Endurreisn íslenska lýðveldisins?

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir að það sé ekki hægt að búa við stjórnarskrá sem galopni leiðir til geðþóttaákvarðana og ábyrgðarleysis ráðamanna. Lýðveldið sjálft sé í miklum vanda.

Auglýsing

Íslenska lýð­veldið er í miklum vanda. Eins og Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis leiðir glögg­lega í ljós var Hrunið 2008 í sér­legu boði íslenskra stjórn­valda, fjár­mála­stofn­ana og eft­ir­lits­að­ila. Reyndar er íslenska Hrunið eina dæmið um fjár­mála­kerfi í lýð­ræð­is­ríki sem hrynur undan þunga inn­lendrar spill­ing­ar, van­hæfni, frænd­hygli og fúsks vald­hafa í stjórn­málum og fjár­mála­kerfi. Heimskreppa og/eða styrj­aldir komu þar ekki við sögu.

Þjóð­fé­lagið er gegn­sýrt af van­trausti - ekki síst við­var­andi tor­tryggni almenn­ings í garð vald­hafa og stofn­ana. Rík­is­stjórnir koma og fara – meira að segja þrjár sama árið 2017. Þing­kosn­ingar haldnar 2009, 2013, 2016 og 2017. Núver­andi rík­is­stjórn nýtur sam­kvæmt skoð­ana­könnun fylgis minna en helm­ings kjós­enda. Óstöð­ug­leiki í stjórn­málum og þjóð­lífi er orðið að reglu fremur en und­an­tekn­ingu. Framundan hörð stétta­á­tök ef að líkum læt­ur.

Við þurfum að finna leið til að end­ur­reisa íslenska lýð­veld­ið. Hafa sam­eig­in­legan sátt­mála og grund­vall­ar­lög sem visa okkur leið­ina til lýð­ræðis og rétt­læt­is. Fyrsta skrefið í end­ur­reisn­inni að horfast í augu við þá stað­reynd að í lýð­veld­is­stjórn­ar­skránni er ekki að finna neinn veg­vísi til lýð­ræð­is.

Auglýsing

Sveinn Björns­son, fyrsti for­seti Íslands, sagði m.a. í nýársávarpi 1949:

„Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýð­veld­is­ins rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórn­ar­skrá, sem vér þurfum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóð­inni og stjórn­mála­leið­tog­um, að sett verði sem fyrst. Í því efni búum vér enn við bætta flík, sem sniðin var upp­runa­lega fyrir annað land, með öðrum við­horf­um, fyrir heilli öld.”

Í grund­vall­ar­at­riðum er núver­andi stjórn­ar­skrár byggð á stjórn­ar­skrá kon­ungs­rík­is­ins Dan­mörku –frá 1849. Sveinn var mik­ill lýð­ræð­is­sinni og taldi að full­veld­is­réttur þjóð­ar­innar ætti að vera grund­vall­ar­at­riði í stjórn­skipun sér­hvers lýð­veld­is. Stjórn­ar­skrá kon­ungs­ríkis hæfði ekki íslensku lýð­ræð­is­landi. Sveinn hvatti því til þess að kosið yrði sér­stakt stjórn­laga­þing til að semja stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins. Alþing­is­menn ættu ekki að ákvarða efni stjórn­ar­skrá enda væri nauð­syn­legt að kveða þar m.a. skýrt á um tak­mark­anir á valdi Alþingis sem og ann­arra valds­manna.

Í lýð­veld­is­stjórn­ar­skránni frá 1944 hefur for­seti Íslands víð­tækt geð­þótta­vald en bera enga ábyrgð. Núver­andi for­seti, Guðni Th. Jóhann­es­son, hefur ítrekað kallað eftir að völd og ábyrgð for­seta Íslands verði skil­greind í stjórn­ar­skrá. Í þing­setn­ing­ar­ræðu sinni 12. sept­em­ber 2017 sagði for­set­inn að „við óbreytt ástand verði ekki unað” og að „Stjórn­ar­skrár­bundið ábyrgð­ar­leysi, sem felur samt í sér form­lega stað­fest­ingu á ákvörð­unum ann­arra, sam­ræm­ist ekki rétt­ar­vit­und fólks og á ekki heima í stjórn­sýslu sam­tím­ans”.

Geð­þótta­vald Alþingis er líka oft algjört og þá mest þegar mik­il­væg­ast er að Alþingi gæti almanna­hags og þjóð­ar­far­sældar en gangi ekki erinda sér­hags­muna hinna ríku og vold­ugu. Þannig hefur Alþingi Íslend­inga tekið sér vald til þess að svipta þjóð­ina virku eign­ar­haldi á dýr­mæt­ustu sam­eign Íslend­inga, fisk­veiði­auð­lind­inni, en afhenda hana gjafa­kvóta­greifum til eigin fénýt­ingar og brasks. Á Íslandi geta ráð­herra, jafn­vel dóms­mála­ráð­herra, brotið lög og setið áfram eins og ekk­ert hafi í skorist. Fengið meira að segja sér­staka trausts­yf­ir­lýs­ingu frá meiri­hluta Alþing­is.

Við getum ekki búið við stjórn­ar­skrá sem galopnar leiðir til geð­þótta­á­kvarð­ana og ábyrgð­ar­leysis ráða­manna. Við þurfum að leita nýrra leiða til að end­ur­reisa íslenska lýð­veld­ið. Leitum fyrst til þjóð­skálds. Hannes Pét­urs­son segir í ljóða­bók sinni Fyrir Kvöld­dyr­um:

„Við stóð­umst ekki án drauma

neinn dag til kvölds … “.

Sem betur fer hefur okkur þrátt fyrir allt auðn­ast að búa til fínar til­lögur að Sam­fé­lags­sátt­mála og einnig frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá. Árið 2010 var kosið til Stjórn­laga­þings sem síðar varð Stjórn­laga­ráð eftir að Hæsti­réttur Íslands hafði ógilt kosn­ing­una án þess að sýnt væri fram á að fram­kvæmd kosn­ing­anna hefði haft ein­hver áhrif á nið­ur­stöð­una. Umboðið frá þjóð­inni var þar af leið­andi óhagg­að.

28. júlí 2011 sam­þykkti Stjórn­laga­ráð eft­ir­far­andi:

„Við sem byggjum Ísland viljum skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur upp­runi okkar auðgar heild­ina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn­slóð­anna, landi og sögu, nátt­úru, tungu og menn­ingu.

Ísland er frjálst og full­valda ríki með frelsi jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­indi að horn­stein­um.

Stjórn­völd skulu vinna að vel­ferð íbúa lands­ins, efla menn­ingu þeirra og virða marg­breyti­leika mann­lífs, lands og líf­rík­is.

Við viljum efla frið­sæld, öryggi, heill og ham­ingju á meðal okkar og kom­andi kyn­slóða. Við ein­setjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virð­ingu fyrir jörð­inni og öllu mann­kyni.

Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórn­ar­skrá, æðstu lög lands­ins sem öllum ber að virða.”

Líf ein­stak­linga og sam­fé­laga er vissu­lega flókið en sumt er samt bæði ein­falt og satt. Þannig getur íslenskt lýð­ræði ekki þroskast án nýs sam­fé­lags­sátt­mála og nýrrar stjórn­ar­skrár. Við höfum ein­fald­lega engin við­mið – ekk­ert sam­eig­in­leg mark­mið, engar sam­eig­in­legar hug­sjón­ir, enga sam­eig­in­lega drauma. Draumar eru hins vegar upp­haf en ekki enda­lok. Veg­ferðin er síðan á ábyrgð okkar hvers og eins og í sam­ein­ingu. Aðfara­orðin er góður grunnur að Sam­fé­lags­sátt­mála. Þar er að finna draum­sýn sem gæti sam­einað íslenska þjóð og skapað mögu­leika á end­ur­reisn íslenska lýð­veld­is­ins. Íslend­ingar eign­uð­ust sinn fyrsta Sam­fé­lags­átt­mála.

Meg­in­at­riði frum­varps Stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrár voru sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 20. okt. 2012. Hvað svo sem segja má um ein­stakar greinar þess er er ljóst að það getur ásamt Aðfara­orð­unum markað leið­ina til raun­veru­legs lýð­veld­is.

Bar­áttu Íslend­inga fyrir sjálf­stæði og full­veldi getur ekki lokið með stjórn­ar­skrá sem byggir á stjórn­ar­skrá kon­ungs­rík­is. Við þurfum og skulum reglu­lega rifja upp að meg­in­mark­mið full­veld­is­bar­áttu Íslend­inga – sam­kvæmt for­skrift Jóns Sig­urðs­sonar - var að íslenska þjóðin yrði full­valda en ekki að inn­lend ráða­stétt kæmi í stað hins danska valds. For­ræði þjóð­ar­innar var t.d. und­ir­strikað sér­stak­lega með því að kosið var almennri kosn­ingu til að velja full­trúa á Þjóð­fund­inn 1851 sem fjall­aði um stjórn­skipun lands­ins. Ekki var talið við hæfi að Alþingi semdi til­lögur sem m.a. ætti að afmarka vald Alþing­is­manna.

Á tímum Jóns Sig­urðs­sonar hefði Alþingi Íslend­inga örugg­lega ekki hunsað nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæðis um nýja stjórn­ar­skrá. Lýð­veldið er nefni­lega fjöregg þjóð­ar­innar –og á ekki að vera áfram einka­leik­völlur ráða­stétt­ar­innar í land­inu.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands og félagi í Reykja­vikurAka­dem­íu. Grein er byggt á erindi á Full­veld­is­mara­þoni Reykja­vík­ur­Aka­demíu á Menn­ing­arnótt Reykja­víkur 18. ágúst 2018.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar