Auðlindagjöld og hagrænir hvatar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, birtir greinaflokk í þremur hlutum undir heitinu „Fiskeldi – Leiðin til sátta?“. Þetta er fyrsta greinin.

Auglýsing

Saga fisk­eldis á Íslandi er orðin nokkuð löng og brota­kennd, en í dag er um umtals­verða starf­semi að ræða sem gegnir mik­il­vægu hlut­verki víða um land. Fram hjá því verður hins vegar ekki horft að fisk­eldi í opnum sjó­kvíum felur í sér áhættu, ef illa fer. Það er skylda okkar að huga að nátt­úru og umhverfi, fyrir nú utan að það er sið­ferð­is­lega rétt þá er það ein­fald­lega bundið í lög að nátt­úran skuli alltaf njóta vafans.

Hvernig verður best tryggt að ekki verði umhverf­isslys af fisk­eldi? Því er í raun auðsvar­að; með því að leggja af allt eldi í opnum sjó­kvíum og færa það á land. Ef á að fást 100% öryggi um að eld­is­fiskur sleppi ekki, þá eru lok­aðar kvíar ekki einu sinni nægi­lega öruggar því á öllum mann­anna smíðum geta reynst gallar og seint mun mað­ur­inn fram­leiða nokkuð sem hægt er að full­yrða að muni stand­ast nátt­úru­öflin í sinni ofsa­fengn­ustu mynd.

Er 100% land­eldi raun­hæft? Ég leyfi mér að efast um það, fyrir nú utan að öll umræða um sjón­mengun og nýt­ingu á landi, verði allt eldi flutt þang­að, er eft­ir. Hvað er þá til ráða, hvernig búum sem best um fisk­eldi með umhverf­is­mál að leið­ar­ljósi? Það er eitt af þeim stóru verk­efnum sem ég tel að verði að ráð­ast í sem fyrst. Það er hins vegar raun­hæft að stefna að því að ekk­ert eldi verði í opnum kvíum, en til þess þarf að gefa aðlög­un­ar­tíma.

Auglýsing

Ég hef, bæði sem nefnd­ar­maður í atvinnu­vega­nefnd og almennur áhuga­mað­ur, kynnt mér fisk­eld­is­mál­in, lesið mig í gegnum athuga­semdir við frum­varp sem fram kom í vor og hlustað á og átt sam­töl við gesti á fundum atvinnu­vega­nefnd­ar. Þá gerði ég mér ferð í norska sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið í sumar til að kynn­ast því hvernig Norð­menn búa um hnút­ana. Ég hef nefni­lega trölla­trú á því að kynna mér hvernig gert er í öðrum löndum þannig að við getum lært af því.

Í þessum greina­flokki mun ég setja fram sýn mína um hvernig hægt væri að búa sem best um þessi mál, í sem mestri sátt. Því rót­grón­ari sem atvinnu­greinin verð­ur, því erf­ið­ara verður að stilla hana af upp á nýtt. Sumt af því sem ég set fram er þegar við lýði, annað er að finna í frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra frá í vor, en sumt er frá mér kom­ið. Mig langar að setja fram sýn mína til að skapa umræðu­grund­völl um mál­ið.

Lík­lega er það barna­leg von að telja að hægt sé að ná sátt um fisk­eldi. Það verður mjög auð­velt að skjóta það í kaf sem ég set fram hér. Sér­fræð­ingar og rekstr­ar­að­ilar geta án efa bent á að ein­hvers staðar sé ég á villi­götum með óraun­hæfar vænt­ing­ar. Það er allt í lagi, ég þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér. Þá geta hörð­ustu and­stæð­ingar fisk­eldis áreið­an­lega farið þá auð­veldu leið að úthrópa mig sem svik­ara við umhverf­is­sjón­ar­mið fyrir að opna á að til sé ein­hver milli­vegur um upp­bygg­ingu fisk­eld­is. Það er líka allt í lagi, en færir okkur ekk­ert upp úr skot­gröf­un­um. Hér er í það minnsta mín sýn og ég mun hlusta á allar gagn­rýn­is­radd­ir.

Raunar vona ég að þeir sem kunni að vera mér ósam­mála komi því á fram­færi, því þannig getum við rætt saman og þokað þessum málum áfram.

Í þess­ari fyrstu grein hyggst ég fjalla um auð­linda­gjöld, umhverf­is­mál og hag­ræna hvata. Í grein tvö mun ég fjalla um eft­ir­lit byggt á vís­indum og þekk­ingu og í loka­grein­inni mun ég draga málið saman og setja fram­tíð­ar­sýn mína fram. Full mynd fæst því ekki á minn mál­flutn­ing fyrr en allar grein­arnar hafa birst. Í sem stystu máli snýst sú fram­tíð­ar­sýn um umhverf­is­vænt fisk­eldi.

Sann­gjörn og skil­virk gjald­taka

Fisk­eld­is­fyr­ir­tæki nýta sam­eig­in­lega auð­lind þjóð­ar­inn­ar, haf­ið, og því er eðli­legt að þau greiði til sam­fé­lags­ins fyrir það. Starf­semi þeirra get­ur, ef allt fer á versta veg, haft í för með sér umhverf­is­lys og breyt­ingu á vist­kerf­um, með blöndun eld­is­laxa og villtra.

Norð­menn hafa mikla reynslu í fisk­eld­is­mál­um, hafa rekið sig á ýmis horn og gert mörg mis­tök. Í dag er fisk­eldi umfangs­mikil atvinnu­grein í Nor­egi og áform eru uppi um að efla hana enn frek­ar. Þar eru gerðar miklar kröfur til fyr­ir­tækja í rekstri og rukkað hátt leyf­is­gjald.

Þar í landi not­ast menn við svo­kallað umferð­ar­ljósa­kerfi; svæðum er skipt í græn, gul og rauð eftir því hvort heim­ilt er að auka við fram­leiðslu, hvort þarf að skoða það betur eða jafn­vel draga úr henni. Fyrr á þessu ári gáfu Norð­menn út leyfi sem jafn­giltu 6% aukn­ingu á fram­leiðslu á grænum svæð­um.

Tvenns konar fyr­ir­komu­lag var við­haft við aukn­ing­una. Þriðj­ungi hennar var skipt á milli fyr­ir­tækja á föstu verði, sem nam 120 þús­und NKR pr. tonn. Tveir þriðju voru boðnir út og með­al­verðið sem fékkst var 195 þús­und NKR pr. tonn. Þetta jafn­gildir því að 1,5 milljón íslenskra króna hafi feng­ist á fasta verð­inu og um 2,5 millj­ónir í upp­boð­inu. Fyrir hvert ein­asta tonn. Það er því ljóst að um umtals­verða fjár­muni er að ræða og Norð­menn líta á þetta sem mik­il­vægan tekju­stofn, en um leið að greinin sjálf standi undir öllum kostn­aði við vöktun og eft­ir­lit.

Er þetta leiðin sem við eigum að fara? Það væri í sjálfu sér ein­falt og í frum­varpi um fisk­eldi sem lagt var fram í vor er gert ráð fyrir umtals­vert háu leyf­is­gjaldi. Gall­inn er að það mið­ast aðeins við leyfi á svæðum sem ekki hafa þegar verið burð­ar­þols­met­in. Þá hefur það engin áhrif á þá starf­semi sem nú þegar er til staðar og nýliðar í grein­inni sætu alls ekki við sama borð og þeir sem fengu leyfið á mun lægri upp­hæð.

Sjálfum finnst mér hins vegar eðli­legra að fyrir nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda verði ein­fald­lega greitt auð­linda­gjald. Slíkt gjald leggst hlut­falls­lega jafnt á öll fyr­ir­tæki í grein­inni og með slíku kerfi næð­ist fram sann­gjörn greiðsla fyrir nýt­ingu sam­eig­in­legrar auð­lind­ar. Raunar tel ég eðli­legt að skoða allt umhverfi auð­linda­gjalda, hvort sem auð­lindin er haf­ið, orkan, sam­eig­in­leg land­svæði eða hvað sem er, og sam­ræma. Auð­linda­gjald gefur líka færi á því að nýta hag­ræna hvata til að stuðla að umhverf­is­vænni rekstri, eins og komið verður inn á hér á eft­ir.

Skýrar umhverfis­kröfur

Þrátt fyrir að aldrei sé hægt að segja að lok­aðar sjó­kvíar séu full­komn­ar, frekar en önnur mann­anna verk, þá eru þær mun örugg­ari en þær opnu. Ég tel ein­sýnt að stefna eigi að því að allt fisk­eldi við Íslands­strendur verði á end­anum í lok­uðum kví­um. Það er umfangs­mikið og kostn­að­ar­samt verk­efni og eðli­legt að til þess verði gef­inn tími. Hins vegar á engan afslátt að gefa af umhverfis­kröf­um, þó ekki verði strax kraf­ist lok­aðra kvía.

Það þarf að gera þá kröfu að allur bún­aður sé umhverf­is­vænn og eftir bestu fáan­legu tækni hverju sinni. Í því skyni er eðli­legt að gefa fyr­ir­tækjum aðlög­un­ar­tíma þurfi þau þess, að eftir ákveðið langan tíma verði ekki eldi í opnum kvíum við Íslands­strend­ur.

Þar kemur að því sem komið var inn á, hag­rænum hvöt­um. Það er hægt að beita þeim til að hvetja fyr­ir­tæki til að færa rekstur sinn til umhverf­is­vænni vegar og ein­faldasta leiðin til þess er að gefa afslátt á auð­linda­gjald­inu. Þannig má hugsa sér að afsláttur verði veittur fyrir fyr­ir­tæki sem vinna að því að:

- Fara í lokað eldi

- Fara í land­eldi

- Nýta ófrjóan lax í eldi

- Merkja alla fiska þannig að hægt sé að rekja stroku­fiska til þeirra

- Fram­leiðslan er laus við lús og um leið þau fyr­ir­tæki sem minnst nota af lyfjum

Eðli­legt er einnig að tekið sé til­lit til fer­ils fyr­ir­tækja í umhverf­is­mál­um, til dæmis þegar að end­ur­út­hlutun leyfa kem­ur. Þá gæti það haft áhrif til afsláttar á auð­linda­gjöldum að vera með flekklausan feril í þeim efn­um, í það minnsta á þeim upp­bygg­ing­arfasa sem við nú erum í.

Sú upp­bygg­ing verður að vera á vís­inda­legum grunni og undir merkjum sjálf­bærni, en um það verður fjallað betur í næstu grein.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar