Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir segir að hægrið og vinstrið verði að tala saman.

Auglýsing

Í til­efni umræðna um kjarn­orku-af­vopnun verður hér gerð til­raun til að bregða ljósi á þrjár ástæður þess að aldrei hefur gengið að afla stuðn­ings meiri­hluta þing­heims við frum­vörp sem kveða á um að Ísland verði kjarn­orku­vopna­laust svæði, þrátt fyrir gríð­ar­lega hags­muni Íslands á haf­svæðum vegna fiski­miða. Þrettán slík frum­vörp hafa litið dags­ins ljós, hið fyrsta árið 1987 og nýjasta til­raunin var gerð á lög­gjaf­ar­þing­inu 2017-2018. Þó lög frá Alþingi megni aðeins að frið­lýsa for­ráða­svæði Íslands (land­svæði, innsævi, loft­helgi og land­helg­i), gætu slík lög verið fyrsta skrefið í átt að sam­starfi við önnur ríki um kjarn­orku­vopna­laust svæði.

Frum­vörp hafa ekki sam­rýmst þjóða­rétti

Ein af ástæðum þess að ekki hefur gengið að setja lög um kjarn­orku­vopna­laust svæði á Íslandi er að frum­vörp þess efnis hafa kveðið á um frið­lýs­ingu svæða þar sem Ísland hefur ekki fullt rík­is­vald. Dr. Bjarni Már Magn­ús­son benti á þetta árið 2009. Hann sagði einnig að lítið hafi farið fyrir umræðum hér á landi um hvaða leiðir eru færar í þessum efn­um. Þá fór hann í smá­at­riðum yfir ákvæði frum­varps um frið­lýs­ingu Íslands fyrir kjarn­orku­vopnum frá árinu 2008, og benti á hverju þyrfti að breyta, svo frum­varpið sam­ræmd­ist þjóða­rétti, meðal ann­ars meg­in­reglu Haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um sigl­inga­frelsi. Samt sem áður var sam­hljóða frum­varp lagt fyrir Alþingi þing­vet­ur­inn 2017-2018. Engan skyldi undra að frum­varpið rann út í sand­inn.

Í grein­ar­gerð er frum­varpið rök­stutt með því að nýlega hafi verið sam­þykkt þjóðar­ör­ygg­is­stefna fyrir Ísland (2016), þar sem kveðið sé á um að að Ísland og íslensk land­helgi verði frið­lýst fyrir kjarn­orku­vopnum (10.mgr.). Í grein­ar­gerð­inni er ekki vikið einu orði að Haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Hér erum við komin að því sem ég held að sé kjarna­at­riði, það er að fólk sem brennur fyrir mál­efn­inu virð­ast ekki hlusta á fólk sem bendir á bilun í vél­inni og hvaða aðgerðir séu nauð­syn­leg­ar, sé ætl­unin að renna bílnum úr hlaði.

Auglýsing

Varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin og aðild okkar að NATO

Önnur ástæða fyrir því að erf­ið­lega hefur reynst að fá frum­vörp um kjarn­orku­vopna­laust svæði sam­þykkt á Alþingi er sú skoðun margra að slík frið­lýs­ing rími illa við veru okkar í NATO og varn­ar­sam­starfið við Banda­rík­in. Ísland verði að velja á milli hern­að­ar­sam­vinnu eða frið­lýs­ingar fyrir kjarn­orku­vopn­um. Fólk hefur því skipt sér í tvo hópa. Það merki­lega er að báðir hóp­arnir eru sam­mála um hvert mark­miðið er. Mark­miðið er friður og öryggi. Hópanna greinir aðeins á um leiðir að mark­mið­inu.

Í því sam­hengi er áhuga­vert að þjóðar­ör­ygg­is­stefna Íslands kveður bæði á um að Ísland verði kjarn­orku­vopna­laust svæði og aðild Íslands að NATO og varn­ar­samn­ingnum við Banda­ríkin (3.-4. mgr.). Óneit­an­lega vaknar sú spurn­ing hvort þjóðar­ör­ygg­is­stefnan sé í mót­sögn við sjálfa sig, eða hvort hægt sé að ná mark­mið­inu um kjarn­orku­vopna­laust svæði, á sama tíma og Ísland á í hern­að­ar­sam­starfi.

Benda verður á að hægt er að nefna dæmi þess að slitnað hafi upp úr varn­ar­sam­starfi við Banda­ríkin í kjöl­far þess að ríki lýsti land sitt og land­helgi kjarn­orku­vopna­laust svæði. Það gerð­ist á níunda ára­tugn­um, þegar Banda­ríkin slitu varn­ar­sam­starfi við Nýja-­Sjá­land. Banda­rískir emb­ætt­is­menn svör­uðu því til að Banda­ríkin gætu ekki lagað sig að breyt­ing­unni, vegna þeirrar reglu banda­rískra her­mála­yf­ir­valda að svara aldrei neinu um hvort til­tekin skip bæru kjarn­orku­vopn eða ekki. Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar og áherslu­breyt­ing orðið hjá banda­rískum yfir­völdum hvað varðar kjarn­orku­vopn um borð í skip­um. Ekki er ljóst hvort kjarn­orku­vopna­laust svæði hér á landi hefði áhrif á varn­ar­sam­starfið við Banda­rík­in.

Hvað varðar aðild­ina að NATO þá er í flestum til­fellum laga­lega mögu­legt fyrir NATO-­ríki að vera ekki undir hinni svoköll­uðu kjarn­orku-regn­hlíf banda­lags­ins, sam­kvæmt áliti frá lög­fræði­deild Harvar­d-há­skóla (júní 2018). Í stórum dráttum er ástæðan sú að Atl­ants­hafs­sátt­mál­inn nefnir ekki kjarn­orku­vopn. Þó það komi fram í örygg­is- og her­mála­stefnu NATO frá árinu 2010 að banda­lagið reiði sig á kjarn­orku­vopn, þá er það ekki laga­lega bind­andi skjal heldur póli­tísks eðl­is. Auk þess er ekki kraf­ist ein­róma stuðn­ings við örygg­is- og her­mála­stefn­una heldur eru frá­vik umbor­in. Þá er mik­il­vægt að benda á að örygg­is- og her­mála­stefna NATO hvetur til kjarn­orku­af­vopn­unar og stefnir að því að skapa aðstæður fyrir heim án kjarn­orku­vopna. Af fram­an­sögðu má ætla að kjarn­orku­vopna­laus svæði séu sam­rým­an­leg lang­tíma mark­miðum NATO.

Póli­tíska spurn­ingin

Bent hefur verið á að póli­tísk áhætta getur fylgt því að ríki fari undan kjarn­orkuregn­hlíf NATO, eða geri á annan hátt lög­lega fyr­ir­vara í sam­starfi við stóra og sterkra aðila. Í þessu sam­bandi má benda á að þó svo kunni að vera almennt, þá á það ekki að öllu leiti við í núver­andi örygg­is­um­hverfi, gagn­vart Íslandi. Ástæðan er sú að land­fræði­leg lega Íslands er aftur orðin gríð­ar­lega mik­il­væg fyrir NATO og Banda­rík­in. Fyrir Ísland þýðir þetta að við erum í stöðu til að gera kröfur og setja fyr­ir­vara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar