Staðla...hvað?

Helga Sigrún Harðardóttir segir að staðlanotkun ætti að vera hluti af framtíðarstrategíu stjórnenda allra fyrirtækja sem taka rekstur sinn alvarlega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Auglýsing

Í ár fagnar Staðla­ráð Íslands því að 15 ár eru liðin frá því ráð­inu var fengið hlut­verk með lögum nr. 36/2003. Staðla­starf á Íslandi er hins vegar tals­vert eldra. Þeir stjórn­endur fyr­ir­tækja sem notað hafa staðla til að bæta afkomu og umhverf­is­vernd, tryggja öryggi og gæði og bæta aðgengi að mörk­uðum þekkja ávinn­ing af notkun staðla. En hver er þessi ávinn­ing­ur?

Ný rann­sókn meðal 1200 fyr­ir­tækja á Norð­ur­lönd­unum leiðir í ljós að á 38 ára tíma­bili hefur staðla­notkun stuðlað að 39% fram­leiðni­aukn­ingu og 28% aukn­ingu á lands­fram­leiðslu. Lands­fram­leiðsla á Íslandi á síð­asta ári nam 2,555 millj­örð­um. Stjórn­endur fyr­ir­tækja taka einnig þátt í mik­il­vægu starfi á vegum staðla­sam­taka til að auka aðgengi að mörk­uð­um, auka gæði vöru og þjón­ustu og auð­velda áhættu­stjórnun svo eitt­hvað sé nefnt.

Á Íslandi eru í gildi um 28.000 staðl­ar. Hver og einn aðgengi­legur í vef­verslun Staðla­ráðs. Flestir eiga rætur að rekja til Evr­ópu en hér­lendis skrifum við líka staðla um jafn­launa­kerfi, bygg­ing­ar­stig húsa, samn­ings­skil­mála um hönnun og ráð­gjöf og staðla­skjöl af öðru tagi sem segja til um grunn­gerðir raf­rænna við­skipta, traust­þjón­ustu og inn­viði og tengi­staði raf­bíla svo eitt­hvað sé nefnt.

Auglýsing

Dag­legt brauð

Staðlar eru ekki „boð að ofan“ heldur sam­eig­in­leg nið­ur­staða sér­fræð­inga hlut­að­eig­andi hag­hafa sem ákveða í sam­ein­ingu hvernig ýmis kerfi eiga að tala sam­an, hvernig við tryggjum upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd o.s.frv. Staðlar eru líka alla jafna val­frjálsir en verða við­mið í til­teknum atvinnu­greinum vegna þess að hag­haf­arnir sam­mæl­ast um þau. Það er fárán­lega mik­il­vægt að staðla grunn­gerðir kerfa til að tryggja fjöl­breytni og nýsköpun þeirra sem nota eiga kerf­in. Það er engin til­viljun hvað það er auð­velt að smíða öpp í far­síma og tölv­ur.

Staðlar eru mjög mik­il­vægir þegar kemur að neyt­enda­vernd. Vísað er til þeirra í ýmsum íslenskum reglum og lögum s.s. í bygg­ing­ar­reglu­gerð, reglu­gerðum á sviði vinnu­verndar og örygg­is­mála og varð­andi öryggi leik­fanga. Þeir eru því ekk­ert alltaf bara eitt­hvað sem er gott að hafa. Þeir gegna mik­il­vægu hlut­verki í dag­legu lífi okk­ar. Það er t.d. engin til­viljun að kredit­kort virka í banka­kerfum alls staðar í heim­in­um. Það er heldur engin til­viljun að nú eru hleðslu­tæki flestra síma orðin stöðluð og að metr­inn er alls staðar jafn­lang­ur. CE merk­ingar ýmissa vara er líka mjög mik­il­væg neyt­enda­vernd. Þeir sem vilja setja á markað ýmis konar vörur í Evr­ópu verða að merkja þær með CE merki og þar með lýsa því yfir að þeir upp­fylli kröfur sem taka mið af stöðl­um. Staðla­notkun léttir okkur því lífið á hverjum ein­asta degi. Oft­ast án þess að við tökum eftir því.

En staðla má líka nota til að breyta heilum sam­fé­lög­um, til hins betra fyrir íbú­ana. Það má varða leið­ina að heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna með stöðlum sem þegar eru til, eru við­ur­kenndir og þekkt­ir. Það má líka byggja flesta ef ekki alla inn­viði snjall­sam­fé­laga með leið­bein­ingum úr stöðlum sem þegar eru til, eru við­ur­kenndir og þekkt­ir. Glæ­nýr stað­all, ISO 37120 um árang­urs­mæl­ingar sveit­ar­fé­laga er gott dæmi um það.

Stærð skiptir ekki máli

Þeir sem halda að staðlar séu bara fyrir orku­veitur og verk­fræði­stofur hafa líka rangt fyrir sér. Staðlar henta vel litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem taka hlut­verk sitt alvar­lega og vilja bæta rekst­ur­inn með ein­hverjum hætti. Hvort sem málið varðar lyftu­víra, logsuðu­tæki, gúmmí­hanska eða gæða­kerfi þá er eig­in­lega ekk­ert sem okkur er óvið­kom­andi. Við eigum m.a.s. staðla sem auð­velda fyr­ir­tækjum að gera verð­mæti úr kvört­unum við­skipta­vina, um stjórn­kerfi gegn mútu­greiðslum og sam­fé­lags­lega ábyrgð. Staðla­notkun ætti að vera hluti af fram­tíð­ar­stra­tegíu stjórn­enda allra fyr­ir­tækja sem taka rekstur sinn alvar­lega og vilja bæta afköst, gæði, öryggi og afkomu.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Staðla­ráðs Íslands.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar