Töpuð tækifæri

Í anda uppblásinnar þjóðernisrembu var skrifað bréf og umsókn Íslands að ESB lögð á ís fyrir þremur árum síðan, með sérhagsmuni að leiðarljósi, en gegn almannahagsmunum. Hvað hefði gerst ef ferlið hefði fengið að ganga til enda?

Auglýsing

Íslend­ingar glutr­uðu niður miklum tæki­færum fyrir íslenskan land­bún­að. Íslend­ingar glutr­uðu niður miklum tæki­færum til inn­viða­upp­bygg­ingar og á sviði umhverf­is­mála, þó svo að dulítið hafi verið bætt úr því um dag­inn. Einnig glutr­uðu þeir niður tæki­færi til þess að taka upp alvöru gjald­mið­il, sem sveifl­ast ekki eins og pendúll og skapar stór­brotin vand­ræði. Nýlegt dæmi er bygg­ing Marriot-hót­els­ins við Hörpu, þar sem allar kostn­að­ar­á­ætl­anir eru foknar út í veður og vind vegna krón­unn­ar. Einnig fóru út um glugg­ann tæki­færi fyrir byggðir lands­ins að ger­ast aðili að raun­veru­legri byggða­stefnu og menn nú enn og aftur að glíma við stór­kost­legan vanda (hrun?) í sauð­fjár­bú­skap, það sem dag­lega kall­ast ,,vandi sauð­fjár­bænda.“ Ein rök gegn aðild voru einmitt þau að íslenskur land­bún­aður myndi hrynja við aðild.

Upp­blásin þjóð­ern­is­hyggja

Þessi tæki­færin sem nefnd eru hér fyrst í þess­ari grein hefði verið hægt að raun­gera með fullri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. En í stað þess að ganga alla þá leið, við­hafa lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð með því að klára að ræða málið og til dæmis leyfa fólki að kjósa um full­kláraðan samn­ing, þá var gripið til lýð­skrums, þjóð­ern­is­hyggju og yfir­gengi­legs þjóð­ern­is­remb­ings. Umsóknin var sett á ís árið 2015 með því sem kalla mætti ,,upp­blásnum bréfa­skrift­u­m.“ Þeir aðilar sem komu að því voru með brjóst­kass­ann á lofti, nú hefðu þeir loks­ins gert þjóð­inni gagn. Við þetta bland­að­ist svo aft­ur­hald á vinstri væng stjórn­mál­anna, þar sem reyndar margir umhverf­is­sinnar eru og er það í raun rann­sókn­ar­efni hvers vegna þeir eru ekki jákvæð­ari gagn­vart ESB-að­ild, en ein­hverjar mestu umhverf­is­rann­sóknir í heim­inum fara einmitt fram í Evr­ópu og ESB.

Sér­staða land­bún­að­ar­ins var við­ur­kennd

Í sam­bandi við land­bún­að­ar­málin er það nán­ast á tæru að Ísland hefði fengið hag­felldan samn­ing, því ESB var búið að við­ur­kenna sér­stöðu íslensks land­bún­að­ar. Lík­leg­ast má telja að ,,finnska mód­el­ið“ verið notað og sniðið að Íslandi. Það gengur út frá mjög mis­mun­andi skil­yrðum í land­bún­aði, meðal ann­ars því sem kall­ast ,,heim­skauta­land­bún­að­ur“ en hann er stund­aður hér á landi. Sumir vilja reyndar meina að sauð­fjár­bú­skap­ur­inn sé bara ein teg­und af hirð­ingja­bú­skap. Með aðild að ESB hefðu íslenskir bændur fengið fullan og óheftan aðgang að öllum byggða­á­ætl­unum ESB, en sam­bandið hefur stutt dyggi­lega við land­búnað í álf­unni með ýmsum hætti og einnig stuðlað að rann­sóknum og þróun í grein­inni. Í engu aðild­ar­landi hefur land­bún­aður hrunið við inn­göngu, en þetta eru meðal annar þau rök sem heyrst hafa frá íslenskum bændum gegn aðild að ESB. Fals­rök um að fæðu­ör­yggi sé í hættu við aðild að ESB eru svo notuð til þess að hræða fólk, en það er eitt af klass­ískum aðferðum í áróð­urs­tækni að nota hræðsl­una sem vopn. Nú bíða íslenskir bændur eftir björg­un­ar­línu frá alræð­is­rík­inu Kína fyrir lamba­kjöts­fram­leiðsl­una, sem þarf s.s. að bjarga enn einu sinn­i.s Það er þó alls­endis óvíst hvort um ein­hverja björgun verður að ræða.

Auglýsing

Við veiðum – við ráðum

Nær full­víst má einnig telja að Ísland hefði fengið hag­felldan samn­ing í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, vegna þeirrar stað­reyndar að við erum með við­ur­kennda 200 mílna lög­sögu síðan um miðjan sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar í kringum landið og yfir­ráð yfir henni. Og veiði­reynslan innan hennar er yfir­gnæf­andi okk­ar. Að vísu höfum við gert samn­inga við önnur ríki um ,,slatta hér og þar“ og senni­leg­ast að það hefði haldið áfram. Við höfum líka verið að innan lög­sagna ann­arra landa í skjóli samn­inga. En yfir­ráðin hefðu verið okkar (og eru okk­ar) og ráð­gjöf um afla­heim­ildir og veiðar myndu verða teknar sam­kvæmt ráð­legg­ingum íslenskra vís­inda­manna. Auð­vitað hefðum við sett fram þá kröfu og það hefði engan veg­inn verið hags­muna­mál fyrir ESB að gera lélegan fisk­veiði­samn­ing við okk­ur, eina mestu fisk­veiði­þjóð heims. Ef ekki, þá hefði á því strand­að, bók­staf­lega, og því vorum við alltaf í betri samn­ings­aðstöðu. Fals og hræðslurökin hér eru þau að ESB muni hirða af okkur auð­lind­ina við aðild, þ.e.a.s. að hér myndu koma erlendir tog­arar og ryk­suga mið­in. En ESB hefur ekki hirt auð­lind af neinni þjóð hingað til; Finnar eiga t.d. enn sína skóga, og bæði Skotar og Bretar sína olíu.

Inn­viðir hér og í Pól­landi

Í fréttum að und­an­förnu hefur komið fram að svokölluð ,,inn­viða­upp­bygg­ing“ hér á landi er með fjár­þörf upp á nokkur hund­ruð millj­arða króna. Vega­kerfið hér á er nán­ast í rúst og stór­hættu­legt á mörgum stöðum (ein­breiðar brýr, hol­ur, gat­slitnir kantar og fleira). Þetta vegna gríð­ar­legs álags, meðal ann­ars vegna túrism­ans, sem og breyt­ingum á flutn­ingum hér inn­an­lands. Hefði Ísland borið gæfu til þess að vera aðili að ESB, hefði landið getað fram­kvæmt, lagað og byggt upp með lang­tíma­á­ætlun þar sem íslenska ríkið og ESB hefðu unnið saman að hinum ýmsu verk­efn­um. Oft er það þannig að aðild­ar­ríkið borgar 50% og upp­bygg­ing­ar­sjóðir ESB önnur 50%, eða álíka. Þetta er það sem Pól­verjar hafa gert af miklum móð síðan þeir gengu í ESB árið 2004, en þar hafa verið unnin inn­viða­verk­efni fyrir hund­ruð millj­arða evra. Um að ræða ein mestu inn­viða­verk­efni í Evr­ópu eftir seinna stríð og Pól­land orðið sjö­unda stærsta efna­hags­kerfi ESB (sjá hér). Árið 2013 var fram­kvæmt fyrir um 16 millj­arða evra í Pól­landi og hefur ESB-að­ild Pól­lands bæði skapað mik­inn hag­vöxt og störf. Búið er að byggja þús­undir kíló­metra af nýjum vegum í Pól­landi frá 2004. En hér á Íslandi höldum við áfram að ,,plástra“ og ,,klína“ í hér og þar, t.d. í vega­kerf­inu. Sem síðan spæn­ist upp næsta vetur og end­ur­taka þarf sama leik­inn að ári. Í sumar sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu­mála­ráð­herra í sam­tali við Speg­il­inn að hann gæti hugsað sér að leggja um eitt pró­sent af þjóð­ar­fram­leiðslu á næstu árum til upp­bygg­ingu inn­viða, aðal­lega vega­kerf­is. En það er einmitt sú upp­hæð sem Ísland myndi greiða í aðild­ar­gjald að ESB, en á móti fá þá fullan aðgang að upp­bygg­ing­ar­kerfi sam­bands­ins.

Svo er það krónan

Þá er það Krón­an, blessuð krón­an, minnsti sjálf­stæði gjald­mið­ill í heimi. Sem fært hefur okkur verð­trygg­ingu og vaxt­ar­stig út úr öllu korti, miðað við önnur lönd. Gjald­mið­ill sem þvingar fast­eigna­kaup­endur til að borga að minnsta kosti 1,5 til 2 fast­eignir til baka þegar upp er stað­ið. Á tíma­bili gaf reyndar krónan íbúð­ar­eig­endum fast­eignir sínar og sýnir þetta enn frekar hvers­konar ólík­inda­tól krónan er. Nú er grátið vegna þess að nú er krónan einn ,,sterkasti gjald­mið­ill í heim­i“. Grát­kór­inn sam­anstendur nú af útflutn­ings­að­ilum og ferða­þjón­ust­unni. Fyrir nokkrum árum var það almenn­ingur vegna hruns krón­unnar (já, hún hefur hrun­ið, en evran er enn ekki hrun­in). Stóra spurn­ingin er í raun þessi; hvenær munu Íslend­ingar fatta að það gengur ekki til lengdar að vera með svona ,,jó-jó-gjald­mið­il“? Krónan er eins og ein­stak­lingur sem glímir við geð­hvörf, einn dag­inn er allt frá­bært, hinn allt glat­að! Í frétt í des­em­ber árið 2015 kom fram í sam­an­tekt efna­hags­tíma­rits­ins Vís­bend­ingar að árlegur auka­kostn­aður vegna krón­unnar er um 110-130 millj­arð­ar. Einnig er það svo að öll helstu stór­fyr­ir­tæki hér á landi gera upp í evrum eða doll­ur­um. Hvers vegna skyldi það nú vera? Íslenskir launa­menn sitja hins vegar uppi með Svarta Pét­urinn. Já, það þarf svo sann­ar­lega að fara að ræða gjald­mið­ils­málin hér á landi og koma þeim í skikk­an­legt horf. Ekki væri verra að gera það áður en næsta hag­sveifla lætur á sér kræla, sem er þegar kannski byrj­uð, hver veit?

Höf­undur er M.A. í stjórn­mála­fræði

Ps.­Fyrir áhuga­sama eru svo hér að neðan tenglar inn á síður um verk­efni í Pól­landi og fleira.

Frá­rennsl­is­verk­efni í Pól­landi

Yfir­lit yfir verk­efni í Pól­landi og fleiri ríkjum ESB

Fram­lög til verk­efna í Pól­landi 2014-2020

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar