Förum vel með almannafé

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs Reykjavíkur og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar telja að skerpa þurfi á reglum um vandaðan undirbúning opinberra framkvæmda og stuðla að skýrum og opnum ferlum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Jón Steindór Valdimarsson
Auglýsing

Fé sem sótt hefur verið til almenn­ings, beint og óbeint, stendur undir stærstum hluta fram­kvæmda á land­inu og öllum opin­berum inn­kaup­um. Okkur stjórn­mála­mönnum er svo treyst til að ráð­stafa þessum fjár­munum og er mikil ábyrgð fólgin í því. Það eitt og sér ætti að vera næg hvatn­ing til að gæta ráð­deildar og hag­kvæmni en samt sjáum við síend­ur­tekið merki um hið gagn­stæða.

Kjörnir full­trúar Við­reisnar hafa í störfum sínum haft þessi mark­mið að leið­ar­ljósi enda flokkur sem setur almanna­hags­muni framar sér­hags­mun­um. Til að mynda voru reikn­ingar rík­is­ins opn­aðir á vefnum opn­ir­reikn­ing­ar.is í tíð Bene­dikts Jóhann­es­sonar í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Einnig lögðu þing­menn Við­reisnar fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu á vor­þingi 2018 um trygg­ingu gæða, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga sem var sam­þykkt með öllum greiddum atkvæð­um. Sú til­laga felur í sér að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra útfæri stefnu­mörkun með það að mark­miði að tryggja gæði, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga, allt frá hug­mynda­stigi til fram­kvæmda og út ætl­aðan líf­tíma þeirra. Það er mik­il­vægt þegar farið er með opin­bert fé að áætl­anir stand­ist, gæði séu tryggð og ef ófyr­ir­séð vanda­mál komi upp sé hægt að staldra við og taka upp­lýsta ákvörðun um fram­hald­ið. Í grein­ar­gerð með til­lögunni segir m.a.: „Það er gömul saga og ný að allt of mörg slík verk­efni rísa ekki undir þeim kröfum sem til þeirra hafa verið gerðar og þau upp­fylla ekki þær þarfir sem að var stefnt. Nægir að nefna að kostn­aður fer úr bönd­um, fram­kvæmda­tími verður miklu lengri en til stóð og oft veita þau ekki þann ávinn­ing sem að var stefnt. Skýr­ingar á þessu eru örugg­lega marg­vís­legar og margar þeirra sam­verk­andi. [...] Mik­il­vægt er að líta á þetta sem við­var­andi ferli úrbóta og lær­dóms sem leiðir hægt og bít­andi til árang­urs. Þetta er alls ekki átaks­verk­efni sem hægt er að ljúka á skömmum tíma.“

Auglýsing

Því miður sjáum við allt of mörg dæmi um verk­efni sem fara úr bönd­um, óþarft er að týna til dæmi – þau eru öllum kunn. Aug­ljóst er að skerpa þarf á reglum um vand­aðan und­ir­bún­ing opin­berra fram­kvæmda, og stuðla að skýrum og opnum ferl­um. Nauð­syn­legt er að verk­efn­is­stjórn sé skýr auk þess sem ábyrgð á að fram­kvæmd stand­ist mark­mið um verk­tíma, gæði og kostnað verður að vera vel skil­greind. Hvað ríkið varðar er bolt­inn nú í höndum fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son­ar, en hvað Reykja­vík­ur­borg varðar er bolt­inn í okkar hönd­um. Full­trúar Við­reisnar í borg­ar­stjórn eru stað­ráðnir í því að inn­leiða verk­lag af þessu tagi innan borg­ar­innar auk þess að opna reikn­inga borg­ar­innar enn frekar og tryggja þannig borg­ar­búum aðgang að lyk­il­tölum og mæla­borð­um.

Við­reisn hefur að leið­ar­ljósi að nýta almannafé vel þannig að almenn­ingur hagn­ist sem mest og þar er borgin engin und­an­tekn­ing. Arður sam­fé­lags­ins af þeirri vinnu og fjár­munum sem verður varið til úrbóta á þessu sviði mun án nokk­urs vafa skila sér marg­falt til baka með betri árangri og hag­kvæm­ari verk­efn­um.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir er for­maður borg­ar­ráðs Reykja­víkur og Jón Stein­dór Valdi­mars­son er þing­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar