Forsendubrestur í Paradís

Steinunn Þorvaldsdóttir hefur safnað saman ýmsum merkilegum þversögnum og einkennilegheitum sem fólk lætur oft umhugsunarlaust út úr sér. Hér koma áframhaldandi hugleiðingarnar um efnið.

Auglýsing

Hér er komið að öðrum kafla af Kynlegum fróðleik um menn. Nú er það Sköpunarsagan og framhaldið af henni í Paradís sem okkur er tamt að grípa til þegar við tjáum okkur um samskipti kynjanna.

Sköpunarsagan: Tilurð mannsins

Guð sagði: „Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni."

Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau:

Auglýsing

Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum, sem hrærast á jörðinni."

Og Guð sagði: "Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu."

Og það varð svo. Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.

Svo kom upp einhver misskilningur í sambandi við fæðuna, þar sem Guð hafði viljað að bæði menn og dýr væru vegan. Eitthvað fórst þetta líka fyrir með kynferði Guðs og manna eins og komið verður inn á hér á eftir, þannig að upphaflega planið breyttist smávegis.

 

Sagan um Paradís

Þegar hér er komið sögu var Guð búinn að skapa manninn í sinni mynd – karl og konu – og fannst sköpunarverk sitt harla gott.

Svo leið tíminn og einhverra hluta vegna fór Guð að efast um sig og finnast verkið  ófullnægjandi. Guð ákvað sem sé dag nokkurn að maðurinn ætti ekki að vera einn - var greinilega búinn að steingleyma því að maðurinn væri bæði karl og kona. Þess í stað var maðurinn allt í einu orðinn eingöngu karl og Guð ákvað að koma honum fyrir í aldingarðinum Eden, þar sem hann brýndi fyrir honum að borða alls ekki af skilningstrénu. Stuttu seinna, þegar maðurinn, þ.e.a.s. karlinn, fékk sér síðdegisblund einhverju sinni, sætti Guð færis og tók úr karlinum rifbein sem hann notaði til að búa til karlynju.

Þennan gjörning útskýrði Guð svo með því að maðurinn, þ.e.a.s. karlinn, ætti ekki að vera einmana og það hafi verið ástæðan fyrir sköpun þessarar meðhjálpar sem væri akkúrat búin til við hæfi karlsins.

Ljóst er að þarna hefur orðið einhver verulegur forsendubrestur, því að Guð var alveg búinn að gleyma konunni sem hann skapaði forðum daga um leið og hann bjó til karlinn. Núna var sem sé komin karlynja og Guð kynnti hana til leiks sem ástæðuna fyrir því að maður yfirgæfi föður sinn og móður og byggi við eiginkonu sína svo að þau yrðu eitt hold. Þarna var allt í einu komin einhver áður óþekkt móðir fram á sjónarsviðið og gefið til kynna að karlynjunnar biði það hlutskipti að verða eiginkona. NB allt þetta gerðist í kjölfar þess að Guð bað manninn, þ.e.a.s. karlinn, um að borða ekki af skilningstrénu! Hvað var eiginlega í gangi?

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar