Ísland og alþjóðleg kjarnorkuafvopnun

Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar grein í tilefni af NATO ráðstefnunnar sem fer fram í Reykjavík í lok október.

Auglýsing

Ísland mun hýsa afvopn­un­ar­ráð­stefnu NATO í lok mán­að­ar­ins. Þar verður kjarn­orku­af­vopnun ofar­lega á blaði, þrátt fyrir að NATO hafi gagn­rýnt harð­lega nýlegan alþjóð­legan samn­ing um bann við kjarn­orku­vopnum (2017). Taka ætti gagn­rýn­inni sem tæki­færi til að öðl­ast betri skiln­ing á sjón­ar­miðum þeirra sem hafa efa­semdir um samn­ing­inn og til að bæta samn­ing­inn til fram­tíð­ar. Sumt af þeirri gagn­rýni sem fram hefur komið er þó byggð á mis­skiln­ingi sem rétt er að leið­rétta. Í eft­ir­far­andi grein mun ég fjalla um inni­hald samn­ings­ins, nefna nokkrar af þeim gagn­rýn­is­röddum sem komið hafa fram og leit­ast við að svara gagn­rýn­inni.

Um hvað snýst samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopn­um?

Samn­ing­ur­inn um bann við kjarn­orku­vopnum frá árinu 2017 er liður í þeirri við­leitni ríkja, Rauða kross­ins og hund­ruða frjálsra félaga­sam­taka um allan heim, að semja um kjarn­orku­af­vopn­un, eins og Alþjóða­dóm­stóll­inn í Haag fyr­ir­skip­aði árið 1996. Samn­ing­ur­inn miðar að því að koma þjóðum heims út úr kalda stríðs hugs­un­ar­hætti, þar sem vopna­kapp­hlaup kemur í veg fyrir afvopnun og traust. Þá skuld­binda aðild­ar­ríki samn­ings­ins sig til að veita neyð­ar­að­stoð til fórn­ar­lamba kjarn­orku­sprengja komi til notk­un­ar. Samn­ing­ur­inn er sögu­legur áfangi í bar­átt­unni fyrir kjarn­orku­af­vopnun þó hann sé ekki haf­inn yfir gagn­rýni frekar en aðrir samn­ing­ar.

Dæmi um gagn­rýni sem byggð er á mis­skiln­ingi:

1. NATO: Bann við kjarn­orku­vopnum er óraun­hæft í núver­andi örygg­is­um­hverfi

Auglýsing

Öllum er ljóst að útrým­ing kjarn­orku­vopna er erfitt og flókið lang­tíma­verk­efni sem mun óhjá­kvæmi­lega standa frammi fyrir ýmis konar örygg­is­kreppum af mis­mun­andi stærð­argráð­um. Eng­inn hefur talað fyrir því að örygg­is­um­hverfið á hverjum tíma verði ekki tekið með inn í reikn­ing­inn.

Hið erf­iða örygg­is­um­hverfi hefur hringt við­vör­un­ar­bjöllum hjá flestum þjóð­um, sem hafa brugð­ist við með því að hvetja til frek­ari afvopn­unar með alþjóð­legu átaki. Árið 2017 skrif­uðu meira en hund­rað og tutt­ugu þjóðir undir samn­ing um bann við kjarn­orku­vopn­um. Á sama tíma leggja til­tekin kjarn­orku­ríki og hern­að­ar­banda­lög á borð við NATO áherslu á mik­il­vægi kjarn­orku­vopna til að tryggja eigið öryggi.  Slík orð­ræða er til þess fallin að skapa van­traust og hvetja ríki sem eiga ekki kjarn­orku­vopn til að koma sér upp kjarn­orku­vopn­um. Aukin útbreiðsla gerir örygg­is­um­hverfið sífellt erf­ið­ara. Með öðrum orðum er örygg­is­stefna NATO ákveðin þver­stæða og hluti af því erf­iða örygg­is­um­hverfi sem við er að eiga.

2. Kenn­ing sjötta ára­tug­ar­ins: Fæl­ing­ar­máttur kjarn­orku­vopna tryggir öryggi

Fæl­ing­ar­máttur refs­inga er vel þekkt­ur. Á sama tíma er ljóst að refs­ingar koma ekki í veg fyrir alla glæpi. Kenn­ing sjötta ára­tug­ar­ins um fæl­ing­ar­mátt kjarn­orku­vopna er í stórum dráttum sú að allir viti að notkun gæti leitt til gagn­kvæmrar ger­eyð­ing­ar. Þessi vit­und geri það að verkum að engin þjóð muni taka fyrsta skref­ið. Þannig við­haldi kjarn­orku­vopn ógn­ar­jafn­vægi í heim­in­um. Þeir sem trúa á eilífan mátt fæl­ingar benda gjarnan á að þriðja heim­styrj­öldin hefur ekki brot­ist út og að það sé vegna til­vistar kjarn­orku­vopna. Hvað sem líður mögu­legum fæl­ing­ar­mætti kjarn­orku­vopna á tímum kalda stríðs­ins, er löngu tíma­bært að end­ur­skoða for­sendur kenn­ing­ar­innar og hvort hún stand­ist í breyttum heimi.

Í fyrsta lagi hefur orðið stefnu­breyt­ing hjá ein­stakra kjarn­orku ríkjum frá áherslu á að minnka vægi kjarn­orku­vopna og útrým­ingu þeirra, eins og samn­ing­ur­inn um bann við útbreiðslu kjarn­orku­vopna (1968) kveður á um, yfir í áætl­anir um þróun minni og skil­virk­ari kjarn­orku­vopn. Hug­myndin er að slík vopn megi nota til að bregð­ast við kjarn­orkuógn, en einnig ann­ars konar ógnum eins og til að mynda tölvu­árás­um. Með öðrum orðum er verið að leggja drög að því að kjarn­orku­vopn verði raun­hæf­ari kostur um leið og þrösk­uld­ur­inn fyrir notkun er lækk­að­ur.

Í öðru lagi byggir sú von sem bundin er við ógn­ar­jafn­vægi á þeirri trú að póli­tískir leið­togar muni alltaf stjórn­ast af heil­brigðri skyn­semi. Benda verður á að fæl­ing­ar­máttur kjarn­orku­vopna er ekki nátt­úru­lög­mál heldur póli­tísk­ur. Þá byggir kenn­ingin á heims­mynd kalda stríðs­ins, þegar ríki höfðu nær ein­okun á beit­ingu skipu­legs ofbeldis gagn­vart öðrum ríkj­um. Núver­andi heims­mynd er mun flókn­ari. Til að mynda er vitað að nokkrir hryðju­verka­hópar hafa hug á að kom­ast yfir kjarn­orku­vopn. Ekki er víst að fæl­ing virki með sama hætti á þá sem telja sig vera að þjóna æðri til­gangi og stefna á upp­skeru hinum megin graf­ar. Þeim gæti staðið á sama um afleið­ingar gagnárás­ar, þar sem þeir sam­sama sig ekki endi­lega sínu heima­ríki. Þá eru kjarn­orku­slys alger­lega ónæm fyrir fæl­ingu. Slíkar ógnir kalla sem aldrei fyrr á að hætt verði að hvetja til útbreiðslu kjarn­orku­vopna og að þeim vopnum sem til eru verði eytt.

3. Ein­staka kjarn­orku­ríki: Til­gangs­laust er að skrifa undir bann á meðan kjarn­orku­ríkin standa utan við samn­ing­inn

Nítján ríki hafa full­gilt samn­ing­inn. Samn­ing­ur­inn mun taka gildi þegar 50 ríki hafa full­gilt hann. Samn­ing­ur­inn verður aðeins laga­lega bind­andi fyrir ríki sem eiga aðild að hon­um. Ekk­ert kjarn­orku­vopna ríki hefur skrifað undir samn­ing­inn. Þess vegna telja sumir að það sé til­gangs­laust fyrir Ísland að skrifa und­ir. Stað­reyndin er sú að margir alþjóð­legir samn­ingar hafa verið gerðir við þessar aðstæður og síðar öðl­ast alþjóð­lega við­ur­kenn­ingu. Alþjóð­legir samn­ingar skapa ný við­mið, sem hafa á end­anum jákvæð áhrif á hegðun ríkja, bæði þeirra sem eiga aðild að þeim en einnig ríkja sem kjósa að standa fyrir utan. Auk þess er bann til þess fallið að þvæl­ast fyrir fram­leið­endum slíkra vopna og gera flutn­ing þeirra erf­ið­ari, svo fátt eitt sé nefnt.

Samn­ing­ur­inn um bann við notkun jarð­sprengna er dæmi um samn­ing sem byrj­aði að frum­kvæði ríkja sem áttu engar jarð­sprengj­ur. Með tím­anum varð samn­ing­ur­inn almenn­ur. Það sama var uppi á ten­ingnum þegar klasa­sprengjur og líf- og efna­vopn voru bönn­uð. Kjarn­orku­vopn eru einu ger­eyð­ing­ar­vopnin sem hafa ekki enn verið bönnuð með beinum hætti, þrátt fyrir að eyði­leggj­andi máttur þeirra sé meiri en allra ann­arra vopna.  

4. NATO: Samn­ing­ur­inn um bann stuðlar að sundr­ungu meðal ríkja, í stað þeirrar ein­ingar sem fyrir var

Kjarn­orku­af­vopnun er gríð­ar­stórt verk­efni sem eðli máls­ins sam­kvæmt krefst marg­vís­legra aðgerða. Þess vegna hafa ýmis konar samn­ingar og skref verið stigin til að skapa aðstæður fyrir afvopn­un. Samn­ing­ur­inn um bann við kjarn­orku­vopnum (2017) er liður í þessu sam­eig­in­lega átaki. Kjarn­orku­ríkin hafa tekið þátt í þessu verk­efni með því að fækka kjarn­orku­vopnum sínum mjög frá  tíma kalda stríðs­ins.

Samn­ing­ur­inn um bann við útbreiðslu kjarn­orku­vopna frá árinu 1968 (NPT), sem flest ríki eiga aðild að, kveður í stórum dráttum á um að þau ríki sem eiga ekki kjarn­orku­vopn, skuld­binda sig til að koma sér ekki upp slíkum vopn­um. Sú skuld­bind­ing er gerð í trausti þess að kjarn­orku­vopna rík­in, sem einnig skrif­uðu undir samn­ing­inn, standi við þá skuld­bind­ingu sína að útrýma sínum kjarn­orku­vopn­um. 27 árum eftir lok kalda stríðs­ins hafa kjarn­orku­vopna ríkin ekki enn útrýmt kjarn­orku­vopnum sínum og kjarn­orku­vopn hafa breið­ast út til fleiri ríkja. Þá hafa ein­staka kjarn­orku­vopna ríki boðað aukið vægi vopn­anna á kom­andi árum.

Flestum ríkjum heims er því orðið ljóst að nauð­syn­legt sé að bregð­ast við þró­un­inni svo ekki komi til kjarn­orku kapp­hlaups og frekar útbreiðslu með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ingum fyrir öll ríki, einnig núver­andi kjarn­orku­vopna ríki. Þannig er samn­ing­ur­inn um bann við kjarn­orku­vopnum svar við sundr­ungu og öflug til­raun til að brúa bil­ið, ekki ástæða sundr­ung­ar. Því miður sáu kjarn­orku­ríkin sér ekki fært að taka þátt í gerð samn­ings­ins og setja þannig mark sitt á hann. Sú stað­reynd ætti ekki að koma í veg fyrir að fram­lagi kjarn­orku­ríkja í formi gagn­rýni á samn­ing­inn sé tekið með opnum örmum og sem tæki­færi til að bæta samn­ing­inn og auka öryggi allra til fram­tíð­ar.  

5. NATO: Samn­ing­ur­inn grefur undan samn­ingnum um bann við útbreiðslu kjarn­orku­vopna

Samn­ing­ur­inn um bann við útbreiðslu kjarn­orku­vopna (NPT) tak­markar ekki á nokkurn hátt frek­ari við­leitni í sömu átt. Þvert á móti krefst samn­ing­ur­inn frek­ari ráð­staf­ana. Samn­ing­ur­inn um bann við kjarn­orku­vopnum (2017) er ein af þeim ráð­stöf­unum sem gerðar hafa verið til að styrkja NPT samn­ing­inn.

Samn­ing­ur­inn um bann leysir ekk­ert ríki frá öðrum skuld­bind­ingum sem miða að því að draga úr hættu vegna kjarn­orku­vopna, sem nauð­syn­legt er að gera tíma­bund­ið, á meðan kjarn­orku­vopnum hefur ekki verið útrýmt.  

6. Ein­staka kjarn­orku­ríki: Mann­úð­ar­sjón­ar­mið hafa afvega­leitt umræð­una

Áhugi hryðju­verka­hópa á kjarn­orku­vopn­um, sú stefna ein­staka ríkja að þróa skil­virk­ari kjarn­orku­vopn og óstöðugt örygg­is­um­hverfi í heim­inum gerir það að verkum að við þurfum að fara að hugsa út í afleið­ingar þess að kjarn­orku­vopn verði notuð og hvort við séum í raun til­búin til að styðja að svarað verði í sömu mynt.

Samn­ing­ur­inn um bann við kjarn­orku­vopnum byggir á því að afleið­ingar kjarn­orku­sprengja á fólk séu svo skelfi­legar að það sé algjör­lega óásætt­an­legt að hætta sé á að þau verði notuð á ný. Vert er að minn­ast afleið­inga þeirra til­tölu­lega litlu sprengja sem var varpað á Hírósíma og Naga­saki. Enn fæð­ast börn í Japan með skemmd gen 73 árum eftir atburð­ina. Til­tekin kjarn­orku ríki hafa ályktað að allt tal um afleið­ingar kjarn­orku­sprengja á fólk sé til­raun til að afvega­leiða umræð­una. Slíkar álykt­anir sýna að ekki eru öll ríki til­búin til að horfast í augu við allar hliðar máls­ins og að þau ótt­ast að varpað sé ljósi á hvað felst í stefnu þeirra. Almenn umræða um afleið­ingar kjarn­orku­sprengja getur sett mik­il­vægan þrýst­ing á ríki og að lokum neytt þau til að upp­fylla þær skyldur sem þau sjálf hafa und­ir­geng­ist.

Höf­undur er með BA próf í heim­speki og lög­fræði og skrifar nú meist­ara­rit­gerði um mögu­leik­ann á að norð­ur­skautið verði kjarn­orku­vopna­laust svæði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar