Að eiga kökuna og éta

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar skrifar um Brexit-ferlið og afleiðingar þess að segja sig úr Evrópusambandinu.

Auglýsing

Bretar hafa átt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu - ESB, í 45 ár, eða síðan 1973. Þeir hafa tekið þátt í mótun þess og þróun allar götur síð­an. 

Nú hafa Bretar hins vegar ákveðið að ganga úr ESB. Það gerðu þeir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þann 26. júní 2016. Ther­es­a May, for­sæt­is­ráð­herra Breta, virkj­aði 50. gr. í Lissa­bon-sátt­mál­anum þann 29. mars árið 2017. Þar með hófst með form­legum hætti hið lög­bundna útgöngu­ferli sam­kvæmt reglum ESB. Eins og gefur að skilja er að mörgu að hyggja þegar aðild­ar­ríki ákveður að ganga úr ESB eftir 45 ár og notið kosta aðild­ar­innar og borið sam­eig­in­legar skyld­ur. Það er margt sem þarf að rekja í sundur og ekki ein­falt mál.

Þessu ferli öllu skal lokið eigi síðar en 29. mars á kom­andi ári eða eftir hálft ár. Bretar sjálfir hafa lög­bundið þennan útgöngu­dag. Frum­varp þess efnis var lagt fram í breska þing­inu 13. júlí 2017 og varð að lögum 26. júní 2018 eftir nokkra þrauta­göngu í þing­legri með­ferð (The E­uropean Union (Wit­hdrawal) Act­ 2018).

Auglýsing

Erf­iður skiln­aður

Í sinni ein­föld­ustu mynd ganga samn­ing­arnir út á að losa Bret­land undan skyldum sínum sem aðild­ar­ríkis að ESB um leið og Bret­land og breskir borg­arar njóta ekki þeirra rétt­inda sem aðild fylgja. Að sama skapi losna ESB og aðild­ar­ríkin undan skuld­bind­ingum sínum gagn­vart Bret­landi og borg­arar aðild­ar­ríkja ESB njóta ekki lengur rétt­inda í Bret­landi sem aðild þess fylgdu.

Raun­veru­leik­inn er samt ekki svona ein­fald­ur. Í útgöngu­ferl­inu felst líka að Bretar og ESB reyna að ná sam­komu­lagi um hvernig tengslum og sam­skiptum skuli háttað eftir að Bret­land er gengið úr ESB. Það er hagur beggja að ná slíku sam­komu­lagi. Því miður er óhætt að full­yrða að líkur á að sam­komu­lag náist í tæka tíð fara mjög dvín­andi ef marka má fréttir og yfir­lýs­ingar samn­ings­að­ila. 

Deilur um umgengi

Greini­legt er að mikil óein­ing ríkir um fram­haldið innan raða þeirra sem standa að rík­is­stjórn­inni sem Ther­es­a Ma­y ­stýr­ir, og sömu­leiðis milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu, en síð­ast en ekki síst meðal bresku þjóð­ar­inn­ar. Gildir það jafnt um hvort rétt sé yfir­höfuð að ganga úr ESB og hvaða leiðir skuli fara. Af öllu þessu má ráða að þegar efnt var til þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar hafi ekki verið hugsað til enda hvernig ætti að vinna með nið­ur­stöð­una og hvað úrsögn úr ESB felur í raun­inni í sér. Eða kannski öllu heldur hvað aðild að ESB felur í sér. Enda sýn­ast hug­myndir Breta og Evr­ópu­sam­bands­ins um hvernig tengslum skuli háttað eftir að Bretar hætta í Evr­ópu­sam­band­inu ger­ó­lík­ar. 

Bretar virð­ast vilja njóta sam­vinnu Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem þeim þókn­ast en hafna því að takast á við þær skyldur sem sam­vinna innan Evr­ópu­sam­bands­ins felur í sér. Hér virð­ist sem breska rík­is­stjórnin vilji bæði eiga kök­una og éta. Eins og við vitum flest er það ómögu­legt. Hvernig mála­lyktir verða í þessu máli er ómögu­legt að spá um.

Kemur þetta okkur við?

Ísland á ekki aðild að ESB. Mis­vitrir stjórn­mála­menn stóðu fyrir því að stöðva aðild­ar­við­ræður Íslands og ESB áður en þeim var lok­ið. Það er vissu­lega sorg­ar­saga sem ekki verður rakin hér. 

Lík­lega kemur til þess í fram­tíð­inni að Ísland tekur upp þráð­inn við samn­inga­borðið að nýju og leiðir til lykta með samn­ingi og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Sá sem þetta ritar er ­stað­fast­lega þeirrar skoð­unar að Ísland verði aðili að ESB í fyll­ingu tím­ans. Í grunn­stefn­u Við­reisnar segir meðal ann­ars: „Vest­ræn sam­vinna hefur aukið hag­sæld þjóð­ar­innar og er for­senda sterkrar sam­keppn­is­hæfni Íslands. Evr­ópu­sam­bandið er réttur vett­vangur fyrir frjáls­lynt Ísland.“ Stefna Við­reisnar er a.m.k ­skýr í þessum efn­um.

Fjórð­ungur aldar

Þeir sem fædd­ust árið 1994 hafa fagnað því láni að Ísland hefur átt aðild að EES-­samn­ingnum alla þeirra ævi. Í samn­ingnum felst náið sam­band Íslands við ESB og aðild­ar­ríkin 28, sem verða 27 þegar Bret­land hefur yfir­gefið ESB. EES samn­ing­ur­inn er stærsti og viða­mesti milli­ríkja­samn­ingur sem Ísland hefur nokkru sinni gert. Hann hefur haft mikil og jákvæð áhrif á fjöl­mörgum sviðum sam­fé­lags­ins, skapað rétt­indi og skyld­ur. Oft gleym­ist í umræð­unni hve mikið af því sem við tökum sem gef­inn hlut í sam­fé­lag­inu hefði ekki orðið nema fyrir til­stilli þess að við gerð­umst aðilar að samn­ingnum um EES.

Popúl­ísk ­stef

Und­an­farið hafa nokkrir stjórn­mála­menn róið á þau mið að gera EES-­sam­starfið tor­tryggi­legt. Raddir heyr­ast um að Brus­sel-­valdið sé orðið frekt til fjörs­ins og seilist eftir því að ná tökum á auð­lindum okk­ar, vilji stela fjöreggi okkar eða brjóta. Full­veldi og sjálfs­stjórn lít­illar þjóðar sé ógnað af ágjörnu erlendu valdi.

Þetta eru því mið­ur­ ­kunn­ug­leg ­stef popúlista víða um lönd þar sem þjóð­ern­is­hyggja sækir í sig veðr­ið. 

Þær raddir heyr­ast einnig að nú beri nauð­syn til að Ísland end­ur­skoði aðild sína að EES-­samn­ingn­um, jafn­vel með það fyrir augum að segja honum upp og taka upp tví­hliða samn­ing við ESB og síðar Breta því þá getum við sniðið allt að okkar þörfum og ekki lengur að beygja okkur und­ir­ Brus­sel ­vald­ið.

Víti til varn­aðar

Hér ætti aðdrag­and­inn að Brex­it og útgöngu­ferlið að vera víti til varn­að­ar. Ferð án fyr­ir­heits endar oft­ast illa. Þeir sem gæla við upp­sögn EES-­samn­ings­ins mættu hafa í huga þær ógöngur sem breska rík­is­stjórnin hefur ratað í þegar hún er að átta sig á því að eng­inn veit hvað átt hefur þegar misst hef­ur. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan í Bret­landi var sett af stað til þess að róa öldur í inn­an­flokksá­tökum í breska íhalds­flokkn­um. Þar var lagt af stað í veg­ferð sem ekki var hugsuð til enda (látum vera bar­áttu­að­ferðir þeirra sem vildu ganga út) og nú er verið að reyna að draga úr tjón­inu með ósk­hyggju um nið­ur­stöðu sem ekki fæst.

Út í hött

Brex­it-­ferlið hefur líka valdið þórð­ar­gleði sem leynir sér ekki í her­búðum þeirra sem ekki geta hugsað sér aðild Íslands að ESB. Nú þykj­ast menn geta tekið höndum tveim nýtt vopn í bar­átt­unni. Utan­rík­is­ráð­herra hefur fallið í þessa gryfju.

Hann sagði í við­tali við RÚV fyrir nokkrum dögum þegar breski sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ann var hér í heim­sókn:

„Stóra málið kannski fyrir okkur Íslend­inga þegar við horfum á þetta. Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evr­ópu­sam­band­inu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekk­ert mál að fara út ef okkur líkar ekki við ver­una, það eru rök­semdir sem eng­inn getur notað aft­ur.“ 

Full­yrð­ing ráð­herr­ans er með miklum ein­dæm­um. Túlkun og grein­ing hans er alger­lega út í hött. Auð­vitað er hægt að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Það munu Bretar gera nema breska þjóðin kjósi að grípa í taumana.

Aðild að ESB er líkt og aðildin að EES er stór­mál vegna þess hve mikið er undir hjá þeim sem taka þátt, skuld­bind­ingar og rétt­indi. Að taka ákvörðun um að hverfa úr slíku sam­starfi er þess vegna líka stór­mál og hefur víð­tæk áhrif. Það blasir við. Hitt ber hins vegar vott um grunn­hyggni og/eða ósk­hyggju að slíkur skiln­aður hafi ekki víð­tæk áhrif sem oftar en ekki fela í sér missi rétt­inda og óhag­ræði.

Orsök og afleið­ingar

Vandi bresku rík­is­stjórn­ar­innar felst þess vegna ekki í því að Bretar kom­ist ekki út eða að það sé mikið mál, vand­inn felst í því að hún getur horfst í augu við hvaða áhrif útganga mun hafa á breskt sam­fé­lag og það er þar sem hund­ur­inn liggur graf­inn. Reynsla Breta breytir því engu um það að stað­reyndin er sú að kjósi aðild­ar­ríki að ganga úr ESB er sú leið fær, en útgangan hefur vissu­lega afleið­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar