Staðla...hvað?

Helga Sigrún Harðardóttir segir að staðlanotkun ætti að vera hluti af framtíðarstrategíu stjórnenda allra fyrirtækja sem taka rekstur sinn alvarlega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Auglýsing

Í ár fagnar Staðlaráð Íslands því að 15 ár eru liðin frá því ráðinu var fengið hlutverk með lögum nr. 36/2003. Staðlastarf á Íslandi er hins vegar talsvert eldra. Þeir stjórnendur fyrirtækja sem notað hafa staðla til að bæta afkomu og umhverfisvernd, tryggja öryggi og gæði og bæta aðgengi að mörkuðum þekkja ávinning af notkun staðla. En hver er þessi ávinningur?

Ný rannsókn meðal 1200 fyrirtækja á Norðurlöndunum leiðir í ljós að á 38 ára tímabili hefur staðlanotkun stuðlað að 39% framleiðniaukningu og 28% aukningu á landsframleiðslu. Landsframleiðsla á Íslandi á síðasta ári nam 2,555 milljörðum. Stjórnendur fyrirtækja taka einnig þátt í mikilvægu starfi á vegum staðlasamtaka til að auka aðgengi að mörkuðum, auka gæði vöru og þjónustu og auðvelda áhættustjórnun svo eitthvað sé nefnt.

Á Íslandi eru í gildi um 28.000 staðlar. Hver og einn aðgengilegur í vefverslun Staðlaráðs. Flestir eiga rætur að rekja til Evrópu en hérlendis skrifum við líka staðla um jafnlaunakerfi, byggingarstig húsa, samningsskilmála um hönnun og ráðgjöf og staðlaskjöl af öðru tagi sem segja til um grunngerðir rafrænna viðskipta, traustþjónustu og innviði og tengistaði rafbíla svo eitthvað sé nefnt.

Auglýsing

Daglegt brauð

Staðlar eru ekki „boð að ofan“ heldur sameiginleg niðurstaða sérfræðinga hlutaðeigandi haghafa sem ákveða í sameiningu hvernig ýmis kerfi eiga að tala saman, hvernig við tryggjum upplýsingaöryggi og persónuvernd o.s.frv. Staðlar eru líka alla jafna valfrjálsir en verða viðmið í tilteknum atvinnugreinum vegna þess að haghafarnir sammælast um þau. Það er fáránlega mikilvægt að staðla grunngerðir kerfa til að tryggja fjölbreytni og nýsköpun þeirra sem nota eiga kerfin. Það er engin tilviljun hvað það er auðvelt að smíða öpp í farsíma og tölvur.

Staðlar eru mjög mikilvægir þegar kemur að neytendavernd. Vísað er til þeirra í ýmsum íslenskum reglum og lögum s.s. í byggingarreglugerð, reglugerðum á sviði vinnuverndar og öryggismála og varðandi öryggi leikfanga. Þeir eru því ekkert alltaf bara eitthvað sem er gott að hafa. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar. Það er t.d. engin tilviljun að kreditkort virka í bankakerfum alls staðar í heiminum. Það er heldur engin tilviljun að nú eru hleðslutæki flestra síma orðin stöðluð og að metrinn er alls staðar jafnlangur. CE merkingar ýmissa vara er líka mjög mikilvæg neytendavernd. Þeir sem vilja setja á markað ýmis konar vörur í Evrópu verða að merkja þær með CE merki og þar með lýsa því yfir að þeir uppfylli kröfur sem taka mið af stöðlum. Staðlanotkun léttir okkur því lífið á hverjum einasta degi. Oftast án þess að við tökum eftir því.

En staðla má líka nota til að breyta heilum samfélögum, til hins betra fyrir íbúana. Það má varða leiðina að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með stöðlum sem þegar eru til, eru viðurkenndir og þekktir. Það má líka byggja flesta ef ekki alla innviði snjallsamfélaga með leiðbeiningum úr stöðlum sem þegar eru til, eru viðurkenndir og þekktir. Glænýr staðall, ISO 37120 um árangursmælingar sveitarfélaga er gott dæmi um það.

Stærð skiptir ekki máli

Þeir sem halda að staðlar séu bara fyrir orkuveitur og verkfræðistofur hafa líka rangt fyrir sér. Staðlar henta vel litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem taka hlutverk sitt alvarlega og vilja bæta reksturinn með einhverjum hætti. Hvort sem málið varðar lyftuvíra, logsuðutæki, gúmmíhanska eða gæðakerfi þá er eiginlega ekkert sem okkur er óviðkomandi. Við eigum m.a.s. staðla sem auðvelda fyrirtækjum að gera verðmæti úr kvörtunum viðskiptavina, um stjórnkerfi gegn mútugreiðslum og samfélagslega ábyrgð. Staðlanotkun ætti að vera hluti af framtíðarstrategíu stjórnenda allra fyrirtækja sem taka rekstur sinn alvarlega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar