Við erum stöðugt að þróast. Innan taugavísinda er lykilatriði að við getum bætt færni og þekkingu með þjálfun. Á ensku kallast það „plasticity“.
Mikilvægt prinsipp er: notaðu það og bættu það, „use it and improve it“.
Hérna er átt við að ef einstaklingur þjálfar ákveðna færni þá styrkjast þær taugabrautir í heilanum sem eru notaðar. Við byggjum upp netverk af taugafrumum eða sem við getum kallad „snaga“. Þennan „snaga“ má bæta með aukinni sérhæfðri þjálfun.
Eitt dæmi um slíkt er þegar barn smám saman lærir hvað tölustafir tákna, hvað er einn og hvað eru tveir og svo koll af kolli sem sagt skilur sambandið milli mengi og tölustafs (***=3).
Ef við tökum annað dæmi þá er hægt að segja að sem barn hafi maður heyrt ævintýrið „Litli ljóti andarunginn“. Ævíntýrið gat haft mikil áhrif á mann og teikningarnar af litla ljóta andarunganum sem varð síðan fallegur svanur í lok ævintýrisins voru með í að skapa lítinn „snaga“. Seinna heyrði maður annað ævintýri um litlu stúlkuna med eldspýturnar - sorglegur endir sem var með að skapa nýjan „snaga“. Seinna gat verið að maður heyrði talað um Hans Cristian Andersen, þekkasta Dana í heiminum, og að hann hafi gert yfir 170 ævintýri, hans bækur séu þýddar yfir 125 tungumál. Hann hafi verið fæddur í Odense og hafi 14 ára gamall farið aleinn til Kaupmannahafnar til að freista gæfunnar. Maður heyrði síðan að Andersen var sá sem skrifaði ævintýrin um ljóta andarungann og litlu stúlkuna með eldspýturnar - nýr „snagi“ myndast og tenging til hinna „snaganna“ með ævintýrunum - sem maður man ennþá þó að það séu mörg, mörg ár síðan maður heyrði þau síðast.
Þannig er hægt að segja að þekking skapist og þróist. Þegar maður ræðir við þekkingarríkt fólk þá sér maður fljótt að þeir hafa kunnáttu um marga hluti. Einn félagi minn, 68 ára gamall norskur prófessor er einn af þeim sem ég hef hitt um æfina með mesta þekkingu. Hann veit til dæmis mikið um flugvélar, hann veit mikið um fyrstu og aðra heimsstyrjöld, hann veit mikið um þróun aðferðafræði frá dögun Sókrates, hann veit mest um Darwin og hann veit mikið um sögu indjána. Þetta voru bara nokkur dæmi um hans þekkingu sem situr í hans heila sem margar taugatengingar sem hafa myndað minni eða eins og við höfum kallað það í þessari grein „snaga“. En ef maður heimsækir norska prófessorinn, getur maður séð bókarherbergið hans, sem er yfirfullt af bókum á öllum veggjunum - þá sér maður og skilur að slík þekkingaröflun hefur ekki komið af sjálfu sér - það er ekkert sem kemur af sjálfu sér.
Það sem er mikilvægt fyrir okkur er að ákveða hvaða færni og þekkingu viljum við hafa og á hvaða sviðum. Við verðum að hafa ákveðna grunnfærni, sem allir þurfa að hafa, sem við lærum í grunnskóla. Síðan þurfum við að hafa möguleika á að velja færni sem við höfum áhuga á að tileinka okkur - slíkt val ætti að geta átt sér stað á efstu stigum grunnskólans, 8. ,9. og 10. bekk og að sjalfsögðu í framhaldsskóla. Hjálpum börnum og unglingum að finna sitt áhugasvið, gefum þeim möguleika á að upplifa og prófa hluti.
Hefjum þekkingarleitina.