mik­illar orku. Eins og lýs­ingin í byrjun grein­ar­innar gaf til kynna verður sá sem hefur þrot­lausar áhyggjur af lofts­lag­inu að lokum örmagna. Nei­kvæðar til­finn­ingar fóstra þröng­sýna hugs­un, þar sem athyglin bein­ist fyrst og fremst að vanda­mál­inu en allt nær­liggj­andi er úr fók­us. Þess vegna henta nei­kvæðar til­finn­ingar best sem hvati til þess að leysa vel skil­greind vanda­mál. Þetta á mjög sjaldan við um úrlausn­ar­efni tengd loft­lags­rösk­un­inni.

Víkka og byggja

Ef hræðsla hentar illa til að hvetja til loft­lags­að­gerða, hvað er þá til ráða? Kannski er vanda­málið ekki að koma okkur í gang, heldur að halda okkur gang­andi. Mark­vissar aðgerðir í loft­lags­málum krefj­ast þol­gæðis og festu. Til þess þurfum við að eiga orku til skiptana. Ólíkt nei­kvæðum til­finn­ingum þá fylla jákvæðar til­finn­ingar okkur af orku. Það er þess vegna sem þær henta betur sem hvati til að leysa úr erf­ið­um, flóknum og langvar­andi vanda­mál­um. Sam­kvæmt kenn­ing­unni um til­gang jákvæðra til­finn­inga miða þær að því að víkka sjón­deild­ar­hring okkar og byggja brýr. Við þurfum gleði til að safna orku, for­vitni til þess að sjá nýjar lausnir, von sem gefur okkur háleit mark­mið, og stolt sem hvetur okkur til dáða. Jákvæðar til­finn­ingar hjálpa okkur að tengj­ast öðru fólki, og slíkar teng­ingar við vini, sam­fé­lagið okkar og önnur lönd, eru nauð­syn­legar til þess að við getum unnið saman að því að draga úr loft­lags­rösk­un­inni. Væri það ekki reyn­andi að fjöl­miðla­fólk,  að­gerðasinnnar og ráða­menn höfð­uðu í auknum til þess­ara hvata til þess að koma af stað raun­hæfum úrbót­um?

Loft­lags­úlf­ur­inn

Að lok­um, fyrir þá sem enn eru sann­færðir um að aðeins með því að hræða fólk sé hægt að knýja fram aðgerðir í lofts­lags­málum sem duga, vil ég minna á dæmisög­una um smal­ann sem hróp­aði úlf­ur, úlf­ur. Ástæðan er langt því frá sú að ég telji að það leiki ein­hver vafi á því að hrópa þurfi úlfur út af loft­lags­rösk­un­inni. Í stað­inn held ég að sagan hafi ýmis­legt að segja um mann­leg við­brögð við end­ur­teknum við­vör­un­um. Ímyndum okkur útfærslu af sög­unni þar sem úlf­ur­inn er ósýni­leg­ur, óáþreif­an­leg­ur, óljós, óná­kvæmur en engu að síður ógn­væn­leg­ur. Aðeins smal­inn væri gæddur náð­ar­gáf­unni að sjá þennan ósýni­lega úlf!  Hvernig er lík­legt að þorps­bú­arnir brygð­ust við end­ur­teknum við­vör­unum hans? Ætti smal­inn að hrópa úlf­ur, úlfur ennþá hærra eða ætti hann að leita ann­arra lausna til þess að hvetja þorps­bú­ana til þess að hjálpa sér að verja kind­urnar fyrir úlf­in­um? Við vitum öll hvernig klass­íska dæmi­sagan end­ar, en nú er spurn­ing hvernig við ætlum að láta sög­una um smal­ann og og stóra ljóta loft­lags­úlfinn enda?

Höf­undur er doktor í félags- og umhverf­is­sál­fræði.

Súrnun sjávar og áhrif þess á sjávardýr
Súrnun sjávar leiðir meðal annars til þess að kuðungar snigla sem búa í sjónum verða þynnri, skemmdari og að á þá vanti oft felulitina sem einkennir þá.
Kjarninn 18. október 2018
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Jurtalitir
Kjarninn 18. október 2018
Hermundur Sigmundsson
Hoppum út í laugina!
Kjarninn 18. október 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Engri beiðni um fóstureyðingu synjað á síðasta ári
Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi var þrettán einstaklingum heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu árið 2017.
Kjarninn 18. október 2018
Segir rammaáætlun þurfa að meta efnahagslega þætti
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segist ekki vita almennilega í hvaða stöðu rammaáætlun sé. Hún virðist láta meta alla aðra þætti en efnahagslega þegar fundið er út úr því hvaða landsvæði eigi að vernda gagnvart orkunýtingu.
Kjarninn 18. október 2018
Sigríður Halldórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir
Óþarfa viðkvæmni
Kjarninn 18. október 2018
Samkeppnishæfni Íslands batnar
Ísland er nú í 24. sæti hvað varðar samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum. Ísland hefur farið upp um fimm sæti á síðustu þremur árum og íslenska hagkerfið er skilgreint sem nýsköpunardrifið.
Kjarninn 18. október 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Fréttir vikunnar og Elon Musk
Kjarninn 18. október 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar