Lagabreyting er varðar fiskeldi

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, skrifar um lagafrumvarpið sem veitti heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi í fiskeldisgeiranum.

Auglýsing

Frum­varpið sem sam­þykkt var á Alþingi fyrir skömmu og veitir ráð­herra heim­ild til að gefa út bráða­birgða­leyfi í fisk­eld­is­geir­an­um, með ákveðnum skil­yrð­um, vegur ekki að umhverfis­kröfum í grein­inni. Það tekur á galla í máls­með­ferð við veit­ingu leyfa. Auð­vitað eru fisk­eld­is­mál ýmis­legt annað en umhverf­is­mál. Þau varða bæði stjórn­sýslu og lagaum­hverfi. Frum­varpið bein­ist fyrst og fremst að þeim flötum fisk­eld­is.

Harðir gagn­rýnendur fisk­eldis fundu ágalla í all­gömlu en gildu leyfi og kærðu leyf­is­veit­ing­una, byggða á sam­þykktri mats­skýrslu. Fyr­ir­tæki í fisk­eldi höfðu unnið eftir leyf­inu, hvað sem þessum ágalla leið. Snýst hann sjálfur um ein­hvern þann beina þátt umhverf­is­mála sem varðar fisk­eldi á Vest­fjörðum eða Aust­fjörð­um? Snýst hann til dæmis um skort á upp­lýs­ingum um líf­ræna mengun af fisk­eldi eða um umhverf­isóvænan bún­að? Snýst hann um van­mat á erfða­meng­un­ar­hættu af opnu sjó­kvía­eldi? Nei, hann snýst um ekk­ert af þessu. Hann snýst um vöntun á til­teknum efn­is­þætti, val­kosta­mati, sem venju­lega er í öllum skýrslum um mat á umhverf­is­á­hrif­um, alveg óháð því hvað slíkt mat bæri fram. Ég hef unnið að mati á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda, að vísu fyrir all­mörgum árum. Skýrslur sér­fræð­ing­anna hafa þá inni­haldið helstu val­kosti við við­kom­andi fram­kvæmd (og mat á þeim), líka þá sem myndu telj­ast óraun­hæfir að mati fram­kvæmda­að­il­ans.

Í þá skýrslu sem hér er til umræðu vantar umfjöllun um val­kosti, jafnt um geld­fiska­eldi, ef því er að skipta, um lok­aðar eld­iskvíar eða hvað eina, kannski jafn­vel um núll­kost­inn sjálfan – alls ekk­ert fisk­eldi. Kostir sem þarna hefðu átt að vera voru taldir óraun­hæfir af fyr­ir­tækj­unum sem skil­uðu sinni mats­skýrslu, jafnt sem af Skipu­lags­stofnun sjálfri. Úrskurð­ar­nefnd kæru­mála mat sem svo, í ljósi lagaum­hverf­is­ins, að þessi vöntun væri nægi­lega alvar­leg til að ógilda leyf­ið. Um þetta snýst frum­varp­ið. Þetta er til­efn­ið. Til­efnið er form­galli sem skóp óvissu og sam­fé­lags­hættu af skyndi­legri lokun fisk­eldis en allir vita að það er und­ir­staða fram­leiðslu­at­vinnu­vega í nokkrum byggð­um. Frum­varpið snýst ekki um umhverf­is­á­hrif fisk­eldis í sjálfu sér, heldur um þessa form­galla á leyf­is­veit­ing­unni.

Auglýsing

Vissu­lega standa umhverf­is­mál opin í bak­grunn­inum vegna þess að mat á val­kostum sem vant­aði snertir þau mál og sjálf­bærni atvinnu­grein­ar­inn­ar. Með frum­varp­inu er ein­fald­lega opnað fyrir að matið á umhverf­is­á­hrifum verði lag­fært (eða end­ur­tek­ið) og þessir tveir eða þrír eða fjórir kostir sem ekki eru þar, verði þar. Ekki er verið að koll­varpa úrskurði nefnd­ar­innar né taka afstöðu til ólíkra fram­leiðslu­leiða í fisk­eldi. Sem sagt: Það er verið að opna á rök­semdir fyrir eða á móti efn­is­at­riðum og helstu öðrum kostum í fisk­eldi. Það er verið að opna á frek­ari umfjöllun um einmitt umhverf­is­á­hrif og raun­hæfni ann­arra kosta í fisk­eldi, hver svo sem nið­ur­staðan verð­ur. Þetta er auð­vitað öllum til góðs. Sam­tímis kemur laga­frum­varpið í veg fyrir stórt efna­hags- og sam­fé­lags­tjón, í sam­ræmi við fresti sem í frum­varp­inu eru. Það er ekki gef­inn neinn afsláttur í umhverf­is­málum með því að leyfa útgáfu bráðabirgða­leyfis til 10 mán­aða með aðra 10 mán­uði til vara, heldur er hér verið að koma til móts við galla á máls­með­ferð er veldur skyndi­legri leyf­is­svipt­ingu í rekstri sem ekki hefur verið stöðv­aður í all­nokkur ár vegna óæski­legra umhverf­is­á­hrifa.

Atvinnu­vega­nefnd er sú fagnefnd Alþing­is, sem fjallar um frum­varp­ið. Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd mun að sjálf­sögðu ræða áfram á sínum fundum um fisk­eldi og fræð­ast um lag­ara­mmana, kosti eld­is­ins og galla. Og hún mun fjalla um fisk­eldi í heild­rænu frum­varpi sem nú er í píp­un­um.

Ég sem Vinstri grænn þing­maður geri mér vel grein fyrir mik­il­vægi, og um leið umhverf­is­á­hættu hóf­legs fisk­eld­is. Geri mér grein fyrir gildi áhættu­mats og mót­væg­is­að­gerða og fyrir nauð­syn þró­unar í átt að umhverf­is­vænum atvinnu­vegi. Ég sé fyrir mér lág þol­mörk fisk­eldis á Íslandi, sé fyrir mér þýð­ing­una fyrir líf­legar byggðir og mat­væla­fram­leiðslu, ekki bara á Íslandi heldur í heim­inum öll­um, meira að segja í nafni umhverf­is­mála, einkum þegar fram í sæk­ir.

Fisk­eldi þró­að­ist í fyrstu hratt hér á landi, án nægi­legra girð­inga og reglna, en varð að helsta atvinnu­vegi heils lands­hluta og sterkum atvinnu­vegi í öðrum lands­hluta. Þá ábyrgð verðum við að axla og sjá til þess að sjálf­bærni gildi í öllum þremur hlutum þess hug­taks, sem er nátt­úran, sam­fé­lagið og efna­hag­ur­inn í jafn­vægi. Það tekur eflaust ein­hvern ára­fjölda, en ger­ist ekki með því að láta gallað reglu­verk stýra þró­un­inni. Umrætt frum­varp er verk­færi til þess að koma til móts við fylgj­endur og and­stæð­inga fisk­eldis í hefð­bundnum sjó­kvíum með því að opna fyrir end­ur­skoðun á til­teknum þáttum í mati á umhverf­is­á­hrifum sem varða atvinnu­grein­ina.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar