Staðla...hvað?

Helga Sigrún Harðardóttir segir að staðlanotkun ætti að vera hluti af framtíðarstrategíu stjórnenda allra fyrirtækja sem taka rekstur sinn alvarlega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Auglýsing

Í ár fagnar Staðla­ráð Íslands því að 15 ár eru liðin frá því ráð­inu var fengið hlut­verk með lögum nr. 36/2003. Staðla­starf á Íslandi er hins vegar tals­vert eldra. Þeir stjórn­endur fyr­ir­tækja sem notað hafa staðla til að bæta afkomu og umhverf­is­vernd, tryggja öryggi og gæði og bæta aðgengi að mörk­uðum þekkja ávinn­ing af notkun staðla. En hver er þessi ávinn­ing­ur?

Ný rann­sókn meðal 1200 fyr­ir­tækja á Norð­ur­lönd­unum leiðir í ljós að á 38 ára tíma­bili hefur staðla­notkun stuðlað að 39% fram­leiðni­aukn­ingu og 28% aukn­ingu á lands­fram­leiðslu. Lands­fram­leiðsla á Íslandi á síð­asta ári nam 2,555 millj­örð­um. Stjórn­endur fyr­ir­tækja taka einnig þátt í mik­il­vægu starfi á vegum staðla­sam­taka til að auka aðgengi að mörk­uð­um, auka gæði vöru og þjón­ustu og auð­velda áhættu­stjórnun svo eitt­hvað sé nefnt.

Á Íslandi eru í gildi um 28.000 staðl­ar. Hver og einn aðgengi­legur í vef­verslun Staðla­ráðs. Flestir eiga rætur að rekja til Evr­ópu en hér­lendis skrifum við líka staðla um jafn­launa­kerfi, bygg­ing­ar­stig húsa, samn­ings­skil­mála um hönnun og ráð­gjöf og staðla­skjöl af öðru tagi sem segja til um grunn­gerðir raf­rænna við­skipta, traust­þjón­ustu og inn­viði og tengi­staði raf­bíla svo eitt­hvað sé nefnt.

Auglýsing

Dag­legt brauð

Staðlar eru ekki „boð að ofan“ heldur sam­eig­in­leg nið­ur­staða sér­fræð­inga hlut­að­eig­andi hag­hafa sem ákveða í sam­ein­ingu hvernig ýmis kerfi eiga að tala sam­an, hvernig við tryggjum upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd o.s.frv. Staðlar eru líka alla jafna val­frjálsir en verða við­mið í til­teknum atvinnu­greinum vegna þess að hag­haf­arnir sam­mæl­ast um þau. Það er fárán­lega mik­il­vægt að staðla grunn­gerðir kerfa til að tryggja fjöl­breytni og nýsköpun þeirra sem nota eiga kerf­in. Það er engin til­viljun hvað það er auð­velt að smíða öpp í far­síma og tölv­ur.

Staðlar eru mjög mik­il­vægir þegar kemur að neyt­enda­vernd. Vísað er til þeirra í ýmsum íslenskum reglum og lögum s.s. í bygg­ing­ar­reglu­gerð, reglu­gerðum á sviði vinnu­verndar og örygg­is­mála og varð­andi öryggi leik­fanga. Þeir eru því ekk­ert alltaf bara eitt­hvað sem er gott að hafa. Þeir gegna mik­il­vægu hlut­verki í dag­legu lífi okk­ar. Það er t.d. engin til­viljun að kredit­kort virka í banka­kerfum alls staðar í heim­in­um. Það er heldur engin til­viljun að nú eru hleðslu­tæki flestra síma orðin stöðluð og að metr­inn er alls staðar jafn­lang­ur. CE merk­ingar ýmissa vara er líka mjög mik­il­væg neyt­enda­vernd. Þeir sem vilja setja á markað ýmis konar vörur í Evr­ópu verða að merkja þær með CE merki og þar með lýsa því yfir að þeir upp­fylli kröfur sem taka mið af stöðl­um. Staðla­notkun léttir okkur því lífið á hverjum ein­asta degi. Oft­ast án þess að við tökum eftir því.

En staðla má líka nota til að breyta heilum sam­fé­lög­um, til hins betra fyrir íbú­ana. Það má varða leið­ina að heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna með stöðlum sem þegar eru til, eru við­ur­kenndir og þekkt­ir. Það má líka byggja flesta ef ekki alla inn­viði snjall­sam­fé­laga með leið­bein­ingum úr stöðlum sem þegar eru til, eru við­ur­kenndir og þekkt­ir. Glæ­nýr stað­all, ISO 37120 um árang­urs­mæl­ingar sveit­ar­fé­laga er gott dæmi um það.

Stærð skiptir ekki máli

Þeir sem halda að staðlar séu bara fyrir orku­veitur og verk­fræði­stofur hafa líka rangt fyrir sér. Staðlar henta vel litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem taka hlut­verk sitt alvar­lega og vilja bæta rekst­ur­inn með ein­hverjum hætti. Hvort sem málið varðar lyftu­víra, logsuðu­tæki, gúmmí­hanska eða gæða­kerfi þá er eig­in­lega ekk­ert sem okkur er óvið­kom­andi. Við eigum m.a.s. staðla sem auð­velda fyr­ir­tækjum að gera verð­mæti úr kvört­unum við­skipta­vina, um stjórn­kerfi gegn mútu­greiðslum og sam­fé­lags­lega ábyrgð. Staðla­notkun ætti að vera hluti af fram­tíð­ar­stra­tegíu stjórn­enda allra fyr­ir­tækja sem taka rekstur sinn alvar­lega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Staðla­ráðs Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar