Nám - þróast það sem þjálfað er!

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og Háskólann í Reykjavík skrifar um „snagana“ okkar og hvernig við komum okkur upp þekkingu, minni og færni.

Auglýsing

Við erum stöðugt að þró­ast. Innan tauga­vís­inda er lyk­il­at­riði að við getum bætt færni og þekk­ingu með þjálf­un. Á ensku kall­ast það „plast­icity“.

Mik­il­vægt prinsipp er: not­aðu það og bættu það, „use it and improve it“.

Hérna er átt við að ef ein­stak­lingur þjálfar ákveðna færni þá styrkj­ast þær tauga­brautir í heil­anum sem eru not­að­ar. Við byggjum upp net­verk af tauga­frumum eða sem við getum kallad „sna­ga“. Þennan „sna­ga“ má bæta með auk­inni sér­hæfðri þjálf­un.

Auglýsing

Eitt dæmi um slíkt er þegar barn smám saman lærir hvað tölu­stafir tákna, hvað er einn og hvað eru tveir og svo koll af kolli sem sagt skilur sam­bandið milli mengi og tölu­stafs  (***=3).

Ef við tökum annað dæmi þá er hægt að segja að sem barn hafi maður heyrt ævin­týrið „Litli ljóti and­ar­ung­inn“. Ævín­týrið gat haft mikil áhrif á mann og teikn­ing­arnar af litla ljóta and­ar­ung­anum sem varð síðan fal­legur svanur í lok ævin­týr­is­ins voru með í að skapa lít­inn „sna­ga“. Seinna heyrði maður annað ævin­týri um litlu stúlk­una med eld­spýt­urnar - sorg­legur endir sem var með að skapa nýjan „sna­ga“.  Seinna gat verið að maður heyrði talað um Hans Crist­ian And­er­sen, þekkasta Dana í heim­in­um, og að hann hafi gert yfir 170 ævin­týri, hans bækur séu þýddar yfir 125 tungu­mál. Hann hafi verið fæddur í Odense og hafi 14 ára gam­all farið aleinn til Kaup­manna­hafnar til að freista gæf­unn­ar. Maður heyrði síðan að And­er­sen var sá sem skrif­aði ævin­týrin um ljóta and­ar­ung­ann og litlu stúlk­una með eld­spýt­urnar - nýr „snagi“ mynd­ast og teng­ing til hinna „sna­g­anna“ með ævin­týr­unum - sem maður man ennþá þó að það séu mörg, mörg ár síðan maður heyrði þau síð­ast.

Þannig er hægt að segja að þekk­ing skap­ist og þró­ist. Þegar maður ræðir við þekk­ing­ar­ríkt fólk þá sér maður fljótt að þeir hafa kunn­áttu um marga hluti. Einn félagi minn, 68 ára gam­all norskur pró­fessor er einn af þeim sem ég hef hitt um æfina með mesta þekk­ingu. Hann veit til dæmis mikið um flug­vél­ar, hann veit mikið um fyrstu og aðra heims­styrj­öld, hann veit mikið um þróun aðferða­fræði frá dögun Sókrates, hann veit mest um Darwin og hann veit mikið um sögu indjána. Þetta voru bara nokkur dæmi um hans þekk­ingu sem situr í hans heila sem margar tauga­teng­ingar sem hafa myndað minni eða eins og við höfum kallað það í þess­ari grein „sna­ga“. En ef maður heim­sækir norska pró­fess­or­inn, getur maður séð bók­ar­her­bergið hans, sem er yfir­fullt af bókum á öllum veggj­unum - þá sér maður og skilur að slík þekk­ingaröflun hefur ekki komið af sjálfu sér - það er ekk­ert sem kemur af sjálfu sér.

Það sem er mik­il­vægt fyrir okkur er að ákveða hvaða færni og þekk­ingu viljum við hafa og á hvaða svið­um. Við verðum að hafa ákveðna grunn­færni, sem allir þurfa að hafa, sem við lærum í grunn­skóla. Síðan þurfum við að hafa mögu­leika á að velja færni sem við höfum áhuga á að til­einka okkur - slíkt val ætti að geta átt sér stað á efstu stigum grunn­skól­ans, 8. ,9. og 10. bekk og að sjalfsögðu í fram­halds­skóla. Hjálpum börnum og ung­lingum að finna sitt áhuga­svið, gefum þeim mögu­leika á að upp­lifa og prófa hluti.

Hefjum þekk­ing­ar­leit­ina.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar