Lægsta verðið eða besta samfélagið?

Halla Gunnarsdóttir, frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna, segir að samstaða neytenda sé lykilþáttur í að koma í veg fyrir að sérhagsmunir hinna fáu trompi almannahag.

Auglýsing

Umræða um neyt­enda­mál lendir óþarf­lega oft í þeim far­vegi að ein­blína ein­göngu á verð­miða. Verð­mið­inn er vissu­lega mik­il­vægur og hér á Íslandi greiðum við vöru og þjón­ustu dýru verði. En við þurfum líka að huga að því hvernig upp­hæðin er til­kom­in. Of oft er ástæðna að leita í því hversu mikið fé rennur í vasa hinna örfáu, þeirra sem stunda sjálftök­una í fyr­ir­tækjum lands­ins, greiða sér til dæmis arð langt umfram fram­leiðni, svo dæmi sé tek­ið. Það er nefni­lega kostn­að­ar­samt að halda uppi auð­stétt í litlu landi.

En stundum er lágt verð til neyt­enda líka til komið vegna þess að svínað er á fólki. Þrælakistur heims­ins eru þar nær­tækt dæmi. Mörg störf í hinu nýja hark­hag­kerfi (gig economy) eru líka unnin fyrir skammar­lega lágt end­ur­gjald og fólk er snuðað um veik­inda­rétt, orlofs­rétt og hvíld­ar­rétt. Látið er að því liggja að þetta sé sveigj­an­leg vinna og þar með nota­legur lífs­stíll. En þetta fyr­ir­komu­lag íhlaupa­vinnu er senni­lega nær því að mæta niður á bryggju á hverjum degi upp á von og óvon. Og þegar vinnu er að fá þá er ekk­ert annað að gera en að taka hana alla.

Hvaða áhrif hefur þetta á neyt­end­ur?

Auglýsing

Nær­tækt dæmi má taka af því þegar kap­ít­al­ism­inn tekur yfir deili­hag­kerf­ið. Eitt er að gista í híbýlum ann­arra en annað er að gista í íbúð sem er rekin af fjár­fest­inga­mönnum en stendur utan reglna um holl­ustu­hætti og eld­varnir þar sem hún er mark­aðs­sett sem heimagist­ing. Eitt er að fá far með ein­hverjum á leið til vinnu en annað að setj­ast upp í bíl hjá bíl­stjóra sem tekur sér aldrei hvíld þar sem tekjur hans eru ekki upp í nös á ketti og fyr­ir­tækið sem hann vinnur (ekki) hjá er und­an­þegið reglum um hvíld­ar­tíma, allt í nafni sveigj­an­leika. Öryggi okkar allra getur þannig verið stefnt í tví­sýnu.

Að sama skapi er oft ódýr­ara og ein­fald­ara að fram­leiða vöru sem fer illa með umhverfið og er jafn­vel full af eit­ur­efn­um. Hags­munir neyt­enda, hags­munir vinn­andi fólks og hags­munir nátt­úr­unnar verða að fara sam­an. Því neyt­enda­mál eru líka einn liður í því að byggja upp gott og sjálf­bært sam­fé­lag, en ekki að skila sam­fé­lag­inu og nátt­úr­unni af okkar í verra ásig­komu­lagi til kom­andi kyn­slóða.

Um helg­ina verður gengið til kosn­inga í Neyt­enda­sam­tök­un­um. Sú sem þetta ritar er í fram­boði til stjórnar ásamt hópi fólks – þar á meðal er Rán Reyn­is­dóttir for­manns­fram­bjóð­andi – sem vill blása nýju lífi í sam­tökin og efla sam­stöðu neyt­enda, í víðu sam­hengi eins og hér er rak­ið. Því sam­staða neyt­enda er lyk­il­þáttur í að koma í veg fyrir að sér­hags­munir hinna fáu trompi almanna­hag.

Höf­undur er fram­bjóð­andi til stjórnar Neyt­enda­sam­tak­anna.  

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar