Til stuðnings frumvarpi um bann við umskurði á Íslandi

David Balashinsky fjallar um frumvarp til laga um bann við umskurði drengja en hann segir það tákna þá óum­flýj­an­legu og óstöðv­andi bar­áttu í þróun manns­ins í átt að meiri virð­ingu fyrir rétti barna og ein­stak­linga.

Auglýsing

Í frétta­miðlum hér og víða um heim hefur verið fjallað um að Alþingi sé með til skoð­unar að víkka lög­gjöf um umskurð á stúlkum þannig að hún gildi einnig fyrir drengi, án lækn­is­fræði­legrar ástæðu (þ.e. umskurður sem er fram­kvæmdur án þess að heil­brigðis ástæða liggi fyr­ir) og frum­varpið er núna hjá rík­is­stjórn­inni. Þessi lög, ef sam­þykkt verða, myndu veita drengjum sömu laga­legu vernd – til 18 ára ald­urs – gegn því að kyn­færi þeirra verði skorin eins og stúlkur á Íslandi hafa haft síðan árið 2005 og í Banda­ríkj­unum síðan 1996.

Þar sem þetta frum­varp hefur fengið órétt­látar mót­bárur frá sam­tökum sem berj­ast gegn gyð­inga­hatri ADL (Ant­i-Defemation League) og öðrum sem túlka það sem árás á trú­frelsi og sér­stak­lega gegn gyð­ing­um, þá langar mig gjarnan að útskýra hvers vegna ég, sem gyð­ing­ur, eins og margir gyð­ingar sem ég tala hér fyr­ir, styð frum­varp­ið. Ég er ekki ein­göngu að skrifa til að bjóða fram opin­ber­legan stuðn­ing okkar á frum­varp­inu því við viljum að það sé þekkt að ADL sam­tökin sem berj­ast gegn gyð­inga­hatri sem hafa lýst yfir and­stöðu sinni, tala ekki fyrir alla gyð­inga og þeir tala ekki fyrir okk­ur.

Ekki aðeins eru gyð­ingar víða um heim að yfir­gefa þá hefð að umskera nýfædda drengi, heldur fer okkur fjölg­andi sem erum virk í að binda enda á hana. Leyfið mér að byrja á því að útskýra hver við erum og hvað við trúum á. Við erum karlar og konur með mis­mun­andi bak­grunn og víða að úr heim­inum en það sem sam­einar okkur er að við erum gyð­ingar og stað­föst and­staða okkar á ósjálf­ráða umskurði á kyn­færum barna. Sum okkar eru skil­greind sem gyð­ingar út frá þjóð­erni og menn­ingu á meðan önnur okkar eru gyð­ingar þar sem gyð­inga­trú er kjarn­inn í okkar trú og gildi. Sumir okkar hafa verið umskornir en aðrir ekki. Sumir okkar voru umskornir án okkar sam­þykkis út frá brit milah (bók­staf­leg merk­ing er „sátt­máli umskurð­ar“, og er trú­ar­leg athöfn umskurð­ar) á meðan aðrir með­limir í okkar hóp voru umskornir vegna menn­ingar hefðar því við fædd­umst á ákveðnum tíma og stað og því dregin inn (hins­vegar valkvætt hjá for­eldrum) í lækn­is­fræði­lega rétt­lættum ósjálf­ráða umskurði sem hefur verið svartur blettur á ung­barna­lækn­ingum í Banda­ríkj­unum síð­ustu hund­rað og sjö­tíu ár eða svo. Við sem höfum gengið í gegnum ósjálf­ráða umskurð höldum ekki ein­göngu því fram að á okkur hafi verið brot­ið, fyrir að hafa ekki haft val um breyt­ingar á eigin lík­ama, heldur vorum við svipt grund­vallar mann­rétt­indum og reisn.

Auglýsing

Við afneitum ekki rótum okkar sem gyð­ingar og fyrir okkur sem aðhyll­umst gyð­inga­trú, þá afneitum við ekki gyð­inga­trú okk­ar: Það sem við afneitum er ósjálf­ráða umskurð­ur. Við afneitum því og erum á móti því af eft­ir­far­andi ástæð­um:

Í fyrsta lagi, þá höfnum við ósjálf­ráða umskurði vegna þess að við lítum á það að skera kyn­færi á börnum án þeirra sam­þykkis sem brot á grund­vallar mann­rétt­indum þeirra um að fá að alast upp með alla sína lík­ams­parta ósnortna. Þess vegna erum við á móti öllum kyn­færa­skurði: Á kven­kyn, karl­kyn eða inter­sex. Við trúum því að hver ein­asta mann­eskja hefur sjálf­sagðan rétt á því að alast upp með þau kyn­færi sem þau fædd­ust með.

Í öðru lagi, þá höfnum við þeirri stað­hæf­ingu að ósjálf­ráða umskurður sé nauð­syn­legur til að stunda gyð­inga­trú fyrir ein­stak­ling­inn sjálfann. Það er það ekki. Gyð­inga­konur þurfa ekki að sæta ósjálf­ráða umskurði og þær eru ekk­ert síður and­legar – né líta þær á sig sjálfa sem minna elskaðar af Honum (eða Henni) eftir því hvað þær trúa að sé skap­ari heims­ins – en faðir þeirra, bræð­ur, eig­in­menn eða synir sem voru það. En beint að kjarn­anum þá eru ótelj­andi drengir og menn sem eru gyð­ingar um allan heim – ekk­ert minna and­legir og ekk­ert minna helgir en okkar gyð­inga bræður sem hafa skrifað gegn banni á ósjálf­ráða umskurði – sem voru ekki, sem nýburar, skil­yrt í þessa fornu og ómann­eskju­legu hefð. Gyð­ing­dómur er háleit birt­inga­mynd and­legrar og trú­ar­legrar skoð­anir manna. Það er ekki hægt að minnka vægi hennar út frá stærð eða lög­unar getn­að­ar­lims manns; að halda öðru fram er að gera lítið úr gyð­ing­dómi.

Í þriðja lagi, þá höfnum við þeirri stað­hæf­ingu að skorin kyn­færi sé nauð­syn til að gyð­ing­dómur nái að lifa af sem sam­heldið trú­ar­bragð. Það er það ekki. Sífellt fleiri trú­aðir gyð­ingar eru að skipta út brit milah fyrir brit shalom (bók­staf­leg merk­ing er „sátt­máli frið­ar­“), sem er trú­ar­leg athöfn sem þjónar nákvæm­lega sama and­lega og sam­fé­lags­lega til­gangi eins og brit milah bara án lík­am­legs skaða, án blóðs, án sárs­auka, án áfalls og án þess að brjóta á mann­rétt­ind­um.

Í fjórða lagi, þá höfnum við þeirri stað­hæf­ingu að ósjálf­ráða umskurður sé nauð­syn­legur fyrir áfram­hald­andi til­veru gyð­inga sem heild. Það er það ekki. Gyð­ingar voru til löngu fyrir til­komu ósjálf­ráða umskurðar á unga­börnum sem skil­yrði til trú­ar­iðk­un­ar, við vorum til þrátt fyrir að ósjálf­ráða umskurður útvíkk­að­ist í þá rót­tæku aðgerðir sem hinn upp­haf­legi umskurður (per­i'ah) er byggður á í dag, og við munum halda áfram að vera til löngu eftir að ósjálf­ráða umskurður hefur farið þá leið sem aðrar fyrrum nauð­syn­legar trú­ar­hefðir fóru sem ekki er fylgt eftir af meiri­hluta gyð­inga (eins og fyr­ir­tíðar blessun stúlkna) rétt eins og aðrar langvar­andi og refsi­verðar venjur svo sem fjöl­kvæni, að grýta til bana og þræla­hald.

Í fimmta lagi, þá höfnum við þeirri stað­hæf­ingu að ósjálf­ráða umskurður sé nauð­syn­legur hluti til að vera gyð­ing­ur. Það er það ekki. Gyð­inga­stúlka er ekki minni gyð­ingur en bróðir henn­ar. Gyð­inga­drengur sem fæð­ist af for­eldrum sem er gyð­ingar er ekki minni gyð­ingur við að hafa ekki haft hluta af typpi sínum skorið af. Gyð­inga­ætt er vegna gena, arf­leið­ar, fjöl­skyldu­lífs, upp­eld­is, gild­um, hefðum og menn­ingar manns. Einnig eins og nefnt er hér að ofan, vegna gyð­inga­trú­ar, þá er það vegna trú­ar­iðk­un­ar.

Í sjötta lagi: Okkar and­staða gagn­vart ósjálf­ráða umskurði er óað­skilj­an­leg út frá sið­ferði okkar og sið­ferð­is­legu trú sem við, sem gyð­ing­ar, er okkur kært. Okkar við­leitni að enda þennan umskurð­arsið og öllum kyn­færa­skurði án heil­brigð­is­á­stæðu er út frá leið­ar­vísi okkar af hug­mynda­fræði tikkum Olam (bók­staf­leg merk­in, „betri heim­ur“). Sú hug­mynda­fræði, á rætur sínar að rekja alla­vegna síðan árið 300 og kemur fram í Mis­hnah (sam­an­safn af kennslu­að­ferðum rabbína, lögum og öðrum hefðum gyð­inga sem var byrjað að rita niður eftir eyði­legg­ingar á seinna must­eri gyð­inga árið 70), og hefur orðið sam­heiti um þá hug­mynd að gyð­ingar eigi að vinna að félags­legu rétt­læti. Það er ekki nóg fyrir okkur að and­mæla kyn­færa­skurði fyrir okkur sjálf eða sem grunn hug­mynda­fræði. Hvati okkar er að binda endi á hann og tala fyrir þá sem ekki geta talað fyrir sig sjálf. Okkar sterka and­staða gegn ósjálf­ráða umskurði, er þannig ekki þrátt fyrir okkar gyð­inga­trú og gildi, heldur vegna þeirra.

Í sjö­unda lagi, í and­stöðu við áhyggju­efni ADL sam­taka sem berj­ast gegn gyð­inga­hatri og ann­arra, þá teljum við að áfram­hald­andi venja á ósjálf­ráða umskurði geta myndað mikla hættu (jafn­vel í meira mæli) fyrir til­vist gyð­inga­trúar sem trú­ar­bragðs og fyrir gyð­inga sem heild en það sem bann myndi verða. Okkar áhyggju­efni vegna athuga­semda sem við höfum fengið frá nokkrum sem hafa skil­greint sig sem „fyrrum gyð­ing­ar“ sökum reiði sinnar um hvað var gert við kyn­færi þeirra sem unga­börn án þeirrar sam­þykk­is, hafa ekki ein­göngu hafnað brit milah heldur gyð­inga­trú og jafn­vel hafnað tengslum sínum við gyð­inga­upp­runa sinn. Brit milah, leiddi þessa ólánsömu menn langt frá trúnni og sínu fólki, sem á end­unum hrakti þá í burtu. Við ótt­umst að það muni ekki ein­göngu halda áfram heldur aukast. Ósjálf­ráða umskurður hef­ur, í langan tíma, verið á skjön við nútím­ann, sér­stak­lega með til­liti til fram­fara í heim­inum varð­andi grund­vall­ar­mann­rétt­indi. Við erum núna að verða vitni af þessum árekstrum og óheppi­legar afleið­ingar þró­ast með okkur í raun­tíma. Eins og heim­ur­inn hefur nútima­væðst, þá hefur brit milah orðið í vax­andi mæli ómögu­legt að sam­ræma nútíma hug­myndum um sjálf­stæði og frið­helgi lík­ama ein­stak­linga. Það er óhjá­kvæmi­legt, við ótt­um­st, að sífellt fleiri gyð­ingar muni afsala gyð­ing­dóm sínum og öllum gyð­inga­tengslum ef þeir upp­lifa að þeirra afstaða að skera í kyn­færi sé ófrá­víkj­an­lega krafa og muni halda áfram að við­gang­ast.

Í átt­unda lagi, þá höfnum við þeirri víð­tæku full­yrð­ingu að hreyf­ingin um bann á ósjálf­ráða umskurði – og þröngri full­yrð­ingu að frum­varp til laga um bann sem er hjá rík­is­stjórn­inni – sé ekk­ert meira en yfir­varp fyrir árás á gyð­inga eða gyð­ing­dóm. Við sem gyð­ingar á móti ósjálf­ráða umskurði sjáum þessa hreyf­ingu sem fram­sækna mann­rétt­inda­bar­áttu og við lítum á þessa lög­gjöf sem löngu tíma­bæra, að hafa drengi með – einnig gyð­inga­börn – innan vernd­unar umfangs núgild­andi lag­ara­mma þar sem umskurður kvenna hefur verið bann­aður á Íslandi og um allan heim. Við lítum á frum­varpið til laga ekki sem árás á gyð­inga heldur sem óhjá­kvæmi­lega og rök­rétta nið­ur­stöðu í nútíma­sam­fé­lagi og vax­andi alþjóð­legra krafna varð­andi mann­rétt­indi og mann­rétt­indi barna eins og til­greint er af alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 1948 og Barna­sátt­mál­anum (sem sam­þykkt var af alls­herj­ar­þingi Sam­einuðu þjóð­anna árið 1989 og full­giltur 1990 (á Íslandi 1992 en lög­festur árið 2013), og eins og sér­stak­lega er tekið fram í hluta af 37. gr. í a. lið „Ekk­ert barn sé látið sæta pynd­ingum eða annarri grimmi­legri, ómann­úð­legri eða van­virð­andi með­ferð eða refs­ing­u“.

Auglýsing

Í níunda lagi, þá höfnum við þeirri stað­hæf­ingu um þann rétt að þvinga nýbura eða barn í ósjálf­ráða umskurð með því að flokka það sem grund­vall­ar­rétt­indi „trú­frels­is“. Þó að við við­ur­kennum frelsi til að trúa (eða ekki að trúa, ef því er að skipta) sé grund­vall­ar­at­riði, og þess vegna, algjört og tak­marka­laust, þá höfnum við þeirri útvíkkun á því grund­vall­ar­at­riði sem stað­hæf­ingu um full­komið frelsi til að fram­kvæma, sé einnig líka þess vegna, algjört og tak­marka­laust. Við trúum að réttur ein­stak­lings til að stunda sína eigin trú endi þar sem það byrjar að snú­ast um lík­ama ann­arra. Við trúum að grund­vall­ar­rétt­indi trú­frelsis afmark­ist við þau grund­vall­ar­rétt­indi ein­stak­linga um að valda ekki öðrum lík­am­legum skaða. Við trúum að eini ein­stak­ling­ur­inn sem hefur rétt á því að velja hvort að kyn­færi þess (eða allir lík­ams­part­ar) verði afbak­að­ir, breytt, með ör, eða breytt með skurð­að­gerð er ein­stak­ling­ur­inn sjálf­ur. Eng­inn annar hefur rétt á því að ákveða hvaða hlutar af typpi drengja hann má halda og hvaða hlutar eru skornir af. Við teljum það ekki rót­tæka eða jafn­vel umdeilda afstöðu, hvað þá gyð­inga­hatur eða ras­isma gagn­vart gyð­ingum eða múslim­um. Þvert á móti, þá teljum við það ein­fald­lega vera frekar aug­ljós­lega í sam­ræmi við nútíma við­horf og grund­vallar mann­rétt­indi og mann­lega reisn. Við trúum að eng­inn hefur rétt á því að skera hluta af typpi af ósjálf­ráða drengjum vegna trú­ar­ritn­inga, menn­ing­ar, fegr­un­ar, þæg­inda, sam­ræm­is, hefðar eða vafa­samra og vill­andi rétt­læt­inga varð­andi heil­brigði og hrein­læti þegar það eru til full­kom­lega árang­urs­ríkir val­kostir sem ekki eru smit­andi, skað­leg­ir, sárs­auka­fullir eða var­an­legir (bara eins og sápa og vatn og svo smokkar á full­orð­ins­árum).

Eftir að að hafa talið upp allt hér á und­an, þá viljum við einnig að það sé vitað að við erum ekki and­stæð umskurði í öllum aðstæð­um. Þó við séum ekki sam­mála, þá styðjum við rétt manna til að velja að umskera sig fyrir hvaða ástæðu sem hann hefur þegar hann er full­orð­inn og á þeim aldri að geta tekið upp­lýsta ákvörðun um eigin lík­ama. Þegar hann er fær um gefa upp­lýst sam­þykki, þá sam­þykkjum við, á grund­velli sjálf­stæðar og sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttar hans að breyta eigin lík­ama í sam­ræmi við sína trú og gildi – hvort sem það er vegna trúar vegna upp­runa eða ann­að. Þetta er lík­ami hans og ætti því að vera hans val. Við við­ur­kennum einnig félags­legt sam­hengi sem and­staða ADL sam­tak­anna sem berj­ast gegn gyð­inga­hatri og aðrar stofn­anir gyð­inga sem þetta frum­varp hafa vakið athygli á. Við erum full­kom­lega með­vituð um sögu gyð­inga­hat­urs og ofsóknir for­feðra okkar í gegnum sögu Evr­ópu. Einnig við­ur­kennum við líka að þessar ofsóknir voru sýni­legar með banni við umskurð hjá fyrrum kyn­slóð­um. Þegar þessi fyrri bönn voru sett á, eftir allt sam­an, þá voru þau hluti af skýru gyð­inga­hat­ri, með aðgerðum stjórn­valda gegn gyð­ing­um. Það er skilj­an­legt, sér­stak­lega þar sem minn­ingar af hel­för­inni er enn fersk í huga okkar að nokkrir gyð­ingar heyri ógn­andi berg­mál úr svartri for­tíð á sögu gyð­inga­hat­urs í Evr­ópu með núver­andi áherslum að banna ósjálf­ráða umskurð. Slíkur ótti gæti jafn­vel öðl­ast meiri stað­fest­ingu og vægi í ljósi vax­andi þjóð­ern­is­hyggju og útlend­inga-og gyð­inga­hat­urs sem hefur átt sér stað beggja megin við Atl­ants­hafnið á síð­ustu árum (sér­stak­lega síð­ustu tveimur árum).

En, sem gyð­ingar á móti ósjálfs­ráða umskurði, þá höfnum við kröft­ug­lega þeirri stað­hæf­ingu að nútíma hreyf­ing gegn umskurði (það ber að end­ur­taka, sem sæk­ist eftir að allt bann verði sett á kyn­færa­skurði: Á stelp­um, inter­sex börnum sem og drengj­um) sé ekk­ert meira en birt­ing­ar­mynd af fyrrum gyð­inga­hatri. Reyndar mis­býður okkur sú stað­hæf­ing. Á meðan bann við umskurð frá öldum áður voru byggð á gyð­inga­hatri en nútíma­hreyf­ing að banna ósjálf­ráða umskurð sem nær hámarki og endar þar að banna ein­göngu ósjálf­ráða umskurð. Þau eru í grund­vall­ar­at­riðum með mjög ólíkan upp­runa því þau byggj­ast á heims­sýn sem er í raun ólík í upp­hafi því þau rísa upp við ákveðna heims­sýn og í raun aðskildir heim­ar. Fyrri bönn eiga upp­runa sinn í þjóð­ern­is­legu- og trú­ar­legu hatri á meðan nútíma hreyf­ingar gegn umskurði eiga upp­runa sinn um virð­ingu fyrir rétti yfir eigin lík­ama ein­stak­linga og þeirra heimspeki­legu mót­bárum gegn ofbeldi og þeim óþarfa að valda sárs­auka og þján­ingum á unga­börn­um. Fyrri bönn sótt­ust eftir að banna þennan forna, ósjálf­ráða aflimunar sið ekki vegna þess sem það gerir heldur hverjir fram­kvæmdu það. Nútíma hreyf­ing gegn umskurði sæk­ist eftir að banna allan ósjálf­ráða umskurð ekki vegna þess hverjir það stunda heldur fyrir það sem það er.

Við höfnum einnig þeirri stað­hæf­ingu um þau áhrif, jafn­vel ásetn­ingi, á fyr­ir­hug­uðu banni á ósjálf­ráða umskurði myndu gera gyð­inga (eða múslima) óvel­komna per­sonae noe gratae á Íslandi. Eins og Jon­athan Green­blatt hjá ADL sam­taka sem berst gegn gyð­inga­hatri sagði: „Slíkt bann myndi þýða að engin gyð­inga­fjöl­skylda gæti búið á Íslandi og það væri óhugs­andi að sam­fé­lag gyð­inga gæti haldið áfram í landi sem myndi banna brit mila­h“. Þessi stað­hæf­ing fer algjör­lega fram­hjá öllum þeim þús­undum gyð­inga sem snið­ganga brit milah og væru meira en til í að búa með fjöl­skyldu sinni – og ala upp börnin sín sem stoltir gyð­ingar – í landi þar sem brit milah er bannað með lög­um. Hversu mörgum nýbök­uðum for­eldrum sem eru gyð­ingar hafa verið beittir þrýst­ingi – gegn eigin eðl­is­hvöt sem for­eldr­ar, gegn þeirra inn­sæi og gegn þeirra betri vit­und – til að umskera syni sína? Við skynjum sífellt betur hversu mikill félags­legur þrýst­ingur á ósjálf­ráða umskurði nýbak­aðir for­eldrar verða fyrir af þeirra for­eldrum, ætt­ingum og öðrum í sam­fé­lagi þeirra sem aðal­lega og að lokum bera ábyrgð á því að við­halda þessum skelfi­lega sið. Þver­sögnin er sú, í mót­sögn við for­sendur Jon­athan Green­blatt að bann við ósjálf­ráða umskurði þurfi endi­lega að þýða enda­lok gyð­inga á Íslandi, slíkt bann gæti jafn lík­lega haft öfug áhrif: inn­streymi gyð­inga sem myndu glaðir vilja byggja upp fjöl­skyldu­líf sitt í landi þar sem þau eru laus við félags­legan þrýst­ing um að umskera börnin sín.

Það er ekk­ert í texta frum­varps­ins sem ein­hver gæti rétti­lega dregið þá ályktun að hvat­inn sé vegna gyð­inga­hat­urs (eða jafn­vel hatri á Islam). Frum­varpið er lagt fram af þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins, Vinstri grænna, Flokks fólks­ins og Pírata. Þó að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins hafi verið bendl­aðir við lýð­skrum og áróður gegn inn­flytj­end­um, þá er frum­varpið einnig stutt af þing­mönnum frá flokkum sem eru mest í tengslum við umhverf­is­mál­um, jafn­rétti og frið (Vinstri græn­ir) og beint lýð­ræði (Pírat­ar).

Þannig verður hver og einn að vega og meta alla þessa þætti og hugs­an­lega þýð­ingu á fyr­ir­hug­aðri lög­gjöf á móti sögu­legum bak­grunn gyð­inga­hat­urs og nútíma útlend­inga­hat­urs og andúð inn­flytj­enda með þjóð­ern­is­hyggju á norð­ur­hluta jarð­ar. Einnig hvort að fyr­ir­huguð lög­g­gjöf eigi djúpar rætur sínar að rekja til þjóð­ern­is­hyggju, útlend­inga­hat­urs og gyð­inga­hat­urs í grunn­inn, eins og sumir hafa sagt um hana og svip­aðar lög­gjafir ann­ars­stað­ar, en eins og við viljum trúa, hvort sem það er, algjör­lega and­stæða, vegna vax­andi mann­úð­ar­sinn­aðra og fram­sæk­inna hvata sem mótar hreyf­ing­una um ósnert kyn­færi sem svo margir gyð­ingar eru hluti af sem eru mót­fallin skil­yrði um þving­aðan umskurð.

Eftir að við höfum vegið og metið alla þessa þætti, þá styðjum við þessa lög­gjöf algjör­lega og með mik­illi ákefð. Frum­varpið um bann við umskurð mun banna að skera í heil­brigð kyn­færi drengja, sama hvaða per­sónu­legar ástæður liggja að baki hjá for­eldrum sem vilja að barnið sé umskorið, sama hver trú for­eldra eða hvert þjóð­erni þeirra er, jafn­vel þó að hvati eða ástæða hjá þeim sem leggja fram frum­varpið geti verið á ein­hvern hátt ósann­gjarn. Þetta tæki­færi er of mik­il­vægt til að grípa það ekki. Réttur allra barna til að vera með ósnortin kyn­færi er hug­mynda­fræði sem er komin til að vera. Fyr­ir­hugað umskurð­ar­bann, eins og við sjáum það, táknar þá óum­flýj­an­legu og óstöðv­andi bar­áttu í þróun manns­ins í átt að meiri virð­ingu fyrir rétti barna og ein­stak­linga. Í sam­ræmi við gildi okkar sem gyð­ingar og hug­mynda­fræði tikkum olam, þá styðjum við þessar fram­farir og erum stolt, sem gyð­ingar, að taka þátt í því.

Stein­unn Ket­ils­dóttir og Sveinn Svav­ars­son sáu um þýð­ingu.

Hægt er að lesa grein­ina á ensku hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar