Landsbyggðin, útlendingar og við

Guðjón Sigurbjartsson, sem býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna, segir að opinn markaður með jarðir stuði að sanngjörnu verði og að erlendir kaupendur slíkra færi með sér fleira en bara fjármagn.

Auglýsing

Bráðum eru 100 ár síðan athafna­mað­ur­inn Thor Jen­sen setti upp mynd­ar­legt mjólk­urbú á Korp­úlfs­stöð­um. Starf­semin stóð frá 1929 til 1934 með um 300 kýr í fjós­inu. Mjólkin var unnin á býl­inu af stakri fag­mennsku og dreift beint til við­skipta­vina í Reykja­vík á gler­flöskum, það er „beint frá býli“ og sá meiri­hluta bæj­ar­búa fyrir mjólk.

Margir ótt­uð­ust afleið­ingar þessa stór­bú­skapar í nágrenni þétt­býlis og 1934 stöðv­aði Alþingi til­raun­ina með mjólk­ur­sölu­lögum og lög­festi þar með smáan fjöl­skyldu­bú­skap um allt land.  

Síð­asta ára­tug hafa mjólk­urbú verið að stækka og þeim að fækka með til­komu mjalta­þjóna. Nokkur bú slaga nú orðið upp í Korp­úlfs­staða­búið að stærð. Mjólk­ur­sölu­lögin gerðu ekki annað en tefja fram­þró­un­ina um 100 ár eða svo.

Auglýsing

En nú er komin ný ógn frá „ríkum útlend­ing­um“. Þeir eru nefni­lega „að kaupa upp heilu lands­hlut­ana“. Margir ótt­ast að hefð­bund­inn búskapur legg­ist af á stórum land­svæðum og sumir heimta lög sem stöðva upp­kaup­in. Rökin eru vel þekkt. Tryggja þarf: full­veldi þjóð­ar­inn­ar; auð­lind­irnar áfram í eigu þjóð­ar­inn­ar; næga mat­væla­fram­leiðslu í land­inu og; byggða­festu.

Norður Kórea hvað?

Breyt­inga er þörf

Á næstu ára­tugum mun mjólk­ur­búum halda áfram að fækka úr nú um 600 í trú­lega um 200 með áfram­hald­andi mjalta­þjóna­væð­ingu og vinnan verður fjöl­skyldu­vænni og nútíma­legri. 

Sauð­fjár­búum þarf líka að fækka veru­lega. Þau eru nú um 2000, mest smá­bú­skapur með annarri vinnu. Lamba­kjöts­fram­leiðslan er um 35% umfram inn­an­lands­þörf og mis­mun­ur­inn seldur til útlanda á verðum sem ekki duga fyrir fram­leiðslu­kostn­aði. Neysla lamba­kjöts á mann fer minnk­andi og lausa­ganga búfjár veldur umhverf­is­skaða og slysa­hættu.

Í sjáv­ar­út­vegi verða einnig miklar breyt­ingar á næstu árum kenndar við fjórðu iðn­bylt­ing­una og fram­leiðslu­störfum mun fækka en störfum við tækn­ina fjölga eitt­hvað á móti.

Til mat­væla­öfl­unar þurfti um 90% af vinnu­aflsins fyrir 100 árum, en nú fram­leiða um 10% mun meiri mat en þörf er á. Útlit er fyrir áfram­hald­andi fækkun næstu ára­tugi sam­hliða tækni­væð­ing­u.  

Hvað tekur þá við? Við þurfum virki­lega að spá í það.

Nýsköpun á lands­byggð­inni

Það sem tekur við eru auð­vitað störf sem byggja á mennt­un, sköp­un, vilja og kjarki til að gera það sem gera þarf.

Upp­fært land­bún­að­ar­kerfi þarf að styðja virka bændur óháð búgreinum og magni fram­leiðslu, að vissum skil­yrðum upp­fyllt­um. Fyr­ir­myndin í Evr­ópu kall­ast CAP, Sam­eig­in­lega land­bún­að­ar­stefn­an. Nýja stefnan nýtir mark­aðs­öflin neyt­endum og bændum í hag og er umhverf­is­væn en það hljóta að vera meg­in­mark­mið end­ur­skoð­unar búvöru­samn­inga sem nú unnið er að.

Svo und­ar­legt sem það nú er þá er matur eina varan sem er tolluð inn í land­ið! Nið­ur­fell­ing mat­ar­toll­anna mun lækka verð kjöts, eggja og mjólk­ur­vara um 35% eða svo. Lækk­unin nemur um 100.000kr. á mann á ári eða 400.000kr. á fjög­urra manna fjöl­skyldu. Hátt mat­væla­verð er stóral­var­legt fyrir fátækt barna­fólk og tekju­lága bóta­þega. Svo hamlar það vexti ferða­þjón­ust­unnar um land allt því ferða­menn eru líka neyt­end­ur. Í Evr­ópu er almennt opinn mark­aður með mat­væli og verð mikið lægri en hér og svo hefur verið lengi.

Annað stór­mál er lækkun vaxta með alþjóð­legum gjald­miðli sem einnig mun koma lands­byggð­inni vel.

Tökum vel á móti fram­tíð­inni

Síð­ustu 100 ár sýna að þeir sem standa gegn þró­un­inni tapa. Opinn mark­aður með jarðir stuðlar að sann­gjörnu verði. Gott verð nýt­ist selj­endum í nýjum verk­efnum og stuðlar að greið­ari þróun atvinnu­lífs og mann­lífs. Erlendir kaup­endur færa með sér fleira en fjár­magn. Þeir auðga mann­lífið í eins­leitu fámenn­inu, eins og dæmin sanna.

Verum hug­rökk og tökum vel á móti fram­tíð­inn­i. 

Guð­jón Sig­ur­bjarts­son, við­skipta­fræð­ing­ur, í fram­boði til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna, sem kosið verður til í októ­ber 2018. Að þessu sinni verður net­kosn­ing. Þeim sem hafa hug á að taka þátt í vali stjórnar og for­manns er bent á að ganga í sam­tökin á ns.is og greiða þarf félags­gjöld vel í tíma fyrir Lands­þing­ið.

Til­vís­an­ir: 

betriland­buna­d­ur.wordpress.com/graf­ar­vogs­bu­ar.is/korpulfs­sta­dir/

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar