Landsbyggðin, útlendingar og við

Guðjón Sigurbjartsson, sem býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna, segir að opinn markaður með jarðir stuði að sanngjörnu verði og að erlendir kaupendur slíkra færi með sér fleira en bara fjármagn.

Auglýsing

Bráðum eru 100 ár síðan athafna­mað­ur­inn Thor Jen­sen setti upp mynd­ar­legt mjólk­urbú á Korp­úlfs­stöð­um. Starf­semin stóð frá 1929 til 1934 með um 300 kýr í fjós­inu. Mjólkin var unnin á býl­inu af stakri fag­mennsku og dreift beint til við­skipta­vina í Reykja­vík á gler­flöskum, það er „beint frá býli“ og sá meiri­hluta bæj­ar­búa fyrir mjólk.

Margir ótt­uð­ust afleið­ingar þessa stór­bú­skapar í nágrenni þétt­býlis og 1934 stöðv­aði Alþingi til­raun­ina með mjólk­ur­sölu­lögum og lög­festi þar með smáan fjöl­skyldu­bú­skap um allt land.  

Síð­asta ára­tug hafa mjólk­urbú verið að stækka og þeim að fækka með til­komu mjalta­þjóna. Nokkur bú slaga nú orðið upp í Korp­úlfs­staða­búið að stærð. Mjólk­ur­sölu­lögin gerðu ekki annað en tefja fram­þró­un­ina um 100 ár eða svo.

Auglýsing

En nú er komin ný ógn frá „ríkum útlend­ing­um“. Þeir eru nefni­lega „að kaupa upp heilu lands­hlut­ana“. Margir ótt­ast að hefð­bund­inn búskapur legg­ist af á stórum land­svæðum og sumir heimta lög sem stöðva upp­kaup­in. Rökin eru vel þekkt. Tryggja þarf: full­veldi þjóð­ar­inn­ar; auð­lind­irnar áfram í eigu þjóð­ar­inn­ar; næga mat­væla­fram­leiðslu í land­inu og; byggða­festu.

Norður Kórea hvað?

Breyt­inga er þörf

Á næstu ára­tugum mun mjólk­ur­búum halda áfram að fækka úr nú um 600 í trú­lega um 200 með áfram­hald­andi mjalta­þjóna­væð­ingu og vinnan verður fjöl­skyldu­vænni og nútíma­legri. 

Sauð­fjár­búum þarf líka að fækka veru­lega. Þau eru nú um 2000, mest smá­bú­skapur með annarri vinnu. Lamba­kjöts­fram­leiðslan er um 35% umfram inn­an­lands­þörf og mis­mun­ur­inn seldur til útlanda á verðum sem ekki duga fyrir fram­leiðslu­kostn­aði. Neysla lamba­kjöts á mann fer minnk­andi og lausa­ganga búfjár veldur umhverf­is­skaða og slysa­hættu.

Í sjáv­ar­út­vegi verða einnig miklar breyt­ingar á næstu árum kenndar við fjórðu iðn­bylt­ing­una og fram­leiðslu­störfum mun fækka en störfum við tækn­ina fjölga eitt­hvað á móti.

Til mat­væla­öfl­unar þurfti um 90% af vinnu­aflsins fyrir 100 árum, en nú fram­leiða um 10% mun meiri mat en þörf er á. Útlit er fyrir áfram­hald­andi fækkun næstu ára­tugi sam­hliða tækni­væð­ing­u.  

Hvað tekur þá við? Við þurfum virki­lega að spá í það.

Nýsköpun á lands­byggð­inni

Það sem tekur við eru auð­vitað störf sem byggja á mennt­un, sköp­un, vilja og kjarki til að gera það sem gera þarf.

Upp­fært land­bún­að­ar­kerfi þarf að styðja virka bændur óháð búgreinum og magni fram­leiðslu, að vissum skil­yrðum upp­fyllt­um. Fyr­ir­myndin í Evr­ópu kall­ast CAP, Sam­eig­in­lega land­bún­að­ar­stefn­an. Nýja stefnan nýtir mark­aðs­öflin neyt­endum og bændum í hag og er umhverf­is­væn en það hljóta að vera meg­in­mark­mið end­ur­skoð­unar búvöru­samn­inga sem nú unnið er að.

Svo und­ar­legt sem það nú er þá er matur eina varan sem er tolluð inn í land­ið! Nið­ur­fell­ing mat­ar­toll­anna mun lækka verð kjöts, eggja og mjólk­ur­vara um 35% eða svo. Lækk­unin nemur um 100.000kr. á mann á ári eða 400.000kr. á fjög­urra manna fjöl­skyldu. Hátt mat­væla­verð er stóral­var­legt fyrir fátækt barna­fólk og tekju­lága bóta­þega. Svo hamlar það vexti ferða­þjón­ust­unnar um land allt því ferða­menn eru líka neyt­end­ur. Í Evr­ópu er almennt opinn mark­aður með mat­væli og verð mikið lægri en hér og svo hefur verið lengi.

Annað stór­mál er lækkun vaxta með alþjóð­legum gjald­miðli sem einnig mun koma lands­byggð­inni vel.

Tökum vel á móti fram­tíð­inni

Síð­ustu 100 ár sýna að þeir sem standa gegn þró­un­inni tapa. Opinn mark­aður með jarðir stuðlar að sann­gjörnu verði. Gott verð nýt­ist selj­endum í nýjum verk­efnum og stuðlar að greið­ari þróun atvinnu­lífs og mann­lífs. Erlendir kaup­endur færa með sér fleira en fjár­magn. Þeir auðga mann­lífið í eins­leitu fámenn­inu, eins og dæmin sanna.

Verum hug­rökk og tökum vel á móti fram­tíð­inn­i. 

Guð­jón Sig­ur­bjarts­son, við­skipta­fræð­ing­ur, í fram­boði til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna, sem kosið verður til í októ­ber 2018. Að þessu sinni verður net­kosn­ing. Þeim sem hafa hug á að taka þátt í vali stjórnar og for­manns er bent á að ganga í sam­tökin á ns.is og greiða þarf félags­gjöld vel í tíma fyrir Lands­þing­ið.

Til­vís­an­ir: 

betriland­buna­d­ur.wordpress.com/graf­ar­vogs­bu­ar.is/korpulfs­sta­dir/

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar