Hér fyrir neðan er mynd af forsíðu Verkamannsins frá 15. mars 1963 þar sem fjallað er um ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar þáverandi menntamálaráðherra í tilefni 100 ára afmælis Þjóðminjasafnsins:
Ræða Gylfa er til marks um þá víðsýni og framfarahug sem var leiðarljós margra ráðherra og þingmanna sem stóðu að gömlu viðreisnarstjórninni. Nú um 55 árum seinna er það aumkunarvert að tónninn sem sleginn er í umfjöllun Verkamannsins endurómar ennþá í málgagni stórútgerðarinnar, þingræðum stóra Framsóknarflokksins og kórsöng
nátttrölla í Valhöll.
Á komandi vetri ættu Evrópusinnaðir flokkar að leggja höfuðáherslu á að efla og útbreiða umræðuna um fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ávinningurinn af fullri aðild er óumdeildur ekki síst vegna möguleikans á upptöku evru og þar með notkun á traustum gjaldmiðli, lægri vaxtakostnaði og hagkvæmara fjármálakerfi.