Staðla...hvað?

Helga Sigrún Harðardóttir segir að staðlanotkun ætti að vera hluti af framtíðarstrategíu stjórnenda allra fyrirtækja sem taka rekstur sinn alvarlega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Auglýsing

Í ár fagnar Staðla­ráð Íslands því að 15 ár eru liðin frá því ráð­inu var fengið hlut­verk með lögum nr. 36/2003. Staðla­starf á Íslandi er hins vegar tals­vert eldra. Þeir stjórn­endur fyr­ir­tækja sem notað hafa staðla til að bæta afkomu og umhverf­is­vernd, tryggja öryggi og gæði og bæta aðgengi að mörk­uðum þekkja ávinn­ing af notkun staðla. En hver er þessi ávinn­ing­ur?

Ný rann­sókn meðal 1200 fyr­ir­tækja á Norð­ur­lönd­unum leiðir í ljós að á 38 ára tíma­bili hefur staðla­notkun stuðlað að 39% fram­leiðni­aukn­ingu og 28% aukn­ingu á lands­fram­leiðslu. Lands­fram­leiðsla á Íslandi á síð­asta ári nam 2,555 millj­örð­um. Stjórn­endur fyr­ir­tækja taka einnig þátt í mik­il­vægu starfi á vegum staðla­sam­taka til að auka aðgengi að mörk­uð­um, auka gæði vöru og þjón­ustu og auð­velda áhættu­stjórnun svo eitt­hvað sé nefnt.

Á Íslandi eru í gildi um 28.000 staðl­ar. Hver og einn aðgengi­legur í vef­verslun Staðla­ráðs. Flestir eiga rætur að rekja til Evr­ópu en hér­lendis skrifum við líka staðla um jafn­launa­kerfi, bygg­ing­ar­stig húsa, samn­ings­skil­mála um hönnun og ráð­gjöf og staðla­skjöl af öðru tagi sem segja til um grunn­gerðir raf­rænna við­skipta, traust­þjón­ustu og inn­viði og tengi­staði raf­bíla svo eitt­hvað sé nefnt.

Auglýsing

Dag­legt brauð

Staðlar eru ekki „boð að ofan“ heldur sam­eig­in­leg nið­ur­staða sér­fræð­inga hlut­að­eig­andi hag­hafa sem ákveða í sam­ein­ingu hvernig ýmis kerfi eiga að tala sam­an, hvernig við tryggjum upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd o.s.frv. Staðlar eru líka alla jafna val­frjálsir en verða við­mið í til­teknum atvinnu­greinum vegna þess að hag­haf­arnir sam­mæl­ast um þau. Það er fárán­lega mik­il­vægt að staðla grunn­gerðir kerfa til að tryggja fjöl­breytni og nýsköpun þeirra sem nota eiga kerf­in. Það er engin til­viljun hvað það er auð­velt að smíða öpp í far­síma og tölv­ur.

Staðlar eru mjög mik­il­vægir þegar kemur að neyt­enda­vernd. Vísað er til þeirra í ýmsum íslenskum reglum og lögum s.s. í bygg­ing­ar­reglu­gerð, reglu­gerðum á sviði vinnu­verndar og örygg­is­mála og varð­andi öryggi leik­fanga. Þeir eru því ekk­ert alltaf bara eitt­hvað sem er gott að hafa. Þeir gegna mik­il­vægu hlut­verki í dag­legu lífi okk­ar. Það er t.d. engin til­viljun að kredit­kort virka í banka­kerfum alls staðar í heim­in­um. Það er heldur engin til­viljun að nú eru hleðslu­tæki flestra síma orðin stöðluð og að metr­inn er alls staðar jafn­lang­ur. CE merk­ingar ýmissa vara er líka mjög mik­il­væg neyt­enda­vernd. Þeir sem vilja setja á markað ýmis konar vörur í Evr­ópu verða að merkja þær með CE merki og þar með lýsa því yfir að þeir upp­fylli kröfur sem taka mið af stöðl­um. Staðla­notkun léttir okkur því lífið á hverjum ein­asta degi. Oft­ast án þess að við tökum eftir því.

En staðla má líka nota til að breyta heilum sam­fé­lög­um, til hins betra fyrir íbú­ana. Það má varða leið­ina að heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna með stöðlum sem þegar eru til, eru við­ur­kenndir og þekkt­ir. Það má líka byggja flesta ef ekki alla inn­viði snjall­sam­fé­laga með leið­bein­ingum úr stöðlum sem þegar eru til, eru við­ur­kenndir og þekkt­ir. Glæ­nýr stað­all, ISO 37120 um árang­urs­mæl­ingar sveit­ar­fé­laga er gott dæmi um það.

Stærð skiptir ekki máli

Þeir sem halda að staðlar séu bara fyrir orku­veitur og verk­fræði­stofur hafa líka rangt fyrir sér. Staðlar henta vel litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem taka hlut­verk sitt alvar­lega og vilja bæta rekst­ur­inn með ein­hverjum hætti. Hvort sem málið varðar lyftu­víra, logsuðu­tæki, gúmmí­hanska eða gæða­kerfi þá er eig­in­lega ekk­ert sem okkur er óvið­kom­andi. Við eigum m.a.s. staðla sem auð­velda fyr­ir­tækjum að gera verð­mæti úr kvört­unum við­skipta­vina, um stjórn­kerfi gegn mútu­greiðslum og sam­fé­lags­lega ábyrgð. Staðla­notkun ætti að vera hluti af fram­tíð­ar­stra­tegíu stjórn­enda allra fyr­ir­tækja sem taka rekstur sinn alvar­lega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Staðla­ráðs Íslands.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar