Heimatilbúið hrun íslenska lýðveldisins

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, skrifar um lærdómana af framburði vitna í Landsdómsréttarhöldunum yfir Geir H. Haarde.

Auglýsing
Í Lands­dóms­rétt­ar­höld­unum yfir Geir H. Haarde báru 40 ein­stak­lingar vitni fyrir rétt­in­um: 35 karlar og fimm kon­ur. Segja má að saman hafi verið kom­inn rjóm­inn úr ráða­stétt lands­ins. Þar voru ráð­herrar  rík­is­stjórnar Geirs, banka­menn frá Seðla­bank­anum og stóru einka­bönk­unum þremur (Kaup­þingi, Lands­banka og Glitni) og opin­berir emb­ætt­is­menn ráðu­neyta og fjár­mála­eft­ir­lits.

 Nið­ur­staða meiri­hluta Lands­dóms var að sýkna bæri Geir af öllum ákærum nema þeirri sem laut að ákæru um brot gegn 17. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Að mínu mati stuðl­aði fram­burður vitn­anna að sýkn­unum Geirs en forð­aði honum ekki frá sak­fell­ingu á einum lið ákærunn­ar. Ekki þótti sannað að hægt hefði verið að bjarga fjár­mála­kerf­inu á vakt Geirs sem for­sæt­is­ráð­herra. Þvert á móti töldu mörg vitni að síð­asta tæki­færið til mark­vissra aðgerða hafi verið ári áður en rík­is­stjórn Geirs var mynduð sum­arið 2007. Öðru máli skipti um ákæruna um brot á þeirri starfs­skyldu Geirs sem for­sæt­is­ráð­herra að sjá um að fjallað væri um mik­il­væg mál­efni á rík­is­stjórn­ar­fund­um. Þar taldi meiri­hluti Lands­dóms að ekki skipti máli sá fram­burður Geirs og ann­arra ráð­herra að ekki hefði tíðkast í rík­is­stjórnum fyrr eða síðar að við­hafa slíka form­festu. Mörg mik­il­væg­ustu mál væru að sögn vitna rædd óform­lega áður en rík­is­stjórn­ar­fundur hæf­ist eða ein­fald­lega að odd­vitar ríks­stjórn­ar­flokka semdu sín á milli um þau. Einnig kom fram ótti ráð­herra um að við­kvæmum málum yrði lekið til fjöl­miðla væru þau á vit­orði margra ráð­herra. Meiri­hluti Lands­dóms ákvað að túlka 17. gr. stjórn­ar­skrár­innar bók­stak­lega, að hefð og venjur breyttu ekki ákvæðum henn­ar.

(Verður þessi nið­ur­staða Lands­dóms að telj­ast hin merki­leg­asta, ekki síst vegna þess að íslenskir fræði­menn – lög­fræð­ingar og stjórn­mála­fræð­ingar - túlk­uðu yfir­leitt 26. gr. stjórn­ar­skrár­innar um mál­skots­rétt for­seta Íslands á þann veg að hefðin hefði nán­ast numið þetta ákvæði úr gildi. Það hefði aldrei verið notað og beit­ing þess væri ekki við hæfi. Þessi túlkun reynd­ist á sandi byggð.)

Auglýsing

Odd­vitar rík­is­stjórn­ar­innar 2007-2009 voru þau Geir H. Haar­de, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra ásamt Ingi­björgu Gísla­dótt­ur, for­manni Sam­fylk­ingar og utan­rík­is­ráð­herra. Hin opin­bera mynd var að á milli þeirra tveggja ríkti mikið traust og að sam­skiptin ein­kennd­ust af heil­indum – jafn­vel per­sónu­legri vin­áttu. Saman tóku þau höndum saman um að leiða tvo stærst flokka lands­ins saman í rík­is­stjórn þrátt fyrir langvar­andi vær­ingar þar á milli og and­stöðu sterkra afla í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Fram­burður þeirra beggja fyrir Lands­dómi stað­festir að í reynd voru sam­skiptin með þeim hætti sem birt­ist í fjöl­miðl­um. Sam­band þeirra við lands­stjórn­ina var heilt frá upp­hafi til enda­loka rík­is­stjórn­ar­innar í árs­byrjun 2009.

Fyr­ir­mynd­ina að „odd­vitaræði“ Geirs Haarde og Ingi­bjargar Sól­rúnar er ótví­rætt að finna í stjórn­ar­háttum for­vera þeirra  Da­víðs Odds­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, og Hall­dórs Ásgríms­sonar for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og utan­rík­is­ráð­herra. Sam­starf Dav­íðs og Hall­dórs var mjög náið allt frá rík­is­stjórn­ar­myndun þeirra árið 1995 og náði nýjum hæðum eftir þing­kosn­ingar 2003 þegar þeir sömdu um að skipt­ast á ráð­herra­stólum síðla árið eft­ir: Hall­dór yrði þá for­sæt­is­ráð­herra en Davíð utan­rík­is­ráð­herra.

Davíð Odds­son og Hall­dór Ásgríms­son mynd­uðu sann­kallað odd­vitaræði. Að mínu mati má helst skýra sam­eig­in­legan styrk­leika Dav­íðs og Hall­dór með þremur sam­verk­andi þátt­um:

  1. Traust og trún­aður ríkti á milli odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

  2. Hvor um sig hafði flokks­for­mað­ur­inn full tök á sínum ráð­herrum og flokknum í heild.

  3. Í sam­ein­ingu höfðu þeir vald til að leiða öll mik­il­væg­ustu mál til lykta – hvort sem um var að ræða einka­væð­ingu bank­anna eða ákvörðun um að styðja inn­rás Banda­ríkj­anna í Írak.

Fram­burður Geirs Haarde og ann­arra fyrir Lands­dómi – ekki síst Ingi­bjargar Sól­rúnar – afhjúpar með skýrum hætti láns­leysi þeirra sam­starfs og þar með rík­is­stjórn­ar­innar í heild. Hvor­ugt þeirra hefur fullt tök á sínum ráð­herrum eða vald til að ráða mál­efnum fjár­mála­kerf­is­ins til lykta þannig að sem minnstur skaði yrði af. Fyrst ein­kenn­ast við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við yfir­vof­andi gjald­þroti bank­anna af ein­beittri afneitun og veru­leikafirr­ingu. Tók við tími fums og fáts. Nið­ur­staðan verður hrun allra bank­anna, fjár­mála­kerf­is­ins alls og íslensku krón­unn­ar. Einu minnsta þjóð­ríki heims­ins, með ríf­lega 300 þús­und íbú­um, tókst loks að kom­ast í fremstu röð: Bank­arnir þrír komust á topp tíu list­ann yfir mestu gjald­þrot sög­unn­ar: Kaup­þing í 5. sæti, Lands­bank­inn í 9. Sæti og Glitnir í 10.

Hvorki Geir né Ingi­björg Sól­rún höfðu tök á sínum flokki. Geir að vísu gott sam­band við alla ráð­herra síns flokks en utan ríks­stjórn­ar­innar situr Davíð Odds­son aðal­banka­stjóri Seðla­bank­ans. Í fram­burðum allra kemur fram hversu fyr­ir­ferð­ar­mik­ill hinn fyrr­ver­andi flokks­for­maður og for­sæt­is­ráð­herra er. Á öllum fundum – jafnt með banka­stjórum, ein­stökum ráð­herrum eða rík­is­stjórn­inni – er það Davíð Odds­son – sem hefur orð­ið. Stíll Dav­íðs er mjög per­sónu­leg­ur: Sam­kvæmt fram­burði vitna dregur Davíð bank­ana í dilka: hann er „fj­and­mað­ur“  Kaup­þings og Glitnis en vinur Lands­bank­ans. Ráð­herrar sitja og hlusta þegar Davíð er „í ham“, þeir bíða eftir að lát­unum ljúki en gera ekker með aðvar­anir hans um veik­leika bank­anna enda leggur Davíð ekki fram neinar skrif­legar skýrslur eða til­lögur um við­brögð.

(Arnór Sig­hvats­son aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans kall­aði Davíð Odds­son „fj­and­mann“ bank­anna í sínum vitn­is­burði. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir lýsti fyrir Lands­dómi Davíð „í ham“ á mik­il­vægum fundi ráð­herra og banka­stjórnar Seðla­bank­ans.)

Valda­hlut­föllin á milli Geirs H. Haarde og Dav­íðs Odds­sonar virð­ast hafa sótt fljót­lega í fyrri far­veg eftir myndun rík­is­stjórn­ar­innar 2009. Geir tók ákvörðun um stjórn­ar­sam­starfið gegn and­stöðu Dav­íðs en vandi bank­anna og íslensks efna­hags­lífs setti hinn sterka mann í Seðla­bank­anum aftur í lyk­il­stöðu.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir komst til valda í Sam­fylk­ing­unni árið 2005 með því að fella flokks­for­mann­inn Össur Skarp­héð­ins­son. Eftir sem áður hafði Össur sterka stöðu og leiddi lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í þing­kosn­ing­unum 2007. Einn af helstu banda­mönnum Öss­ur­ar, Björg­vin G. Sig­urðs­son, var efstur á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Suð­ur­kjör­dæmi. Ingi­björg neydd­ist til að velja þá sem ráð­herra en þeir fengu í sinn hlut fremur veiga­lítil ráðu­neyti iðn­aðar og við­skipta sem áður voru oft á hendi eins ráð­herra. Sjálf valdi Ingi­björg sæti utan­rík­is­ráð­herra og tók af miklum krafti – ásamt for­seta Íslands- til við ferða­lög erlendis til að afla fylgis við umsókn Íslands til að hljóta sæti í Örygg­is­ráði Sam­ein­uðu Þjóð­anna. Sam­kvæmt eigin fram­burði og ann­arra vitna hafði Ingi­björg ein­göngu form­legt sam­band við ráð­herra banka­mála, Björg­vin G. Sig­urðs­son. Þegar Ingi­björg gat ekki setið neyð­ar­fund í Seðla­bank­anum vegna yfir­vof­andi fjár­mála­hruns kall­aði hún til Össur Skarp­héð­ins­son en ekki við­skipta­ráð­herra lands­ins.

Ólíkt Davíð Odd­syni og Hall­dóri Ásgríms­syni höfðu því Geir H. Haarde og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir hvorki stöðu í eigin flokki eða valda­stöðu yfir­leitt til að ráða mik­il­væg­ustu málum til lykta. Þau voru sann­ar­lega mátt­laus.

Vitn­is­burð­irnir fyrir Lands­dómi afhjúpa þannig djúp­stæðan vanda íslenskra stjórn­mála þar sem per­són­u­stjórn­mál ríkja. Sér­hver stjórn­mála­maður er sem eyland, kemst í fram­boð með próf­kjörum og starfar fyrst og fremst á eigin veg­um. Flokk­arnir hafa síðan ekki burði til að móta stefnu í mik­il­væg­ustu mál­um. Þannig var í stjórn­ar­sátt­mála Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ingar árið 2007 hvergi tekið á vanda fjár­mála­kerfis sem þegar var orðið risa­vaxið að stærð. Frekar var gefið í og ráð­ist í stór­fellda útrás í orku­málum (jarð­hita­fram­kvæmd­ir). Banka­kerfið hélt áfram að vaxa; í maí 2008 opn­aði Lands­bank­inn meira að segja nýja Ices­a­ve-­reikn­inga nú í Hollandi.

Heima­til­búið hrun

Vitn­is­burðir vitn­anna fyrir Lands­dómi ásamt fram­burði hins ákærða gefa ómet­an­lega yfir­sýn á  at­burða­rás sem var und­an­fari hruns íslenska fjár­mála­kerf­is­ins en einkum á hug­ar­heim ráða­manna, sam­skipti þeirra, athafnir og athafna­leysi. Aðrar sögu­legar heim­ildir um stjórn­mál horfa gjarnan á hinn ytri veru­leika stjórn­mál­anna og eru bundnar við þá mynd sem ráða­menn vilja að komi fyrir sjónir almenn­ings. Hér er hul­unni svipt í burtu og við blasir ófögur mynd af van­þró­uðu stjórn­mála­kerfi þar sem mjög skortir á stefnu­mótun og mark­vissa stefnu­mótun hjá valda­flokkum lands­ins. Öll stjórn­sýslan ein­kenn­ist af ófag­legum vinnu­brögð­um. En banka­menn­irnir vita hvað þeir vilja og hafa greiðan aðgang að ráða­mönnum fyrst við einka­vina­væð­ingu bank­anna og síðan varð­andi við­brögð við vanda fjár­mála­kerf­is­ins.

Þannig greinir Sig­ur­jón Þ. Árna­son, banka­stjóri frá því að sam­band hans við for­sæt­is­ráð­herr­ann Geir H. Haarde hafi lítið verið með form­legum fundum hins vegar hafa þeir rædd saman í kvöld­kaffi hjá Geir um leiðir til að auka gjald­eyr­is­forða lands­ins. „Sko, við búum við sömu götu“ – sagði Sig­ur­jón.

Afleið­ingar íslenskra stjórn­ar­hátta þekkjum við á eigin skinni: Ísland verður eina lýð­ræð­is­ríkið í sög­unni sem hrynur fyrst og fremst undan þunga heima­til­bú­innar spill­ing­ar, van­hæfni, fúsks og frænd­hygli. Heimskreppa eða styrj­aldir voru þar ekki örlaga­vald­ar.

Höf­undur er pró­­fessor emeritus í stjórn­­­mála­fræði við Háskóla Íslands.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar