Förum vel með almannafé

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs Reykjavíkur og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar telja að skerpa þurfi á reglum um vandaðan undirbúning opinberra framkvæmda og stuðla að skýrum og opnum ferlum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Auglýsing

Fé sem sótt hefur verið til almenn­ings, beint og óbeint, stendur undir stærstum hluta fram­kvæmda á land­inu og öllum opin­berum inn­kaup­um. Okkur stjórn­mála­mönnum er svo treyst til að ráð­stafa þessum fjár­munum og er mikil ábyrgð fólgin í því. Það eitt og sér ætti að vera næg hvatn­ing til að gæta ráð­deildar og hag­kvæmni en samt sjáum við síend­ur­tekið merki um hið gagn­stæða.

Kjörnir full­trúar Við­reisnar hafa í störfum sínum haft þessi mark­mið að leið­ar­ljósi enda flokkur sem setur almanna­hags­muni framar sér­hags­mun­um. Til að mynda voru reikn­ingar rík­is­ins opn­aðir á vefnum opn­ir­reikn­ing­ar.is í tíð Bene­dikts Jóhann­es­sonar í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Einnig lögðu þing­menn Við­reisnar fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á vor­þingi 2018 um trygg­ingu gæða, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga sem var sam­þykkt með öllum greiddum atkvæð­um. Sú til­laga felur í sér að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra útfæri stefnu­mörkun með það að mark­miði að tryggja gæði, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga, allt frá hug­mynda­stigi til fram­kvæmda og út ætl­aðan líf­tíma þeirra. Það er mik­il­vægt þegar farið er með opin­bert fé að áætl­anir stand­ist, gæði séu tryggð og ef ófyr­ir­séð vanda­mál komi upp sé hægt að staldra við og taka upp­lýsta ákvörðun um fram­hald­ið. Í grein­ar­gerð með til­lögunni segir m.a.: „Það er gömul saga og ný að allt of mörg slík verk­efni rísa ekki undir þeim kröfum sem til þeirra hafa verið gerðar og þau upp­fylla ekki þær þarfir sem að var stefnt. Nægir að nefna að kostn­aður fer úr bönd­um, fram­kvæmda­tími verður miklu lengri en til stóð og oft veita þau ekki þann ávinn­ing sem að var stefnt. Skýr­ingar á þessu eru örugg­lega marg­vís­legar og margar þeirra sam­verk­andi. [...] Mik­il­vægt er að líta á þetta sem við­var­andi ferli úrbóta og lær­dóms sem leiðir hægt og bít­andi til árang­urs. Þetta er alls ekki átaks­verk­efni sem hægt er að ljúka á skömmum tíma.“

Auglýsing

Því miður sjáum við allt of mörg dæmi um verk­efni sem fara úr bönd­um, óþarft er að týna til dæmi – þau eru öllum kunn. Aug­ljóst er að skerpa þarf á reglum um vand­aðan und­ir­bún­ing opin­berra fram­kvæmda, og stuðla að skýrum og opnum ferl­um. Nauð­syn­legt er að verk­efn­is­stjórn sé skýr auk þess sem ábyrgð á að fram­kvæmd stand­ist mark­mið um verk­tíma, gæði og kostnað verður að vera vel skil­greind. Hvað ríkið varðar er bolt­inn nú í höndum fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, en hvað Reykja­vík­ur­borg varðar er bolt­inn í okkar hönd­um. Full­trúar Við­reisnar í borg­ar­stjórn eru stað­ráðnir í því að inn­leiða verk­lag af þessu tagi innan borg­ar­innar auk þess að opna reikn­inga borg­ar­innar enn frekar og tryggja þannig borg­ar­búum aðgang að lyk­il­tölum og mæla­borð­um.

Við­reisn hefur að leið­ar­ljósi að nýta almannafé vel þannig að almenn­ingur hagn­ist sem mest og þar er borgin engin und­an­tekn­ing. Arður sam­fé­lags­ins af þeirri vinnu og fjár­munum sem verður varið til úrbóta á þessu sviði mun án nokk­urs vafa skila sér marg­falt til baka með betri árangri og hag­kvæm­ari verk­efn­um.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir er for­maður borg­ar­ráðs Reykja­víkur og Jón Stein­dór Valdi­mars­son er þing­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar