Eru fleiri kostir raunhæfir fyrir laxeldi á Vestfjörðum?

Helgi Thorarensen, prófessor við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, segir að fiskeldi – eins og öll önnur matvælaframleiðsla – hafi að sjálfsögðu umhverfisáhrif en þeim megi halda innan ásættanlegra marka með ströngum reglum og eftirliti.

Auglýsing

Í fram­haldi af kæru nokk­urra nátt­úru­vernd­ar­sam­taka og veið­rétt­ar­hafa felldi Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála nýlega úr gildi leyfi fyr­ir­tækj­anna Fjarða­lax og Arctic Sea Farm til að fram­leiða 17.500 tonn af laxi á ári í Pat­reks­firði og Tálkna­firði. Úrskurð­ur­inn er sér­stakur í ljósi þess að leyfin rúm­ast vel innan þess ramma sem fisk­eldi eru sett á Íslandi og þeirrar bestu vit­neskju sem við höfum um umhvef­is­á­hrif fisk­eld­is. Burð­ar­þols­mat Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar gerir ráð fyrir að hægt sé að ala allt að 50.000 tonn á Vest­fjörðum án þess að valda skað­legri meng­un. Eins gerir áhættu­mat Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar ráð fyrir að ásætt­an­legt sé að ala sama magn á Vest­fjörðum án þess að villtum stofnum sé stefnt í hættu. Bæði burð­ar­þols­matið og áhættu­matið eru byggð á rann­sóknum og reynslu ann­arra þjóða af lax­eldi.

Fyrir úrskurð­inum um að fella leyfi fyr­ir­tækj­anna úr gildi eru færð ýmis laga­tækni­leg rök, en kjarn­inn máls­ins, og sá sem nið­ur­staða nefnd­ar­innar byggir aðal­lega á, er að í umhverf­is­mati hafi ekki verið reif­aðir aðrir val­kostir við fram­leiðsl­una. Nefndin nefnir ekki í nið­ur­stöðu sinni hverjir þessir val­kostir gætu ver­ið, en í kærunni eru nefndir val­kostir á borð við eldi á laxi í kerjum á landi, eldi í lok­uðum kvíum eða að not­aður verði þrí­litna geld­lax. Eng­inn þessa kosta er raun­hæfur og færi ég rök fyrir því hér að neð­an.

Heyrst hafa full­yrð­ingar um að Norð­menn séu að færa allt sitt lax­eldi upp á land. Þetta er alrangt, því minna en 0,1% af þeim 2,5 millj­ónum tonna sem árlega eru fram­leidd af laxi í heim­inum koma úr land­eldi og það mun ekki breyt­ast mikið í bráð. Vissu­lega eru uppi áform um bygg­ingu stórra land­eld­is­stöðva í Nor­egi, BNA og víð­ar, en reynslan af slíkri starf­semi gefur því miður ekki til­efni til bjart­sýni. Raunar hafa Íslend­ingar meiri reynslu af land­eldi á laxi en nokkur önnur þjóð. Fisk­eld­is­stöðin Silf­ur­stjarnan hefur í nærri 30 ár alið lax í mark­aðs­stærð, 1000-1500 tonn ári, og er eina fyr­ir­tækið í heim­inum sem hefur náð að skilað hagn­aði af land­eldi á laxi. Til að ala 17.500 tonn af laxi á ári í kerjum þarf hátt í 17.000 lítra á sek­úndu af sjó og umtals­verðan jarð­hita, sem ekki er fyrir hendi á Vest­fjörð­um. Þess vegna er land­eldi mögu­legt á háhita­svæðum í Öxar­firði og á Reykja­nesi, en ekki á Vest­fjörðum. Þessi val­kostur er því aug­ljós­lega óraun­hæf­ur.

Auglýsing

Til er útfærsla af land­eldi þar sem vatn er end­ur­nýtt með sér­stökum bún­aði og þar er mun minni vatns- og hita­þörf. Þetta hefur gefið góða raun t.d. í seiða­fram­leiðslu á laxi í Nor­egi og Fær­eyj­um, en til­raunir til að ala lax í mark­aðs­stærð við þessar aðstæð­ur, m.a. í Dan­mörku, hafa mis­heppn­ast hingað til; fyr­ir­tækin hafa annað hvort hætt starf­semi eða eru rekin með halla þrátt fyrir að verð á laxi hafi verið óvenju­hátt undan farin ár. Ýmis vanda­mál hafa komið upp við fram­leiðsl­una, sem orðið hafa til þess að ekki hefur tek­ist að standa við fram­leiðslu­á­ætl­an­ir. Það sem mestu mál skiptir er þó að stofn­kostn­aður og rekstr­ar­kostn­aður í land­eldi eru umtals­vert hærri en í kvía­eldi og þess vegna mun land­eldi alltaf standa höllum fæti í sam­keppni við kvía­eldi. Þessi tækni gæti gert land­eldi á laxi á Vest­fjörðum að raun­hæfum val­kosti í fram­tíð­inni, en svo er ekki sem stend­ur.

Fram­þróun í eld­is­tækni hefur verið hröð á und­an­förnum árum og hafa lax­eld­is­fyr­ir­tæki lagt mikið fé í að þróa nýjan og traust­ari búnað til eld­is. Verið er að prófa ýmsar útfærslur af lok­uðum eld­is­ein­ingum í sjó t.d. lok­aða kví­a­poka, fljót­andi ker, en einnig stórar opnar úthafs­kví­ar. Lík­legt er að þessi þró­un­ar­vinna muni skila nýjum val­kostum í fisk­eldi í fram­tíð­inni. Það eru hins vegar ein­hver ár í að þessar aðferðir verði raun­hæfur val­kostur í rekstri lax­eld­is.

Það sama á við um fram­leiðslu á geldum þrí­litna laxi. Unnið er að til­raunum með eldi á slíkum laxi í Nor­egi og á Íslandi þar sem Haf­rann­sóknas­stofnun og Háskól­inn á Hólum vinna að rann­sóknum á þessu sviði í sam­starfi við fisk­eld­is­fyr­ir­tæki. Reynslan af eldi þrí­litna laxa í Nor­egi hefur leitt í ljós ýmsa van­kanta sem enn á eftir að leysa. Fram­leiðsla á geld­laxi með öðrum aðferðum er enn á rann­sókn­ar­stigi og á engan hátt hægt að halda því fram að þetta sé orð­inn raun­hæfur kost­ur.

Að sjálf­sögðu hefur fisk­eldi, eins og öll önnur mat­væla­fram­leiðsla, umhverf­is­á­hrif, en þeim má halda innan ásætt­an­legra marka með ströngum reglum og eft­ir­liti. Hvoru tveggja er þegar er til staðar hér á landi. Sam­kvæmt bestu upp­lýs­ingum sem við höf­um, á það ekki að stefna umhverfi eða villtum laxa­stofnum í hættu þó fram­leiðsla auk­ist í sam­ræmi við fyrr­greind útgefin starfs­leyfi. Ég kem ekki auga á raun­hæfan val­kost fyrir eldi á laxi á Vest­fjörðum annan en að ala fisk­inn í kví­um.

Úrskurð­ar­nefnd umhverf­is- og auð­linda­mála leggur ofurá­herslu á að skoð­aðir verði aðrir val­kostir í umhvef­is­mati eða eins og segir í úrskurð­in­um: „...er afar ólík­legt að ekki finn­ist a.m.k. einn annar val­kostur sem hægt er að leggja fram til mats...“. Hvað ef ekki er fyrir hendi nema einn raun­hæfur val­kostur eins og bent hefur verið á hér að ofan? Er það raun­veru­lega krafa nefnd­ar­innar að í hverju umhverf­is­mati sé búinn til (fræði­leg­ur) val­kost­ur, a.m.k. einn strá­mað­ur, sem síðan er hægt að fella og þá liggi hin rétta nið­ur­staða fyr­ir?

Höf­undur er pró­fessor við fisk­eld­is- og fiska­líf­fræði­deild Háskól­ans á Hól­u­m. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar