Staðla...hvað?

Helga Sigrún Harðardóttir segir að staðlanotkun ætti að vera hluti af framtíðarstrategíu stjórnenda allra fyrirtækja sem taka rekstur sinn alvarlega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Auglýsing

Í ár fagnar Staðla­ráð Íslands því að 15 ár eru liðin frá því ráð­inu var fengið hlut­verk með lögum nr. 36/2003. Staðla­starf á Íslandi er hins vegar tals­vert eldra. Þeir stjórn­endur fyr­ir­tækja sem notað hafa staðla til að bæta afkomu og umhverf­is­vernd, tryggja öryggi og gæði og bæta aðgengi að mörk­uðum þekkja ávinn­ing af notkun staðla. En hver er þessi ávinn­ing­ur?

Ný rann­sókn meðal 1200 fyr­ir­tækja á Norð­ur­lönd­unum leiðir í ljós að á 38 ára tíma­bili hefur staðla­notkun stuðlað að 39% fram­leiðni­aukn­ingu og 28% aukn­ingu á lands­fram­leiðslu. Lands­fram­leiðsla á Íslandi á síð­asta ári nam 2,555 millj­örð­um. Stjórn­endur fyr­ir­tækja taka einnig þátt í mik­il­vægu starfi á vegum staðla­sam­taka til að auka aðgengi að mörk­uð­um, auka gæði vöru og þjón­ustu og auð­velda áhættu­stjórnun svo eitt­hvað sé nefnt.

Á Íslandi eru í gildi um 28.000 staðl­ar. Hver og einn aðgengi­legur í vef­verslun Staðla­ráðs. Flestir eiga rætur að rekja til Evr­ópu en hér­lendis skrifum við líka staðla um jafn­launa­kerfi, bygg­ing­ar­stig húsa, samn­ings­skil­mála um hönnun og ráð­gjöf og staðla­skjöl af öðru tagi sem segja til um grunn­gerðir raf­rænna við­skipta, traust­þjón­ustu og inn­viði og tengi­staði raf­bíla svo eitt­hvað sé nefnt.

Auglýsing

Dag­legt brauð

Staðlar eru ekki „boð að ofan“ heldur sam­eig­in­leg nið­ur­staða sér­fræð­inga hlut­að­eig­andi hag­hafa sem ákveða í sam­ein­ingu hvernig ýmis kerfi eiga að tala sam­an, hvernig við tryggjum upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd o.s.frv. Staðlar eru líka alla jafna val­frjálsir en verða við­mið í til­teknum atvinnu­greinum vegna þess að hag­haf­arnir sam­mæl­ast um þau. Það er fárán­lega mik­il­vægt að staðla grunn­gerðir kerfa til að tryggja fjöl­breytni og nýsköpun þeirra sem nota eiga kerf­in. Það er engin til­viljun hvað það er auð­velt að smíða öpp í far­síma og tölv­ur.

Staðlar eru mjög mik­il­vægir þegar kemur að neyt­enda­vernd. Vísað er til þeirra í ýmsum íslenskum reglum og lögum s.s. í bygg­ing­ar­reglu­gerð, reglu­gerðum á sviði vinnu­verndar og örygg­is­mála og varð­andi öryggi leik­fanga. Þeir eru því ekk­ert alltaf bara eitt­hvað sem er gott að hafa. Þeir gegna mik­il­vægu hlut­verki í dag­legu lífi okk­ar. Það er t.d. engin til­viljun að kredit­kort virka í banka­kerfum alls staðar í heim­in­um. Það er heldur engin til­viljun að nú eru hleðslu­tæki flestra síma orðin stöðluð og að metr­inn er alls staðar jafn­lang­ur. CE merk­ingar ýmissa vara er líka mjög mik­il­væg neyt­enda­vernd. Þeir sem vilja setja á markað ýmis konar vörur í Evr­ópu verða að merkja þær með CE merki og þar með lýsa því yfir að þeir upp­fylli kröfur sem taka mið af stöðl­um. Staðla­notkun léttir okkur því lífið á hverjum ein­asta degi. Oft­ast án þess að við tökum eftir því.

En staðla má líka nota til að breyta heilum sam­fé­lög­um, til hins betra fyrir íbú­ana. Það má varða leið­ina að heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna með stöðlum sem þegar eru til, eru við­ur­kenndir og þekkt­ir. Það má líka byggja flesta ef ekki alla inn­viði snjall­sam­fé­laga með leið­bein­ingum úr stöðlum sem þegar eru til, eru við­ur­kenndir og þekkt­ir. Glæ­nýr stað­all, ISO 37120 um árang­urs­mæl­ingar sveit­ar­fé­laga er gott dæmi um það.

Stærð skiptir ekki máli

Þeir sem halda að staðlar séu bara fyrir orku­veitur og verk­fræði­stofur hafa líka rangt fyrir sér. Staðlar henta vel litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem taka hlut­verk sitt alvar­lega og vilja bæta rekst­ur­inn með ein­hverjum hætti. Hvort sem málið varðar lyftu­víra, logsuðu­tæki, gúmmí­hanska eða gæða­kerfi þá er eig­in­lega ekk­ert sem okkur er óvið­kom­andi. Við eigum m.a.s. staðla sem auð­velda fyr­ir­tækjum að gera verð­mæti úr kvört­unum við­skipta­vina, um stjórn­kerfi gegn mútu­greiðslum og sam­fé­lags­lega ábyrgð. Staðla­notkun ætti að vera hluti af fram­tíð­ar­stra­tegíu stjórn­enda allra fyr­ir­tækja sem taka rekstur sinn alvar­lega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Staðla­ráðs Íslands.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar