Nám - þróast það sem þjálfað er!

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og Háskólann í Reykjavík skrifar um „snagana“ okkar og hvernig við komum okkur upp þekkingu, minni og færni.

Auglýsing

Við erum stöðugt að þró­ast. Innan tauga­vís­inda er lyk­il­at­riði að við getum bætt færni og þekk­ingu með þjálf­un. Á ensku kall­ast það „plast­icity“.

Mik­il­vægt prinsipp er: not­aðu það og bættu það, „use it and improve it“.

Hérna er átt við að ef ein­stak­lingur þjálfar ákveðna færni þá styrkj­ast þær tauga­brautir í heil­anum sem eru not­að­ar. Við byggjum upp net­verk af tauga­frumum eða sem við getum kallad „sna­ga“. Þennan „sna­ga“ má bæta með auk­inni sér­hæfðri þjálf­un.

Auglýsing

Eitt dæmi um slíkt er þegar barn smám saman lærir hvað tölu­stafir tákna, hvað er einn og hvað eru tveir og svo koll af kolli sem sagt skilur sam­bandið milli mengi og tölu­stafs  (***=3).

Ef við tökum annað dæmi þá er hægt að segja að sem barn hafi maður heyrt ævin­týrið „Litli ljóti and­ar­ung­inn“. Ævín­týrið gat haft mikil áhrif á mann og teikn­ing­arnar af litla ljóta and­ar­ung­anum sem varð síðan fal­legur svanur í lok ævin­týr­is­ins voru með í að skapa lít­inn „sna­ga“. Seinna heyrði maður annað ævin­týri um litlu stúlk­una med eld­spýt­urnar - sorg­legur endir sem var með að skapa nýjan „sna­ga“.  Seinna gat verið að maður heyrði talað um Hans Crist­ian And­er­sen, þekkasta Dana í heim­in­um, og að hann hafi gert yfir 170 ævin­týri, hans bækur séu þýddar yfir 125 tungu­mál. Hann hafi verið fæddur í Odense og hafi 14 ára gam­all farið aleinn til Kaup­manna­hafnar til að freista gæf­unn­ar. Maður heyrði síðan að And­er­sen var sá sem skrif­aði ævin­týrin um ljóta and­ar­ung­ann og litlu stúlk­una með eld­spýt­urnar - nýr „snagi“ mynd­ast og teng­ing til hinna „sna­g­anna“ með ævin­týr­unum - sem maður man ennþá þó að það séu mörg, mörg ár síðan maður heyrði þau síð­ast.

Þannig er hægt að segja að þekk­ing skap­ist og þró­ist. Þegar maður ræðir við þekk­ing­ar­ríkt fólk þá sér maður fljótt að þeir hafa kunn­áttu um marga hluti. Einn félagi minn, 68 ára gam­all norskur pró­fessor er einn af þeim sem ég hef hitt um æfina með mesta þekk­ingu. Hann veit til dæmis mikið um flug­vél­ar, hann veit mikið um fyrstu og aðra heims­styrj­öld, hann veit mikið um þróun aðferða­fræði frá dögun Sókrates, hann veit mest um Darwin og hann veit mikið um sögu indjána. Þetta voru bara nokkur dæmi um hans þekk­ingu sem situr í hans heila sem margar tauga­teng­ingar sem hafa myndað minni eða eins og við höfum kallað það í þess­ari grein „sna­ga“. En ef maður heim­sækir norska pró­fess­or­inn, getur maður séð bók­ar­her­bergið hans, sem er yfir­fullt af bókum á öllum veggj­unum - þá sér maður og skilur að slík þekk­ingaröflun hefur ekki komið af sjálfu sér - það er ekk­ert sem kemur af sjálfu sér.

Það sem er mik­il­vægt fyrir okkur er að ákveða hvaða færni og þekk­ingu viljum við hafa og á hvaða svið­um. Við verðum að hafa ákveðna grunn­færni, sem allir þurfa að hafa, sem við lærum í grunn­skóla. Síðan þurfum við að hafa mögu­leika á að velja færni sem við höfum áhuga á að til­einka okkur - slíkt val ætti að geta átt sér stað á efstu stigum grunn­skól­ans, 8. ,9. og 10. bekk og að sjalfsögðu í fram­halds­skóla. Hjálpum börnum og ung­lingum að finna sitt áhuga­svið, gefum þeim mögu­leika á að upp­lifa og prófa hluti.

Hefjum þekk­ing­ar­leit­ina.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar