Verndarhagsmunir og sjálfbærni hvalveiða

Árni Finnsson spyr hvort íslenskum stjórnvöldum sé alvara með hátíðlegum yfirlýsingum um verndun hafsins eða vilja þau halda áfram að eyða fjármunum, tíma og kröftum stjórnarráðsins í að verja hagsmuni Kristjáns Loftssonar?

Auglýsing

Sam­kvæmt beiðni sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra vinnur Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands að því að meta þjóð­hags­leg áhrif hval­veiða. Mat Hag­fræði­stofn­unar verður eitt af þeim gögnum sem leggja á til grund­vallar ákvörðun rík­is­stjórnar Íslands um hvort veita ber fyr­ir­tæki í eigu Krist­jáns Lofts­sonar kvóta til veiða á lang­reyðum næstu fimm árin, 2019–2023.

Eini mark­aður Krist­jáns Lofts­sonar fyrir lang­reyð­ar­kjöt er í Jap­an. Allt frá miðjum níunda ára­tug síð­ustu aldar hefur verið bent á að mark­aðs­að­gangur fyrir hval­kjöt í Japan sé tor­veldur vegna lít­illar eft­ir­spurnar og tak­mark­aðs áhuga jap­anskra stjórn­valda á að slíkt kjöt sé flutt inn. Krist­ján Lofts­son hefur tekið undir þetta og sagði við Morg­un­blaðið 25. febr­úar 2016: „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hval­veið­arnar 2009, eftir tutt­ugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aft­ur.“

Krist­ján nefndi hins vegar ekki þau vand­kvæði við flutn­ing hval­kjöts til Jap­ans að alþjóð­leg við­skipti með lang­reyð­ar­kjöt eru bönnuð sam­kvæmt CITES-­samn­ingnum enda er lang­reyður á heims­lista yfir dýr í útrým­ing­ar­hættu. Verslun með hval­kjöt er jafn mikið bönnuð og verslun með fíla­bein.

Auglýsing

Íslenskum stjórn­völdum hefur lengi verið kunn­ugt um að mark­aður fyrir lang­reyð­ar­kjöt væri því sem næst dauður í Jap­an, en þó kosið að taka einka­hags­muni Krist­jáns Lofts­sonar fram yfir almanna­hags­muni á Íslandi í við­skipt­um, alþjóða­stjórn­mál­um, orðstír – og nátt­úru­vernd.

Háhyrn­ingar í útrým­ing­ar­hættu

Gleymum ekki að Ísland vann ötul­lega að verndun hafs­ins gegn mengun af völdum þrá­virkra eit­ur­efna, ekki síst PCB. Fram­leiðsla slíkra eit­ur­efna er nú bönn­uð. En PCB lekur frá urð­un­ar­stöðum og berst enn til sjáv­ar. Fyrir vikið ótt­ast vís­inda­menn að háhyrn­ing­ur­inn kom­ist í útrým­ing­ar­hættu.

Fyrir tíu árum mælt­ist land­læknir Fær­eyja til þess að konur á barns­eign­ar­aldri neyttu ekki grind­ar­kjöts vegna kvika­silf­urs- og PCB-­meng­un­ar. Gegnir furðu að fær­eysk stjórn­völd hafi ekki enn stöðvað grinda­dráp í ljósi þess að „því meira sem er af þessum efnum í blóði kvenna á með­göngu, þeim mun veik­ara verður ónæm­is­kerfi barns­ins við fæð­ingu, eins og segir í til­mæl­un­um. Þar segir enn­fremur að „kvika­silf­urs­magn í blóði móður á með­göngu [hafi] bein nei­kvæð áhrif á þætti eins og minni, orða­forða, við­bragðs­flýti og rým­is­skynjun barns­ins“.

Veiga­miklir þættir við verndun haf­ins eru þeir sömu og í bar­átt­unni fyrir verndun hvala. Þann mál­stað eiga Íslend­ingar að verja.

Spurn­ingin er þessi:

Er íslenskum stjórn­völdum alvara með hátíð­legum yfir­lýs­ingum um verndun hafs­ins eða vilja þau halda áfram að eyða fjár­mun­um, tíma og kröftum stjórn­ar­ráðs­ins í að verja hags­muni Krist­jáns Lofts­son­ar, svo sem með hinni svoköll­uðu kynn­ingu á mál­stað Íslands sem Alþingi sam­þykkti 1999? Þeir fjár­munir eru miklu meiri en veittir hafa verið til að stöðva plast­meng­un, rann­saka súrnun sjávar eða vinna gegn mengun af völdum eit­ur­efna sem drepa hvali.

Nýverið var kynnt skýrsla Sam­ein­uðu þjóð­anna um brýna nauð­syn rót­tækra aðgerða til að koma í veg fyrir verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. Nú er í skýrsl­unni sér­stak­lega varað við súrnun sjáv­ar, sem er hvað hröð­ust í haf­inu umhverfis Ísland. Ungt fólk spyr sig hvað for­eldra­kyn­slóðin hafi gert, hvað stjórn­völd hafi gert, hvað þau ætla að gera og hvað þau sjálf geti gert til að þau þurfi ekki að halda upp á þrí­tugs­af­mælið þegar allt er um sein­an. Lýð­ræð­is­legir stjórn­ar­hættir og traust almenn­ings til þeirra byggj­ast á því að hin kjörnu stórn­völd setji hags­muni almenn­ings í for­gang en ekki hags­muni áliðn­að­ar­ins eða bíla­inn­flytj­enda, hvað þá ein­stak­lings með ódrep­andi áhuga á hval­veið­um, eins konar hval­veiða­fíkn, sem engu máli skipta fyrir þjóð­hags­reikn­ing­ana en miklu fyrir stöðu Íslands við að vernda eigin hags­muni og taka þátt í alþjóða­átaki gegn lofts­lags­vánni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar