Ekki líta aftur, horfum björtum augum á bíllausa framtíð

Í dag er Bíllausi dagurinn og í tilefni þess hvetur Björn Teitsson fólk að fagna honum og horfa fram á veginn.

Auglýsing

Í dag, þann 22. sept­em­ber, fögnum við Bíl­lausa deg­in­um. Er honum fagnað um víða ver­öld þótt vita­skuld sé mis­jafn­lega mikið til­efni til að fagna. Á Íslandi höfum við ríka ástæðu til að vera bjart­sýn. Því ráða tveir risa­stórir áfang­ar. Fyrir ekki svo löngu ákvað borg­ar­stjórn Reykja­víkur að gera Lauga­veg að göngu­götu allt árið, og jafn­framt að fjölga göngu­götum mið­svæðis í Reykja­vík. Ekki nóg með það, í vik­unni stað­festi borg­ar­stjórn Reykja­víkur að hefja skyldi und­ir­bún­ing að Borg­ar­línu, hágæða sam­göngu­kerfi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þessa áfanga má alls ekki van­meta. Það er þekkt í heimi borg­ar­fræða að til að byrja á að umbreyta borg­ar­lífi til hins betra þarf ein­fald­lega að byrja á einni götu. Gera hana þannig úr garði að fólk, ekki bílar, heldur fólk, sé í önd­vegi. Einnig ætti öku­mönnum einka­bíla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að vera ljóst, að ekki verður lengur búið við óbreytt ástand. Borg­ar­lína er löngu nauð­syn­leg sam­göngu­bót, sem tryggir fólki val um sam­göngu­máta.

Nei, þetta gengur ekki. En með hverjum bílstjóra sem tekur almenningssamgöngur eða hjólar, fækkar um einn bíl í umferðinni. Öll græða.

Auglýsing

Yfir þessu má gleðj­ast. En betur má ef duga skal. Rík­is­stjórn Íslands hefur lítið látið af sér kveða til að styðja við breytt sam­göngu­mynst­ur. Inn­an­tóm orð eins og „orku­skipti“ heyr­ast gjarn­an. Þá er átt við að fólk eigi frekar að aka um á raf­bíl­um, frekar en dísel-eða bens­ín­bíl­um. Frek­ari metn­aður væri æski­legur og fyrir því eru nokkrar ástæð­ur. Í fyrsta lagi verða engin „skipt­i,“ nema þá ef dísel-og bens­ín­bílum sé skilað jafn ört og raf­bílar eru fluttir inn. Munum að raf­bílar taka jafn mikið pláss, krefj­ast jafn mik­ils mal­biks með öllum þeim kostn­aði sem lagn­ing og við­hald þess krefst, skapa jafn mikið svifryk og sót­mengun og drepa alveg jafn mikið af fólki og dísel-eða bens­ín­bíl­ar.

Hátt í 1500 manns hafa dáið vegna bíla á und­an­förnum 99 árum, eða frá því að ekið var yfir Mar­gréti Ólöfu Helga­dótt­ur, þá 66 ára hús­freyju frá Norð­ur­-­Múla­sýslu, og varð þar með fyrsta fórn­ar­lamb bíls á Íslandi. Síðan þá hafa bílar valdið um 14,5 dauðs­föllum á ári að með­al­tali. Þá eru ótalin þau dauðs­föll sem má rekja til önd­un­ar­færa­sjúk­dóma vegna svifryks-og sót­meng­un­ar, sem eru talin yfir 100 á ári hverju og fer fjölg­andi með síauk­inni bíla­um­ferð. Myndum við sætta okkur við slíkar tölur í ein­hverjum öðrum kima sam­fé­lags­ins? Ef 1450 sjó­menn hefðu dáið á síð­ustu öld, myndum við líta á það sem „nauð­syn­legan“ fórn­ar­kostn­að? Væru vatns­lindir okkar meng­aðar svo 1450 ein­stak­lingar hefðu dáið á einni öld, myndum við halda áfram að drekka það vatn? Eða væri þá ef til vill tími til að staldra við og hugsa, hvort við gætum gert bet­ur? Er það ekki?

Við þurfum aðgerðir stjórn­valda. Við þurfum menntun barna, ung­linga, full­orð­inna í kostum þess að stunda bíl­lausan lífs­stíl. Við þurfum sterk­ari almenn­ings­sam­göng­ur, betri inn­viði fyrir hjól­reiða­fólk og við þurfum þétt­ari og sjálf­bær­ari hverfi. Bílaum­hverfið sem var skapað í Reykja­vík með fyrsta aðal­skipu­lagi borg­ar­innar sem sam­þykkt var árið 1959, var póli­tísk ákvörð­un. Svip­aðar ákvarð­anir voru teknar víða í Evr­ópu á sama tíma. En það er einnig hægt að taka póli­tískar ákvarð­anir til að snúa við þess­ari þró­un. Það er nefni­lega engin til­viljun að Hol­land er höf­uð­staður hjól­reiða­menn­ing­ar, eða að Kaup­manna­höfn sé sú borg á Norð­ur­löndum sem hefur fæsta bíla. Það voru mark­vissar aðgerðir yfir­valda, á rík­is­-og sveita­stjórn­ar­stigi, sem lögðu grunn að þess­ari þró­un.

Í Kaup­manna­höfn eru í dag um 270 bílar á hverja 1000 íbúa. Í Reykja­vík, við síð­ustu taln­ingu, voru 806 bílar á hverja 1000 íbúa. Það eru óhugn­an­legar töl­ur. En munum að svona var þetta ekki alltaf í Kaup­manna­höfn. Í byrjun 8. ára­tugar síð­ustu aldar voru meira að segja hlut­falls­lega fleiri bílar í Kaup­manna­höfn en í Reykja­vík. Þessu var ein­fald­lega breytt, með póli­tískum aðgerð­um. Og já, ef fólk segir að það sé of kalt til að hjóla yfir vet­ur­inn má benda á, að það munar ekki nema einni gráðu á með­al­hita í des­em­ber, jan­úar og febr­ú­ar, köld­ustu mán­uðum árs­ins, milli Kaup­manna­hafnar og Reykja­vík­ur.

Strikið á 6. áratug síðustu aldar. Talsvert frábrugðið því Striki sem við þekkjum í dag.

Vilji Íslend­ingar leggja sitt af mörkum til að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga, verðum við að huga að sam­göngu­venjum okk­ar. Þar eru okkar helstu tæki­færi. Rétt er einnig að hafa í huga að einka­bíll­inn er ekki aðeins meng­andi, kostn­að­ar­samur og bein­línis hættu­legur fólki ¬¬¬– hann gerir okkur einnig að hræði­lega lélegum neyt­end­um. Ofneysla, ofkaup, mat­ar­só­un, má að miklu leyti rekja til þess að fólk hleður bíla sína fulla af vörum sem það þarf ekki á að halda. Með því að versla innan hverf­is, gang­andi eða hjólandi, sparar fólk sér elds­neyt­is­pen­ing, fær nauð­syn­lega úti­veru, og kaupir um leið það sem það þarfnast, án þess að kaupa um of. Það hlýtur að vera jákvætt fyrir allt fólk. Monní, heilsa, og smá bros í sam­viskukladd­ann fyrir að vernda umhverf­ið. Ekki slæmt.

Í dag er Bíl­lausi dag­ur­inn og við skulum endi­lega fagna hon­um. Það þýðir ekki að dvelja í for­tíð­inni, „don’t look back,“ eins og skáldið sagði. Horfum fram á veg­inn, fögnum því sem vel hefur verið gert. Það er meira að segja enn hægt að ganga niður Lauga­veg­inn og enn leyfir veðrið okkur að hjóla, ganga og njóta úti­veru svo vel sé. Treystið mér, eftir að hann verður bíl­laus allt árið, verður hann nákvæm­lega eins og reyk­ing­ar­bann­ið. Eitt, tvö ár líða og fólk mun hrein­lega staldra við og hugsa: „Ég trúi ekki að það hafi mátt keyra bíl hérna, hvernig gat það ver­ið?“ Og, já, svo er frítt í Strætó í dag!

Tæki­færin eru víða til að gera bet­ur, nú er það okkar að grípa þau. Til ham­ingju með dag­inn!

Höf­undur er meist­ara­nemi í borg­ar­fræðum við Bauhaus-há­skól­ann í Weim­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar