Viðlagasjóður húsnæðismála 2019-2023

Benedikt Sigurðarson skrifar um húsnæðismál á Íslandi, setur fram sjónarmið um stöðu þeirra og viðrar mögulegar lausnir á stöðunni.

Auglýsing

Leigu­mark­að­ur­inn er fárán­lega dýr og ótryggur – leigusal­ar/hús­eig­endur hafa sjálf­dæmi um verð­lagn­ingu af því að skortir hús­næði um allt land – og reglu­verkið er sett upp til að gang­ast braski og tíma­bundnu harki best.

Fákeppn­is­ein­kenni eru á leigu­mark­aði þar sem stór­leik­endur eins og Heima­vellir og Almenna leigu­fé­lagið eru ráð­andi – og engin virk sam­keppni eða verð­stýr­ing.

Ein­stak­lingar í leigu­braski og gróða­drifin félög segja fólki upp leigu eða hækka mán­að­ar­leig­una um rudda­legar fjá­hæðir – og stað­festar sögur ber­ast um að fólk kallar eftir við­haldi og lag­fær­ingum á bil­unum er sagt upp án fyr­ir­vara.

Auglýsing

Alltof lítið er byggt og alltof dýrt selt; margt bendir til að á síð­ustu 30 mán­uðum hafi raun­hækkun á bygg­ing­ar­kostn­aði ekki verið umfram 7-8% sem vísi­tala hag­stof­unnar mælir – en sölu­verð nýrra íbúða hefur hækkað á sama tíma um 20-40%.

Lána­kjörin eru okur – með fárán­lega háu vaxta­stigi (7,1%) eða verð­trygg­ingu og við­miðun af vísi­tölu sem mælir skakkt... og bara fyrir brask­ara, banka­kerfið og líf­eyr­is­sjóð­ina.

Það er rosa­legt ástand á hús­næð­is­mark­aði ungs fólks – og sitj­andi og fyrr­ver­andi stjórn­völd hafa enn ekki teiknað upp neinar lausn­ir. Enn er fabúlerað um að veita byrj­endum á íbúða­mark­aði ein­hver við­bót­ar­lán – og eða beina styrki til að fara inn á kaup­enda­markað sem mundi einkum verða til að pressa á frek­ari verð­hækk­anir og með því gera ástandið bein­línis verra.

Eng­inn kemst af stað á sér­eign­ar­mark­aði nema fá for­gjöf frá fjöl­skyldu eða vel­vilj­uðum – í formi arfs eða beinna gjafa frá vel­stæð­um. Nú eiga bara ekk­ert allir slíkan aðgang að bak­hjörlum og það er auk þess fárán­legt að búa við kerfi sem gerir ráð fyrir slíku.

Fár­ast er af lóða­skorti en sann­leik­ur­inn er að það eru mörg þús­und bygg­ing­ar­réttir virkir á Höf­uð­borga­svæð­inu – en þar ætlar „mark­að­ur­inn” auð­vitað ekki að byggja ódýrt... meðan hægt er að selja dýrt með því að byggja nógu lítið og óhag­kvæmt.

Skipu­lags­við­mið eru víða íþyngj­andi – um stærðir og húsa­gerðir – og verð­lagn­ing lóða og bygg­ing­ar­gjöld hvetja enn til þess að byggt sé fremur í efri mörkum stærða heldur en í neðri­mörk­um.

Nið­ur­staðan er samt sú; fleiri verða að láta sér lynda að kaupa minni íbúð – færri fer­metra og færri her­bergi en við­kom­andi mundi kjósa – af því að þú hefur bara efni á færri fer­metr­um.

Fjöldi fólks tekur áhættu umfram það sem er skyn­sam­legt með skuld­settum verð­tryggðum kaupum - á okur­vöxtum – af því að það virð­ist „skömminni skárra en að leigja”...og fjöldi fólks situr pikk­fastur á rán­dýrum leigu­mark­aði, eða til heim­ilis hjá for­eldrum og vinum – án þess að geta komið sér í sjá­fl­stæða búsetu eða stofnað til heim­ils á eigin for­send­um.

Hvað þarf að gera

  1. Það þarf að marg­falda íbúða­bygg­ingar – og það verður ein­ungis gert með því að veita íbúð­fé­lögum neyt­enda (hús­næð­is­sam­svinnu­fé­lög­um/­sjálfs­eign­ar­fé­lög­um) for­gang að lóða­út­hlutun og verð­leggja lóð­irnar hóf­lega og þannig að ekki þurfi að greiða fyr­ir­fram. Enda verða kvaðir á lóð­unum sem banna að íbúðir verði seldar út úr félög­unum í hagn­að­ar­skyni. Líta má þar á for­dæmi Finn­lands þar sem fram­boð hefur verið af hag­kvæmum íbúðum í höndum neyt­enda og engin ver­bóla hefur vaðið uppi.

  2. Rök­rétt er að setja af stað sam­hæfð rað­smíða og inn­kaupa­verk­efni – þar sem íbúða­fé­lög neyt­enda vinna saman – í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög og með þró­un­ar­stuðn­ingi rík­is­ins. Með slíku bygg­ing­ar­sam­starfi verði þró­aðar hag­kvæmar hús­gerðir – með breyti­legum íbúða­stærðum – frá örí­búðum undir 24 fm og allar stærðir upp í stórar fjöl­skyldu­í­búðir allt að 140-150 fm með mörgum svefn­stæð­um.

  3. Rík­is­valdið og sveit­ar­fé­lögin (í gegn um Íbúða­lána­sjóð/Lána­sjóð Sveit­ar­fé­lag) tryggi fjár­mögnun íbúða­fé­laga neyt­enda með því að veita slíkum NFP(not-­for-profit) félögum einka­leyfi á að gefa út verð­tryggð fast­eigna­tryggð skulda­bréf til langs tíma (50-60 ár) – sam­hliða því að banna verð­trygg­ingu á lánum til neyt­enda.

  4. Lagður verði skyldu­sparn­aður á sjóða­söfnun líf­eyr­is­sjóð­anna og þeim gert að kaupa íbúða­bréf til langs tíma fyrir veru­legar fjár­hæðir – sem gætu fjár­magnað allt að 20 þús­und íbúðir á næstu 5 -8 árum.

  5. Inn­leiða þarf kerf­is­breyt­ingar þannig að leigu­mark­aði verði settir skarp­ari rammar – og verð­stýr­ing inn­leidd að Sænsk-Þýskri fyr­ir­mynd. Jafn­framt verði áréttuð skylda sveit­ar­fé­laga og yfir­valda til að sinna þörfum allra borg­ara fyrir öruggt hús­næði – og horfið verði frá þeirri aðgrein­ing­ar­stefnu sem birt­ist í tekju­teng­ingum allrar hús­næð­is­að­stoð­ar.

Við­laga­sjóður hús­næð­is­mála:

Á árinu 1973-1975 var unnið tals­vert krafta­verk með bygg­ingu inn­fluttra húsa til að tryggja brott­hröktum Vest­manna­ey­ingum öruggt skjól á fasta­land­inu. 500 íbúðir risu – og flestar með inn­flutn­ingi ein­inga­húsa.

Nútíma­tækni í bygg­ingu ein­inga­húsa og gerð – varð­andi ein­angrun og efn­is­notkun – hefur fleygt fram. Afkasta­geta inn­lenda bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins mun ekki fjölga íbúðum telj­andi næstu 2-3 árin – með óbreyttum stað­bygg­ing­ar-að­ferð­um.

Þess vegna er rök­rétt að fella aðgerðir í tíma­bund­inn far­veg; Þar sem stofn­aður verður Við­laga­sjóður hús­næð­is­mála 2019-2023 með það að mark­miði að setja af stað marg­fald­aðar íbúða­bygg­ingar þar sem íbúða­fé­lög neyt­enda fá stuðn­ing og ramma til að njóta bestu kjara hvert og eitt og óháð því hversu mikið þarf að byggja á hverjum stað á hverjum tíma.

Vel­vild­ar­fjár­festar í formi ein­stakra fyr­ir­tækja (sem vilja tryggja hús­næði fyrir starfs­fólk sitt) gætu komið til liðs við t.d. hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lag og keypt búsetu­rétti íbúða í bygg­ingu og selt síðan til sinna starfs­manna með góðum kjör­um.

Nauð­syn­legt er að til verði breið sátt og víð­tækur skiln­ingur á því að þörf sé á aðgerðum á hús­næð­is­mark­aði. Stétt­ar­fé­lög voru alla 20. öld­ina afar virkir aðilar til sam­starfs og til að pressa á stjórn­völd um úrbætur á hús­næð­is­mark­aði.

Nú er enn og aftur kreppa – neyð­ar­á­stand á hús­næð­is­mark­aði. Nú verða stétt­ar­fé­lögin að koma til liðs við félags­menn sína og þau neyt­enda­reknu félög sem eru starf­andi – og til að stofna ný.

Mik­il­væg­ustu þættir í kjara­kröfum stétt­ar­fé­lag­anna árin 2018-2019 hljóta að snúa að umbótum á leigu­mark­aði – og mark­vissu sam­starfi um rað­smíði og magn­fram­leiðslu íbúða fyrir sjálf­stæð sam­vinnu­fé­lög og annan neyt­enda­rek­inn íbúða­mark­að. 

Um leið þarf að tryggja að bannað verði að verð­tryggja lán til ein­stak­linga með okur­vaxta­kjörum – en jafn­framt að virkja far­vegi fyrir sam­starfi ríkis og sveit­ar­fé­laga um hag­kvæmar lána­leiðir til óhagn­að­ar­drif­ins íbúða­rekstr­ar. Þar mun óhjá­kvæmi­legt að setja líf­eyr­is­sjóð­unum stranga skil­mála en mæta sam­hliða eðli­legri eft­ir­spurn þeirra um lang­tíma­skulda­bréf - með óhættu­litlum skil­málum - en þá gegn því að þeir sæti vaxta­þaki (við 1-2%) ofan á verð­trygg­ingu.

Höf­undur er fram­kvæmd­stjóri Búfesti hsf.

(Grein með sam­bæri­legu efni birt­ist upp­haf­lega á kvenna­bla­did.is í októ­ber 2017)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar