Lægsta verðið eða besta samfélagið?

Halla Gunnarsdóttir, frambjóðandi til stjórnar Neytendasamtakanna, segir að samstaða neytenda sé lykilþáttur í að koma í veg fyrir að sérhagsmunir hinna fáu trompi almannahag.

Auglýsing

Umræða um neyt­enda­mál lendir óþarf­lega oft í þeim far­vegi að ein­blína ein­göngu á verð­miða. Verð­mið­inn er vissu­lega mik­il­vægur og hér á Íslandi greiðum við vöru og þjón­ustu dýru verði. En við þurfum líka að huga að því hvernig upp­hæðin er til­kom­in. Of oft er ástæðna að leita í því hversu mikið fé rennur í vasa hinna örfáu, þeirra sem stunda sjálftök­una í fyr­ir­tækjum lands­ins, greiða sér til dæmis arð langt umfram fram­leiðni, svo dæmi sé tek­ið. Það er nefni­lega kostn­að­ar­samt að halda uppi auð­stétt í litlu landi.

En stundum er lágt verð til neyt­enda líka til komið vegna þess að svínað er á fólki. Þrælakistur heims­ins eru þar nær­tækt dæmi. Mörg störf í hinu nýja hark­hag­kerfi (gig economy) eru líka unnin fyrir skammar­lega lágt end­ur­gjald og fólk er snuðað um veik­inda­rétt, orlofs­rétt og hvíld­ar­rétt. Látið er að því liggja að þetta sé sveigj­an­leg vinna og þar með nota­legur lífs­stíll. En þetta fyr­ir­komu­lag íhlaupa­vinnu er senni­lega nær því að mæta niður á bryggju á hverjum degi upp á von og óvon. Og þegar vinnu er að fá þá er ekk­ert annað að gera en að taka hana alla.

Hvaða áhrif hefur þetta á neyt­end­ur?

Auglýsing

Nær­tækt dæmi má taka af því þegar kap­ít­al­ism­inn tekur yfir deili­hag­kerf­ið. Eitt er að gista í híbýlum ann­arra en annað er að gista í íbúð sem er rekin af fjár­fest­inga­mönnum en stendur utan reglna um holl­ustu­hætti og eld­varnir þar sem hún er mark­aðs­sett sem heimagist­ing. Eitt er að fá far með ein­hverjum á leið til vinnu en annað að setj­ast upp í bíl hjá bíl­stjóra sem tekur sér aldrei hvíld þar sem tekjur hans eru ekki upp í nös á ketti og fyr­ir­tækið sem hann vinnur (ekki) hjá er und­an­þegið reglum um hvíld­ar­tíma, allt í nafni sveigj­an­leika. Öryggi okkar allra getur þannig verið stefnt í tví­sýnu.

Að sama skapi er oft ódýr­ara og ein­fald­ara að fram­leiða vöru sem fer illa með umhverfið og er jafn­vel full af eit­ur­efn­um. Hags­munir neyt­enda, hags­munir vinn­andi fólks og hags­munir nátt­úr­unnar verða að fara sam­an. Því neyt­enda­mál eru líka einn liður í því að byggja upp gott og sjálf­bært sam­fé­lag, en ekki að skila sam­fé­lag­inu og nátt­úr­unni af okkar í verra ásig­komu­lagi til kom­andi kyn­slóða.

Um helg­ina verður gengið til kosn­inga í Neyt­enda­sam­tök­un­um. Sú sem þetta ritar er í fram­boði til stjórnar ásamt hópi fólks – þar á meðal er Rán Reyn­is­dóttir for­manns­fram­bjóð­andi – sem vill blása nýju lífi í sam­tökin og efla sam­stöðu neyt­enda, í víðu sam­hengi eins og hér er rak­ið. Því sam­staða neyt­enda er lyk­il­þáttur í að koma í veg fyrir að sér­hags­munir hinna fáu trompi almanna­hag.

Höf­undur er fram­bjóð­andi til stjórnar Neyt­enda­sam­tak­anna.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar