Lægsta verðið eða besta samfélagið?

Halla Gunnarsdóttir, frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna, segir að samstaða neytenda sé lykilþáttur í að koma í veg fyrir að sérhagsmunir hinna fáu trompi almannahag.

Auglýsing

Umræða um neyt­enda­mál lendir óþarf­lega oft í þeim far­vegi að ein­blína ein­göngu á verð­miða. Verð­mið­inn er vissu­lega mik­il­vægur og hér á Íslandi greiðum við vöru og þjón­ustu dýru verði. En við þurfum líka að huga að því hvernig upp­hæðin er til­kom­in. Of oft er ástæðna að leita í því hversu mikið fé rennur í vasa hinna örfáu, þeirra sem stunda sjálftök­una í fyr­ir­tækjum lands­ins, greiða sér til dæmis arð langt umfram fram­leiðni, svo dæmi sé tek­ið. Það er nefni­lega kostn­að­ar­samt að halda uppi auð­stétt í litlu landi.

En stundum er lágt verð til neyt­enda líka til komið vegna þess að svínað er á fólki. Þrælakistur heims­ins eru þar nær­tækt dæmi. Mörg störf í hinu nýja hark­hag­kerfi (gig economy) eru líka unnin fyrir skammar­lega lágt end­ur­gjald og fólk er snuðað um veik­inda­rétt, orlofs­rétt og hvíld­ar­rétt. Látið er að því liggja að þetta sé sveigj­an­leg vinna og þar með nota­legur lífs­stíll. En þetta fyr­ir­komu­lag íhlaupa­vinnu er senni­lega nær því að mæta niður á bryggju á hverjum degi upp á von og óvon. Og þegar vinnu er að fá þá er ekk­ert annað að gera en að taka hana alla.

Hvaða áhrif hefur þetta á neyt­end­ur?

Auglýsing

Nær­tækt dæmi má taka af því þegar kap­ít­al­ism­inn tekur yfir deili­hag­kerf­ið. Eitt er að gista í híbýlum ann­arra en annað er að gista í íbúð sem er rekin af fjár­fest­inga­mönnum en stendur utan reglna um holl­ustu­hætti og eld­varnir þar sem hún er mark­aðs­sett sem heimagist­ing. Eitt er að fá far með ein­hverjum á leið til vinnu en annað að setj­ast upp í bíl hjá bíl­stjóra sem tekur sér aldrei hvíld þar sem tekjur hans eru ekki upp í nös á ketti og fyr­ir­tækið sem hann vinnur (ekki) hjá er und­an­þegið reglum um hvíld­ar­tíma, allt í nafni sveigj­an­leika. Öryggi okkar allra getur þannig verið stefnt í tví­sýnu.

Að sama skapi er oft ódýr­ara og ein­fald­ara að fram­leiða vöru sem fer illa með umhverfið og er jafn­vel full af eit­ur­efn­um. Hags­munir neyt­enda, hags­munir vinn­andi fólks og hags­munir nátt­úr­unnar verða að fara sam­an. Því neyt­enda­mál eru líka einn liður í því að byggja upp gott og sjálf­bært sam­fé­lag, en ekki að skila sam­fé­lag­inu og nátt­úr­unni af okkar í verra ásig­komu­lagi til kom­andi kyn­slóða.

Um helg­ina verður gengið til kosn­inga í Neyt­enda­sam­tök­un­um. Sú sem þetta ritar er í fram­boði til stjórnar ásamt hópi fólks – þar á meðal er Rán Reyn­is­dóttir for­manns­fram­bjóð­andi – sem vill blása nýju lífi í sam­tökin og efla sam­stöðu neyt­enda, í víðu sam­hengi eins og hér er rak­ið. Því sam­staða neyt­enda er lyk­il­þáttur í að koma í veg fyrir að sér­hags­munir hinna fáu trompi almanna­hag.

Höf­undur er fram­bjóð­andi til stjórnar Neyt­enda­sam­tak­anna.  

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar