Lægsta verðið eða besta samfélagið?

Halla Gunnarsdóttir, frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna, segir að samstaða neytenda sé lykilþáttur í að koma í veg fyrir að sérhagsmunir hinna fáu trompi almannahag.

Auglýsing

Umræða um neytendamál lendir óþarflega oft í þeim farvegi að einblína eingöngu á verðmiða. Verðmiðinn er vissulega mikilvægur og hér á Íslandi greiðum við vöru og þjónustu dýru verði. En við þurfum líka að huga að því hvernig upphæðin er tilkomin. Of oft er ástæðna að leita í því hversu mikið fé rennur í vasa hinna örfáu, þeirra sem stunda sjálftökuna í fyrirtækjum landsins, greiða sér til dæmis arð langt umfram framleiðni, svo dæmi sé tekið. Það er nefnilega kostnaðarsamt að halda uppi auðstétt í litlu landi.

En stundum er lágt verð til neytenda líka til komið vegna þess að svínað er á fólki. Þrælakistur heimsins eru þar nærtækt dæmi. Mörg störf í hinu nýja harkhagkerfi (gig economy) eru líka unnin fyrir skammarlega lágt endurgjald og fólk er snuðað um veikindarétt, orlofsrétt og hvíldarrétt. Látið er að því liggja að þetta sé sveigjanleg vinna og þar með notalegur lífsstíll. En þetta fyrirkomulag íhlaupavinnu er sennilega nær því að mæta niður á bryggju á hverjum degi upp á von og óvon. Og þegar vinnu er að fá þá er ekkert annað að gera en að taka hana alla.

Hvaða áhrif hefur þetta á neytendur?

Auglýsing

Nærtækt dæmi má taka af því þegar kapítalisminn tekur yfir deilihagkerfið. Eitt er að gista í híbýlum annarra en annað er að gista í íbúð sem er rekin af fjárfestingamönnum en stendur utan reglna um hollustuhætti og eldvarnir þar sem hún er markaðssett sem heimagisting. Eitt er að fá far með einhverjum á leið til vinnu en annað að setjast upp í bíl hjá bílstjóra sem tekur sér aldrei hvíld þar sem tekjur hans eru ekki upp í nös á ketti og fyrirtækið sem hann vinnur (ekki) hjá er undanþegið reglum um hvíldartíma, allt í nafni sveigjanleika. Öryggi okkar allra getur þannig verið stefnt í tvísýnu.

Að sama skapi er oft ódýrara og einfaldara að framleiða vöru sem fer illa með umhverfið og er jafnvel full af eiturefnum. Hagsmunir neytenda, hagsmunir vinnandi fólks og hagsmunir náttúrunnar verða að fara saman. Því neytendamál eru líka einn liður í því að byggja upp gott og sjálfbært samfélag, en ekki að skila samfélaginu og náttúrunni af okkar í verra ásigkomulagi til komandi kynslóða.

Um helgina verður gengið til kosninga í Neytendasamtökunum. Sú sem þetta ritar er í framboði til stjórnar ásamt hópi fólks – þar á meðal er Rán Reynisdóttir formannsframbjóðandi – sem vill blása nýju lífi í samtökin og efla samstöðu neytenda, í víðu samhengi eins og hér er rakið. Því samstaða neytenda er lykilþáttur í að koma í veg fyrir að sérhagsmunir hinna fáu trompi almannahag.

Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar